Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 15
Háskólabíó.fi ithony Hopki í tveimuii mÖ ina Instinct þar sem ll í ásakaður er um morð aoa í Rúanda Mannfræöingur- inn og sálfræöing- urinn. Anthony Hopkins og Cuba Gooding jr. í hlut- verkum sínum. Anthony Hopkins i hlutverki Ethans Powels sem hneppt- ur hefur veriö í fangelsi, ásakaöur um tvöfalt morö. Þegar mannfræðingurinn og dýra- fræðingurinn Ethan Powell (Ant- hony Hopkins) er Quttur til Banda- ríkjanna frá Rúanda í hlekkjum tek- ur hann með sér leyndarmál sem sálfræðingar á vegum saksóknara reyna að leysa, en Powell hafði orð- ið tveimur mönnum að bana sem höfðu fundið hann í ffumskóginum þar sem hann lifði meðal górilluapa. Hans hafði verið saknað í fimm ár og í jafnmörg ár hefur hann ekki sagt aukatekið orð. Það er verksvið hins nýútskrifaða sálfræðings Theo Caulders (Cuba Gooding jr.) að kom- ast til botns í málinu ásamt öðrum sálfræðingi Ben Hillard (Donald Sutherland) sem leiðbeinir honum. Powell er haldið í einangrun og Caulders, sem er metnaðargjarn sál- fræðingur og telur að þetta mál verði honum til góða á framabraut- inni, kemst fljótt að því að engar venjulegar aðferðir duga á Powell, hann segir ekki eitt einasta orð. I ör- væntingu sinni leitar hann til dóttur Powells, Lyn (Maui'a Tiemey), sem segir honum ýmislegt um foður sinn og hvernig hún í mörg ár hef- ur reynt að nálgast hann. Með sögu hennar að leiðarljósi nær Caulders smám saman sambandi við Powells og á milli þeirra skapast spenna sem ekki verður séð fyrir endann á fyrr en allur sannleikurinn er kom- inn í ljós. Leikstjóri Instinct er Jon Tur- teltaub sem sló í gegn með While You Were Sleeping og fylgdi henni eftir með Phenomenon. Áður hafði hann leikstýrt 3 Ninjas og gaman- myndinni Cool Runnings. Meðal framtíðarverkefna Turteltaub er endurgerð hinnar vinsælu japönsku kvikmyndar Shall We Dance, með Tom Hanks í aöalhlutverki. Tökur á henni hefjast næsta haust. -HK Sean Penn leikur aöalhlutverkið í The Weight of Water sem Karl Júlíusson hannar leikmynd viö. Kart Júlíusson hannar leikmynd í Hollywood Um miöjan september hófust tökur á stór- myndinni The Weight of Water sem Karthryn Bigelow (Point Break, Strange Days) stjórnar. í aöalhlutverkum eru Sean Penn, Sarah Polley, Elizabeth Hurley og Catherine McCor- mack. Er myndin gerð eftir skáldsögu eftir Anita Shreve sem kom út fyrir tveimur árum og hefur fengið mikiö lof. Byggir hún sögu sina á sönnum atburðum sem gerðust árið 1873 þegar tveir innflytjendur frá Skandinav- íu voru myrtir á hrottalegan hátt. Gerist sag- an bæði í nútímanum og fortíðinni og segir frá ferð hjóna til eyjarinnar þar sem atburðirn- ir gerðust. Eiginkonan er Ijósmyndari sem hefur ákveðið að rifja upp atburöina í Ijós- myndum. Um leiö og ferð hjónanna tekur á sig óvænta mynd eru atburðirnir rifjaðir upp I gegnum dagbók stúlku einnar sem var sú eina sem liföi atburðina. Þaö sem vekur at- hygli okkar íslendinga á þessari kvikmynd er aö tveir tslendingar eru í leiðandi hlutverkum við gerð hennar. Sigurjón Sighvatsson er einn framleiðenda myndarinnar og Karl Júlíusson hannar leikmynd en vegur hans á alþjóða- mælikvarða hefur vaxið mikið undanfarin misseri í kjölfar Breaking the Waves. Þess má svo geta að kvikmyndatökumaður er Adri- an Biddle sem meöal annars stjórnaði kvik- myndatöku á Thelma and Louis og Aliens. _________________________W bíódómur Sam-bíóin — South Park ★ ★ Halty kjafli, frændaseréirl Þeir félagar Matt Stone og Trey Parker upplifðu ameríska drauminn þegar hugarfóstur þeirra, South Park-þættimir, uröu voða vinsælir fyrir nokkrum árum og lentu meira að segja á litlu Sýn. Núna eru f þeir búnir að búa til kvik- ' mynd i fullri lengd um skíta- blesa-sveitalubbabæinn South Park. Myndin er hálf- gerð söngvateiknimynd, en samt ekki. Hún er saman- suða af hinu og þessu, algjör vit- leysa. Flestir söngvanna eru skop- stæling á gömlum Disney-lögum (Satan=Litla hafmeyjan), Broadway- söngvum (Unclefucker) og þar fram eftir götunum. Myndin íjallar, eins og þættimir, um þá félaga Stan, Kenny, Cartman og alla hina sveitalubbana í South Park. í kvikmyndahúsi bæjarins er frumsýnd mynd með uppáhalds- stjörnum strákanna, Kanadamönn- unum Terrence og Phillip. Sú mynd skartar miklum og litskrúðugum blótsyrðúm og prumpuhúmor sem krakkamir í bænum nota óspart. í kjölfarið veröur allt vitlaust og for- eldramir ákveða að kenna Kanada um og stofna samtök á móti Kanada. Þessi samtök breiðast síðan út um allt land og Bandaríkjamenn ákveða að aflífa Terrence og Phillip. Ein- hvers staðar í miöjunni á öllu þessu fíaskói drepst Kenny (eins og í hverj- um þætti) og fer til helvítis. Þar hitt- ir hann fyrir Satan sjálfan og rekkju- naut hans, Saddam Hussein. Sam- band þeirra er að mestu leyti byggt á rúmfórum en það fer mjög í taugarn- ar á Satan, sem vill fá eitthvað meira út úr því. Þeir hlakka yfir aflífun Terrence og Phillip, þar sem blóð þeirra á bandarískri jörð er sjöunda innsiglið sem hleypir af stað Ragnarökum. Þeir einu sem geta forðað heiminum frá satanískum yf- irráðum em Stan og félagar sem stofna til þess La Resistance. Stone og Parker geröu myndina Orgazmo fyrir skömmu og lentu þá í miklum deilum við Kvikmyndaeftir- litið í BNA sem gaf myndinni NC-17 stimpil (algjör bani). Ástæðan fyrir þessum stranga stimpli var nektin í myndinni. í því samhengi er fyndið að sjá að South Park-myndin fékk R- stimpil hjá eftirlitinu, þar sem þeir fara algjörlega yfir strikið með blóts- yrðum og rassaskap. Þeir skióta fast á eftirlitið og Bandaríkin og gera það ágætlega. Ekki er farið leynt með skoðanir þeirra á því að klámfengið efni er tabú meðan ofbeldið lifir. Myndin er uppfull af fyndnum augnablikum, orðbragði og aðstæðum. Til dæmis var Saddam mjög fyndinn, Bill Gates skotinn, Baldwin-bræður sprengdir upp og mamma Cartman lék í þýskri scheise-mynd. En South Park er langt frá því að vera gallalaus. Það er allt of augljóst að verið var að berjast við að ná að halda myndinni út í 90 mín. og eru mörg atriðin því leiðin- leg og óþörf. Flesta söngvana hefði mátt stytta um helming, maður var farinn að iða í sætinu yfir þessum lengstu. Annars var myndin hin ágætasta skemmtun og fin tilbreyt- ing frá truflaðri tilverunni. Halldór V. Sveinsson* 28.-3 1 . OKTÓBER föstudagur LIK A Á SUNNUDÖGUM laugardagur sunnudagur GERÐU GÆÐAKAUP! Njóttu þess að koma í Kringluna, skoða glæsilegar vetrarvörur og gæða þér ó girnilegum réttum í nýju og endurbættu umhverfi Kringlunnar. Fylgstu vel með Sérkjörunum! Nokkrar verslanir og (DjónustuaSilar veita dag hvern 15% viðbótarafslótt af sérvaldri vöru eöa þjónustu ofan ó Kringlukastsafslóttinn. í dag: GALLABUXNABÚÐIN FBI / DÝRLINGARNIR NYJAR VORUR með sérstökum afslætti 20%-50% KyU\Ci\&J\ PflR 5 E M^rH J R R T fl B 51 í fl 29. október 1999 f Ó k U S 15 r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.