Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 31 Sport Besta árangur liösins var 1995 Skallagrímur náði sínum besta árangri frá upphafi í efstu deild þegar liðið komst alla leið í undanúrslit. Liðið hafði betur gegn iR-ingum í átta liða úrslitum. í fjög- urra liða úrslitum voru andstæðingarnir frá Njarðvík og varð SkaOagrímur undir í þeirra viðureign, tapaði öllum þremur leikjunum. SkaUagrímsmenn fagna hér tU hliðar sætinu í undanúrslitum. Skallagrímur Bland í k. Skallagrímsmenn hafa bætt nokkuð við sig af leikmönnum. Liðið fékk þá Trausta Jónsson og Pálma Þórisson frá Akranesi, Kristin Sveinsson frá Haukum, Völund Völundarson frá Stafholtstungum og Birgi Mikaelsson frá SnæfeUi. Frá liðinu fóru aftur á móti Kristinn Frióriksson í Tindastól, Haraldur Stefánsson í Stafholtstungur og Pálmi Sœvarsson í Breiðablik. Skallgrimur hefur nú leikið undanfarin átta ár í úrvalsdeild og náð á þeim tíma 40,9% sigurhlutfaUi með því að vinna 85 af 208 leikjum. Bestum árangri náöi liðið 1994 tU 1995 þegar liðið vann 56,3% leikja sinna og komst aUa leið í undanúrslit úrslitakeppninnar. Tómas Holton bætti leikjamet Grétars Guðlaugssonar í fyrsta leik í vetur en báðir höfðu leikið 129 úrvalsdeUdarleiki fyrir þetta tímabU. Sigmar Egilsson er einum leik á eftir og stökk því upp í annað sætið á eftir Tómasi í öðrum leik liðsins í vetur. Alexander Ermolinskij hefur skorað flest stig fyrir liðið í úrvalsdeUd en hann geröi 2343 stig í 113 leikjum fyrir liðið. -ÓÓJ Ari Gunnarsson, 29 ára, bakvörður, 190 leikir, 1394 stig. Birgir Mikaelsson, 34 ára, miðvörður, 291 leikur, 4224 stig. Finnur Jónsson, 20 ára, bakvörður, 60 leikir, 134 stig. Tómas Holton, 35 ára, bakvörður, 297 leikir, 3599 stig. Ingvi Arnason liðsstjóri. Trausti F. Jónsson, 20 ára, bakvörður, 43 leikir, 192 stig. HaMdór Om Gunnarsson, 20 ára, miðherji, 0 leikir. Pálmi Þórisson, 20 ára, bakvörður, 43 leikir, 158 stig. Hlynur Bæringsson, 17 ára, framherji, 37 leikir, 187 stig. Kristinn H. Sveinsson, 21 ára, framherji, 4 leikir, 0 stig. Völundur Völundarson, 23 ára, framherji, 1 leikir, 0 stig. Sigmar Egilsson, 26 ára, bakvörður, 128 leikir, 678 stig. Heimaleikir 4/11 Skallagrlmur-Tindastóll . . 20.00 16/11 Skallagrímur-ÍA . 20.00 9/12 Skallagrímur-Njarðvík . . . 20.00 6/1 Skallagrímur-Keflavík . . . . 20.00 20/1 Skallagrímur-Þ6r, Ak. . . . . 20.00 30/1 Skallagrímur- Grindavík . . 20.00 13/2 Skallgrímur-Haukar .... . 20.00 2/3 Skallagrímur-KR . 20.00 9/2 Skallagrímur-Hamar . 20.00 Hugarfariö skiptir ollu - segir Tómas Holton, fyrirliöi Skallagríms „Ég er nokkur ánægður með byrjun liðsins. Reyndar hefði ég viljað vera kominn með fleiri sigra, við töpuðu síðustu tveimur leikjunum sem voru mjög jafnir og stigin hefðu þess vegna getað lent okkar megin,“ segir Tómas Holton, fyrirliði Skallagríms. Með nýjan þjálfara „Við fóram í æfingaferð til Ungverjalands en sú ferð batt liðið nokkuð vel saman Við fengum nýjan þjálfara, Dragisa Saric frá Júgóslavíu, sem kemur með gífurlega reynslu inn í liðið og einnig eram með þó nokkuð marga nýja leik- menn og það tekur alltaf tíma fyrir lið að ná 100% saman. Hvaða lið verða sterkust í vetur? „Suðurnesjaliðin verða geysilega sterk í vet- ur og það er engin tilviljun, þau era með flesta landsliðsmennina innan sinna vébanda og einnig hafa þau bætt við sig nýjum sterkum leikmönnum. Liðin sem gætu blandað sér í bar- áttuna með þeim eru að mínu mati Haukar og jafnvel KR. Botnbaráttan verður geysilega hörð, nú falla tvö lið í stað eins í fyrra og ég tel að það verði fjögur til fimm lið sem eigi eftir að berjast um fallið en við ætlum okkur ekki að vera i þeim hópi. Karfan er nokkuð breytt. Bestu leikmenn okkar hafa í rikari mæli leitað út fyrir lands- steinana og oft eru þeir leikmenn sem koma í staðinn erlendis frá ekki eins góðir. Annars held ég að leikmenn verði að hafa trú á því sem þeir eru að gera og það er lykilatriði i körfunni og reyndar í öllum íþróttum. Ef hugarfarið er rétt þá geta veikari liðin unnið hvaða lið sem er,“ segir Tómas. -SS Dragisa Saric, 38 ára, þjálfari og miðvörður, 0 leikir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.