Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 10
vikuna 28.10-4.11 1999 44. vika Stúlkupoppið virkar alltaf. Britney Spears er samt stelpa og í 'ofan á lag umdeild stelpa. Hún er sögð vera með silicon í brjóstunum en neitarþví og ber við eðlilegum vexti, þar sem hún er auðvitað bara barn á vaxtarskeiðinu. Britney er í fyrsta sæti Islenska listans. Topp 20 01 (You Drive Me) Crazy Britney Spears (02) Burning Down The House Tom Jones & The Cardigans (03) Supersonic Jamiroquai (04) Sun Is Shinning Bob Marley & Funkstar (05) NewDay WyClefJean & Bono (06) There She Goes Sixpence None The Richer (07) Égerkominn Sálin hans Jóns míns (08) Myndir Skítamórall (09) Unpretty TLC (70) She’sAll 1 Ever Had Ricky Martin (11) ToBeFree Emilíana Torrini (12) Around The World Red Hot Chilli Peppers (73) She’sTheOne Robbie Williams (14 : LastKiss PearlJam (15) Turn YourLights Down Low Lauryn Hill & Bob Marley (16) Strengir Maus (17) / GotA Girl Lou Bega (W) Thursday’s Child DavidBowie (79) When You Say Nothing AtAll Ronan Keating (Notting Hill) (2Ö) Heartbreaker Mariah Carey Vikur I á lista © 7 'i' 8 1" 5 ^4 6 t 2 4 8 t 5 H 4 4- 19 t 6 t 6 •4'8 l' 4 4 18 t 2 t 4 t 3 / 2 4, 17 4 7 Sætin 21 til 40 0 topplag vikunnar J háslökkrari 9 vikunnar nýtt á listanum stendur I stað thækkar sig frá sfðistu viku l lækkar sia frá siðistu viku ? fall vikunnar . Deeplnside Páll Óskar t 3 Waiting For Tonight Jennifer Lopez 4- 4 . 1 Knew 1 Loved You Savage Garden ? 2 . AlltÁHreinu Land og Synir ? 3 . Blue (Da Ba Dee) Eiffel 65 4, 10 . Just My Imagination The Cranberries X 1 . LargerThan Life Backstreet Boys 4, 8 . Ain’tThatALotOfLove Simply Red 4- 6 . New York City Boy PetShopBoys X 1 . TheLaunch DjJean ? 2 . 1 Saved The World Today Eurythmics ? 4 : Parada De Tettas Vengaboys 4- 2 ■ When The Heartache Is Over Tina Turner ? 2 . AIINMyGrill Missy Elliott & Nicole 4- 3 ■ Mucho Mambo Shaft 4> 4 ■ BugABoo Destiny’s Child X 1 Young Hearts Run Free’99 Candi Staton 4- 5 ■ Smooth Santana & Rob Thomas n 9 Black Balloon Goo Goo Dills X 1 ■ HitGirl Selma X 1 Ifókus Fjórum árum eftir að Leftfield breytti landslagi dægurtónlistarinnar með plötunni „Leftism" snúa þeir félagar aftur með plötuna „Rhythm and Stealth" sem er þéttur danspakki til heimabrúks þó hann muni kannski ekki valda eins miklum usla og fyrsta platan. „Ég man hversu frábærar mér fannst þessar græjur vera,“ segir Neil Barnes sem var kennari áður en hann sneri sér að tónlist. „Ég hugsaði mér sjálfum mér: „Ef þú lætur ekki verða af því núna þá gerist það aldrei," svo ég fór í bankann, tók lán og keypti mér sampler og aðrar grunvall- argræjur. Þetta var árið 1988 og enn þá á ég eitthvað af þeim tækj- um sem ég keypti þá.“ Neil og félagi hans, Paul Daley, eru enn uppveðraðir af tækninni sem gerir þeim - og þúsundum annarra - ídeift að skapa tónlist án þess að vera „hefðbundnir" tónlistarmenn. Sem dansdúettinn Leftfield hafa þeir notað tæknina til góðs, gerðu nokkra smelli neð- anjarðar í byrjun áratugarins en náðu svo hápunktinum með meist- araverkinu „Leftism" 1995. Vildu gera eitthvað frumlegt Platan varð gríðarlega vinsæl, og þá helst á Bretlandi þar sem hún hef- ur selst í 700 þúsund eintökum. Hún og plata Prodigy, „Music for the Jilted Generation", eiga helst heið- urinn af þvi að færa danstónlistina frá dansklúbbunum og vöruskemm- unum inn á hvert heimili. Platan hljómar tæknilega enn þá eins og hún hafi verið gerð í gær og Leftfield er óefað brautryðjandi sem menn eins og Chemical Brothers og Fat- boy Slim eiga heilmikið að þakka. Nýja platan, „Rhythm and Stealth", hefur hvarvetna fengið góða dóma og selst vel. Meðal gesta eru Roots Manuva, efnilegasti rapp- ari Bretlands sem gaf fyrr á árinu út eina bestu plötu ársins, gamla goð- sögnin Afrika Bambaataa úr Zulu Nation og söngkonan Nicole WiBis sem söng á árum áðúr með Curtis Mayfield. Danstóniistin gengur mikið út á tækni og sánd sem vill úreldast fljótt. í heimi örra tækninýjunga get- ur því verið stórhættulegt að bíða í fjögur ár með að gefa út plötu. Loks- ins þegar plata birtist gæti innihald- ið, sándið sem tækin puðra út, hafa úrelst. Leftfield þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu. Þeir félag- ar gátu dundað við að finpússað nýju plötuna í þrjú ár og loksins þeg- ar hún kemur út er ekki að heyra að tónlistin sé aftarlega á tæknimer- inni, þvert á móti. Leftfield er bara eitt af þessum böndum sem ryðja brautina. „Það er mjög erfítt að gera eitt- hvað nýtt, eitthvað frumlegt," segir Neil, „en það er það sem við vorum mjög meðvitaðir um að við vildum gera. Við erum oft vikum saman að vinna í einu lagi en ákveðum þá að það sé ekki nógu gott. Þá er því ein- faldlega hent.“ Innyfli nötra „Ef það er of hátt þá ert þú of gamall," sagði rokkhetjan Ted Nudgent einu sinni. Meðlimir Leftfield eru hálfgerðir ellibelgir í poppinu, Neil er 38 ára, Paul 36, en þeir eru samt þekktir fyrir að halda háværustu danstónlistartón- leika sem sögur fara af. Það er ekki nóg að innyfli gestanna nötri heldur hrynur klæðningin úr loft- inu og stundum brotna rúður. Af þessum sökum er bandið m.a. bannað frá Brixton Academy í London. Neil vonar þó að tónleik- ar framtiðarinnar verði síst lág- værari. „Ef maður útbýtir gulum eyrna- töppum við anddyrið er víst hægt að komast upp með aðeins rneira," segir hann og glottir. „Tónleikar eiga að vera upplifun sem fólk tal- ar um eftir á.“ En hvernig finnst þeim gamla að spila fyrir fólk sem er kannski 20 árum yngra en hann? „Ég tek alltaf betur og betur eft- ir því en þetta er náttúrlega bara spurning um viðhorf en ekki ald- ur. Þegar maður verður leiður á þessu bransa þá hættir maður bara.“ plötudómur Emilíana Torrini Love in the Time of Science ★★★★ ✓ Emilíana Torrini hafði varla slit- ið barnsskónum þegar hún hafði selt tuttugu þúsund eintök af tveim plöt- um með kóverlögum sem Jón Ólafs- son gerði með henni. Hvílík rödd, sagði fólk við sjálft sig og hljóp út í búð fyrir jólin ‘95 og ‘96. í stað þess að halda kyrru fyrir í Reykjavík og vera kannski búin að fara tvisvar í Eurovision núna, tók Emilíana stóra skrefíð, fylgdi í fótspor Bjarkar og kom sér fyrir í London. Hún fékk plötusamning og fylgir nú ígrunduðu poppferli sem vonandi verður til þess á endanum að hún geti lifað af þessu, verði það sem er kallað „þekkt stærð“. Ef einhver hinna íslensku „míní-Bjarka“ á skilið að komast úr skugga Stóru-Boggu er það nefnilega hún Emilíana sem sýnir með þessari plötu - sem hún á eflaust eftir að kalla fystu alvöru plötuna sína í framtíðinni - að hún er meira en geysilega frambærilegur karaoke- skemmtikraftur. Hver er hin rétta rödd Emilíönu? hefur maður stundum spurt sig þegar hún hefur verið að stæla Janis Joplin eða Shirley Bassey. Svarið liggur í lögunum ellefu á þessari plötu. Þar birtist „hrein“ Emilíana, rödd sem hljómar eðlilega og stælalaus; ekki í neinum hermikrákuleik. Enn getur fólk sagt: „Hvílík rödd“ því raddbönd Emilíönu fá 9,8 í frjálsri aðferð inn- anhúss. Það er eitthvað bernskt og sérstakt við þessa rödd, hún kroppar í sálarhrúðrið á manni, en ég er samt ansi hræddur um að samlíking við Björk verði erlendum blaðamönnum hugleikin. Vissulega er margt líkt með þeim en við vitum þó hérlendis að aðallega má kenna íslenska fram- burðinum um. Eftir langa leit fann Emilíana loks- ins lagasmiði sem hún filaði að vinna með. Eg White er innsti koppur en Sigtryggur Baldursson og Roland Orzabal (úr Tears for Fears) eru líka snuddandi í búri Emilíönu. Líkt og Bó fllar Emma best að syngja ballads og platan er angurvær og blíð, líður ljúft en er aldrei væmin. Lögin þmfa að liggja aðeins í bleyti í undirmeð- vitundinni áður en þau skjóta rótum. Sé þeim gefinn tími (tvær hlustanir „Emilíana sýnir með þessari plötu að hún er meira en geysilega frambærilegur karaoke-skemmtikraftur. “ ættu að nægja flestum) uppsker hlustandinn fínt popp, lögin „Easy“ og „Unemployed in the Summertime" glaðlegust, „To be Free“ og „Fingertips" skörp og skemmtileg, „Dead Things“ og „Wednesday’s Child“ dulúðug og flott. Platan hljóm- ar vel, nýmóðins og oft fersk, þó stundum sé hún einum of hátækni- lega dauðhreinsuð. Með þessari glimrandi plötu er Emilíana orðin stór og maður hef- ur alltaf á tilfinningunni að enn stærri afrek bíði handan við horn- ið. Líklega munu fleiri en íslend- ingar stynja: „Hvílík rödd“ þegar fram líða stundir. Dr. Gunni f Ó k U S 29. október 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.