Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 4
24
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999
Sport
Ágúst S. Bjarnason,
liðsstjóri.
Guðlaugur Eyjólfsson,
19 ára, bakvörður,
45 leikir, 275 stig.
Helgi Már Helgason,
16 ára, miðherjl,
3 leikir, 1 stig.
Unndór Sigurðsson,
23 ára, bakvörður,
127 leikir, 776 stig.
Pétur Guðmundsosn,
27 ára, framherji,
206 leikir, 1519 stig
Guðmundur Ásgeirsson,
18 ára, framherji,
0 leikir.
Alexander Ermolinskij,
39 ára, miðherji,
179 leikir, 3115 stig.
Sævar Garðarsson,
23 ára, bakvörður,
38 leikir, 39 stig.
Bergur Hinriksson,
26 ára, bakvörður,
145 leikir, 708 stig.
Dagur Þórisson,
25 ára, miðherji,
149 leikir, 1577 stig
m 1l / ' is j * f' .-S ^ '~,'s ■|f-—'•f.-. ‘ / * jK; ■'% Jf 0'
Jóhann Ólafsson, Haraldur Jóhannesson, Ásgeir Ásgeirsson, Brenton Birmingham, Bjarni Magnússon,
16 ára, bakvörður, 18 ára, bakvörður, 16 ára, bakvörður, 27 ára, bakvörður, 28 ára, framherji,
0 leikir. 11 leikir, 2 stig. 8 leikir, 2 stig. 18 leikir, 421 stig. 87 leikir, 919 stig.
Gæðin meiri en áður
Einar Einarsson er þjálfari Grindavíkinga
en hann tók við liðinu á miðju síðasta
tímabili. Þegar fjórum umferðum er lokið eru
Grindvíkingar taplausir þannig að útlitið er
gott hjá þeima enda hefur liðið sterkum
leikmönnum á að skipa.
„Það er ekki hægt að segja annað en að
byrjunin sé góð og það er vonandi að við
höldum áfram á sömu braut. Það er að
minnsta kosti markmið okkar. Ég er mjög
sáttur með spilamennsku liðsins fram að
þessu og við erum auk þess taplausir. Það er
mín tilflnning að deildin eigi eftir að skipast í
tvennt. Það eiga 3-4 lið eftir að berjast um
tititilinn í ár en önnur lið verða þar fyrir
neðan. Ég bjóst við ísfirðingunum sterkari, en
ég hef aðeins séð brot af liðunum enn þá
þannig að ég get ekki dæmt þetta að fullu.
Suðumesjaliðin verða í baráttunni og í hana
koma KR-ingar og Haukar til með að
blandast. Haukarnir hafa hið minnsta
mannskapinn til að gera góða hluti.
Tindastólsmenn eru seinir í gang en þeir
verða sterkari eftir því sem á líður.
Hamarsmenn byrja vel en þeir verða ekki
dæmdir almennilega fyrr en eftir leikina gegn
sterkari liðum deildarinnar. Þeir verða mjög
erfiðir heim að sækja. Mér finnst uppsveiflan,
sem varð á körfuboltanum hér fyrir nokkrum
árum, ekki hafa verið nógu vel nýtt. Gæðin í
íþróttinni eru samt meiri og yngri
leikmennimir em betri en áður og þá alveg
sérstaklega hvað tæknina áhærir. Við eigum
líka fleiri menn í atvinnumennsku sem segir
að okkur er að fara fram. Staða körfuboltans
mætti vera sterkari á Reykjavíkursvæðinu en
það yrði tvímælalaust körfuboltanum til
framdráttar," sagði Einar Einarsson, þjálfari
Grindvíkinga. -JKS
Bland í
Talsveróar breytingar urðu á liöi Grindavík-
ur í sumar. Liðið missti bæði Herbert Arnar-
son og Pál Axel Vilbergsson út i atvinnu-
mennsku svo og Rúnar Sœvarsson til Snæ-
fells. í staðinn komu þeir Alexander Ermol-
inskij, Bjarni Magnússon og Dagur Þóris-
son frá Akranesi og Sœvar Garóarsson frá
Njarðvík, auk þess að þeir fengu Brenton
Birmingham, mjög sterkan erlendan leikmann
sem lék í Njarðvík i fyrra.
Grindavik er nú aó hefja sitt þrettánda tíma-
bil i úrvalsdeild en liðið komst fyrst upp 1987.
Alls hafa Grindvíkingar unnið 202 af 302 leikj-
um sínum fyrir þetta tímabil sem gerir 66,9%
árangur í úrvalsdeild.
Grindavík hefur einu sinn orðið íslandsmeist-
ari, 1996, og komist í úrslitakeppnina síðustu
sjö ár og alls níu sinnum. Grindavík hefur unn-
ið bikarkeppnina tvisvar sinnum, 1995 og 1998.
Grindvikingar eiga
glæsilegt met á þessum
þrettán árum þvi félag-
ið er það eina í sögu úr-
valsdeildarinnar sem
hefur aldrei farið undir
50% árangur á tímabili.
Tvisvar komust þeir ná
lægt þvi er þeir náðu 50%
fyrsta tímabilið sitt 1987-88
og svo 1991-92 en fimm sinn-
um hafa þeir náð betri en 70%
árangri.
Bestum árangri náði Grindavík tímabilið
1997-98 undlr stjóm Benedikts Guðmundsson-
ar er liðið vann 86,4% leikja sinna, eða 19 af 22,
en varð síðan fyrir áfalli með því að detta út
fyrir Skaganum strax í 8 liða úrslitum.
Guómundur Bragason er leikjahæsti Ieikmað-
ur Grindavíkur í úrvalsdeild en hann lék 247
leiki með liðinu. Fyrirliði liðsins í ár, Pétur
Guðmundsson, er hæstur af núverandi leik-
mönnum en hann hefur leikið 175 leiki fyrir fé-
lagið í úrvalsdeild og er í þriðja sætinu á eftir
Marel Guðlaugssyni sem hefur leikið 210
leiki.
Grindvikingar settu glæsilegt met í úrvals-
deildinni í fyrra er þeir nýttu vítin sín 79,7%
en best áður höfðu Keflvikingar nýtt vítin sín
veturinn 1996 til 1997 eða 78,8%. -ÓÓJ
Heimaleikir:
28/10 Grindavík-Skallagrímur .... 20.00
4/11 Grindavík-Haukar ..........20.00
16/11 Grindavik-Hamar...........20.00
9/12 Grindavík-KFÍ .............20.00
14/12 Grindavík-Keflavík .......20.00
13/1 Grindavík-Njarövik .......20.00
27/1 Grindavík-Þór Ak...........20.00
13/2 Grindavík-KR...............20.00
2/3 Grindavik-Snæfell..........20.00
9/3 Grindavík-Tindastóll.......20.00
Einar Einarsson.
SPORT
Nódu árangri!
Hollusta alla leið.
Landslid íslands í knattspyrnu notar Leppin sport