Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 9
MANUDAGUR 25. OKTOBER 1999 27 > DV Sport 16 tillögur lagðar fram Sextán tillögur hafa verið lagðar fram til afgreiðslu á landsþingi hestamannafélaga í Borgarnesi 29. og 30. október. Stjóm LH leggur til að nefnd verði skipuð til að sjá um samræmmgu á reglugerðum móta og agaregl- ur fyrir íþrótta- og gæðingakeppni. Einnig leggur^ stjórnin til að lágmarkseinkunnakerfi fyrir íslands- mót verði lagt niður þar til þær aðstæður em fyrir hendi að mögulegt sé að taka það upp á ný. -EJ Þorsteinn Vigfússon á Húsatóftum með nokkur gráu hrossanna sinna. DV-mynd EJ Þrjú grá hross hafa komið að máli þegar krýndir hafa verið íslandsmeistarar í tölti á Islandi: Bjöm Sveinsson varð íslandsmeistari á Hrímni frá Hraínagili 1981, Sigurbjörn Bárdarson varð Is- landsmeistari á Kraka frá Helgastöðum 1990 og Sig- * urður Siguróarson varð Islandsmeistari á Kringlu frá Kringlumýri 1997. Aó minnsta kosti tveir gráir hestar hafa verið fyrirferðarmiklir i is- lenskum kvikmyndum. Það er mörgum eftirminnilegt er Gunnar Eyjólfsson reiö Grána frá Auðsstöðum í kvik- myndinni Lénharður fógeti. 1 Ekki síður vakti Hrímnir frá Hrafnagili athygh í myndinni Magnús en þar sat Egill Ólafsson hestinn að mestu. Jón Sigurbjömsson leik- ari lék eitt aðalhlutverkanna í myndinni en hann ræktaði annan ffægan gráan hest, Kraka frá Helgastöðum. Til að hross veröi grátt verður að minnsta kosti annað hvort foreldr- anna að vera grátt en þá eru ekki nema 50% líkur á að iiturinn sé réttur. Til að hross verði arfhreint verða báðir foreldranna að vera gráir en ekki er samt öruggt að af- kvæmið verði arfhreint. Það þarf að bíða af þolinmæði áður en það er sannreynt. „Guðmundur Eyjólfsson, fóður- bróðir minn, er upphafsmaður að ræktun gráu hrossanna á Hofsstöð- um,“ segir Gisli Höskuldsson Hofsstöðum Borgaríirði. „Guðmundur bjó að Hofsstöðum á undan föður mínum Höskuldi sem var meira fyrir leirljósa klára. Hvíti litur- inn jókst hjá mér upp úr 1960. Ég átti stóðhestinn Hrimni ffá Vil- mundarstöðum og hálfan hlut í Kul ffá Eyrarbakka. Þeir voru báðir gráir og upp ffá þvi hefur liðlega helmingur hrossa í stóði minu ver- ið grár,“ segir Gfsli. -EJ hvitum hesti - Þorsteinn Vigfússon á nokkur hross sem eru grá og gráskjótt en verða alhvít Þú komst í hlaðið á hvítum hesti, þú komst með vor í augum þér, segir í kvæði eftir Davið Stefánsson. Þannig hafa margir íslendingar séð íslenska hestinn fyrir sér, hvítan og reistan. Tækifæri þeirra til að ríða hvítum hesti hafa ekki verið mörg því hvítir hestar eða gráir eru tiltölulega fáir og ræktun þeirra er ekki skipu- lögð að ráði. Þorsteinn Vigfússon á Húsatóftum á Skeiðum á nokkur hross sem eru grá og gráskjótt en hross með þessum lit verða alhvít. Tveir hesta hans, Sveipur og Reynir, voru meðal fremstu gæðinga síns tíma og Reynir var í þriðja sæti á landsmót- inu árið 1974. í stóði Þorsteins eru sjö grá hross af níu mögulegum, meðal annai-s 1. verðlauna hryssan Raun sem fékk 9,0 fyrir tölt og 8,0 fyrir skeið í sínum fyrsta spretti í sumar. Meðal gráu hrossanna er tveggja vetra hryssa sem kemur úr heinum kvenlegg hvítra hryssna ailt frá árinu 1918. „Upphaf gráa eða hvíta stofnsins hér á Húsa- tóftum má rekja til rauðskjóttrar hryssu sem afi minn, Þorsteinn Jónsson á Húsatóftum, keypti um 1890, skömmu áður en hann fór að búa,“ seg- ir Þorsteinn. „Hann fann hryssuna á markaði í Reykjavík en þessa hryssu vildu kolanámumenn í Bret- landi ekki vegna litarins. Undan henni kom Leira, ljósaskjótt hryssa sem var fædd árið 1902. Hennar dóttir var Gráskjóna 466 sem er fædd árið 1918 og upp frá því hafa fæðst gráar hryssur í beinan legg, sem hafa verið notaðar í ræktun á Húsatóftum. Gráskjóna er undan gráum reið- hesti frá Efri-Brúnavöllum. Dóttir hennar var Gola 539, fædd árið 1926, undan Nasa frá Skarði sem var glórauður. Ég man eftir þessari hryssu. Árið 1939 fæddist Hæra. Hún var ekki dæmd en var undan Surti 133 frá Kirkjubæ. Faðir minn Vigfús Þorsteins- son seldi hana að Björk í Sandvíkurhreppi með folaldi en kaupir síðar dóttur hennar Hryðju frá Björk er hún er orðin 10 til 11 vetra. Hryðja var undan Úlfsstaða-Blakki 302 og er fædd um 1951. Faðir minn hafði þá misst síðustu gráu hryss- una sína en fannst hross af þessum stofni duga vel í ferðalögum, góð að draga, æðrulaus og hraust. Þau voru talin góð ef þau komust heim með vagna og vörur. Síðasta folald Hryðju var grá hryssa, Þruma fædd árið 1976, undan rauðglófextum hesti frá Guðmundi Eyjólfssyni á Húsatóftum. Þessi hest- ur var skyldur Þrumu því hann var undan Nebba frá Húsatóftum sem var sonarsonur Hryðju. Síðasta folald Þrumu er gráskjótt hryssa undan Teigi frá Húsatóftum, fædd árið 1997. Teig- ur er skyldur þessari óskírðu tveggja vetra hryssu því þau eiga sömu langömmuna, Hryðju. Það hafa því fæðst sex gráar hryssur í beinan kvenlegg á árunum 1918 til 1997 en það hefúr ver- ið gegnumgangandi að þær eru síðasta folald móður sinnar. Ég á nú í stóði sjö grá eða hvít hross en hef lagt á það áherslu á undanfómum árum að halda litnum. Þessi hross hafa ýmist verið grá, grá- skjótt eða jafnvel gráblesótt en verða fljótt al- hvít,“ segir Þorsteinn. -EJ Atta gráhesta heylest Það eru fáir bæir á ís- landi þar sem grá hross em ræktuð reglubundið. Að sögn Þorkels Bjamasonar, fyrrverandi hrossaræktar- ráðunautar, em örfáir bæir þar sem grá hross eru hátt hlutfall bæjarhrossanna. „í gamla daga var tölu- vert áf gráum hrossum í Húnavatnssýslu. Þar var meðal annars á einum bæ átta hesta heylest grárra hrossa. Á Hólabæ í Húna- vatnssýslu er hvað hæst hlutfall grárra hrossa á ein- um bæ á íslandi. Þar er hér um bil hvert hross grátt, en örfá hrossanna hafa verið sýnd. Á Hofsstöðum í Borg- arfirði er meiri ræktun. Höskuldur Eyjólfsson hélt upp á ljósa liti, leirljóst og 'grátt. Hann átti góðan klár leirljósan og reyndi að halda litnum við. Gísli son- ur hans hugsar mikið um hrossarækt en ég veit ekki hve hátt hlutfall af gráum hrossum er í stóðinu þar. Menn voru að ræða um það að í gamla daga hefði verið mikið af gráum hross- um víða og að þeir hefðu áhyggjur af því að allt væri að verða brúnt og rautt. Ég reyndi að hafa áhrif á það og bauð upp á ljósa hesta á stóðhestastöðinni en það hafði engin úrslitaáhrif. Það voru vonbrigði," segir ÞorkeO. -EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.