Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 Fréttir Læknanemar boðaöir á fund á Grand Hótel: Svíar á ung- læknaveiðum landlæknir áhyggjufullur „Hér erum við að verða vitni að því sem hlaut aö verða; vaxandi samkeppni um starfsfólk í heilbrigð- iskerfmu frá nágrannalöndum okk- ar,“ sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir um fund sem lækna- nemar fjölmenntu á í gærkvöld á Grand Hótel og boðað var til af Karl Gustaf Svenson frá Kalix-sjúkrahús- inu í Norður-Svíþjóð. „Allir læknanemar á síðasta og næstsíðasta ári fengu fundarboð frá Karl Gustaf og ég tel víst að hann sé að reyna að lokka til sin íslenska unglækna til starfa í Svíþjóð. Sér- staklega býður hann okkur að taka kandídatsárið ytra,“ sagði Oddur Steinarsson, for- maður Félags læknanema, skömmu áður en hann fór á fundinn með Karl Gustaf. „Ég hef orðið var við mikinn áhuga lækna- nema á þessu tilboði Sví- anna enda megn óánægja í okkar röðum eftir síð- ustu kjarasamninga. Þá var yfirvinnuprósenta kandídata á sjúkrahúsum lækkuð um 20 próent og er nú sú lægsta sem þekkist á land inu,“ sagði Oddur Steinarsson. Sigurður Guðmundsson landlæknir. lenska hendi. Útsendarar sænskra sjúkrahúsa hafa komiö hingað til lands áður sömu erinda og rætt við lækna- nema um störf strax að námi loknu. Af þessu hef- ur landlæknir vissar áhyggjur: „Að vísu erum við frjálsir menn í frjálsu landi og allt er þetta sam- eiginlegur vinnumarkaður en ég teldi miður ef ungir læknar kynntust ekki ís- heilbrigðiskerfinu frá fyrstu Að auki er ég ekkert viss um Sænskur „læknasmali“ um fund sinn með íslenskum læknanemum: Stelum ekki unglæknum - en erum tilbúin að taka við einhverjum Okkur hefur vantað nokkuð af læknum að undanfomu því að marg- ir fara til Noregs og við sjáum fram á að margir af okkar læknum sem fæddir eru á fimmta áratugnum fari að setjast í helgan stein. Þeir hætta í síðasta lagi rétt eftir sextugt. Þess vegna höfum við kosið að leita út fyr- ir landsteinana og er ísland annað landið sem við leitum til á eftir Finn- landi," segir Karl Gustaf Svensson frá Kalix-sjúkrahúsinu í Norður-Sví- þjóð. „Við erum með fimm spítala í Norður-Svíþjóð og þar búa um 250.000 manns. Við höfum áhuga á að ala upp fleiri unga lækna og við menntum þá þangað til þeir sérhæfa sig en við sáum í íslensku lækna- blaði að hér er ekki boðið upp á að læknar sérhæfi sig. Þeir þurfa að fara utan til að sérhæfa sig en flestir Karl Gustaf Svensson á fundi með íslenskum læknanemum f gærkvöld. Góð mætlng var og er augljóst að einhverjir hafa áhuga á að starfa erlendis. DV-mynd Teitur snúa aftur heim. Það eru margir ís- lenskir læknanemar sem hafa áhuga á að í það minnsta hlusta á okkur eins og sést á mætingunni á fundinn og það gleður okkur að svo margir sýni okkur áhuga. Það eru nokkrir íslenskir sérfræðingar sem starfa í Norður-Svíþjóð en við höfum ekki fengið neina unga lækna héöan ný- lega. Fyrir 15-20 árum komu nokkrir ungir læknar en á síðustu 10 árum hafa engir komið,“ segir Karl Gustaf. „Nei, við erum ekki að reyna að stela íslensku læknunum en ef þeir hafa áhuga á að vera í Norður-Sví- þjóð erum við tilbúin að taka við ein- hverjum. Þeir munu ekki þurfa að borga fyrir námið en þeir þurfa að búa í háskólabænum og það kostar sitt að lifa þannig að þeir þurfa að taka lán sem tekur sinn tíma að borga." -hdm Myndlistargallerí verður ítrekað fyrir barðinu á þjófum: Tvö innbrot á þremur mánuðum - eftirlætismynd Ríkeyjar stolið í innbroti ert hefur til þjófanna, eða „Þegar ég kom í morgun var allt á hvolfi en ég er mjög fegin að þeir brutu engar styttur," sagði Ríkey Ingimundar mynd- listarkona en innbrot var framið í listgallerí hennar við Hverfisgötu i fyrrinótt. Ríkey sagðist í gær ekki enn hafa áttað sig að fullu á tjóninu en þó væri ljóst að a.m.k. sex málverk eftir hana sjálfa væru horfin auk hljómflutnings- tækja. Hún sagði jafnframt hugsanlegt að einhverjar stytt- ur hefðu verið teknar. „Ég varð fyrir áfaili þegar ég kom og er ekki búin aö ná mér. Og það er sérstaklega erfitt að missa þessa mynd,'“ sagði Ríkey um málverk sitt „Ró“, sem er olíu- verk á striga og margir kann- ast við, en það sýnir grænan kött á stól. „Þetta er mynd sem ég hef ekki viljað láta fara þvi hún hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir mig.“ Þjófarnir í heimsókn? Þau tjórtán ár sem Gallerí Ríkey hefur verið starfrækt við Hverfisgötuna hefur þrisvar verið brotist þar inn, þar af tvisvar á síðust þremur mánuðum. Þá var m.a. stoliö tölvu og stórum antikspegli en ekk- fengs þeirra, spurst. Ríkey sagði ekki óliklegt innbrotsþjófamir hafi kynnt sér aðstæður í gall- eríinu fýrirfram. „Ég er mjög almennileg við fólk og er ekki að reka það út þótt ég sjái að það eigi ekki krónu því kannski hefur það gaman af myndlist. Þaö komu til dæmis hér inn menn fyrir svona þremur vikum siðan sem gætu hafa verið í þessum hugleiöingum." Ríkey sagði að þegar brotist var inn hjá henni fyrir allmörgum árum hafi hún verið tryggð en nú í tvö seinni skiptin ekki. „Fátækir listamenn hafa ekki efni á að kaupa dýrar tryggingar auk þess sem tryggingamar borga aldrei raunvirði þess sem stolið er,“ sagöi hún. Fyrir nokkru gaf Ríkey listaverk á sölu- sýningu til styrktar Krýsuvíkursamtökun- um. „Þar var gæslukona sem brá sér frá augnablik og á meðan var einni styttunni minni stoliö. Ég fer að halda að ég sé vin- sæl því það hvarf ekkert annað," sagöi Ríkey. -GAR Þessa mynd af grænum ketti á stól málaði Ríkey fyrir margt löngu og hefur aldrei viljað láta. Nú hafa þjófar rænt hana mynd- inni. að læknamir fengju betri menntun í nágrannalöndunum en þeim er boðið upp á hér heima. Unglæknar gegna mikilvægu hlutverki á sjúkrahúsum en ekki get ég sagt að sjúkrahúsin yrðu óstarfhæf þó þeir hyrfu allir á braut. Hitt er víst aö það yrði mikil breyting á allri starf- semi og vinnutilhögun á sjúkrahús- unum ef svo færi. Það sem upp úr stendur er sú staðreynd að við stöndum nú frammi fyrir aukinni samkeppni um starfsfólk í heilbrigð- iskerfinu og sú samkeppni snýst ekki síst um kjör,“ sagði landlækn- ir. -EIR Ríkey í listgallerfi sínu í gær eftir að innbrotsþjófar létu þar greip- ar sópa. Enga pólitík hér Frá því var sagt í fréttum að Björn Bjarnason menntamálaráð- herra hefði gagnrýnt stjórnarand- stæðinga á Alþingi fyrir pólitísk af- skipti af innri málefn- mn Ríkisútvarpsins. Gagnrýni ráðherrans kom í kjölfar gagn- rýni stjórnarandstöð- unnar á Bjöm sem var sagður meðvitað vinna að því að veikja tiltrú fólks á „útvarpi allra landsmanna". Oft er nú gaman að þeim í leikhúsinu við Austurvöll og ákaflega skemmti- legt að ráðherrann skuli setja ofan í við pólitíska andstæðinga sina fyrir pólitísk afskipti af Ríkisútvarpinu. Það vita jú allir að sú merka stofnun hefur alla tíð starfað án afskipta stjórnmálaflokkanna, og þannig vill ráðherrann hafa það áfram! Hvað gerir Gaui? Þá mun það frágengið eins og al- þjóð veit að Guðjón Þórðarson, fyrram landsliðsþjálfari í knatt- spyrnu, fari að taka til hendinni i herbúðum Stoke í Englandi og bíða menn spenntir fram- haldsins. Núverandi framkvæmdastjóri liðsins mun eiga að halda því starfi fyrst um sinn a.m.k. en Guðjón verða yfirmaður knattspymumála hjá fé- laginu, hvað sem það nú þýðir. Þeir sem þekkja til Guðjóns vita það hins vegar að hann mun ekki lengi una því að vera í „aftursætinu", metnað- urinn er svo mikill. Gaui vill í brúna og það verður gaman að fylgjast með því þegar hann fer að láta til sín taka í ensku knattspymunni, þessi harðjaxl frá „sementsbænum" viö Faxaflóa. Jarðgangaslagur Æðisleg barátta þingmanna Norð- urlands eystra annars vegar og Aust- urlands hins vegar vegna gerðar næstu jarðganga hér á landi kristall- aðist i umræðum á Alþingi í síðustu viku þar sem gamli kratinn Kristján L. Möller frá Sigló spurði samgöngu- ráðherra hvað liði gerð nýrrar jarð- gangaáætlunar. Sturla Böðvars- son samgönguráö- herra mun hafa eitthvað um það að segja hver forgangsröðin verður í jarðgangagerð en barátta þingmanna kjördæmanna tveggja sem berjast hvor fyrir sínum jarðgöngum verður harðvítug næstu vikur og mánuði. Þar á eflaust eftir að hvína í en síðan eiga þessir þingmenn að setjast niður saman og fara að starfa í sameinuðu Norðausturkjördæmi eftir næ'stu kosningar. Lokað fyrir norðan? Meira af Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra. Hann vill nú fela sveitarstjómarmönnum á hverjum stað það vald að ákveða hvort leyfð- ur verði nektardans í þeirra heimabæ. Á Akureyri þar sem þrír slíkir staðir eru starfandi þykir nokkuð ljóst hvem- ig farið verði með slík völd. í umræð- um í bæjarstjóm og í bæjarkerfinu hafa menn nefnilega keppst við að lýsa andúð sinni á þessari starf- semi, en borið því við að þeir hafi ekki vald til að banna hana. Nú fær- ir samgönguráöherra bæjaryfirvöld- um þennan kaleik og verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu. Umsjón Gylfi Kristjánsson Netfang: sandkorn @ff. is >li

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.