Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Nátttröll í nútíma
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er að líkindmn
óþarfasta ríkisfyrirtækið sem eftir lifir - nokkurs konar
nátttröll í nútímanum. Það er furðulegt að undir lok 20.
aldar skuli talið nauðsynlegt að ríkið stundi smásölu-
verslun.
Nýkaup hefur vakið athygli á þeim fáránleika sem
ríkir í verslun með áfengi hér á landi með því að opna
„sýndaráfengisverslun“. Viðskiptavinir Nýkaups geta
að vísu ekki keypt rauðvínið með steikinni þar sem
vamingurinn er geymdur bak við lás og slá. Þetta fram-
tak forráðamanna Nýkaups er þarft verk og minnir á þá
tíma þegar ekki mátti selja mjólk nema í sérstökum
verslunum.
Æ fleiri íslendingar eru famir að átta sig á hversu frá-
leitt það er að ríkið skuli enn stunda smásöluverslun og
hægt og bítandi hafa verið stigin skref í þá átt að leysa
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins upp. Friðrik Sophus-
son, þáverandi íj ármálaráðherra, tók af skarið þegar
hann ákvað að ÁTVR skyldi hætta innflutningi á áfengi.
Geir H. Haarde, eftirmaður hans í fjármálaráðuneytinu,
getur rekið smiðshöggið á verkið.
Auðvitað eiga einkaaðilar að hafa leyti til að stunda
smásölu með áfengi enda uppfylli þeir ákveðnar kröfur
um hvemig staðið sé að sölunni. Raunar hefur ÁTVR
þegar samið við einkaaðila um að annast smásölu á
áfengi víða um land og hefur það gefist vel. Reynslan
sem þegar hefúr skapast vísar því veginn í þessum efn-
um.
Fyrirkomulag áfengisverslunar er angi af úreltri
áfengislöggjöf sem mismunar innlendum framleiðend-
um sem eiga litla eða enga möguleika á því að stunda
eðlilegt markaðsstarf á meðan erlendir framleiðendur
hafa óheftan aðgang að auglýsingum í erlendum fjöl-
miðlum sem íslendingar eiga síðan fullan aðgang að.
ÁTVR var söguleg tímaskekkja þegar fýrirtækið var
stofnað og er furðufýrirbæri í frjálsu samfélagi manna.
Til að bjarga saltfiskmörkuðum á Spáni og vegna bágrar
stöðu ríkisissjóðs var ákveðið að leyfa innflutning á
Spánarvínum - gerð var undanþága frá bannlögum - og
til að annast sölu þeirra var Áfengisverslun ríkisins
komið á fót árið 1922. Nú, 77 árum síðar, lifir ríkisversl-
unin enn. Frelsi er hins vegar komið á í útflutningi á
saltfiski og Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda hf.
er orðið eitt öflugasta fyrirtæki sinnar tegundar í heim-
inum. Sumt breytist með timanum en annað ekki - að
minnsta kosti ekki fyrr en stjómvöld eru tilneydd.
Misskilningur
Jóhanna Sigurðardóttir virðist ekki skilja að það geti
verið eðlilegt að fyrirtæki verði verðmætari eftir því
sem tíminn líður. Hún hefúr ekki hugmyndaflug til að
gera sér grein fyrir því að hugsanlegt sé að ríkisfyrir-
tæki, sem em seld einstaklingum, verði verðmeiri eftir
sölu en fyrir hana. í huga Jóhönnu er ekkert samhengi
milli þess að dregið sé úr áhrifúm stjómmálamanna á
stjómun fyrirtækja og verðmætis þeirra.
En allra síst getur Jóhanna Sigurðardóttir unnt þeim
tugum þúsunda einstaklinga sem keyptu hlutabréf í rík-
isbönkunum þess að græða ofurlítið af fjárfestingunni.
Þess vegna er Jóhanna andvíg einkavæðingu ríkisfyrir-
tækja og þess vegna grípur hún hvert tækifæri sem gefst
til að gera sölu ríkisfyrirtækja tortryggilega.
Óli Björn Kárason
„íslendingar hafa tekiö á móti 234 flóttamönnum á sl. 40 árum. Þaö jafngildir 6 manns á ári aö meðaltali. - Hjá
Rauöa krossinum. Undirbúningur að komu flóttamanna.
Eru pólitískir flótta-
menn óvelkomnir?
var veitt pólitískt hæli
en 12 menn fengu land-
vistarleyfi af mannúð-
arástæðum. íslending-
ar hafa tekið á móti 234
flóttamönnum á sl. 40
árum. Það jaftigildir 6
manns á ári að meðal-
tali. Það fólk hefur
hins vegar allt fengið
hæli á íslandi fyrir
milligöngu Flótta-
mannahjálpar Samein-
uðu þjóðanna.
í haust gerðu dóms-
málaráðuneytið og
Rauði kross íslands
með sér samning þar
sem Rauði krossinn
skuldbindur sig til þess
að veita hælisleitend-
um aðhlynningu og fyr-
„ Við verdum að vona að enginn
láti sér til hugar koma að setja
næsta mann sem óskar eftir póli-
tísku hæli í gæsluvarðhald, enda
um fráleita og ómannúðlega
meðferð að ræða sem brýtur í
bága við alþjóðasamninga sem
ísland er aðili að. “
Kjallarinn
Þórunn Svein-
bjarnardóttir
þingkona fyrir Samfylk-
inguna á Reykjanesi
Kúrdi að nafni
Marewan Mostafa
Ali sótti um póli-
tískt hæli á íslandi
fyrir nokkru. Mað-
urinn fékk fremur
óblíðar móttökur yf-
irvalda. Hann var
úrskurðaður í
gæsluvarðhald og
vistaður innan um
dæmda sakamenn
áður en Hæstiréttur
hnekkti úrskurðin-
um. Það ber hvorki
vott um skilning né
umburðarlyndi yfir-
valda að það fólk
sem hér reynir að
sækja um pólitískt
hæli skuli fá mót-
tökur sem þessar.
Við verðum að vona
að enginn láti sér til
hugar koma að setja
næsta mann sem
óskar eftir pólitísku
hæli í gæsluvarð-
hald, enda um frá-
leita og ómannúð-
lega meðferð að
ræða sem brýtur i
bága við alþjóða-
samninga sem ís-
land er aðiii að.
Enginn fengið
pólitískt hæli
Mál Kúrdans hefur orðið til
þess að vekja athygli á þeirri stað-
reynd að íslensk yfirvöld hafa
aldrei veitt einstaklingi hæli sem
pólitískum flóttamanni. Sú stað-
reynd talar sínu máli og er íslend-
ingum til lítils sóma. Árið 1997
sóttu 6 manns um pólitískt hæli
hér á landi en enginn fékk. Á síð-
asta ári báðu 24 einstaklingar um
pólitískt hæli á íslandi. Engum
irgreiðslu í allt að 3 mánuði á með-
an yfirvöld hafa mál þeirra tU at-
hugunar. Samningurinn er án
nokkurs vafa skref í rétta átt en
mál Kúrdans sýnir glöggt að nauð-
synlegt er að verklagsreglur séu
skýrar í málum sem þessum svo að
réttindi hælisleitenda séu tryggð.
Þegar Samfylkingin tók mál
Marewans Mostafa Ali upp á Al-
þingi gerði Sólveig Pétursdóttir
dómsmálaráðherra í löngu máli
grein fyrir því með hvaða hætti
hann hefði komist tU landsins,
þ.e.a.s. fyrir miUigöngu manna
sem hafa aleiguna af fólki með því
að lofa því fari til Vesturlanda.
Glæpastarfsemi sem þessi er þekkt
um víða veröld en ráðherrann
virtist ekki gera sér grein fyrir því
að hún var ekki tU umfjöllunar að
undirlagi Samfylkingarinnar held-
ur mannréttindabrot íslenskra yf-
iralda.
Kúrdar ofsóttir í írak
Nú er það svo að Kúrdar sem
búa í írak eiga þess engan kost að
komast úr landi nema með ólög-
legum hætti. Fyrir því er einfold
ástæða. Stjóm Saddams Hussein
leyfir ekki útgáfu vegabréfa tU
Kúrda. Marewan Mostafa Ali er
frá bænum Halabja í Kúrdistan.
Halabja komst í heimsfréttirnar
árið 1988 þegar írakski herinn
gerði eiturgasárás á hann með
skelfilegum aíleiðingum. Mostafa
Ali hefur greint frá því í fréttavið-
tali við DV að hann hafi misst ást-
vini í þeirri árás. Við skulum hafa
það hugfast að fólk sem er ofsótt af
yfirvöldum í heimalandi sínu á oft
engan annan kost, vUji það bjarga
lífi sínu, en að verða sér úti um
fölsuð skilríki tU þess að komast
úr landi.
Þingmenn Samfylkingarinnar
hafa á liðnum árum margoft kaU-
að eftir því á Alþingi að lög um út-
lendinga frá árinu 1965 verði end-
urskoðuð og færð tU nútímalegs
horfs. Ráðherrar dómsmála hafa
margboðað slíka endurskoðun en
enn bólar ekkert á nýju frum-
varpi. Það er löngu tímabært að
málefni hælisleitenda verði tekin
tU gagngerrar endurskoðunar hér
á landi og þeirri spumingu m.a.
svarað hvort pólitískir flóttamenn
séu yfirhöfuð velkomnir á íslandi.
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Skoðanir annarra
Kaupmenn og áfengissala
„Það heyrist oft í umræðum um fikniefni, að
áfengi sé fyrsta kveikjan að notkun sterkari efna.
Menn sem selja fíkniefni eru réttUega dæmdir í fang-
elsi hafi þeir verið fundnir sekir fyrir dómi. ... Þeir
kaupmenn sem sækjast eftir að græða á sölu áfengis
verða að taka að sér rekstur sjúkrahúsa, án styrks
frá ríkissjóði, ef þeir næðu sínu fram, þ.e. þeirra
sjúkrahúsa sem eru tU að endurhæfa þá sem verða
að sjúklingum af völdum þeirra eiturlyfja sem þeir
hugsanlega selja. Samanber mörg ríki í Bandaríkj-
unum sem gera seljendur áfengis ábyrga fyrir gjörð-
um vímuþegans. Það er engin sanngirni að þegnar
landsins greiði þann sjúkrakostnaö sem seljendur
áfengis eru óbeint valdir að.“
Sigurður Magnússon í Mbl. 2. nóv.
Ósóminn verði haminn
„Klámbylgjan er eðlileg afleiðing þeirrar óheftu
markaðshyggju sem íslendingar hafa játast undir
um hríð. Þegar aUt er gefið frjálst án þess að kann-
að sé fyrirfram hvaða afleiðingar það muni hafa, þá
er þess að vænta að gróðafíklar leiti í þá starfsemi
sem löngum hefur verið arðbærust á jarðríki - Það
er að höfða tU lægstu hvata mannskepnunnar og fá
borgað fyrir. Vonandi nær sú andúð á taumlausri
klámvæðingu, sem nú gerir loksins vart við sig, að
magnast svo á næstunni að stjórnvöld neyðist tU að
hemja ósómann."
Elías Snæland Jónsson í Degi 2. nóv.
RÚV verði gert samkeppnisfært
Ef fólk er spurt um afnotagjald eru flestir óhress-
ir með þetta óréttiæti sem endurspeglast í því að þú
þarft að greiða afnotagjald af einum miðli til þess að
geta horft á annan.... Ríkisútvarpið fær nú fé á fjár-
lögum og afnotagjald sem sýnir að við rekstur Ríkis-
útvarpsins er mikið að athuga þegar íslenska út-
varpsfélagið getur rekið 3 sjónvarpsstöðvar og þrjár
útvarpsstöðvar með afnotagjaldi og auglýsingatekj-
um.... Okkur ber að gera Ríkisútvarpið samkeppnis-
fært á markaði og haga tekjuöfiun stofnunarinnar á
sömu nótum og aðrir einkaaðUar þurfa að gera. Lát-
ið landsmenn fá afruglara að sjónvarpinu, þá geta
menn valið hvort þeir gerast áskrifendur."
Hinrik Fjeldsted í Mbl. 2. nóv.