Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Blaðsíða 14
Ali samþykklr Will Smith Eftir nokkra byrjunaröröugleika er allt kom- ið á fullt í undirbúningi aö kvikmynd sem byggð verður á ævi hnefa- ieikakóngsins Muhammads Ali en tafir höfðu orðið vegna þess að fyrrverandi um- boðsmaður hans og sonur látins lögfræð- ings hans sögðust hafa undir höndum samning sem segir að þeir eigi hluta af kvikmyndaréttinum. Málið hefur verið leyst utan dómstóla. Og nú er ekkert til fyrir- stöðu þar sem Ali hefur samþykkt að Will Smith leiki hann. Það er því næst hjá Smith að fara í æfingabúðir til aö reyna að ná einhverju af snilldinni sem gerði Ali að stærstu stjörnu boxins. Þangað kemst hann að vfsu ekki fyrr en hann hefur lokið við The Legend of Bagger Vance sem Ro- bert Redford leikstýrir. Leikstjóri kvikmynd- arinnar um Ali verður Barry Sonnenfeld en hann og Will Smith gerðu saman Men in Black og Wild Wild West. Robert De Niro hefur, eftir gott gengi síð- ustu tveggja mynda, Ronin og Analyze This, hækkað í verði i Hollywood og mun hann fá 15 milljón dollara fyrir að leika i The Score sem fjallar um þaulreyndan þjóf sem hefur fullan hug á að draga sig í hlé en er neydd- ur til að taka þátt í einu ráni enn. Laun hans eru nærri tvöfalt hærri en hann fékk fyrir að leika i Analyze This og þriðjungi hærri en hann fékk fyrir Ron- in. Leikstjóri The Score verður Frank Oz (Bowfinger) og er áætlað að tökur hefjist í mars. Ekki er samt víst að það takist að halda sig við þessa timaáætlun því De Niro hefur lofað vini sinum og samstarfsmanni til marga ára, Martin Scorsese, að leika í Gangs of New York en áætlað er að hefja tökur á henni snemma næsta árs. Robert De Niro var ekki fýrsti kosturinn hjá aðstandendum The Score. Þeir höfðu nánast tryggt sér Michael Douglas þegar hann ákvað að finna frekar eitthvað sem hann og hans heittelskaða Catherine Zeta Jones gætu leikið saman í. Áðurnefnd kvikmynd Martins Scorsese, Gangs of New York, er stjörnum prýdd kvik- mynd því auk Roberts De Niros mun goðið sjálft, Leonardo DiCaprlo, leika eitt aðal- hlutverkið. Það mun verða í þriðja sinn sem De Niro og DiCaprio leika saman í kvik- mynd en áður léku þeir í This Boy's Life og Marvin's Room. Auk þeirra mun Cameron Diaz að öllum líkindum leika í myndinni. Gangs of New York, sem áætlað er aö kosti um 90 milljón dollara, segir frá átök- um á milli írskra og ítalskra glæpagengja í New York. Scorsese er á heimaslóðum við gerð þessarar myndar en sumar af hans bestu kvikmyndum hafa einmitt fjallað um glæpagengi i New York, meðal annars nýjasta kvikmynd hans, Bringlng out the Dead, sem frumsýnd var í Bandarikjunum um síðustu helgi og hefur fengið góða dóma þó ekki sé hún talin ná gæðum bestu kvikmynda hans. Fyrir níu árum léku Julia Roberts og Richard Gere í Pretty Woman, mynd sem náði miklum vinsældum, og þóttu standa sig vel. Lengi hefur verið rætt um að þau myndu leika saman á ný en það hefur ekki orðið fyrr en nú Það kemur stundum fyrir að tveir leikarar ná slíkum samleik að það gneistar á milli þeirra. Slíkt gerðist þegar Richard Gere og Jul- ia Roberts léku saman í Pretty Woman, einhverri vinsælustu gam- anmynd tíunda áratugarins. Á þeim níu árum sem liðin eru hefur oft verið reynt að koma þeim saman aft- ur í kvikmynd en bæði eru í röð eftirsóttustu leikara og bundin samningum langt fram í tímann og svo hefur ekki fundist rétt hand- rit. Það var síðan Ric- hard Gere sem hjó á hnútinn þegar upp í hendurnar á honum kom handritið að Runaway Bride. Hann hafði samband við Juliu sem leist vel á og þau ákváðu síðan að best væri að Gary Marshall, sem leik- stýrði þeim í Pretty Woman, myndi leikstýra Runaway Bride. í Runaway Bride leikur Richard Gere blaðamanninn Ike Graham sem er dálkahöfundur við stórblað í New York. Honum gengur flest í mót, á erfitt með að skrifa auk þess sem fyrrum eiginkona hans er yfir- maður hans og passar vel upp á að hann hafi nóg að gera. Dag einn heyrir hann um unga stúlku í Mar- yland sem greinilega hefur gaman af því að vera trúlofuð, en þegar Garry Marshall, leikstjóri Runaway Bride, ásamt Richard Gere. komið er að stóru stundinni, brúð- kaupinu, flýr hún alltaf af hólmi, þá yfirleitt komin upp að altarinu. Ike er viss um að hún muni endur- taka leikinn og telur sig vera kom- inn með gott fréttaefni og held- ur því til Mar- yland þar sem hann fær kaldar móttökur hjá Maggie Carpenter (Juliu Roberts) sem hefur frétt af fyrirætlun hans og er ákveðin f að hann fái ekki tækifæri til að skrifa þá grein sem hann ætlar sér. Ike Graham (Richard Gere) er blaöamaöur sem hefur Auk þeirra Ric- heyrt um stúlku sem ávallt flýr af hólmi þegar aö altarinu hard Gere og Jul- kemur. ia Roberts leika Maggie Carpenter (Julia Roberts) finnst gott aö vera trúlofuö en flýr þegar aö stóru stundinni kemur. margir aðrir þekktir leikarar í myndinni. Má þar nefna Joan Cusack, Hector Elizondo, Rita Wil- son og Paul Dooley. Leikstjóranum Garry Marshall hafa verið frekar mislagðar hendur síðan hann leik- stýrði Pretty Woman sem er hans langþekktasta kvikmynd. Stutt er síðan sýnd var hér á landi The Other Sister sem hann leikstýrði, mislukkuð kvikmynd sem átti góða spretti en var engan veginn í sama gæðaflokki og Pretty Woman. Ekki var sú kvikmynd sem hann gerði þar á undan, Dear God, betur heppnuð. Hann á þó að baki ágæt- ar kvikmyndir á borð við Frankie & Johnnie (leikritið sýnt í Iðnó um þessar mundir), Nothing in Comm- on og Overboard. Auk þess að leik- stýra kvikmyndum hefur Garry Marshall átt mikilli velgengni að fagna sem framleiðandi sjónvarps- þátta og meðal vinsælla þáttaraða sem hann hefur komið af stað má nefna Happy Days, The Odd Couple, Mork and Mindy og Murphy Brown. Systir hans Penny Marshall er einnig kvikmyndaleik- stjóri (Big, Awakenings). Runaway Bride verður frumsýnd í dag í Bíóhöllinni, Kringlubíói, Stjörnubíói, Nýja bíói, Keflavík, og Borgarbíói á Akureyri. -HK bíódómur Háskólabíó — Bowfinger ★★★ Ráð undir rifi hverju Bowfinger er kostuleg kómedía um örþrifaráð sem einbeittir menn grípa til á válegum tímum. Það er vel við hæfi að sögusviðið sé í heimi kvikmyndanna enda margt þar um ráðagóðan manninn sem er staðráðinn í að láta drauma sína rætast. Og í þessari mynd er sam- ankominn þvílíkur hópur minni- pokamanna með stóra drauma að Ed Wood hlýtur að tárast af gleði og samkennd á himnum. Hvílík úr- ræði! Hvílík dirfska! Bowfinger (Martin) er lánlaus framleiðandi í Hollywood og kemur höndum yfir handrit sem hann telur stórbrotna snilld. Stórlátur stúdíó- mógúll heitir honum því að fram- leiða myndina ef Bowfinger útvegar helstu hasarstjörnu bæjarins, Kit Ramsey (Murphy) í pródúktið. Bowf- inger guðar á glugga stjörnunnar en er vægast sagt fálega tekið. Þá fær hann þá guðlegu vitrun að myndin skuli gerð - með Kit í aðalhlutverk- inu - án þess að hann hafi hugmynd um það! Ekki skaðar að Kit er fullur af ímyndunarveiki og tilbúinn að trúa næstum hvaða vitleysu sem er. Því verður ekki svo erfitt að sann- færa hann um hinn langsótta heim myndarinnar sem hann er óafvit- andi að leika aðalhlutverkið í, enda flídlar hún um geimverur sem falla til jarðar í regndropum og hyggjast leggja undir sig jörðina. Allir Dogma-drengir hljóta að beygja sig í duftið og játa sig sigr- aða gagnvart snilld Bowfingers sem gengur miklu lengra en bara að filma raunsætt - hann myndar raunveruleikann sjálfan en samt algerlega á eigin forsendum. Sér til aðstoðar hefur hann un- aðslegan hóp af draumóramönnum sem eru reiðubúnir að kasta sér fyrir björg í þágu frægðarsólarinn- ar. Þama er Carol, miðaldra leik- kona sem aldrei hefur fengið að láta ljós sitt skína fyrr en nú; Af- rim, endurskoðandablók sem telur sig hafa höndlað ameríska draum- inn með handriti sínu; Daisy, ung og saklaus stúlka úr sveitinni sem ætlar að gefa Hollywood séns í viku til að meikaða, og siðast en ekki síst Jiff, dáðlaus drengstauli sem samþykkir að taka að sér að vera staðgengill Kits og sækja kaff- ið. Jiff er ráðinn vegna þess að hann líkist Kit ótrúlega í útliti þrátt fyrir að vera eins ólíkur hon- um í fasi og hugsast getur. . Martin skrifar handritið að þess- ari mynd og hefur áður sýnt að hann kann vel til verka á því sviði, t.d. með L.A. Story sem hann sendi frá sér fyrir nokkrum árum. Bowf- inger hefur þessa sömu blöndu af ískrandi húmor og hlýju, við finn- um að Martin þykir vænt um þetta fólk og það gefur öllum vitleysis- ganginum dýpt. Og leikstjórinn Oz, sá gamli Prúðumeistari (hann er rödd Svínku í Prúðuleikurunum), heldur sérlega vel utan um leikara- hópinn og passar að enginn fari yfir strikið sem er einmitt svo mik- ilvægt þegar atburðirnir eru farsa- kenndir. Meira að segja Eddie Murphy, sem vart hefur átt góðan dag síðan á níunda áratugnum, er hér í fínu formi. Og þegar Eddie er í stuði er alltaf gaman. Leikstjóri; Frank Oz. Handrit: Steve Martin. Kvikmyndataka: Ueli Steiger. Tónlist: David Newman. Aöalhlutverk: Steve Martin, Eddie Murphy, Heather Graham, Terence Stamp. Ásgrímur Sverrisson 14 f Ó k U S 29. október 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.