Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 Fréttir i>v sandkorn Maðurinn sem tekinn var með barnaklám á heimili sínu og þúsundir annarra myndbanda: Brotamaður með langan sakaferil Maðurinn sem tekinn var með bamaklám og þúsundir annarra myndbanda heima hjá sér í miðborg Reykjavíkur fyrir skömmu, fékk bæði á árunum 1984 og 1988 fangels- isdóma fyrir klámefnadreifmgu frá heimili sínu. Hann á langan saka- feril að baki - frá árinu 1957 - og hefur einnig verið ákærður og dæmdur fyrir þjófnaði, m.a. á myndböndum frá Hagkaupi í þrem- ur verslunum og að hafa sýslað með smyglað áfengi og amfetamín. Hann var dæmdur í 4 mánaða fang- elsi árið 1970 fyrir skjalafals og hef- ur margsinnis verið sviptur öku- réttindum, þ.á m. ævilangt. Ég nota mikið amfetamín Maðurinn, Birgir Th. Bragason, 62 ára, viðurkenndi í lögreglu- skýrslu árið 1988 að hann notaði amfetamín reglulega: „Ég nota mikið af amfetamíni,“ sagði hann, aðspurður um hvemig það kom til að hann keypti þrjú grömm af amfetamíni af piltum í Reykjavík á 11 þúsund krónur. í dómi Sverris Einarssonar, saka- dómara á sínum tíma, kom eftir- farandi fram: „Ákærði segist hafa haft leyfi landlæknis allt frá árinu 1980 til afgreiðslu í lyfjabúðum á am- fetamíni en þaö lyf hefur ákærði notað um 30 ára skeið. Ákærði sýndi í dóminum nú- gildandi lyfjakort landlæknis um þessa heimild honum til handa, en það er útgefið 1. desember tO eins árs.“ Birgir skýrði síðan frá því fyrir dómi að skammturinn sem hann hafði keypt í lyfjabúð hefði dugað skemur vegna vinnuálags - þess vegna hefði hann orðið að kaupa sér meira úti á götu. hans og hann ákærður fyrir að leigja út - væru „kannski klámkvik- myndir í augum almennings en í sínum augum væru þær fagurfræði- legar". Ekki var lagt hald á neitt bamaklám samkvæmt dóminum á þessum tíma. Hollandi, strax á níunda áratugnum - þ.e. rétt um það leyti sem dómur- inn var kveðinn upp. Menn með plastpoka Hverfum aftur til ársins 1985. Þá var orðrómur þrálátur um að Birgir væri að stunda áfengissölu, klám- myndbandaleigu og jafnvel fíkni- efnasölu frá heimOi sínu. Þegar lögreglan njósnaði um heim- ili Birgis, sem þá -— Segir klám fagurfræðilegt í réttarhöldum vegna sama máls, sem haldin voru vegna afbrota Birg- is árið 1988, kom skýrt fram hver huglæg afstaða hans tO kláms er. Hann sagði þá orðrétt að kvikmynd- imar - mikið magn klámmynd- banda sem lagt var hald á á heimOi Lögreglan gerði á dögunum upptækar þúsundir klámspólna m.a. með svæsnu barnaklámi. Eigandinn, Birgir Th. Bragason em er á innfelldu myndinni, á langan afbrotaferil að baki. var við Laugaveginn, kom í ljós að mikOl fjöldi manna hafl lagt leið sína þangað - OestaOir með plast- poka við komu og brottfór. Þegar þrír lögreglumenn knúðu dyra var Birgir einn heima. Hann viðurkenndi þá strax að hafa stund- að útleigu á myndbandssnældum. Árið áður hafði hann verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi skOorðs- bundið fyrir útleigu á klámefni. Á meðan lögreglumenn voru í íbúð Birgis var stöðugt verið að hafa samband við húsráðanda í gegnum dyrasíma eða síma. Svo virtist sem fólk væri að leita ein- Á hinn bóginn viðurkenndi Birg- ir í samtali viö DV síðastliðinn föstudag að hann hefði keypt bamaklámið sem hann var nýverð- ið tekinn með, t.d. i Danmörku og hverra erinda tO ákærða, sögðu lög- reglumenn. Hélt nú rannsóknin áfram. í ljós kom að flestar snældur Birgis voru í útleigu. Þar á meðal sagði Birgir að hann ætti tvær 120 mínútna spólur hjá manni á Hrafnistu - þar mun þó ekki hafa verið um klám að ræða. Þegar upp var staðið lágu stað- reyndir fyrir og 7 blaðsíðna ákæra var gefln út á hendur Birgi með skrá yflr mikið magn af klámefni. Sitt af hvoru tagi ÓtoUafgreitt > áfengi og amfetamín í söluumbúðum fannst heima hjá Birgi, svo og mari- júana og fleira. Birg- ir viðurkenndi síð- an að hafa stolið myndbandsspólum úr hiUum verslunar Hagkaups í Skeif- unni og stungið þeim I frakkavasa sinn. „Ég hef stundað þessa iðju síðan 1982,“ sagði sakbom- ingurinn um útleig- una á myndböndun- um „Það er rétt að nokkrar myndanna era klámmyndir." Síðan sagði hann: „Ég hef ekki talið tekjumar af mynd- bandaleigunni fram tO skatts." Birgir var dæmdur í 3 mánaða fangelsi og tO að greiða 60 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Birgir tók afplánunina út árið 1988. Árið 1996 var Birgir dæmdur í 30 daga fangelsi skOorðsbundið fyrir að stela þremur kartonum af sígarettum úr hiUum Hagkaups í Hólagarði. Ári síöar sá dómari aumur á Birgi, sem þá hafði fengið heUablóð- fall, og frestaði refsingu á hendur honum vegna ákæru um að hafa stolið ijórum myndbandsspólum, nú frá verslun Hagkaups í Kringlunni, að andvirði 3.200 króna. Börnin heim Foreldrar leikskólabama í Reykjavík og viðar um landið örvænta. Vegna manneklu hafa leikskólamir orðið að senda bömin heim fyrr á dag- inn. Foreldrar hafa orðið fyr- ir ómældu vinnutapi vegna þessa ástands og heyrst hefur um foreldri sem misst hefur vinnuna vegna þess að bamið var sent heim tU sín í tíma og ótíma. Borgin sá firam á mál- sóknir vegna ástandsins. Var þá gripið tO þess sniUdarráðs að segja upp öUum dvalar- samningunum og neyða síðan foreldrana tO að skrifa imdir nýja dvalarsamninga þar sem borgin áskUur sér rétt tO að senda bömin heim eftir hent- ugleikum. Að öðrum kosti fá- ist ekki leikskólapláss. Héðan í frá fær enginn leikskólapláss nema skrifa upp á að hann vOji fá bömin send heim. Þarfir borgaranna verða að fara saman við þarf- ir borgarinnar. Það verður ekki við það unað að foreldrar geri einhliða kröfur um að borgin visti bömin þeirra án þess að þeir sættist á að borgin taki einhliða ákvörðun um að senda bömin heim eftir dúk og disk. Þama verður að ríkja gagn- kvæmur skUningur. RáðvOltir foreldrar leikskólabama hafa ákveð- iö að efna tO samstarfs vegna þessa. Þeir standa í þeirri trú að þeir hafi gert samkomulag um og greitt fyrir vistun bamanna á leikskólunum en ekki heima. Borgin viU hins vegar bæði fá greitt fyrir að hafa bömin á leikskólunum og heima. Það er skOjanlegt því dvöl bama á heimUum sín- um verður seint metin tU fjár. Foreldrar ættu ekki að kvarta yfir þeim forrétt- indum að fá að hafa bömin heima af og tO og því síöur að þurfa að greiða fyrir það peninga. Ef þeir skoða málin i víðara sam- hengi dregur heimsending bama úr þenslunni í þjóðfélag- inu. Foreldrar vinna þá minna, fá lægri tekjur og eyða minna. AUt er þetta til góða fyrir börn- in sem fá að vera heima með foreldrunum. AUt mun þetta leiða tU þess að hlutimir fari smám saman aftur í gamla góða farið þegar mamma var heima og passaði bömin og pabbi vann úti. Og nú er lag því verið er að leggja Kvenna- listann niður. Víst er að konur níunu gripa tækifærið fegins hendi þar sem þær hafa hvort eð er ekki sömu tækflæri og karlar á vinnumarkaönum og mun minni laun með tOheyr- andi tUvistarkreppu. Þetta hafa leikskólakennarar orðið áþreif- anlega varir við. Enda famir heim að passa böm- in. Fyrirhugað er að foreldrafélögin á leikskólun- um standi fyrir aðgerðum sem felast i því að mæta með öU bömin i Ráðhús Reykjavíkur einn dag á næstunni. Þá fá fuUtrúar foreldra í borgar- stjóm dýrmætt tækifæri til að sýna sitt rétta and- lit enda bamavinir mestu, gagnstætt því sem fólk heldur. Þeir vOja bömunum vel. Þeir vilja kon- um vel. Þeir vilja börnin heim. Dagfari Ekki Framsókn Jón Ólafsson norðurljósameist- ari kom fyrir margt löngu tU Reykjavíkur og setti upp Skífuversl- un og skrifstofur að Laugavegi 33. Þar var Skífan lengi tU húsa. Sá er leigði Jóni húsnæðið var Eirikur Karlsson stórkaupmaður. Þegar semja átti um leiguna var dreginn upp mik- 01 leigusamning- ur. Segir sagan að Jóni hafi ver- ið starsýnt á fyrstu grein samnings- ins, ekki vegna þess hve há leigan var eða skUmálar strangir. Heldur vegna þess að þar stóð skýrum stöf- um að undir engum kringumstæð- um mætti auglýsa Framsóknar- flokkinn, hvorki á húsinu utan- verðu né innanverðu. Á eftir þess- ari lykUgrein samningsins komu síðan smávægUegri greinar um stærð húsnæðisins, leiguupphæð, eindaga og slíka samámuni... Timburmenn Ársskýrsla SÁÁ fyrir árið 1998 er rtýkomin út. í inngangi skýrslunnar segir Þórarinn Tyrftngsson yfir- læknir að Islending- ar hafi misst þau tök á vímuefnavandan- um sem þeir höföu fyrir nokkram áram. Myndin sem dregin hefur verið upp í ársskýrslum SÁÁ síðustu árin verði sífeUt dekkri. Þetta er að sjálfsögðu ekkert gamanmál og ber ekki að hafa í flimtingum. En menn gátu hins vegar ekki varist brosi þegar ársskýrslan var rétt einum góðvini Sandkoms. Á forsíðu skýrslunnar er mynd af húsasmið- um við vinnu sina og því varð hon- um að orði: Þetta era timburmenn... Háspenna Enn einn hópur úr launastétt bætist líklega í samningaflóra ís- lenskrar verkalýðshreyfingar á næstunni ef fram nær að ganga sú víð- tæka krafa um að dansmeyjar á nekt- arstöðum verði að fá atvinnuleyfi. Þá er fyrirliggjandi að gera verður samning vegna þeirra eins og annars launafólks tU að þær fái greidda rétta þóknun fyrir störf sín og iðju. Það á lUdega eftir að valda deOum innan verka- lýðshreyfmgarinnar, eins og svo margt annað, hver á að semja fyrir þær. Ekki kæmi þó á óvart ef hinn óþreytandi formaður Rafiðnaðar- sambandsins, Guðmundur Gunn- arsson, reyndi að ná þeim í sitt fé- lag og byggði þá kröfu á þeirri spennu sem þær byggja upp... Fór að langa Sigurbjöm Bárðarson (Diddi) meiddist í haust á fjórhjóli. Skömmu síðar var viðtal við Sigur- björn í DV þar sem hann sagði að lækn- ar hefðu hvatt hann tO að krjúpa að konum. Reyni varð hugsað tO þess er Magni í Árgerði þurfti að hjálpa Snældu-Blesa sín- um við að sinna kaUi náttúrunnar þegar hann hafði meiðst og orti: í dimmum raunum Didda birtist týra hann dró upp mynd af Blesa nokkuó skýra. Svo fór hann aó langa og hélt þaó myndi ganga annars sendist Magni suóur til aó stýra. Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.