Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 1999 29 * DV Sport Eddie Irvine er með fjögurra stiga forskot á Finnann fyrir lokaumferðina í Japan um næstu helgi. Irvine var ánægður með niðurstöðu dómstólsins sem dæmdi honum sigurinn í Malasíu. SímamyndReuter Mikka Hákkinen fagnar í Malasíu um síðustu helgi. Nú stefnir hins vegar í svakaiega baráttu milii hans og Irvine í lokaumferðinni. SímamyndReuter Formúla 1 dramatíkin heldur áfram: Eftir óvissu undanfama vikú, við að Ferrari var dæmt úr leik vegna ólöglegra vindskeiða í Malasíu, hef- ur áfrýjun liðsins verið tekin til greina og Ferrari-keppnisliðið feng- ið úrslit úr glæsilegum sigri á Sepang-brautinni í Malasíu staðfest. Áfrýjunardómstóll FIA komst að þeirri niðurstöðu að Ferraribílar þeirra Eddie Irvines og Michael Schumachers hefðu verið löglegir í Malasíu og því skuli upphafleg úr- slit gilda. Þessi niðurstaða, sem dómarar í áfrýjunardómstóli FIA tilkynntu á laugardag, færir Eddie Irvine í efsta sæti stigalista ökumanna að nýju og hefur hann þá fjögurra stiga forskot é Hákkinen sem nú hefur aðeins 66 stig á móti 70. Einnig færa samanlögð stig Schumachers og Ir- vines, Ferrariliðið í forystu i liða- keppninni. Lokakeppnin í Japan þann 31. október verður því geysi- hörð rimma um heimsmeistaratitil ökumanna og keppnisliða. Niðurstaðan sem slík kom á óvart Það kom mörgum á óvart að áfrýjunamefndin skyldi komast að þessari niðurstöðu. Þetta er aðeins í fjórða skiptið sem þetta gerist í þau 25 skipti sem dómurinn hefur verið kallaður saman. Samkvæmt yfirlýs- ingu sem Max Mosley, forseti FIA (Alþjóöa akstursíþróttasambands- ins) las á laugardag vom mælingar sem gerðar vom af tæknidómurum i Malasíu rangar. Þessar mælingar sem vom gerðar á hliðarvindskeiðum bílanna vom samkvæmt dómstólnum ekki nægi- lega nákvæmar og því ekki rétt að dæma fyrsta og annað sætið af Ferrari fyrir vikið. Á báðum bílun- um hefði vindskeiðin verið innan 5 mm skekkjumarka og væri því full- komlega lögleg og glæsilegur sigur Ferrari í Malasíu þann 16. október því fullkomlega löglegur. Sl. föstudag var réttað í málinu og mættu lögfræðingar og tæknimenn ítalska bifreiðasambandsins (ACI- CSAI) til að verja Ferrari-liðið. Málsvöm þeirra fólst í þvi benda á reglu sem segir að flatur botn F1 bíla skuli vera +/-5 mm nákvæmur. Þar sem mælingar tæknidómara í Malasíu hefðu miðast við botn bOs- ins væri galli í mælingunum og þeir 10 mm sem málið snerist um því ekki á rökum reistir. Frábært að vera kominn aftur í baráttuna Niðurstaðan er komin í ljós og Eddie Irvine sem nú hefúr endur- heimt sigur sinn er aö vonum ánægður. Hann segir að það sé frá- bært að vera kominn aftur í barátt- una. „Ég trúi því ekki að nokkur máður hafl haldiö að viö værum að svindla,“ sagði Irvine og segir Ferr- ari hafa átt sigurinn fullkomlega skilinn. Schumacher tilbúinn að aðstoða Irvine Michael Schumacher, sem var potturinn og pannan í tvöföldum sigri Ferrari í Malasíu, sagði að það væri gott að úrslitin í heimsmeist- arakeppninni réðust á brautinni frekar en í réttarsölum. Og hann sé tilbúinn að aðstoða Irvine í slagnum á Suzuka sem færi fram næsta sunnudag. Gert til að gera keppnina í Japan að úrslitakeppni Ron Dennis, keppnisstjóri og ann- ar eigenda McLaren-liðsins, er veru- lega óhress með niðurstöðu dóm- stólsins en segist allt eins hafa búist við þessu. „Við fáum spennandi keppni í Japan, en gjaldið sem við greiðum ,“ sagði hann á laugardag og gaf í skyn að áfrýjunin hefði verið sam- þykkt til að gera næstu keppni að úrslitakeppni. „Það er okkar skiln- ingur að reglan sem þeir vísa í eigi aðeins við um botn bílsins og hafi því ekkert að segja um aðra hluta hans, þetta setur allt í uppnám og er slæmt fyrir íþróttina," bætir Denn- is viö sem segir lið sitt vera aö búa sig undir lokaslaginn í Japan. ítalska þjóðin beið með öndina í hálsinum Öll ítlaska þjóðin beið með önd- ina í hálsinum á laugardag þegar niðurstaðan var tilkynnt í ítalska sjónvarpinu. Mikil fagnaðarlæti brutust út í kjölfar fréttanna að Ferrari hefi ver- ið hreinsað af ásökunum og geti far- ið með hreina samvisku til Japans og tryggt sér fyrsta heimsmeistara- titil ökumanna í 20 ár og í liða- keppninni í 16 ár. -ÓSG Mikil ánægja braust út á Ítaiíu þegar að Ijóst varð að dómstóllinn hafði komist að þeirri niðurstöðu Ferrari hefði borið sigur úr býtum í Malasíu. Bensín Áfrýjiinardómstóll FIA ér. skipaður rimm'dómurum frá fimm löudum og eru/ þeir allir lögfróðir menn með mðtorsportbakgrunn. Dómstóllinn e/skipaður í hvert sinn sem l>esS er st og var þetta í 25. sinn sem mn hefur verið kallaður saman. niðurstöðu áfrýjunardómsti ísns í París á laugardag mis'sti Stewart Ford 5 dýrmæt stig í barattu sinnfum fjórða sætið á stjgalista keppnisiiöa og hefur....nu aðeins þriggja stigaforysfiía Williams, heimsmeistari keppnisliöa árið ‘97, fyrir lokamótið í ^apan. Fyrir fjóróa scfiti ó astigalistanum fæst stæn-i bílskúr á Vibgerðarsvæð- unum á næsta ári og 1,5 milljón punda í Vþrðlaunafé. Stewart var ásamt McLaren það Uð sem mætti ívitnaleiðslur á föstudag og sóttífeist á aö þnekkja áfiýjun Ferrari. niðurstöðuna sagðist Paul Stewt vera sáttur við útkomuna úr því a( ígamar hefðu veriö vitlausar. Jean Todt sagðist í síðustu vi vera tilbúinn til að segja af sér tvö 'meiri háttar áfoll í gengi Fei ariliðsjns undanfarið. Fyrst týpdist hjólbarðl i viðgerðarijléí á Núrburgrinfiog síðan-koríí ogilding- in á úrslitunum í Malasíu. Eftir breytta stöðu hefur staða hans innan liðsis styriát og óvíst að hann fari frá að svWtðdóu. Oliver Pahis er kominn í nýtt hlut- verk og hefur verið aöæfa fyrir McLaren-liðið á MagnyLours og fengíö góða tima. Samskiptt tians vjðAlain Prost, yfirmann sinn/hafa ■rið að stirðna til muna síðustu rikur. Panis er á,leið úr Formúla l kappakstri eftir að hann missti sæji sitt hjá Prost. Á næsta ári mun h; taka þátt í sportbílakappakstri fyri Mercedes Benz-liðiö og samhliða þvi æfa fyrir McLaren. um mwlingar á Forjnúla 1 á keppnisstaó uerða í kjölfar j>essa ovænta dómsrendurskoðaðar gaumgæfilega, að sögn Max Mosley, forseta FIA. En hanmtalaði ekki um að breytingar yrðu\ fyrir næstu keppni sem haljlui vérpur í Japan. Formúla / áhorfenduA á íslandi hafa enaukt tekið eftir þvi að í síö ustu útséndingu Rtrv var Fojmúla 1 sérfraÁingurinn Gunnlaugur Rögnvaldsson ekki til staðar. Að sögi/ Ingólfs Hannessonar, iþróttadeUdar RÚV, Guhnlaugur þjáðst af óþel eymakvilla og hefur hann farið ul tÚ|að fá bót meina sinna. Verðm því ekki við stjórn útsending ar i) lokakappakstrinum um næsl hel RÚV á enn tvö ár eftir af samnihgi sinum unjútsendingar á Fortnula 1 og hefur það-kc>mið mörguma óvart hversu vinsæl þessTiþrStt hefur orð- ið á íslandi eftir svo skamman tima í sjónvarpi. Jason Watt, danÍkKFormilla 3000 ökumaðurinn sem við sogðum frá í síðustu viku, er enn meðvitund- arlaus eftir tnótorijjólaslys fyrir hálfum mánuðí og er talið fullvjst aö hann muni jddrei aftur ganga - hyað þá aka í káppakstri. Staöa keppnisliöa er sú að í fyrst sæti ær Ferrari með þá M.\ Schumacher/Irvine Ferrari með 118 stig. jMcLaren er í öðru sæti með þá len/Coulthard Mercedes með 114 dtig. I þriðja sæti er Jordan með þá HiH/Frentzen Mugen-Honda með 58 stig. Fjórðu eru Stewart með þá/ BarricheUo/Herbert Ford með stig. Fimmtu eru WiUiams með, Zanardi/R. Schumacher Supertec með 33 stig. Staöa ökumanna eftir dóminn um helgina er þannig að Eddie Irvine er efstur með 7jA stig. Annar er Mikka Hákkinon meö 66 stig. Þriðji er H-H. Frentzgn méð 51 stig. Fjórði er Coulthapd með 48 stig, fimmti M. Schumachér með 38 sng, sjötti R. Schumagher raeð 33 stig/fejöundi R. BarricþeUo meö 21 stig, áftundi J. Herb/rt með 15 stig, níumii G. Fisi/heUa með 10 stig og í tíupda er M. Salo með 10 stig. veröur þvt í Japan um næsti (elgi sem úrslitin ráðast, rétt en um svipað leyti á síðasta tímabUi.| nær því hámarki í Su lótt sunnudagsins næsta. -ÓSG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.