Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 4
22 MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 1999 Sport Guðmundur Bragason og félagar urðu undir í viðureignunum gegn Keflvíkingum í Eggjabikarnum og eru úr leik. Keflvíkingar hafa hins vegar aldrei tapað í þessari keppni og eru komnir í undanúrslit. íslenskir júdómenn á opna bandaríska mótinu: íslenskir júdómenn náðu frábærum árangri á opna bandaríska meistarmótinu í júdó um helgina. Gísli Jón Magnússon keppti í +100 kg flokki þar sem keppendur voru 19 talsins. Gísli mætti fyrst Lafu Apineru frá Bandaríkjunum og sigraöi Gísli eftir snarpa glímu. Næst mætti Gísli Bonzaayer og tapaði hann eftir harða rimmu. Gísli fékk uppreisnarglímur. Hann lagöi Godard frá Ástralíu nokkuð auðveldlega en hann varð svo að láta í minni pokann fyrir James Bacon. Gísli átti möguleika á að ná þriðja sætinu en tapaði fyrir Rene Capo frá Bandaríkjunum í hörkuspennandi glimu og þar með hafnaði Gísli í 5. sæti sem er mjög góður árangur. Bjami Skúlason komst í 8-manna úrslit í -81 kg flokki. í fyrstu glímu sinni mætti hann Robert Clarke frá Bandaríkjunum og sigraði Bjami auðveldlega. I 2. umferðinni haföi Bjarni betur gegn Enrico Taylor frá Bandaríkjunum og þar á eftir lagði Bjami Litháann Tadas Ksivlynas. Þar með var Bjami kominn í 8- manna úrslitin en þar tapaði hann fyrir Rússanum Alexei Cherchney sem náði öðru sætinu á mótinu. -GH Stjarnan fær markvörð Zoran Stojadinovic, markvörður frá Júgóslavíu, skrifaði í gær undir eins árs samning við Stjömuna úr Garðabæ, sem vann sér í haust sæti í úrvalsdeildinni í knattspymu. Stojadinovic er 28 ára og lék með Austfjarðaliðinu KVA i 1. deildinni í sumar. Þar lék hann mjög vel og vakti athygli fyrir frammistöðu sína. í Júgóslavíu lék hann meö Radnicki Nis. „Það er mikill styrkur að fá Zoran í hópinn en hann er mjög góður markvörður. Núna erum við vel settir í markmannsmálunum því Rögnvaldur Johnsen stóð sig mjög vel í sumar og það verður hörð barátta um stöðuna,“sagði Goran Kristófer Micic, þjálfari Stjömunnar, við DV í Willum þjálfar Haukana Willum Þór Þórsson hefur verið ráðinn þjálfari 3. deildar liðs Hauka í knattspymu en hann hefur stjómað liði Þróttar úr Reykjavík síðastliðin þrjú ár. Hauka hefur skort herslumuninn til að komast upp úr 3. deildinni undanfarin fjögur ár og em staðráðnir í að ná því marki á næsta tímabili. -VS DV Une Arge samdi við Skagamenn Færeyski landsliðsmaðurinn Une Arge gerði um helgina tveggja ára samning við Skagamenn í knattspyrnunni. Arge, sem undanfarin tvö ár hefur leikið með Leiftri á Ólafsfirði, hefur sýnt sig og sannað í íslenskri knattspymu og vitað var um fleiri félög sem höfðu áhuga á að krækja í þennan markheppna leikmann. í sumar sem leið skoraði hann 8 mörk í deildinni. „Þaö er mikill styrkur fyrir okkur að fá Une Arge en þar er á ferð góður leikmaður. Hann hefur sýnt það með Leiftri og hann gerir það vonandi einnig með okkur,“ sagði Ólafur Þórðarson í samtali við DV í gær. Aðspurður hvort vænta mætti frekari liðsstyrks á Skagann sagði hann þau mál í vinnslu. „Það er aldrei að vita hvað gerist í þeim málum,“ sagði Ólafur. -JKS Eggjabikarinn: 22-0 - Keflavíkurliðið taplaust í keppninni frá upphafi Grindavík, Njarðvík, Keflavík og Tindastóll em komin í undanúrslit i Eggjabikarkeppninni í körfuknatt- leik en 8-liða úrslitum lauk um helg- ina. Keflvíkingar hafa aldrei tapað leik í Eggjabikamum en þeir unnu sinn 22. sigur í röð í þessari keppni þegar þeir lögðu Hauka í gær á heimavelli, 84-80. Fyrri leikinn í Hafnarfirði unnu Suðumesjamennimir, 57-74. Keflvíkingar höfðu forystu i leik- hléi i leiknum í gær, 53-42. Hann var mjög kaflaskiptur, í þriðja leikhluta leiddu Haukarnir með 9 stigum en í fjórða leikhluta snerist dæmið al- gjörlega við og skoraðu Keflvíkingar 21 stig á móti 2 stigum Haukanna og tryggðu sér sigur. Stigahæstir hjá Keflavik: Chianti Ro- berts 26, Gunnar Einarsson 16, Kristján Guölaugsson 11. Stigahæstir hjá Haukum: Chris Tate 24, Guðmundur Bragason 14. Öruggt hjá Njarðvík Njarðvíkingar lögðu Þórsara öðra sinni í gær, 74-82, en leikurinn fór fram á Akureyri. Njarðvíkingar náðu fljótlega góðu forskoti og virtust ætla að stinga af. Þórsarar vöknuðu þó áður en forskotið var orðið og náðu aðeins að klóra í bakkann. Þórsarar hefðu alveg geta unnið leikinn ef þeir hefðu verið baráttuglaðir allan leikinn en Þórsarar sýndu énga bar- áttu fyrr en í fjóröa leikhluta. Stig Þórs: Herman Myers 19, Einar Öm Aðalsteinsson 18, Hafsteinn Lúðvíks- son 16, Óðinn Ásgeirsson 7, Konráð Ósk- arsson 5, Einar Hólm Davíðsson 5, Magn- ús Helgason 3, Daviö Jens Guðlaugsson 1. Stig UMFN: Teitur örlygsson 21, Jason Hoover 14, Friðrik Pétur Ragnarsson 11, Örlygur Aron Sturluson 9, Friðrik E. Sturluson 7, Hermann Hauksson 7, Gunn- ar Örlygsson 6, Páil Kristinsson 5, Ragnar Halldór Ragnarsson 2. I fyrri viðureigninni á fóstudags- kvöldið sigraði Njarðvík, 88-71. Birmingham sá um KR „Við náðum að stoppa Brenton í fyrsta leikhluta, en þá fóra bara aðr- ir að raða á okkur 3ja stiga körfúm. Síðan skiptu þeir yfir í svæðisvöm sem okkur gekk afar illa að brjóta niður. Við vorum sjálfum okkur verstir í dag og því fór sem fór,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, eftir að Grindvíkingar höfðu slegið þá út úr Eggjabikamum. KR leiddi framan af fyrsta leik- hluta, en Dagur Þórisson jafnaði með þristi, 20-20. Síðan skelltu heimamenn svæðisvöminni á og náðu 11 stiga forskoti fyrir hálfleik, 46-35. Eftir 3. leikhluta var staðan orðin 71-56 og Grindvíkingar áttu ekki í neinum vandræðum með úr- ræðalitla KR-inga á lokakaflanum og sigraðu öragglega, 89-73. Svæðisvömin heppnaðist vel hjá heimamönnum, auk þess sem breiddin og baráttan virtist vera meiri en hjá gestunum. Brenton Birmingham átti að venju frábæran dag, einnig vora Bjami Magnússon og Dagur Þórisson vel heitir. KR-lið- ið náði sér ekki á strik að þessu sinni, bestir þeirra vora Jónatan Bow og Ólafur Már Ægisson. „Þetta var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar. Þegar við náum upp góðri baráttu í vöminni getur verið erfitt að eiga við okkur og á því fengu KR-ingar að kenna í dag,“ sagði Einar Einarsson þjálfari Grindvíkinga. Stig UMFG: Brenton Birmingham 38, Bjami Magnússon 16, Dagrir Þórisson 12, Alexander Ermolinski 7, Unndór Sigurðs- son 6, Pétur Guðmundsson 4, Guðmundur Ásgeirsson 4, Guðlaugur Eyjólfsson 2. Stig KR: Jónatan Bow 20, Keith Wassel 17, Ólafur Már Ægisson 14, Ólafúr Ormis- son 7, Guðmundur Magnússon 6, Ingvar Ormarsson 3, Steinar Kaldal 2, Jesper Sör- ensen 2, Atli Einarsson 2. Tveir sigrar Stólanna Tindastólll er komið áfram eftir tvo sigra á KFÍ. Liðið vann fyrri leik- inn á ísafirði á föstudagsköldið, 64-76, og aftur í gærkvöld á Krókn- um, 84-76, eftir að staðan í hálfleik var, 41-35, fyrir heimamen. Tinda- stóll haföi framkvæðið í leiknum frá upphafi til enda. Stigahæstir í liði Tindastóls vora Shawn Mayers með 23 stig, Kristinn Friðriksson skoraði 22 stig og þeir Sune Hendriksen og Flemming Stige skoraðu 10 stig hvor. Hjá ísfirðing- um skoraði Clifton Bush 24 stig, Halldór Kristmannsson 22 stig og Baldur Jónasson 15 stig. í undanúrslitum mæta Keflvík- ingar liði Tindastóls og Njarðvik mætir nágrönnum sínum í Grinda- vík. -bb/BG/J J/ÞÁ/GH/ JKS 1. DEILD KARLA Stafholtstimgur-Þór ..........57-85 Höttur-ÍS ....................61-58 ÍV-Selfoss....................70-66 ÍR-Valur......................78-66 Stjaman-Breiðablik ...........81-64 Þór Þ. 3 3 0 216-180 6 Valur 3 2 1 231-179 4 ÍV 3 2 1 220-229 4 ÍR 3 2 1 237-202 4 Stjarnan 2 2 0 175-142 4 Stafholtst. 4 1 3 252-299 2 Höttur 4 1 3 233-272 2 Selfoss 3 1 2 214-233 2 Breiðablik 3 1 2 200-204 2 ÍS 2 0 2 111-149 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.