Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1999 31 DV Sport Sigurbjörn Báröarson hefur setið þing LH eins lengi og elstu menn muna. Hann lét sig ekki vanta í Borg- arnesi þó svo að hann geti ekki setiö. „Ég fór láréttur gegnum göngin og lá aftur í í bíl,“ segir Sigurbjöm og svo varð hann að standa allan timann á meðan á þinginu stóö. Jón A. Sigurbjörnsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, og Sigrún Ólafsdóttir gjaldkeri. DV-myndir E.J. Fimm þekktir hestamenn heiðraðir af stjóm KH fyrir framlag þeirra til hesta- mennskunnar, einn fyrir hvern áratug. Þeir era: Árni Guð- mundsson Beigöldu (til hægri), Hákon Bjarnason Reykja- vík, Högni Bœrings- son Stykkishólmi, Kolbrún jánsdóttir Akureyri og Skúli jónsson Svignaskarði. _ Krist- Krist- Hestamolar ..W'*‘ Reynir Hjartarson, oft kenndur við Brávelli, á það til að fmna vísur á borði sínu á þingum LH. Þegar hinn þekkti athafnamaður Haraldur Haralds- son hafði haldið tölu um sæðistöku úr hestum og lýst sig andvígan því fann Reynir þessa visu á borði sínu: Hér á þingi meta menn merar jafnt og kellinguna. Þeir tækni hafna og taka enn trúboðs gömlu stellinguna. Hestamannafélagiö Höröur í Mos- fellssveit og nágrenni fékk unglinga- bikar Landssambands hestamanna- félaga fyrir frábært starf og tók vara- formaður félagsins Rafn Jónsson við bikamum. Engin ósk kom fram um að halda ís- landsmót árin 2000 og 2001. Þing LH samþykkti að veita stjóm LH rétt til að finna lausn á því máli. Þing Landssambands hesta- mannafélaga (LH) var haldið í Borg- arnesi föstudag og laugardag sl. Samtökin verða 50 ára á þessu ári og verður haldin mikil hátíð 20. nóvember í íþróttahúsi Digraness í Kópavogi og um leið uppskeruhátíð hestamanna. Ekki lágu fyrir margar tillögur en þrátt fyrir það teygðist úr þingstörfum. Fyrir þinginu lágu tillögur stjórn- ar LH um nýjar kappreiðareglur sem voru mjög ítarlega og voru þær samþykktar með smábreytingum. Þar eru afmörkuð störf og skyldur þeirra sem koma að kappreiðum á einhvem máta svo sem vallarstjóra, hestavarða, ræsa, hlaupagæslu- manna, dómnefndar og ekki síst knapa og hesta. Reglumar byggjast á þeim reglúm LH og HÍS sem hafa verið notaðar til þessa en eru nú samræmdar. Tillögur hestamannafélagsins Trausta, um að jáming og fótabún- aður keppnishesta á opinbemm mótum verði samkvæmt reglum Bændasamtaka íslands um kynbóta- hross, var vísað til stjómar LH. Töluvert var rætt um ræktunarmál. Þar var samþykktur stuðningur við hugmyndir um breytingar á rækt- unartakmarki í íslenskri hrossa- rækt þar sem vægi minna rök- studdra eða hreinna fagurfræði- legra sköpunarmála er fært yfir í fegurð í reið. Þar var verið að ræða um að minnka vægi á einkunnum fyrir höfuð, bak og lend, réttleika og fótagerð lítiilega, um 7% sem færast yfir á fegurð í reið. Töluvert var rætt um reiðvegamál og var sam- þykkt tillaga um að LH beiti sér fyr- ir viðræðum við samtök sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu um að samræmd verði og skipulagt reið- vegakerfi fyrir höfuðborgarsvæðið sem heild. Önnur tillaga var um að LH beiti sér áfram fyrir vinnu við kortlagningu gamalla reiðleiða og tryggi að þeim sé ekki lokað af land- eigendum eða öðrum. Töluvert var rætt um sæðingar og djúpfrystingar og fleira. í fyrsta skipti allir sáttir „Mér fannst í fyrsta skipti að hér hafi allir mætt sáttir og af heilum hug, sameinaðir hestamenn úr Hestaíþróttasambandi íslands og Landssambandi hestamanna," sagði Jón Albert Sigurbjörnsson, formað- ur LH, eftir aö þingi var slitið. „Það var ánægjulegt að sjá marga gull- merkjahafa sýna þinginu virðingu og mæta. Þetta var friðsamt þing og minna um harðar keppnisreglu- breytingar. Vinna nefnda var vel undirbúin og verk þingfulltrúa að segja af eða á um málefnin. Umræð- ur um sæðingamál voru líflegar og það var gott fyrir okkur að fá sam- göngumálaráðherra til okkar en hann var mjög jákvæður gagnvart reiðvegamálunum. Reikningar síð- asta árs voru ekki nógu góðir og við urðum að bremsa okkur af en nú er allt upp á við. Við fengum Magnús Pálsson til að endurskoöa starfsemi landssambandsins, tilgang og mark- mið og væntum þess að árangur þess mats muni birtast í störfum okkar á næstu árum,“ sagði Jón Al- bert. -EJ Sturla Böövarsson samgöngumála- ráðherra flutti ræðu í upphafi þings LH og skýrði frá því að hann hyggst leggja fram frumvarp um reiðvegi og breytingar á vegalögum, en meðal hestamanna er það eitt þeirra atriða sem er hvað brýnast enda vora þing- fulltrúar mjög ánægðir með ræðu ráðherrans. Félag tamningamanna (FT) verður 30 ára á næsta ári. Á næstunni verða haldnir opnir umræðufundir um allt iand um málefni FT, ræktunarmál og aðstöðu á landsmótinu í Reykjavík og hefjast þeir klukkan 20. 9. nóvember verður fundur í Reykjavík, 10. nóv- ember á Hótel Venus við Borgames, 11. nóvember á Ingólfshvoli og verða gestir fundanna Ágúst Sigurðsson landshrossaræktarráðunautur og Haraldur Haraldsson fyrir LM 2000. 17. nóvember verður fundur í Varmahlíð i Skagaflrði, 22. nóvember á Egilsstöðum og verður gestur fund- anna Kristinn Guönason, formaður Félags hrossabænda. Gallup gerði nýlega skoðanakönnun fyrir LH. Þar kom fram að 38% þjóð- arinnar horfði á mynd sem Sveinn Sveinsson o.fl. gerðu um heimsmeist- aramótið í Þýskalandi og var sýnd i Ríkissjónvarpinu í nóvember. 90% þeirra vora ánægðir með myndina. Vegna óveöurs á íslandsmótinu á Hellu varð að fresta nokkrum keppn- isgreinum. Knapar höíðu greitt gjöld fyrir þessar greinar og nú vill fram- kvæmdanefnd mótsins endurgreiða gjöldin án þess að viðurkenna greiðsluskyldu sína. Greiöslunum verður komið til hestamannafélags knapanna sem munu koma þeim áleiðis til félagsmanna sinna. -EJ Stofna alþjóðasamtök - fyrir alla knapa, segir Göran Montan Svíinn, Göran Montan, fylgdist með þing- störfum Landssambands hestamannafélaga allan tímann. Hann er þekktur ís- landshestaræktandi og á meðal annars sex hryssur hér á landi sem hann heldur undir valda stóðhesta. Montan er einnig formaður Alþjóða skeiðmannasambandsins, VRP Intemational. „Mér er sagt að ég sé fyrsti út- lendingurinn sem sitji þing LH, en hér ættu að vera gestir frá öllum löndum,“ segir Montan. „Það er nauðsynlegt að fylgjast með því sem er að gerast hér og um hvaö er rætt, því íslending- ar eiga að vera í fararbroddi með hugmynd- ir og nýjungar. Ég skil margt af því sem er rætt, þó ekki allt. Ég er með lítið kot í ölfnsi og kalla það Margrétar- hof, en í Svíþjóð á ég búgarðinn Margarethof. Aðaláhugamál mitt um þessar mundir er að víkka út starfssemi Alþjóða skeiðmanna- sambandsins og stofna alþjóðleg knapasambönd fyrir alla knapa, ekki bara þá sem eru með réttindi eins og knapamir í Félagi tamn- ingamanna eru með. Þessi samtök em ekki til en verða vonandi stofnuð bráð- lega,“ segir Montan. -EJ Ekki tamningastöð - segir Kristinn Guönason Á þingi LH komu fram ýmis sjónarmið og túlkanir á þvi hvort reka ætti tamningastöö í Gunnarsholti í vetur. „Aðalmálið núna er að koma sæðingastöðinni á koppinn," sagði Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda. „Og á meðan þar er rekin sæðingastöð er ekki hægt að reka tamningastöð sam- hliða. Það eru gerðar stífar kröfur um slíka starfsemi og það þarf að læknis- skoða alla hesta sem koma á stöðina. Yfir- leitt er mikið rennirí á tamningastöðina og það er allt of mikið mál fyrir tamningamann að vera þar með starfsemi og dýrt. Á síðasta ári leigði Þórður Þorgeirsson stöðina, sem er í eigu ríkisins, og þar er sú túlkun að ríkinu beri ekki að reka tamningastöð í þessu húsi. Það hafa komið upp þær hugmyndir aö hafa hér folageymslu eða jafnvel gamla stóðhesta og geyma fyrir fólk sem á i vandræðum með að hýsa slíka gripi. Hér hefst sæðistaka í febrúar en djúpfrysting má byrja um mánuði síð- ar. Djúpfryst verður fram í april. Það hefur verið umræða um að við ættum að flytja út sæði en það hefur ekkert verið ákveðið um það. Það er einungis verið að tryggja að stöðin standist þær kröfur sem eru nauösynlegar ef menn vilja flytja út sæði,“ sagði Krisinn. -EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.