Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Page 32
aðvimm
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999
Hestaskóli:
Minn stíll
- segir skólastjórinn
„Það er búið að leiðrétta þann
misskilning sem mér fannst afskap-
lega lítill og var kannski hægt að
leiðrétta tveimur
dögum fyrr, áður
en þessi misklíð
kom upp,“ sagði
Hafliði Halldórs-
son, skólastjóri
Hestaskólans, við
DV í gærkvöld.
Mikil óángja
hefur komið upp
meðal nemenda
með
kennsluhætti Hafliða. Eftir mikil
fundahöld í gær og fyrradag var
ákveðið að nýir kennarar tækju yið
kennslunni.
Hafliði sagði að svo virtist sem
nemendur hefðu ekki treyst því að
allir þættir námsefnisins yrðu
kenndir, af því að töf hefði orðið á
kennslunni. I einu tilviki hefði t.d.
gestakennari verið upptekinn ann-
ars staðar. í öðru hefðu hestafætur,
sem nota átti til æfmga við jáming-
ar, ekki komið úr sláturhúsinu á til-
settum tíma. „Svo get ég tekið á
mig, það sem ég fékk frá
nemendum, að ég hafi orkumikla og
kröftuga framkomu. Ég er afskap-
lega feginn að hafa þennan kraft og
þessa orku. Þetta er minn stíll. Ef
hann passar ekki fyrir alla nemend-
ur þá er hægt að breyta því. Sem
betur fer virðist hann passa öðr-
um.“
Hafliði kvaðst mundu mæta í
kennslu í morgun eins og ekkert
hefði í skorist. Nánar á bls. 2 -JSS
Hafliði Halldórs-
son.
Gengið frá kaupum íslenskra fjárfesta á breska knattspyrnuliðinu Stoke í gær: John Coates, Sigurður Einarsson,
Magnús Kristinsson og Júlíus Bjarnason.
DV-mynd E.Ói.
Frestun samninga Verkamannasambandsins og viðsemjenda:
100 þúsund og
ráðherravísitölu
- er krafan, segir Pétur Sigurðsson
Sparifé og lán
„Kaup mín í FBA fyrir 114 milljón-
ir eru fjármögnuð með sparifé mínu,
svo og lántöku. Ég tel ekki eðlilegt að
greina nánar frá
hvemig skipting-
in er í því dærni,"
sagði Bjarni Ár-
mannsson, for-
stjóri Fjárfesting-
arbanka atvinnu-
lífsins, um kaup
sín í fyrirtækinu
sem hann stjóm-
ar.
- Varla á mað-
ur, nýkominn úr skóla, svona mikið
sparifé?
„Ég er ekki nýkominn úr skóla, hef
verið á vinnumarkaðnum í áratug en
ég veit að ég er unglegur," sagði
Bjarni. „Með þessum kaupum mínum
legg ég allt undir, starfsheiður og al-
eigu.“
- En mánaðarlegar afborganir af
láninu hljóta að vera miklu hærri en
mánaðarlaun þín hjá FBA?
„Það fer eftir þvi hvemig afborgun-
arferlið af láninu er. Láninu er stillt
upp með tilliti til aðstæðna." -EIR
Bjarni Ármanns-
son.
DV, Akureyri:
„Að mínu mati er hægt að fresta
samningum ef það fæst í gegn í
fyrsta áfanga i því frestunarferli að
lágmarkslaun verði 100 þúsund
krónur. Þetta er
mitt mat og ég
myndi ekki mæla
með lægri upp-
hæð,“ segir Pétur
Sigurðsson, for-
maður Verka-
lýðsfélagsins
Baldurs á ísa-
firði, um það að
fresta kjarasamn-
ingaviðræðum
Verkamanna-
sambands ís-
lands og viðsemj-
enda þeirra í allt að eitt ár, gegn því
að tvívegis komi til á frestunartíma-
bilinu verulegar launahækkanir.
Pétur segir að aðferðafræðin sjálf
í komandi kjarasamningum sé ekki
það sem öllu máli skiptir, megin-
málið sé með hvaða kröfur eigi að
fara fram og hvað komi til með að
nást. „Samþykkt þings Verka-
mannasambandsins nú að höfuðá-
Pétur Sigurðs-
son, formaður
Verkalýðsfélags-
ins Baldurs.
herslan og raunar eina áherslan í
komandi kjarasamningum sé að ná
upp launatöxtum verkafólks er
mjög góð,“ segir Pétur. En hverjar
telur hann að kröfumar eigi að
vera?
„Ég held að það sjái það allir
núna að kröfur okkar um 100 þús-
und króna lágmarkslaun í samning-
unum 1997 hafi átt fullkomlega rétt
á sér. Það hefur sýnt sig að það var
til svigrúm sem aðrir hafa nýtt sér,
launaskriðið og 50 milljóna króna
tekjuskattur ríkisins umfram það
sem reiknað var með sanna það full-
komlega. En það er eins með kjara-
bæturnar og kvótann, þetta hleðst á
fáar hendur. En það mælir allt með
verulegri launahækkun lægstu
launa núna og e.t.v. væri ekki vit-
laust að taka Í00 þúsund króna upp-
hæðina sem við vildum sem lág-
markslaun 1997 og margfalda þá
tölu með launavísitölu ráðherra,
hver sem hún svo er,“ segir Pétur.
-gk
Stunginn með veiðihníf
Ungur maður var stunginn með
veiðihníf í kviðinn laust eftir mið-
nætti í nótt. Árásarmanninum og hin-
um stungna hafði orðið sundurorða
en það endaði með því að tekið var til
vopna og annar aðilinn særður illa.
Atburðurinn átti sér stað við Nonna-
bita í Hafnarstræti. Mennirnir sem
um ræðir voru á svipuðum aldri en
hinn stungni tuttugu og eins árs.
Hann kom sér sjálfur á slysadeild eft-
ir árásina en þaðan var haft samband
við lögregluna. Hann gekkst strax
undir aðgerð en stungan hafði náð
alla leið niður í lifúr. Þá voru stungu-
sár á btjóstkassanum en þau voru
grynnri en á kviðnum. Að sögn vakt-
hafandi læknis gekk aðgerðin vel og
verður hann útskrifaður af gjörgæslu
í dag en hafður undir eftirliti í nokkra
daga. Líðan hans er eftir atvikum.
Lögreglan handtók árásarmanninn
á heimili sínu og gisti hann fanga-
klefa í nótt. Málið er hjá rannsóknar-
deild lögreglunnar en hann verður yf-
irheyrður í dag. Umræddur maðm-
hefur áður komið við sögu hjá lögregl-
unni. -hól
Leikskólauppsagnir:
Hnífstunga
í bakiö
- segir talsmaður
„Þessar uppsagnir voru eins og
hnífstunga i bakið á okkur og við
byrjum á því að reyna fá þær dregn-
ar til baka,“ sagði Elísabet Gísla-
dóttir, talsmaður foreldra leikskóla-
barna, en hún sat fund stjórnar
Leikskólaráðs nú í morgunsárið. El-
ísabet lagði fram kröfu um að upp-
sagnir dvalarsamninga á tólf leik-
skólum verði dregnar til baka. „For-
eldrar upplifa þetta sem mismunun
milli leikskóla þar sem það eru að-
eins tólf leikskólar sem hafa fengið
uppsögn en við leggjum jafnframt til
hliðarsamninga við gömlu samning-
ana sem koma til móts við starfs-
mannaekluna," segir Elísabet.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri lagði í gær fram tillögu um
70 milljóna króna aukafjárveitingu
til leikskólanna. -GAR
Litla Hraun - þétt setinn bekkurinn
af gæsluvarðhaldsföngum.
Stóra fíkniefnamálið:
Gæsluvarðhald
að renna út
Gæsluvarðshaldsúrskurður yfir
tólfta manninum sem settur var á
bak við lás og slá í stóra fíkniefna-
málinu rennur út á morgun. Maður-
inn var úrskurðaður í gæslu að
kröfu efnahagsbrotadeildar ríkislög-
reglustjóra sunnudaginn 24. októ-
ber. Hann er búsettur í Vogum á
Vatnsleysuströnd og var á árum
áður einn af rekstraraðilum Bláa
lónsins. Við húsleit á heimili
mannsins fundust munir og gögn
sem talið er að tengist fíkniefnamál-
inu.
Aðrir gæsluvarðhaldsúrskurðir í
málinu renna út um og eftir miðjan
þennan mánuð. Að öllu óbreyttu
verða fjórmenningarnir, sem upp-
haflega voru settir í gæslu, lausir
13. nóvember en þá hafa þeir setið í
gæsluvarðhaldi í tvo mánuði. Flest-
ir gæslufanganna hafa verið hafðir í
haldi á Litla Hrauni og þar hefur
bekkurinn verið þéttsetinn. Ellefu
menn sitja nú í gæsluvarðhaldi í
stóra fikniefnamálinu og einum hef-
ur verið sleppt þar sem þáttur hans
í málinu þótti upplýstur. -EIR
I
I
I
I
I
I
I
I
I
í
I
Í
Í
í
í
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
Veðrið á morgun:
Kólnandi
veður
Norðan- og norðvestanátt
verður á morgun, víðast 5 til 10
m/s. É1 verða um norðanvert
landið en víða léttskýjað um land-
ið sunnanvert. Heldur kólnandi í
bili.
Veðriö í dag er á bls. 37.
Jólakort t
Sími 569 4000
Hafnarbraut 23, Kóp.