Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 1999 23 Sport llðC ipr”'1 |P aumferðin í norsku knattspyrnunni: hjá Rikka Lokaumferðin i norsku A-deild- inni í knattspymu var leikin um helgina. Rosenborg var fyrir löngu búiö að tryggja sér meistaratitilinn en spennan var um hvaða lið hreppti annað sætið og hvaða lið fylgdi Kongsvinger niður. LUleström og Molde voru að bit- ast um annað sætið og þau mættust á heimavelli Molde. Þar höfðu heimamenn betur og tryggðu sér annað sæti en Lilleström féll niður í Qórða sætið þar sem Brann hafði betur í sínum leik. Rúnar Kristinsson og Heiðar Helguson léku báðir allan leikinn fyrir Lilleström. Heiðcir var óhepp- inn að skora ekki en skot hans lenti í þverslánni. Tryggvi eftirsóttur Tromsö vann frækinn sigur á Strömsgodset, 3-6, eftir að hafa ver- ið undir í hálfleik, 3-1. Fimm mörk á síðustu 25 mínútum færðu Tromsö svo sigurinn og skoraði Tryggvi Guðmundsson síðasta mark Tromsö úr vítaspymu eftir að félagi hans Rune Lange hafði brennt af tveimur vítum í seinni hálfleik. Þetta var að öllum líkindum síð- asti leikur Tryggva fyrir Tromsö en samningur hans við félagið er að renna út. Útsendarar nokkurra er- lendra félaga voru á leiknum að fylgjast með Tryggva. Þar á meðal frá ítalska B-deildar liðinu Genúa og ensku B-deildar liðunum Ipswich og Tranmere. Ríkharður Daðason hélt upptekn- um hætti í liði Vikings en hann skoraði síðara mark sinna manna sem töpuðu á heimavelli fyrir Sta- bæk. Ríkharður skoraði samtals 17 mörk í deildinni og hann náði að skora í síðustu 9 leikjum liðsins sem er met hjá félaginu. Spurningin er sú hvort þetta hafi verið síðasti deildarleikur Ríkharðs í búningi Vikings en hann hefur verið undir smásjá nokkurra liða að undan- fómu. „Það bendir margt til þess að þetta hafi verið minn síðasti deild- arleikur með Viking. Það er hins vegar ekki komið neitt tilboð og á meðan svo er get ég lítið sagt. Mér líst hins vegar vel á þessi lið eins og Hearts og Manchester City sem hafa verið að skoða mig. Ég vonast til að geta valið á miUi einhverra félaga. Ég reikna með að Viking vilji halda mér á meðan liðið er áfram í Evr- ópukeppninni og það getur því dreg- ist eitthvað að mín mál komist á hreint. -GH l^j) NOREGUR Bodö-Skeid ...................4-2 Brann-Moss....................1-0 Molde-Lilleström.............2-0 Strömsgodset-Tromsö .........3-6 Válerenga-Kongsvinger........2-1 Rosenborg-Odd Grenland........3-5 Viking-Stabæk................2-3 Lokastaðan: Rosenborg 26 18 2 6 75-33 56 Molde 26 16 2 8 49-37 50 Brann 26 16 1 9 45-40 49 Lilleström 26 15 3 8 6(M1 48 Stabæk 26 14 4 8 58-49 46 Tromsö 26 13 5 8 70-46 44 Odd Grenl. 26 12 3 11 42-48 39 Viking 26 11 3 12 51-48 36 Bodö 26 10 4 12 52-54 34 Moss 26 9 2 15 39-46 29 Valerenga 26 8 4 14 40-53 28 Strömsg. 26 7 3 16 46-68 24 Skeid 26 7 2 17 36-75 23 Kongsving. 26 6 2 18 34-59 20 Skeid og Kongsvinger eru fallin í B- deildina en Strömsgodset þarf að leika við Start um laust sæti í deildinni. Haugasund og Bryne taka sæti Skeid og Kongsvinger í A-deildinni á næstu leiktíð. Rune Lange úr Tromsö varð markakóngur deildarinnar með 23 mörk en Andreas Lund, Molde, kom næstur með 21 mark. Ríkharður Daðason skoraði fyrir Viking í lokaumferð norsku deildarinnar. Fyrsta Landsglíma vetrarins: Konurnar stálu senunnni Fyrsta Landsglíma vetrarins var haldið að Laugum í Reykjadal á laugardaginn en mótiö var það fyrsta af þremur þar sem keppendur safna punktum til lokaúrslita. í karlaflokki sigraði Amgeir Friðriksson úr HSÞ en hann fékk 2,5 vinninga. Pétur Eyþórsson, Víkverja, kom næstur með 1,5 vinninga en Sigmundur Þorsteinsson, Víkverja, hlaut engan vinninga. Amgeir lagði Pétur í aukaúrslitaglímu án tímamarka á glæsilegri sniðglímu. Þrír keppendur Aðeins þrir keppendur vom í karlaflokki og vonandi fjölgar þeim þegar næsta Landsglíma fer fram. Konumar létu sig hins vegar ekki vanta en sex konur mættu til leiks og var keppnin mjög spennandi og skemmtileg. Það fór svo að lokum að Inga Brynjar bestur Brynjar Bjöm Gunnarsson var valinn maður leiksins þegar Ör- gryte lagði Norrköping, 3-1, í næst- síðustu umferð sænsku A-deildar- innar í knattspymu i gær. Brynjar var potturinn og pannan í liði heimamanna og er í feiknagóðu formi. Með sigrinum tryggði Ör- gryte sér Evrópusæti. Brynjar hefur verið orðaður við nokkur félög en í samtali við DV sagði hann að ekk- ert bitastætt væri komið. Haraldur Ingólfsson skoraði eitt marka Elfsborg og lagði upp annað í sigri liðsins Örebro. Malmö féll í fyrsta sinn úr efstu deildinni þegar liðið lá fyrir AIK. Sverrir Sverrisson lék allan tímann fyrir Malmö en Ólafur Örn Bjarna- son lék ekki. -EH/GH Gerður Pétursdóttir úr HSÞ bar sigur úr býtum en hún hlaut 4,5 vinninga. Hildigunnur Káradóttir, HSÞ, kom næst með 4 vinninga og Soffla Björnsdóttir, HSÞ, varð í þriðja sæti með 2,5 vinninga. Brynja Hjörleifsdóttir, HSÞ, fékk 2 vinninga og þær Berglind Kristinsdóttir, HSK, og Þómnn Guðbjargardóttir, HSK, fengu einn vinning hver. Daníel sigraði íflokki karla 17-20 ára sigraði Daníel Pálsson úr HSK með 2,5 vinninga. Jón Smári Eyþórsson, HSÞ, kom næstur meö 1,5 vinning og Ágúst Snorrason, Víkverja komst ekki á blað. Daníel lagði Jón Smára í aukaúrslitaglímu án tímamarka eftir snarpa viðureign þar sem hann stökk inn í hælkrók hægri á vinstri ■ fót. -GH Eíí) SVÍÞJÓÐ AIK-Malmö 3-0 Örgryte-Norrköping . 3-1 Frölunda-Halmstad 0-0 Elfsborg-Örebro . . 3-1 Trelleborg-Kalmar 1-0 Djurgárden-Gautaborg 2-0 Helsingborg-Hammarby . 2-0 Helsingb. 25 16 3 6 43-24 51 AIK 25 15 5 5 40-14 50 Halmstad 25 14 5 6 43-22 47 Örgryte 25 11 9 5 41-23 42 Norrköping 25 11 5 9 40-35 38 Gautaborg 25 11 5 9 27-32 38 Frölunda 25 9 7 9 29-31 34 Trelleborg 25 9 6 10 39-43 33 Elfsborg 25 8 5 12 40-48 29 Kalmar 25 8 4 13 27-40 28 Örebro 25 8 3 14 24-34 27 Hammarby 25 7 5 13 28-42 26 Djurgarden 25 5 8 12 26-40 23 Malmö 25 6 4 15 28-47 22 wBsddld þróttavefurinn Fréttir Staðan Keppendur íslenski boltinn Enski boltinn Haltu þér í formi á Vísi.is Iþróttavefur Vísis.is er í toppformi. Þar er að finna nýjustu íþróttafréttirnar; Itarlega umfjöllun um fótbolta, handbolta og bílaíþróttir... öllu ergert skil enda fjölbreytnin I fyrirrúmi. Fyigstu með á íþróttavefnum - það getur ráðið úrslitum! Fyrstir með íþróttafréttirnar! visir.is Notaðu vísifingurinn!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.