Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Qupperneq 16
16
MIÐVKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999
Sport
..íUiUÍUÍiÍk.iu.i
mmtMm
Sport
Herdís Sigurbergsdóttir handknattleikskona:
Herdls Sigur-
I bergsdóttir hand-
knattleikskona og
Jörundur Áki
Sveinsson, eigin-
maður hennar,
héldu til Þýska-
lands í morgun
I þar sem Herdís
mun hitta þarlendan sérfræðing í
íþróttalækningum. Herdís sleit
sem kunnugt er hásin í landsleik í
upphafi árs og í framhaldi af því
kom drep í hásinina sem batt enda
von
í morgun til sérfræöings í Þýskalandi
á íþróttaferil hennar.
„Við fréttum af þessum lækni í
Þýskalandi en hann hefur með-
höndlað marga þekkta íþróttamenn
og haíði haft spumir af mínu tilfelh.
Þegar við höfðum síðan samband
við hann út vildi hann endilega fá
mig til nánari skoðunar og hefúr í
raun gefið mér nýja von,“ sagði
Herdís i samtali við DV í gærkvöld.
Herdís sagði þaö næsta víst, eftir
samtal við þýska sérfræðinginn, að
hún mundi fara í enn eina aðgerð á
fætinum, hvort sem það yrði hér á
landi eða erlendis. Sú aðgerð myndi
vera til þess að reyna að byggja upp
nýja hásin og að það væru gleðileg
tíðindi fyrir sig.
„Ég veit að það á sér ekki stað
kraftaverk, en mín von er sú að ég
verði gönguhæf i framtíðinni. Hitt
geri ég mér ekki vonir um að ég
muni leggja stund á handknattleik
framar. Sú dapurlega staðreynd
stendur eftir sem áður,“ sagði Her-
dís sem er væntanleg aftur til
landsins á sunnudag. -ih
Haukur í skoðun hjá Rosenborg
Keflvíkingurinn Haukur • Ingi
Guðnason, sem er á mála hjá enska
A-deildarliðinu Liverpool, gæti verið
á leið til norsku meistaranna í
Rosenborg.
Haukur fer til norska liðsins um
leið og hann hefúr náð sér af þeim
meiðslum sem hafa verið að hrjá
hann og forráðamenn félagsins
munu þá skoða hann í framhaldinu.
Liverpool keypti Hauk Inga frá
Keflavík fyrir 18 milljónir króna
fyrir tveimur árum. Þá var Roy
Evans við stjómvölinn hjá Liverpool
og Haukur Ingi var í og við
leikmannahópinn hjá félaginu. Eftir
að Frakkinn Gerard Houllier tók við
stjórastarfmu hjá Liverpool hefur
Haukur verið úti í kuldanum enda
var Houllier iðinn við að kaupa nýja
leikmenn til liðsins í sumar. -GH
Korac-bikarinn í körfuknattleik:
Verðum að vinna til
að eiga möguleika
- Reykjanesbær mætir Lugano í kvöld
Sameiginlegt lið Njarðvikinga og
Keflvíkinga, sem keppir undir
merkjum Reykjanesbæjar, mætir i
kvöld svissneska liðinu Lugano í
Korac-keppnini í körfuknattleik.
Þetta er síðasti leikur leikur liðsins
i keppninni á heimavelli en næstu
tveir leikiimir gegn Huima og
Nancy verða á útivöllum.
„Þessi leikur sker úr um hvort
við eigum möguleika í keppninni.
Það er alveg Ijóst að það er skarð
fyrir skildi að við getum ekki teflt
fram nema einum útlendingi og svo
í ofan á lag hafa meiðsli sett strik í
reikningin. Guðjón Skúlason verður
reyndar með okkur i kvöld og þeir
Örlygur Sturluson og Elentínus
Margeirsson koma inn fyrir þá
Hjört Harðarson og Friðrik Ragn-
arsson. Botninum var náð í síðasta
leik gegn Nancy og það er vonandi
að menn nái sér á strik í kvöld,“
sagöi Friðrik Ingi Rúnarsson, annar
þjálfara liðsins, í samtali við DV.
-JKS
Lazio
D.Kiev
Leverkusen
Maribor
6 1 1
B-riöiU:
AIK-Arsenal .................2-3
0-1 Overmars (17.), 1-1 Andersson
(41.), 1-2 Overmas (52.), 1-3 Suker
(56.), 2-3 Andersson (68.)
Fiorentina-Barcelona.........3-3
1-0 Bressan (14.), 1-1 Figo (20.), 1-2
Rivaldo (43.), 2-2 Balbo (56.), 3—2
Balbo (69.), 3-3 Rivaldo (74.)
Barcelona 6 4 2 0 19-9 14
Fiorentina 6 2 3 1 9-7 9
Arsenal 6 2 2 2 9-9 8
AIK 6 0 1 5 4-16 1
C-riðill:
Boavista-Dortmund............1-0
1-0 Femander (65.)
Feyenoord-Rosenborg ........ 1-0
1-0 Somalia (85.)
Rosenborg 6321 12-5 11
Feyenoord 61507-6 8
Dortmund 6 1 3 2 7-9 6
Boavista 6 1 2 3 4-10 5
D-riðill:
Man.Utd United-Sturm Graz . 2-1
1-0 Solskjær (57.), 2-0 Keane (69.), 2-1
Vastic (88.)
Marseille-Croatia Zagreb .... 2-2
0-1 Mujcin (42.), 1-1 Bakayoko (54.),
1-2 Mikic (84.), 2-2 Diawara (89.)
Man.Utd 6 4 1 1 9-4 13
Marseille 6 3 12 10-8 10
Sturm 6 2 0 4 5-12 6
Croatia 6 1 2 3 7-7 5
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu:
Dortmund sat eftir
- eftir tap gegn Boavista og Feyenoord komst áfram
Óvæntustu úrslitin í Meistaradeild
Evrópu í knattspymu í gærkvöld urðu
þegar þýska liðið Borassia Dortmund
tapaði i Portúgal fyrir Boavista, 1-0.
Þessi úrslit gerðu það að verkum að
Dortmund, sem varð Evrópumeistari
1997, er úr leik og kemst ekki áfram í
16-liða úrslit.
Leikur þýska liðsins olli vonbrigð-
um sem skapaði sér sárafá tækifæri í
leiknum. Boavista, sem átti enga mögu-
leika í riðlinum, missti mann út af þeg-
ar 25 mínútur vom eftir af leiknum en
Dortmund náði ekki að færa sér liðs-
muninn í nyt. Eftir þessa niöurstöðu
má ætla að Michael Skibbe, þjálfari
Dortmund, sé orðinn valtur í sessi.
Hollenska liðið Feyenoord sigraði
Rosenborg, 1-0, á heimavelli í Rötter-
dam. Feynoord varð að vinna sigur til
að komast áfram og það gekk eftir. Ros-
enborg, sem var búið að tryggja sig
áfram fyrir leikinn, var miklu betri að-
ilinn en liðið fór illa með fjölmörg
tækifæri. Feyenoord er ekki líklegt til
afreka í 16-liða úrslitunum enda lítt
sannfærandi lið þar á ferð.
Leverukusen situr einnig eftir með
sárt ennið eftir markalaust jafntefli á
heimavelli gegn Mariborg.
Lazio sigraði Dynamo Kiev í Kænu-
garði en bæði liðin komust áfram upp
úr sínum riðli.
Manchester United lagði Sturm Graz
á Old Trafford en David Beckham og
Paul Scholes léku ekki með en þeir
vora báðir í leikbanni.
-JKS
Ný andlit hjá Keflavík
Vilhjálmur
Vilhjálmsson
Fjórir nýir leikmenn
hafa mætt á æfingar hjá
úrvalsdeildarliði Kefla-
víkur í knattspyrnu síð-
ustu daga. Einn þeirra,
Guðmundur Steinars-
son, snýr nær örugglega
aftur í sitt gamla félag
eftir eitt ár með KA í 1.
deildinni.
Hinir eru Pavle Pavlovic, mark-
vörður frá Júgóslavíu, sem hefur var-
ið mark ísfirðinga og Bolvíkinga síð-
ustu árin, Nígeriumaðurinn Saint
Paul Edeh, sem var í röðum Framara
síðustu vikur tímabilsins, og Vil-
hjálmur Vilhjálmsson, fyrrum Vals-
maður og KR-ingur, sem lék með
Jacksonville Cyclones í bandarísku B-
deildinni í sumar.
Páll Guðlaugsson,
þjálfari Keflavíkur,
kom frá Brasilíu um
helgina en þar sótti
hann þjálfaranám-
skeið.
-VS
Guðmundur
Steinarsson.
Opna kanadíska mótiö í júdó:
Silfur til Gísla
NBA-deildin í körfubolta hófst á ný í nótt:
Breytingar
- á NBA-liðum, reglum og leikvöllum
Gísll Jón Magnússon nældi sér í silfur á opna kanadíska mótlnu f júdó.
Bolton sagði nei
Enska B-deOdarliðið Bolton hefur hafnað tilboði frá A-
deildarliöinu Derby County í Eið Smára Guðjohnsen. Þetta
kom fram á enska fréttavefnum Team talk í gær.
Jim Smith, knattspymutjóri Derby, segist hafa sent tilboð
til Bolton um síðustu helgi og í gær barst honum svar þess
efnis að Bolton vildi ekki taka tilboði hans og fannst það
vera of lágt. Ekki kemur fram hversu háa upphæð Smith
bauð í Eið Smára eða hvort Derby ætlar að gera nýtt
tilboð.
-GH
boltann, svo framarlega sem sóknar-
maðurinn er staðsettur á sterku hlið-
inni, það er þeirri sem boltinn er á í
það sinnið.
Almennt sjá menn að þessar nýju
reglur eigi eftir að skapa nýja mögu-
leika fyrir sóknarmenn, þar sem þeir
eiga ekki að þurfa lengur að þola lík-
amleg átök í leið sinni upp að körf-
unni, varnarmennimir þurfa að fara
að nota fætuma í stað handa,
mjaðma, axla og olnboga.
Breytingar á leikmannahópum era
þónokkrar. Portland fékk sem dæmi
þrjá sterka til sín í sumar, þá Scottie
Pippen, Steve Smith og Detlef
Schrempf og ljóst að þeir verða ekki
auðunnir frekar en lið Los Angeles
Lakers takist Phil Jackson, sem snýr
nú aftur í deildina, að fá stjörnur sín-
ar Shaquille O'Neal og Kobe Bryant
til að spila fyrir liðið og sætta sín
ágreiningsmál. Portland vann sem
dæmi alla átta leiki sína á undirbún-
ingstímabilinu. Þá er liði Phoenix,
sem fékk Penny Hardaway frá Or-
lando í sumar, meistarar San Anton-
io og Charlotte Homets spáð góðu
gengi í vetur. Nýir leikmenn úr há-
skólum gætu sett sinn svip á deildina
og menn ættu að leggja nöfn eins og
Lamar Odom hjá Clippers, Steve
Francis hjá Houtson, Wally Szczerbi-
ak hjá Minnesota, Richard Hamilton
hjá Wizards og Jason Terry hjá
Atlanta á minnið auk þess að það
koma alltaf nokkrir til með að slá í
gegn, öllum spekingum að óvörum.
Nýjar hallir
Sex félög taka svo í notkun nýjar
íþróttahallir í vetur. Þetta era liðin
Atlanta Hawks, Denver Nuggets, Mi-
ami Heat, Los Angeles Clippers, Los
Angeles Lakers og Indiana Pacers.
Siðast en ekki síst mun það örugg-
lega gleðja margan NBA-áhugamann-
inn að í stjömuleiknum í Oakland
eftir áramót verður troðslukeppnin
endurvakin eftir nokkurra ára fjar-
vera.
-ÓÓJ
Gísli Jón Magnússon og Bjami
Skúlason náðu frábæram árangri á
opna kanadíska meistaramótinu í
júdó um helgina. Gísli hlaut
silfurverðlaun og Bjami hafnaði í
fimmta sæti í sínum flokki.
flokki. í þessum þyngdarflokki
mættu 29 keppendur til leiks en
hann er með þeim erfiðustu í júdó.
Hér eru oftar en ekki flestir
þátttakendur og samkeppnin
hörðust.
Þrír á ippon
Gísli Jón Magnússon keppti í
+100 kg flokki. í þessum
þyngdarflokki voru 11 þáttakendur.
Gísli mætti fyrst Mahmedovic
Senko frá Kanada sem hann vann
á ippon eða fullnaðarsigri. Síðan
mætti hann Norat Oswaldo frá USA
sem hann vann einnig á ippon, þar
á eftir mætti hann Kent Alexander
frá Kanada sem einnig varð að lúta
í gras fyrir Gísla eftir fastatak í
gólfglímu. Þessa glímu vann hann
einnig á ippon. Þegar hér var
komið sögu var Gísli kominn í
úrslitaglímuna gegn Qerawaqa
Nacaneri frá Fijieyjum.
Úrslitaglimunni tapaði Gísli á svo
kölluðu „pick up“ bragði.
Bjami Skúlason keppti í -81 kg
Tapaði á dómaraúrskurði
í fyrstu glímu Bjama mætti hann
Ricki Hawn frá Bandaríkjunum
sem hann vann á ippon. 1 næstu
glímu mætti hann Abderramao frá
Puerto Rico og vann hann einnig á
ippon. Þar á eftir mætti hann Reno
Reser frá Bandaríkjunum sem
einnig féll á ippon fyrir Bjama.
Þegar hér var komið sögu var hann
kominn í 4 manna úrslit en tapaði
þar fyrir Daniel Kelly frá
Austurríki. í glímunni hafði Bjami
yfirhöndina lengst af en fékk þegar
leið á glímuna refsistig og tapaði
síðan á dómaraúrskurði. Hann
glímdi um bronsverðlaunin við
mjög sterkan breskan júdómann að
nafni Luke Breston þar sem hann
varð að lúta í lægra haldi. -GH
Titov að verða klár
LeverKusen-ManDor........
Dynamo Kiev-Lazio........
0-1 Mamedov sjálfsmark (18.)
Ferry De Haan stekkur upp á bak pólska markvarðarins í liði Feyernoord, Jerzy Dudek, f fagnaðarlátum liðsins eftir sigur á
Rosenborg í Rotterdam í gærkvöld. Með sigrinum komst liðið í 16-liöa úrslít keppninnar. Reuter
Það eru breyttir
tímar í NBA-deildinni
í körfubolta sem er
enn að jafna sig eftir
langt verkfall og
stysta og stigalægsta
tímabilið í sögunni.
Keppni hófst í nótt og
fram undan er spenn-
andi vetur.
Forráðamenn deild-
arinnar tóku sig til í
sumar og fundu upp
breytingar á reglun-
um og á meðan skiptu
hðin um 75 leikmenn
sem kemur til með að
halda keppninni um
titilinn opinni til að
byrja með. Mörg lið
sjá sér núna færi á að
feta í fótspor San Ant-
onio Spurs í fyrra.
Auka flæðið
San Antonio fagnaði eftir síðasta tímabil.að ofan, en
breytingar á reglun, líkt og bannað er nú að bakka
inn f varnarmann í meira en 5 sekúndur, að neðan,
gæti þýtt miklar breytingar í NBA í vetur.
Nýju reglumar
eiga auka flæði í leikj-
unum og leiða til
meiri og skemmtilegri
sóknarleiks. Harðari
viðurlög við átökum
án bolta og ýmsum
öðram brotum eiga
effir að leiöa til met-
leikja í villufjölda til
að byrja með en for-
ráðamenn deildarinn-
ar vonast eftir að eftir
vissan aðlögunartima
eigi leikimir eftir að
verða hraðari, sókn-
djarfari og almennt
skemmtilegri fyrir
áhorfendur.
í fyrra skoraði aðeins eitt lið,
Sacromento Kings, 100 stig að meðal-
tali í leik og 9 lið náðu ekki að skora
yfir 90 stig að meðaltali. New York
Knick komst þannig alla leið í úrslit
þrátt fyrir að vera í 27. sæti yfir flest
stig skorað og ekkert lið hefur skor-
að færri stig en Knicks gerðu í úr-
slitaleikjunum gegn San Antonio.
Nýjar reglur
Athyglisverðustu breytingar á
reglunum era að vamarmanninum
er nú bannað að styðja annari hendi
á sóknarmanninn og sóknarmaður-
inn verður að losa boltann innan
fimm sekúnda eftir að hann byijar að
bakka að körfu fyrir neðan vítateigs-
línu. Vamarliðum er nú líka leyft að
tvidekka leikmenn sem ekki era með
Framarar era að gera sér vonir um að hinn sterki
línu- og vamarmaður þeirra, Rússinn Oleg Titov, verði
senn klár í slaginn. Hann hefur lengi átt við þrálát
meiðsli að stríða í baki.
Á heimasíðu liðsins kemur fram að Titov fari jafnvel
að leika með liðinu um miðjan mánuðinn en þá mæta
Framarar liði Víkings. Anatoly Fedjukin, þjálfari
liðsins, hefur sett kappann í sérstaka meðferð til að
undirbúa hann sem best fyrir átökin.
-JKS
Bland i noka
Ljóst er að Lokomotiv Moskva
getur ekki stillt upp sínu sterkasta
liði gegn Leeds United á Elland
Road í UEFA-bikamum í kvöld.
Tveir af bestu leikmönnum liðs-
ins, Zaza Dzhanashia og Yuri
Drozdov, eiga við slæm meiðsli að
stríða og þjálfari Lokomotiv sagði
í gær að líkumar á því að þeir fé-
lagar lékju með gegn Leeds væra
nánast engar.
Gianluca Vialli, framkvæmda-
stjóri Chelsea, neitaöi í gær að
hafa lent í rifrildi við Ken Bates,
stjómarförmann félagsins. Hann
viðurkenndi hins vegar að þeir
hefðu átt fund saman en hann
hefði farið friðsamlega fram. Vitað
er að Ken Bates er ekki ánægður
með gengi Chelsea undanfarið og
Vialli sagði í gær að hann skildi
vel óánægju stjómarformannsins.
Þrir leikir fóru fram í ensku B-
deildinni í knattspymu í gær.
Huddersfield lagði Ipswich, 3-1,
Crewe tapaði fyrir Charlton, 0-2
og Stockport og QPRgeröu 3-3
jafntefli.
Þrir leikir vora á dagskrá í 32-
liða úrslitum í bikarkeppni karla í
handknattleik í gær. Fjölnir tapaði
fyrir ÍBV, 22-36. Miro Baric
skoraði 11 mörk fyrir ÍBV en hjá
Fjölni vora Ástþór
Gudmundsson og Gunnar S.
Tryggvason með 6 mörk hvor.
Valur sigraði B-lið Fram, 31-17, og
Valur-B lagði B-lið Breiðabliks,
36-18. -SK/GH
NBA-DEILDIN
SK
Kemur
Washington-Atlanta .
xx
xx
New York-Cleveland .
xx
xx
New Jersey-Indiana . .
xx
xx
Miami-Detroit........
xx
xx
Charlotte-Orlando . . .
xx
xx
Toronto-Boston.......
xx
XX
SA Spurs-Philadelphia
xx
xx
Dallas-Golden State . .
xx
xx
Houston-Milwaukee . .
xx
xx
Denver-Phoenix.......
xx
UEFA-BIKARINN
2. umferð, slöari leikir,
samanlögð úrslit í sviga:
AEK-MTK Budapest . . . 1-0 (2-2)
1-0 Ciric (74.) '
Monaco-Widzew Lodz . . 2-0 (3-1)
1-0 Lamouchi (50.), 2-0 Trezeguet (84.)
Bologna-Anderlecht.... 3-0 (4-2)
1-0 Eriberto (45.), 2-0 Ze Elias (51.),
3-0 Nervo (90.)
.Wolfsburg-Roda........1-0 (1-0)
1-0 Akonnor (87.)
AEK komst í 3. umferðina á
útimarkaregiunni en liðið tapaði
fyrri leiknum í Ungverjalandi 2-1.
Arnar Grétarsson lék ekki með
AEK í gær. -GH
Ætla að útvega 43
milljarða fyrir ÓL 2004
Grísk yfirvöld hafa lýst því yfir að þau hyggist öngla saman litlum 43
milljörðum króna fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í Aþenu árið 2004.
Einn af forráðamönnum grísku undirbúningsnefndarinnar greindi frá
þessu í gær. Nefndin telur eðlilegt að reikna með 20 milljörðum króna
frá stuöningsaöilum í Grikklandi og reiknað er með að sala ýmiss kon-
ar varnings gefi 23 milljarða í aðra hönd.
Á þessum tölum sést að það er ekki fyrir smáríki að halda ólympíu-
leika. Og margir eru þeirrar skoðunar að kostnaður vegna leikanna sé
fyrir margt löngu kominn úr böndunum. -SK
Tveir FH-ingar hjá Wednesday
Tveir ungir og efnilegir knattspymumenn úr FH era þessa dagana við
æfmgar hjá enska A-deildarliðinu Shefifield Wednesday. Þetta era Bene-
dikt Ámason og Magnús Ingi Einarsson sem báðir hafa leikið með
drengja- og unglingalandsliðum íslands. Þeir fóra út á sunnudaginn og
er áætlað að þeir verði hjá Wednesday í vikutíma. -GH