Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999
9
Utlönd
Hús standa í Ijósum logum í Ajengule fátækrahverfinu f Lagos, höfuðborg Nígeríu. Að minnsta kosti fimmtán manns
hafa fallið i átökum ættbálka í hverfinu undanfarna daga og margir tugir verið handteknir.
Grænlenska heimastjórnin jákvæð í garð Bandaríkjanna:
Gefur grænt kjarnorkuljós
Jonathan Motzfeldt, formaður
grænlensku heimastjórnarinnar,
hefur gefið bandarískum stjórnvöld-
um grænt ljós á að nota herstöðina
í Thule í umdeildu vamarkerfi gegn
kjarnorkuflugskeytum. Grænlend-
ingar setja þó þrjú skilyrði fyrir
leyfinu.
„í fyrsta lagi viljum við sitja við
borðið ef boðað verður til samninga-
viðræðna Dana og Bandaríkja-
manna. í öðru lagi verða Rússar að
fallast á áform Bandaríkjamanna í
Thule. Og í þriðja lagi mega Græn-
lendingar ekki bera neinn íjárhags-
legan skaða af, efnahagslegan eða
umhverfislegan. Spumingin um
bætur kemur líka til með að hafa
áhrif á afstöðu okkar,“ segir Motz-
feldt í viðtali við danska blaðið Berl-
ingske Tidende í dag.
Niels Helveg Petersen, utanríkis-
ráðherra Danmerkur, skýrði Motz-
feldt frá flugskeytaáformum Banda-
ríkjanna í Grænlandsheimsókn
sinni í síðustu viku.
Jonathan Motzfeidt leggur ríka
áherslu á að Grænlendingar vilji
ekki verða að ásteytingarsteini í
nýju köldu stríði.
Fjármálaráðherra Frakklands:
Segir af ser vegna
fjármálahneykslis
Hinn vinsæli fjármálaráðherra
Frakklands, Dominique Strauss-
Kahn, bað í gær Lionel Jospin for-
sætisráðherra um lausn frá emb-
ætti. Síðastliðinn fóstudag heimil-
aði ákæruvaldið rannsókn á því
hvort eitthvað væri hæft í ásökun-
um um aö fjármálaráðherrann hefði
þegið greiðslu fyrir starf sem hann
hefði ekki innt af hendi.
Um er að ræða greiðslu upp á 7
milljónir íslenskra króna sem
Strauss-Kahn fékk frá tryggingafé-
lagi námsmanna 1997 fyrir lög-
mannsstörf. Þóknunina fékk
Strauss-Kahn fjórum mánuðum áð-
ur en hann varð fjármálaráðherra í
stjórn Jospins.
Strauss-Kahn sagði í gær að ekki
hefði verið neitt ólöglegt við starf
sitt fyrir tryggingafélagið né heldur
Jospin vonar að Strauss-Kahn komi
til starfa á ný sem fyrst.
launin sem hann fékk. Hann viður-
kenndi þó að allt kynni ekki að hafa
verið með felldu við greiðsluna á
reikningnum frá honum.
Fjármálaráðherrann tók það fram
að hann væri ekki að segja af sér
vegna þess að hann teldi sig sekan á
einhvern hátt heldur vegna þess að
siðferðilega væri það rétt.
Jospin hrósaði vini sínum á full-
setnu þinginu í gær og gaf í skyn að
hann vildi fá Strauss-Kahn aftur til
stjórnarstarfa eins fljótt og hægt
væri. Fjármálaráðherra Þýska-
lands, Hans Eichel, lofaði i gær störf
Strauss-Kahns og sagði hann ekki
aðeins hafa haft hagsmuni Frakk-
lands í huga. Lawrence Summers,
fjármálaráðherra Bandaríkjanna,
óskaði Strauss-Kahn velfarnaðar.
Christian Sautter fjárlagaráðherra
verður fjármálaráðherra Frakk-
lands fyrst um sinn.
Afsögn Strauss-Kahn getur orðið
pólitískt áfall fyrir Jospin. Strauss-
Kahn var ein af stjömunum í ríkis-
stjórninni og var oft nefndur sem
mögulegur eftirmaður Jospins.
oQO/o
f:
Blair sakaður
um uppgjöf
Bresku blöðin sökuðu Tony
Blair og ríkisstjórn hans í morg-
un um aö hafa gefist upp fyrir
Frökkum í nautakjötsstríðinu.
Stjórnvöld þvertóku fyrir að svo
væri.
Nick Brown og Jean Glavany,
landbúnaðarráðherrar Bretlands
og Frakklands, urðu ásáttir um
það á fundi sínum í Brussel í gær
að vísindamenn skyldu rannsaka
fimm atriði til að reyna að finna
lausn á deilunni.
Bretar hafa haft yfirhöndina í
deilunni frá því vísindanefnd Evr-
ópusambandsins úrskurðaði síð-
astliðinn fóstudag að ótti Frakka
við kúariðu í bresku nautakjöti
væri ástæðulaus. Frakkar vildu
ekki selja kjötið vegna þessa.
Styrktarfélag vangefinna
Dagheimilið Lyngás
Þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar óskast til vinnu.
Um er að ræða heilar stöður og hlutastörf.
Stöðurnar eru lausar nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Lyngás er sérhæfð dagvist fyrir börn og unglinga,
staðsett í Safamýri 5.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum.
Allar nánari upplýsingar veita, Þórunn Böðvarsdóttir forstöðu-
þroskaþjálfi og Hrefna Þórarinsdóttir yfirþroskaþjálfi í símum
553 8228 og 553 3890 alla virka daga.
Hæfingarstöðin Bjarkarás
Þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar óskast nú þegar til starfa.
Um er að ræða heilar stöður og hlutastörf.
í Bjarkarási, Stjörnugróf 9, sækja um 50 manns vinnu
og þjálfun milli kl. 9.00 og 16.30.
Þjónustan felst í starfs- og félagsþjálfun ásamt ýmsu
sem tengist athöfnum daglegs lífs.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum.
Nánari upplýsingar veita Þórhildur Garðarsdóttir
forstöðu-þroskaþjálfi og Guðrún Eyjólfsdóttir yfirþroskaþjálfi
í síma 568 5330 alla virka daga.
Sambýlið Víðihlíð 5
Þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar óskast nú þegar
í hlutastörf, kvöld- og helgarvaktir.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum.
Upplýsingar gefur Laufey Hafsteinsdóttir
forstöðu-þroskaþjálfi í síma 581 3794,
milli kl. 9.00 og 13.00 alla virka daga.
Einnig veitir Erna Einarsdóttir starfsmannastjóri upplýsingar
um ofangreind störf í síma 551-5941 á skrifstofu félagsins,
Skipholti 50c.
Blákaldar sti
Heiti Brútto Lrtrar Hæð sm. Breidd sm. Dýpt sm. Körfur sem fyigja Læsing Einangrun þykkt i mm. Rafnotkun m/v 18°C umhv.hita kWh/24 klsL HlboðsverA ttgr.
HF120 132 86 55 61 1 Nei 55 0,60 20.900
HFL 230 221 86 79 65 1 Já 55 0,84 33.900
HFL 290 294 86 100 65 1 Já 55 1,02 35.900
HFL 390 401 86 130 65 2 Já 55 1,31 39.900
EL 53 527 86 150 73 3 Já 60 1,39 46.900
EL 61 607 86 170 73 3 . Já 60 1,62 53.900
Vesturland: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. I
Kf. Steingrímsfjarðaq Hólmavík. Kf. V-Hún„ Hvammstanga. Kf. Húnvei
Fáskrúðsfirði. KASK, Hðfn, KASK Djúpavogi. Suðurland: Mosfell, Hellu.”
mömmm
Irði. Ásubúð, Bú
Urð, Raufarhöfn,
ines, Vesl
ðln Geii
Sveinn G
jr. Vík. Reykjanes:
L Rafverk, Bolungarvík. Straumur, fsafirði. Pokahornið, Tálknafirði. Norðurland: Radionaust, Akureyri.
lirswrarbúðin, Hatreksfiröi. Rafverk, Bolunqai ____________________ t
Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Kf. Stöðfirðinga. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðingá,
»*: Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavík.