Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 12
32 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 Sport DV Ætlum ekki niður - segir Baldur Þorleifsson, fyrirliöi Snæfells „Við erum enn að koma okkar liði saman, menn eru að verða lög- legir og þá fáum við franskan leik- mann sem verður löglegur í næstu viku. Þegar þessir leikmenn verða allir tilþúnir ætti okkar lið að styrkjast til muna. Ég held samt að það sé alveg ljóst að okkar bíður barátta í neðri helmingi deildarinn- ar en við höfum sett okkur það markmið að komast í úrshtakeppn- ina,“ segir Baldur Þorleifsson, fyrir- liði Snæfells. „Það er ekki til umræðu hjá okk- ur að fara niður og það má alls ekki gerast því þetta er eina íþrótta- greinin í Hólminum. Við eigum leik gegn Akumesingum í næstu umferð og það er leikur sem við verðum að vinna. Leikir á milli Vesturlandshðanna eru ahtaf svo- htið sérstakir og þá sérstaklega á milli okkar og Skallagríms. „Ég held að það sé engin spum- ing að baráttan um titilinn kemur til með að standa á milli Suður- nesjahðanna þriggja. Ég held samt að ef Haukunum tekst að hægja á sínum leik gætu þeir blandað sér í þessa baráttu undir stjóm ívars Ás- grímssonar sem ég hef mikla trú á. Ég hef ekki séð til KR-inganna. Mér skilst að þeir hafi ágætan mann- skap og ef þeim tekst að púsla sínu hði vel saman er möguleiki að þeir geti komist í toppbaráttuna. Ann- ars finnst mér Suðumesjahðin nokkrum árum á undan okkur hin- um. Það byggist á þvi að þessi hð em alltaf með sama kjamann og hafa góða breidd en okkar hð þarf ailtaf að saiha mannskap á hverju ári sem getur verið mjög erfitt," segir Baldur. -GH Jón Þór Eyþórsson, 22 ára, bakvörður, 53 leikir, 348 stig. Hilmar Arnórsson, 15 ára, bakvörður, 0 ieikir. Jón Ólafur Jónsson, 18 ára, framherji, 12 leikir, 11 stig. Róbert Jörgenson, 16 ára, framherji, 0 ieikir. Pálmi F. Sigurgeirsson, 21 árs, bakvörður, 20 leikir, 151 stig. /4 EPSON DEMLOilM Kim Lewis, þjálfari og bakvörður, 0 leikir. Blcmd í r Það urðu miklar breytingar á liði Snæfells fyr- ir timabilið. Liðið fékk þá Rúnar Sœvarsson frá Grindavík, Pálma Sigurgeirsson frá Breiðabliki og Jón Ólaf Jónsson frá Akranesi en missti alla þrjá útlendingana sína auk þess sem Birgir Mikaelsson fór til Skallagríms, Ólafur' Guömundsson í Hamar og Magnús Guómundsson í KR. Snœfell leikur nú i úrvalsdeild sjöunda veturinn en liðið komst fyrst upp í deildina 1990. Alls hefur Snæfell leikið 158 leiki i úrvals- deild og unnið af þeim 47 sem er 29,7% sigur- hlutfall í efstu deild. Bestum árangri náði Snæfell hlutfallslega vet- urinn 1992 til 1993 er liðið náði i fyrsta og eina skiptið i sögu félagsins í úrvalsdeild að vinna meira en helming leikja sinna. Þann vetur vann liöið 14 af 26 leikjum sem gerir 53,8% sigurhlut- fail og náði funmta sæti i deildinni. Þann vetur komust þó aðeins fjögur lið i úrslita- keppnina og þess vegna varð það ekki fyrr en síð- asta vetur að Snæfell komst í úrshtakeppnina í fyrsta sinn og varð þannig þrettánda félagið í úr- valsdeild til að komast svo langt. Snæfell vann 45,5% leikja sinna í fyrra en datt út í 8 Uða úrsUtum. Snœfellingar leiddu deUdina á einu töl- fræðisviði i fyrra því leikmenn liðsins tóku 55,5% frákasta sem voru í boði í leikjunum 22, þar af 72,7% frákasta undir sinni eigin körfu. Vörn Snœfells var einnig sterk og aðeins Njarðvík fékk á sig færri stig síðasta vetur. SnæfeU skoraði reyndar minnst allra eða 75,5 stig í leik en fékk aðeins á sig 80,0 stig að meðaltali í leik. Snœfellsliðinu hélst þó Ula á boltanum og tap- aði honum liða mest í deUdinni síðasta vetur eða 19,3 sinnum í leik en varð þó með prúðasta liðið og fékk aðeins 16,2 viUur á sig að meðaltali i leik. Bárður Eyþórsson er bæði leikjahæstur og stigahæstur hjá SnæfeUi i úrvalsdeUd frá upphaft þvi fyrir þetta tímabU hafði hann leikið 121 af 158 úrvalsdeUdarleikjum liðsins en hann hefur skorað 2242 stig i þessum 121 leik. -ÓÓJ Heimaleikir: 28/10 SnæfeU-lA . . . 20.00 7/11 SnæfeU-KeflavUt . .. 20.00 5/12 SnæfeU-Grindavík . . . 20.00 16/12 SnæfeU-KR . . . 20.00 6/1 SnæfeU-Hamar . . . 20.00 13/1 SnæfeU-SkaUagrímur . . . . . 20.00 27/1 SnæfeU-TindastóU . . . 20.00 10/2 SnæfeU-Njarðvík . . . 20.00 15/2 SnæfeU-Þór, Ak . . . 20.00 5/3 SnæfeU-Haukar . . . 20.00 SPORT Nádu árangri! Hollusta alla leid. Landslid íslands f knattspyrnu notar Leppin sport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.