Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1999 27 Sport UÍV ENGLAND A-deild: Arsenal - Newcastle........0-0 Derby - Chelsea............3-1 1-0 Burton (7.), 1-1 Leboeuf (10.), 2-1 Delap (80.), 3-1 Delap (88.) Leeds - West Ham ..........1-0 1-0 Harte (52.) Leicester - Sheff. Wed.....3-0 1-0 Taggart (24.), 2-0 Taggart (36.), 3-0 Cottee (57.) Manch. Utd - Aston Villa .... 3-0 1-0 Scholes (30.), 2-0 Cole (45.), 3-0 Keane (65.) Middlesbrough - Everton .... 2-1 0-1 Campbell (3.), 1-1 Ziege (15.), 2-1 Deane (58.) Wimbledon - Southampton . . 1-1 0-1 Pahars (68.), 1-1 Gayle (88.) Coventry - Watford.........4-0 1-0 Keane (17.), 2-0 Frogatt (24.), 3-0 Hagi (49.), 4-0 McAllister (67.) Sxmderland - Tottenham .... 2-1 1-0 Quinn (10.), 2-0 Quinn (21.), 2-1 Iversen (63.) Liverpool-Bradford . . í kvöld Leeds 13 9 2 2 26-16 29 Manch. Utd 13 8 3 2 31-19 27 Arsenal 13 8 2 3 20-12 26 Sunderland 12 7 3 2 21-10 24 Leicester 13 7 2 4 23-17 23 Middlesbro 13 7 0 6 18-17 21 Tottenham 12 6 2 4 21-17 20 Chelsea 11 6 1 4 18-10 19 Everton 13 5 3 5 22-20 18 Liverpool 12 5 3 4 13-11 18 Aston ViUa 12 5 3 4 12-13 18 West Ham 12 5 2 5 12-11 17 Coventry 13 4 4 5 20-15 16 Southampt. 12 3 4 5 19-23 13 Wimbledon 13 2 7 4 19-27 13 Derby 13 3 3 7 13-22 12 Newcastle 13 3 2 8 23-27 11 Bradford 11 3 2 6 9-17 11 Watford 13 3 0 10 8-22 9 Sheff. Wed. 13 1 2 10 8-30 5 B-deild: Barnsley - Nottingham Forest .. 1-0 Birmingham - Charlton........1-0 Blackbum - QPR...............0-2 Bolton - Swindon.............2-0 Fulham - Norwich.............1-1 Ipswich - Grimsby............2-0 Port Vale - Manchester City ... 1-2 Portsmouth - Crystal Palace ... 3-1 Sheffield Utd - Huddersfield .... 0-1 Stockport - Walsall .........1-1 Tranmere - Crewe.............2-0 WBA - Wolves.................1-1 Man. City 15 10 2 3 21-8 32 Ipswich 14 8 2 4 28-17 26 Birmingh. 16 7 5 4 25-17 26 Charlton 13 8 2 3 23-14 26 Huddersf. 15 7 4 4 26-18 25 Bamsley 15 8 1 6 28-25 25 Fulham 14 6 7 1 17-9 25 QPR 14 6 5 3 20-14 23 Stockport 15 6 5 4 17-19 23 Bolton 15 5 5 5 22-18 20 Norwich 15 5 5 5 15-15 20 Wolves 15 4 8 3 14-15 20 Portsmouth 14 5 4 5 19-21 19 Grimsby 15 5 4 6 15-20 19 Nott. For. 15 4 6 5 20-17 18 WBA 14 3 9 2 13-11 18 Sheff. Utd 15 4 5 6 18-24 17 Tranmere 16 4 4 8 20-27 16 Blackburn 14 3 6 5 15-16 15 Cr. Palace 15 3 5 7 20-28 14 WalsaU 16 3 5 8 13-26 14 Crewe 14 3 4 7 15-24 13 Swindon 16 3 4 9 12-25 13 Port Vale 16 3 3 10 18-26 12 Bikarinn, 1. umferð, helstu úrslit: Brentford-Plymouth............2-2 Blackpool-Stoke...............2-0 Bristol City-Mansfield........3-2 Oldham-Chelmsford.............4-0 Oxford-Morecambe .............3-2 Reading-Yeovil ...............4-2 Swansea-Colchester............2-1 Torquay-Southend..............1-0 Hartlepool-Milwall............1-0 Bristol Rovers-Preston........0-1 Bjarki Gunnlaugsson lék síðustu 7 mínútumar í liði Preston sem mætir Enfíeld í 2. umferðinni. Niall Quinn skoraði bæði mörk nýliða Sunderland sem sigraði Tottenham í gær, 2-1. Hér er írinn stóri og stæðilegi í baráttu við Sol Campbell og Steven Carr, varnarmenn Lundúnaliðsins, í leik liðanna á Ljósaleikvanginum í Sunderland. Reuter Enska knattspyrnan: Sef betur - sagði Jim Smith, stjóri Derby, eftir óvæntan sigur á Chelsea Leeds United komst á sigurbraut- ina að nýju og vann sinn sjötta heimaleik i röð þegar liðið lagði West Ham að velli, 1-0. Leeds held- ur því enn toppsætinu í deildinni og strákamir hans Davids O’Learys ætla greinilega ekkert að gefa það eftir. Sigur Leeds gegn West Ham á heimavelli sínum þurfti ekki að koma neinum á óvart en 21 ár er lið- ið síðan West Ham fór síðast með sigur frá Elland Road. Var orðinn stressaður „Við lékum vel en höfum samt oft leikið betur. Við réðum ferðinni all- an tímann, það var góð hreyfing á liðinu og hefðum átt að skora fleiri mörk. Ég neita þvi samt ekki að ég var orðinn svolítið stressaður undir lokin þegar West Ham sótti í sig veðrið," sagði David O’Leary, stjóri Leeds. Beckham sá um Villa David Beckham var höfundurinn að öllum þremur mörkum meistara Manchester United sem vann örugg- an sigur á Aston Villa. Þetta var i fyrsta sinn í 10 leikjum sem United fær ekki á sig mark. „Við vorum ekki að spila sérlega vel en Villa-liðið lék vel í fyrri hálf- leik og í byrjun þess síðari og fékk þá tvö góð færi til að skora,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri United, sem hrósaði Devid Beckham fyrir frábæra frammistöðu. „Það stöðvar enginn Beckham í þessu formi,“ sagði Ferguson. Á meðan bæði Leeds og Manchester United unnu sína leiki töpuðu hinn toppliðin, Arsenal og Chelsea, stigum. Þrír í röð hjá Chelsea Derby vann óvæntan sigur á Chelsea og sinn fyrsta í sjö leikjum. Rory Delap tryggði heimamönnum sigurinn með tveimur laglegum mörkum á lokakafla leiksins. Þetta var fyrsti ósigur Chelsea á Pride Park, heimavelli Derby, og þriðja tap Lundúnaliðsins í röð eftir 5-0 sigurinn frábæra gegn Manchester United. Heimamenn hefðu með heppni getað unnið stærri sigur en í fyrri hálfleik brenndu leikmenn Derby af mörgum góðum færum. „Ég er ánægður með að okkur tókst loks að skora mörk. Við höf- um gengið í gegnum erfiðar vikur en ég vona að þessi sigur færi mín- um mönnum aukið sjálfstraust. Ég mun allavega sofa betur núna,“ sagði Jim Smith, stjóri Derby. Wenger gerði breytingar Newcastle krækti sér í fyrsta stig- ið á útivelli á þessari leiktíð og það á Highbury, heimavelli Arsenal. Arsene Wenger gerði miklar breyt- ingar á liði sinu eftir tapleikinn gegn Fiorentina. Hann setti Luzhny, Silvinho, Henry og Grimm- andi í byrjunarliðið og var með Bergkamp, Overmars og Kanu alla á bekknum. Arsenal fékk mörg færi til að skora en heiiladísirnar voru ekki á bandi heimamanna og ekki bætti úr skák að aðstoðardómarinn sá ekki þegar boltinn fór inn fyrir marklínuna eftir skalla frá Patrick Vieira. Menn hafa beðið eftir því að blaðran hjá nýliðum Sunderland fari að springa en eftir skell í 1. um- ferðinni gegn Chelsea hafa strák- arnir hans Peter Reids náð lygileg- um árangri. Sunderland tók á móti Tottenham í gær og hafði betur, 2-1. Irski risinn Niall Quinn skoraði bæði mörk heimamanna fram hjá afmælisbarninu Ian Walker en Norðmaðurinn Steffen Iversen náði að laga stöðuna fyrir Tottenham. Marcus Gayle var hetja Wimbledon en hann jafnaði metin gegn Southampton á lokamínút- unni. „Við verðskulduðum þetta stig. Við vorum að spila mjög vel í fyrri hálfleik og liðið var þá að sýna það besta sem ég hef séð til þess síðan ég kom,“ sagði Egil Olsen, stjóri Wimbledon. Juninho góður Brasilíumaðurinn Juninho stal senunni í leik Middlesbrough og Ev- erton. Juninho dansaði hvað eftir annað í kringum varnarmenn Ev- erton og hann var maðurinn á bak við sanngjarnan sigur heimamanna sem var sá fjórði í röð. Coventry þokaði sér af mesta hættusvæðinu í gær með því að vinna stórsigur á Watford, 4-0. Eftir ágæta byrjun hjá nýliðum Watford í haust hefur heldur betur sigið á ógæfuhliðina ög ef fram heldur sem horfir eiga Jóhann B. Guðmundsson og félagar hans í Watford-liðinu þungan róður fram undan með að halda sæti sinu meðal þeirra bestu. -GH Hermann Hreióarsson lék sinn þriðja leik fyrir Wimbledon. Hann lék allan leikinn og nældi sér í gult spjald á 84. min- útu. Southampton heimtaði vitaspymu á Hermann og taldi að hann hefði brotið á Marian Pahars inn- an teigs. Jóhann B. Guómundsson lék mínútumar með Watford i gær og var sprækur. Arnar Gunnlaugsson var ekki í leikmannahópi Leicester sem er á miklu skriði þessa dagana. Varamennimir Boh Taylor og Bo Hansen tryggðu Bolton sigurinn gegn Swindon. Guóni Bergsson lék allan tímann í vöm Bolton en Eiöur Smári Guójohnsen var tekinn af leikvelli á 78. mínútu. Eiður var nálægt þvi að skora en skot hans hafnaði í þverslánni. Bjarnólfur Lárusson og Siguróur Ragnar Eyjólfsson sátu báðir á vara- mannabekk Walsall allan leikinn. Lárus Orri Sigurðsson lék allan tímann með WBA sem gerði 1-1 jafntefli gegn Wolves. ívar Ingimarsson lék ekki með Tor- quay sem sigraði Southend, 1-0, í 1. um- ferð bikarkeppninnar. ívar er á leið til Brentford og spilaði ekki til að mega spila með Brentford i bikarkeppninni. Hetja Torquay í leiknum gegn South- end var enginn annar en hinn 41 árs gamli Neville Soíhall. Hiö margumtalaða lið Stoke City er fallið úr bikarkeppninni en Uðið beið lægri hlut fyrir Blackpool, 2-0 Arsenal hefur verið í samningaviðræð- um við spænska félagið Rayo Vallecano um kaup á bandaríska landsUðsmark- verðinum Kasey Keller. Sögusagnir hafa veriö í gangi að David Seaman, hinn 37 ára gamh markvörður Arsenal, fái frjálsa sölu eftir tímabiUð. Það stefnir aUt í að Roy Keane, fyrirUði Manchester United, leiki á Ítalíu á næstu leiktíð. Keane hefur hafnaði nýju samn- ingstilboði frá United sem hljóðaði upp á 4,2 miUjónir króna í vikulaun og segir Martin Edwards, stjómarformaður fé- lagsins, að þetta hafi verið síðasta tU- boðið að hálfu félagsins tíl Keane. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.