Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 27 DV Sport Sigurður Valgeirsson liðsstjóri. Fannar Olafsson, 21 árs, miðherji, 42 leikir, 225 stig. Magnús Gunnarsson, 18 ára, bakvörður, 4 leikir, 0 stig. Halldór Karlsson, 21 árs, framherji, 44 leikir, 91 stig. Kristján Guðlaugsson, 25 ára, bakvörður, 129 leikir, 907 stig. Sævar Sævarsson, 18 ára, bakvörður, 0 leikir. Chianti Roberts, 24 ára, framherji, 0 leikir. Davíð Þ. Jónsson, 18 ára, bakvörður, 1 leikur, 0 stig. 27 ára, bakvörður, 158 leikir, 1507 stig. Gunnar Einarsson, 22 ára, bakvörður, 125 leikir, 887 stig. Guðjón Skúlason, 32 ára, bakvörður, 318 leikir, 5516 stig. Elentínus Margeirsson, 22 ára, bakvörður, 54 leikir, 205 stig. Gunnar Stefánsson, 20 ára, bakvörður, 24 leikir, 34 stig. Sæmundur Oddsson, 18 ára, framherji, 32 leikir, 100 stig. Jón Norðdal Hafsteinsson, 18 ára, framherji, 16 leikir, 37 stig. Keflavik missti þrjá lykilmenn í meistara- liði liðsins fyrir þetta tímabil því Birgir Örn Birgisson (til Þýskalands), Fal Haró- arson (til Finnlands) og Damon Johnson (til Spánar) fóru allir i atvinnumennsku en í staðinn fékk Keflavík Elentínus Mar- geirsson aftur heim frá Bandaríkjunum. Keflavik leikur nú sitt sautjánda tímabil í úrvalsdeild en liðið komst fyrst upp 1982 og byrjaði þá að setja met með því að vinna fjóra fyrstu leiki sina. Alls hefur Keflavík unnið 273 af 382 leikjum liðsins í úrvals- deild, eða 71,5%, og aðeins Njarðvík hefur náð betra sigurhlutfalli frá upphafi. Feflavík varð Islandsmeist- ari i fimmta sinn á tíu árum í fyrra, eða síðan liðið varð fyrst ís- landsmeistari 1989. Auk þessa hefur liðið unnið bikarinn þrisvar sinnum og Eggjabikjarinn í öll þrjú skiptin. Keflavik setti félagsmet á síðasta tímabili með þvi að vinna 20 af 22 leikjum sínum sem gerir 90,9% sigurhlutfall en bestum árangri hafði liðið náð áður, 88,5%, veturinn 1992 til 1993, er 23 af 26 leikjum unnust. Aðeins tvö félög hafa náð að brjóta 90% múrinn, Njarðvik og KR. Keflavik setti einnig annaö met með því að gera 274 þriggja stiga körfur í 22 leikj- um vetarins, eða 12,5 að meðaltali í leik, og bæta þar með tveggja gamalt met þeirra sjáifa en þeir gerðu 116 að meðaltali vetur- inn 1996 til 1997. Keflavikurliðið i fyrra náði þó ekki öðru meti af liðinu tveimur árum áður því 1996 til 1997 nýtti Keflavík þriggja stiga skotin best allra liða í úrvalsdeild frá upphafi, eða 44,4% gegn 43,6% hittni í fyrravetur. Guöjón Skúlason bætti leikjamet Jóns Kr. Gislasonar í síðasta leiknum í fyrra og er bæði leikjahæstur og stigahæstur Keflvíkinga frá upphafi með 5000 stig 1 286 leikjum. Jón Kr. lék 285 á sínum tíma og þriðji er síðan núverandi þjálfari liðsins, Sigurður Ingimundarson, með 282 leiki. -ÓÓJ Heimaleikir: 5/11 Keflavík-Hamar.............20:00 9/12 Keflavík-ÍA................20:00 19/12 Keflavik-KFÍ .............20:00 21/1 Keflavík-Grindavík ........20:00 30/1 Keflavík-KR................20:00 13/2 Keflavík-Snæfell ..........18:00 2/3 Keflavík-Tindastóll.........20:00 9/3 Keflavík-Njarðvík...........20:00 Skemmtilegt mót - segir Siguröur Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga „Mér sýnist stefna í mjög skemmtilegt ís- landsmót. Það eru að koma upp góð og ný lið sem gerir þetta mjög spennandi. Hamarsmenn hafa komið skemmtilega á óvart en ég.á eftir að meta þeirra lið eftir að þeir hafa spilað við sterkari andstæðinga en hingað til. Það er ekki komin endanleg mynd og sum liðin enda enn verið að breyta til hjá sér. Það er mikið af ung- um strákum að koma upp í flestum liðum og það er af hinu góða,“ segir Sigurður Ingimund- arson, þjálfari íslandsmeistara Keflvíkinga. Verður þetta ekki bara enn einn slagur Suðumesjaliðanna um titlana 1 vetur? „Það eru sterk lið fyrir utan Suðumesjaliðin sem gætu alveg eins blandað sér í toppbarátt- una. Þar get ég nefnt hð eins og Hauka og KR og Tindastóll er með finan mannskap. KR-ingamir eiga eftir að eflast mikið þegar Vassell verður kominn i almennilegt leikform og þegar svona skammt er liðið af tímabilinu er erfitt að meta styrk liðanna." „Ég tel möguleika okkar í vetur mjög góða. Við höfum að vísu verið með nokkra menn í meiðslum. Við eigum eftir að styrkjast á kom- andi vikum, bæði er Guðjón að koma aftur og stóm ungu strákamir sem hafa verið frá. Ég reikna með að okkar aðalkeppinautar verði Grindavík og Njarðvík. Eins og mótið hefur byrjað stefhir í að liöin af Vesturlandi eigi erfið- an vetur fram undan. Þórsaramir hafa ekki byijað vel en mér sýnist þeir vera sterkari en Vesturlandsliðin. Það verður mikil barátta um fallið," segir Sigurður. -GH Sigurður Ingimundarson. Matra Nortel símstöðvar • Mikið úrval ISDN símstöðva • Allt frá 4 upp í 12.000 innanhússnúmer • Netkerfistengingar mögulegar milli allra Matra Nortel símstöðva • Sami hugbúnaður í öllum símstöðvunum • Fjölbreyttir möguleikar t.d. beint innval, talhólf, sjálfvirk svörun, tölvutengingar, þráðlausar lausnir o.fl. B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Símí: 530 2800 • Fax: 530 2810 www.ormsson.is ■■■■NKHHRMH9EBÍ Þráðlaus símtæki með titrarahringingu, og tengingu við heyrnartól Símstöðvar sem tryggja // samskipti komandi kynslóða, frá einum stærstá' framleiðanda símkerfa í heiminum MATRA NURTEL COMMUNICATIONS -samskiptaleið komandi kynsióða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.