Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 10
32 MÁNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1999 Sport Iropar Á þessari töflu sjáum við hverjir ÍKit'á unnið og verið fremstir á rásrtíö í víðkomandi keppni. Það er áber\ andi árangur Mika Hákkinen í tímatökum en alls 11 skipti er hann á fr^msta rásstað og hefur komit flmm.sinnum fyrstur í mark. Nœstur á eftir honum í tímatpkum kemur Schttmacher þrátt fýrir að missa nærri hálfía mótaröðina. Margir sigurvegarar á einu ári, en alls sex ökumenn urðu þess heiðurs aðnjótandi. Og þa$\em er einnig óvenjulegt er að/í fimm síöustu keppnum ársins fóum við fimm ólika ökumenn. Á töffúnni er fyrst-keppn- istaður, þá rijsíióll og loks sigujyeg- ari. 1. Ástralía/Hákkinen/Irvine 2. Brasiíia/Hákkinen/Hákkinen 3. Sary'Marino/Hákkinen/M.Schum. 4. Móáakó/Hákkinen/M.Schum. 5. Spann/Hákkinen/Hákkinen 6. Karyada/M.Schum./Hákkinen 8. Frakkland/BarricheUo/Frentzen 9. Bretlánd/Hákkinen/Coulthard , 10. Austurrlki/Hákkinen/Irvii 11. Þýskland/Hákkinen/lrvine 12. Ungverjal/Hákkinen/Hákkinen 13. Belgía/HákkineqÁIolulthard 14. ítalia/Hákkinpa/Eyentzen lS.livrópa/1'’rontzen/Hei’bert 16.Malasia/M.Schum./IrVme u.Japaij/kl.Schum./Hákkmen Mika Hakki „Mér líður æöisle þetta var ein af mín\ um bestu keppnum\ og ég mun aldrei gleyma henni. Þar sem ég held að ég hafl/ gert góða hluti þá gleymi ég ekki því^að þetia hefði ekki verði hugsanlegt án allra starfsmannana á ve\stæðinu og hér tdapan. StyrklaraðUar. Erja (konan hans) mamma og pabbi, þakkir tU allra. Ron Dennis: „Nærri því fullkomin keppnishelgi. Mika á þessi úrslit svo sannarlega skUið, hann hefur sjald- an ekið betur, ef nokkurntíman. David Coulthard gerð aUt sem hann gat tU að pressa á keppmaut- inn og við það fataðist honum flugið og geröi mistök, þetta getur komið fyrir aUa. En aðalatriðið er aö báðir ökumenn og lið gerðu það sem ætlast var af þeim.“ Eddie Irvine: „Þriðja sætið voru ágæt úrslit fyrir mig, miðað við vandræðin sem ég lenti i tíma- tökunni. Ég átti góða ræsingu, en festist miUi Frentzens og Coulthards, og það var þess vegna sem Panis komst í þriðja sætið. Þeg- ar leið á keppnina fór ég að finna fyr- ir óþægindum í hálsinum(vegna óhappsins á laugardag). Þetta var mér frekar leiðinleg keppni og ég fylgdist með risaskjánnum tU að sjá hvort eithvað kæmi fyrir Hákkinen. Samt sem áður náði Ferrari í liðatit- Umn, þó það hafl ekki verið það sem ég hafði áhuga á, en það er gott að skUja eithvað eftir sig.“ -ÓSG Schumacher er óhress Svo virðist vera sem gamalt þrætumál miUi Michaels Schumachers og Davids Coulthards sé komið upp að nýju eftir að Schumacher ásakaði Coulthard um að hindra sig í japanska kappakstrinum i gær. „Ég átti aUs ekki von á því að hann myndi gera slíkt eftir að hann var nánast úr keppni," sagði Schumacher á blaða- mannafundi eftir keppnina. „Hann var úti um aUa braut og ég er ekki viss leng- ur um að atvikið á SPA hafi verið óvUja- verk, eftir hegðun hans í dag.“ Schumacþer var á tímabUi að sækja verulega á forskot Mika Hákkinens þegar Coulthard var á vegi hans og dró veru- lega úr hraða Ferrari-ökumannsms. Dav- id Coulthard brást ókvæða við ásökunum heimsmeistarans fyrrverandi. „Ég ber fuUa virðingu fyrir honum sem íþróttamanni og því sem hann hefur af- rekað en þetta gerir honum ekki gott. Ef hann biðst ekki afsökunar þá er ekki spuming að hann fær að kenna á lög- fræðingum mínum,“ segir Skotinn. Hann viðurkennir þó að Schumacher hafi tapað í það minnsta 2,5 sek. á þessu atviki en það hafi ekki verið meira en reglur geri ráð fyrir. -ÓSG DV Finninn Mika Hákkinen varði heimsmeistaratitil sinn í keppni ökumanna í Formúlu 1 og hér hampar hann verðiaunagripnum glaður í bragði. Reuter - Mika Hákkinen varði heimsmeistaratitil sinn eftir sigur á lokamótinu í Japan Loksins sýndi hinn 31 árs gamli Finni Mika Hákkinen sitt rétta and- lit og tryggði sér sinn annan heims- meistaratitil Formúlu 1 ökumanna í röð með glæsilegum sigri á Suzuka- kappakstursbrautinni í Japan í fyrrinótt. Hákkinen ók eins og sann- ur meistari á meðan keppinautur hans um heimsmeistaratitilinn, Eddie Irvine, átti aldrei möguleika á að vinna hann i akstrinum, en hann varð þriðji, nærri heilum hring á eftir. Mæli ekki með þessu Með sigri sínum endurtók Hákkinen leikinn frá því fyrir ári þegar hann vann á Suzuka sinn fyrsta titil gegn Schumacher en nú gegn Irvine. „Ég mæli ekki með þessu fyrir nokkurn mann,“ sagði hinn tvöfaldi heimsmeistari að loknum akstrin- um. „Ég er ekki viss um að ég sé til- búinn að endurtaka þetta í þriðja sinn,“ sagði Hákkinen sem hefur verið undir verulegri pressu eftir að Ferrari-liðið sigraði í Malasíu- kappakstrinum og tók forystuna í liða- og ökumannskeppninni fyrir hálfum mánuði. Michael Schumacher kom annar í mark og var sá eini sem veitti Hákkinen einhverja keppni, án þess þó að komast í návígi við hann. En árangur hans og Irvines duga þó til þess að tryggja Ferrari meistaratitil keppnisliða í fyrsta sinn frá því 1983 og því miklu fargi af stjórnendum liðsins létt, eftir að hafa tapað í bar- áttunni um ökumannstitilinn þrjú ár í röð. Hákkinen náði strax forystu Mika Hákkinen ræsti af öðrum rásstað á eftir Michael Schumacher sem náði besta tíma í tímatökunum á laugardag, en átti slæmt start og gat því Hákkinen brunað af stað og tekið forystuna sem hann lét ekki af hendi það sem eftir var keppninnar ef frá eru taldnir tveir hringir. Ir- vine sem ræsti fimmti komst vel af stað og skákaði Coulthard og Frentzen og var fjórði eftir fyrsta hring. Oliver Panis á Prost átti feiknastökk af sínum rásstað og komst úr sjötta í þriðja sætið en að- eins til að hætta eftir 19 hringi með vélarbilun. Mika Hákkinen og Schumacher sýndu strax að hraði þeirra var mun meiri en þeirra sem á eftir komu og skiluðu þeir sér fljótt frá hersingunni sem safnaðist á eftir Panis, og jafnframt jók Hákkinen bilið milli sín og Schumachers. Eft- ir 13 hringi var bilið milli Hákkinens og Irvine í fjórða sæti komið í yfir 28 sek. og ljóst að Irvine yrði að vona að Mercedes-vél Mc- Laren-manna mundi bila eða að Hákkinen gerði mistök svo hann ætti möguleika á meistaratitli. Einnig lágu möguleikar hans í ár- angri Schumachers sem keppti um fyrsta sætið við Hákkinen. Allir ökumenn voru á tveim við- gerðarhléum og var því ekki um „taktískan" mun á milli liða en á 17. hring af 54 kom fyrsti bíll inn. David Coulthard, sem hafði feng- ið það hlutverk að „stýra“ Irvine, missti stjórn á McLaren-bíl sínum á 34. hring og lenti utan brautar á varnarvegg og varð að fara inn til að skipta um framenda bílsins. Þar með urðu væntingar McLaren- manna um að stela liðatitlinum af Ferrari að engu og kom hann aftur til leiks í áttunda sæti. Sex hringj- um síðar hætti Skotinn en i millitíð- inni hafði hann náð að þvælast fyr- ir Schumacher svo um munaði. Á 54. hring kom svo Mika Hákkinen yfir endalínunna og fagn- aði rosalega. Eftir geysilega erfitt ár þar sem hvert óhappið á fætur öðru * hefur elt McLaren-liðið og Hákkinen sjálfan, uppsker hann laun erfiðis síns sem hann á svo fyllilega skilið eftir framistöðu sína í keppninni í gær. Keppnisskap Finnans Einnig standa franski og austur- riski kappaksturinn eftirminnilega upp úr fyrir frábæran akstur Finn- ans þar sem hann var magnaður í akstri sínum og sýndi verulegt keppnisskap. í ellefu skipti hefur hann átt besta tímann í tímatökum. Þar hefur snilld hans einna helst komið í ljós þar sem hann hefur alltaf virst eiga inni aukasekúndu- brot til að bæta tíma sinn. Ron Dennis, keppnisstjóri Mc- Laren, var einnig að vonum ánægður og tók vel á móti ökumanni sínum eftir að titillinn var í höfn. Hefur hann nú fengið traustið endurgoldið sem hann hefur sýnt Hákkinen frá % því 1993 þegar hann fyrst kom til liðs við McLaren-liðið sem er eitt það sig- urstranglegasta frá upphafi. -ÓSG Coulthard í klandri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.