Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 10
28 MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 1999 Sport_________________x>v ■■[I ■ ^ ■ || [ Haustmót 3. flokks karlaTB Ennþa leiknari en Framarar - Leiknir vann Fram í úrslitum annað árið í röð, nú 5-1 ■ V .. Leiknismennirnir, frá vinstri: Olafur Jónsson, Gunnar Jari Jónsson fyrirliði og Magnús Már Þorvarðarson, eru hér með bikarinn en þeir skoruðu mörkin fimm fyrir Leikni í leiknum. Ólafur og Magnús settu báðir tvennu. Þessi fyrirsögn er ekki endur- tekning þó aö það birtist grein hér á unglingasíðunni fyrir rúmu ári um vaska drengi úr Leikni í Breiðholt- inu. Hún var þá undir fyrirsögninni „Leiknari en Fram“ en þeir höfðu þá lagt Fram að velli, 3-1, í úrslita- leik haustmótsins í knattspymu 1998. Á dögunum endurtók 3. flokk- ur félagsins nefnilega leikinn og sýndi fram á að þeir eru ennþá „leiknari en Fram“ því Framar- ar steinlágu, 5-1, í úrslita- leiknum i haustmótinu 1999. gáfu eftir og Leiknismenn settu fjög- ur góð mörk í seinni háifleiknum. Á tveimur árum hefur þriðji flokkur Leiknis unnið sigur á haustmótinu en hvort sem liöið er að toppa of seint eða hvað það er þá hljóta strákamir að ætla sér meira yfir sumartímann á næsta ári enda nægur mann- skapur þar fyrir hendi, Nokkrir strákanna voru einnig með í fyrra en einn af þeim, Magn- ús Már Þorvarðarson, sem skoraði tvö síðustu mörk liðsins í úrslita- leiknum, á tækifæri á að ná einstök- um árangri því hann er enn í .: flokknum á næsta ári þegar Leiknisstrákamir gera U, eflaust tilraun að vinna haustsmótsbikarinn þriðja árið í röð. Gangur úrslitaleiksins Leiknir-Fram 5-1 (1-1) 1-0 Ólafur Jónsson (18.), 1-1 Birgir Sverris- son (26.), 2-1 Gunnar Jari Jónsson (55.), 3-1 Ólafur Jónsson (63.), 4-1 Magnús Már Þor- varðarson (67.), 5-1 Magnús Már Þorvarðarson (72.) Umsjón Óskar Ó.Jónsson Leiknismenn glöddust mikið yfir þessum úrslit- um enda hefur gengið á ýmsu hjá liðinu í sumar og það var mjög nálægt því að hindra að verð- andi íslandsmeistarar Fylkis kæmust í úrslita- leikinn. Fylkismenn höfðu sigur í lok undanúrslitaleiksins og unnu siðan úrslitaleikinn gegn Skagamönnum. Meistaralið Leiknis: Hannes Þór Halldórsson - Gunnar Jari Jónsson, Magnús Már Þorvarðarson, Óskar Valdórsson, Gissur Jónasson, Ásgeir Rúnarsson (Hafsteinn Vilhelmsson 75.), Halldór Hilmar Sigurðsson, Ein- ar Örn Einarsson, Helgi Pétur Jóhannsson (Guð- mundur Pálsson 75.), Ólafur Jónsson, Pétur Örn Svansson (Atli Þór Sigurðsson 75.). Ingi Guð- mundsson og Andri Þór Ingvarsson komu ekki inn Þjálfari: Magnús Einarsson var með liðið eins og í fyrra. ÓÓJ ;:Wí Hefndu ofaranna Leiknisstrákarnir lögðu þó ekki árar í bát ■ heldur söfnuðu liði til að vinna haustmótið ann-^^P b- að árið í röð. Liðið tap- w aði fyrir Fram í Reykjavíkur- mótinu í vor og var því staðráðið í að hefna ófaranna í úrslitaleikn um. Eftir daufan fyrri hálfleik ákváðu Breiðhyltingar, allir sem einn, að taka sig á, Framarar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.