Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 Fréttir_________________________________________________________________________________pv Margskipt gleraugu: Misgóð og misdýr fræðing stilla þau betur. Nægi það ekki til að leysa vandamálið skal leita til augnlæknis, helst þess sem skrifaði upp á gleraugun. Vandinn við að fá sér gleraugu er sá að ekki er hægt að prófa glerin sem slík áður en búið er að ganga frá gleraugunum og setja þau upp. Dýrari en hefðbundin gleraugu Samkvæmt upplýsingum DV kostar skoðun hjá augnlækni u.þ.b. 2000-3000 krónur. Ólituð sjóngler með fljótandi skiptum kosta síðan yfirleitt á bilinu 15-18 þúsund krónur. Ef styrkur gler- augnanna er orðinn plús eða min- us fjórir (aukið fjarsýni eða nær- sýni) og glerin slípuð þunn kosta þau á bilinu 20-25 þúsund krónur. Séu glerin með glampavörn og meðalstyrkleika kosta þau á bil- inu 25-30 þúsund krónur. Tvískipt gler eru því talsvert dýrari en hefðbundin gler sem kosta yfir- leitt á bilinu 4-8 þúsund krónur. Verð á umgjörðum ér hins veg- ar mjög mismunandi og fer það m.a. eftir merki gleraugnanna og hvað er í tísku hverju sinni. Spurningin er því hvort gæði Að mörgu þarf að huga þegar gleraugu eru valin, ekki síst þegar um tvískipt gleraugu er að ræða. Um miðjan aldur þurfa margir, sem áður hafa talið sig hafa sjón arnarins, að fá sér lesgleraugu. Þeir geta fengið sér sérstök les- gleraugu við fjarsýni. Þeir sem hafa hins vegar áður gengið með gleraugu þurfa oft, þeg- ar á miðjan aldur er kom- ið, að fá sér tvískipt gler- augu. Slík gleraugu eru annað hvort tvískipt með slípuðu lesgleri neðan til, og sjást þá skiptin sem þverstrik á glerjunum, eða margskipt með fLjót- andi skiptum sem ekki sjást. Ymsar sérþarfir Skipt gleraugu eru hentug við flest störf. Gleraugu með fljótandi gleri hafa batnað verulega á und- anförnum árum og orðið vinsæl. í sumum tilfellum eru tviskipt gler- augu með leshlutann að neðan þó hentugri en gleraugu með fljót- andi gleri vegna stærra lessviðs þeirra. Tvískipt gleraugu með sér leshluta eru t.d. hentugri við ýmis iðnaðarstörf, fyrir fólk með sérstakt sjónlag eða sjóngalla. Hins veg- ar getur fólk þurft önnur sérstök gler- augu við tölvu- vinnu, við lestur og ýmislegt íleira. Það er því nauðsyn- legt að gera sér vel grein fyrir því, áður en gler- augu eru keypt, við hvaða aðstæð- ur á að nota þau. Aðlögun Margskiptu gleraugun eru hentug fyrir þá sem annars þurfa sifellt að skipta á milli gleraugna. Þó er mælt með því að þeir sem lesa mikið eigi sérstök lesgleraugu. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því áður en ný gleraugu eru keypt að það getur tekið nokkurn tíma að venjast þeim. Eftir u.þ.b. tveggja vikna notkun ætti notandinn að vera farinn að iði nær sem fjær. Ef ekki gæti t.d. hafa verið skekkja í sjónmælingu, slípun eða vinnslu glerjanna. Gangi illa að venjast gleraugunum þarf að láta sjón- tækja- glerjanna séu í réttu hlutfalli við verð þeirra. Vafalítið eru dýrustu sjónglerin vandaðri en þau ódýr- ari. Hins vegar hafa sumir mjög sveigjanlega sjón og geta því van- ist nánast öllum glerjum. Aðrir fá hins vegar höfuðverk og óþægindi ef sjónáhrifin eru ekki fullkom- lega rétt. Það er því mjög einstak- lingsbundið hvers konar gler henta fólki. (Heimild: Neytendablaðið o.fl.) Nákvæmni nauðsynleg Mun auðveldara er að smíða gleraugu með einum styrkleika heldur en margskiptum glerjum. Mikilvægt er að gleraugun sitji vel á nefinu, brennipunktur þeirra sé réttur og sjónmiðja glersins sé nákvæmlega framan við augasteininn þegar notandinn horfir beint fram. Gleraugu er tískuvara rétt eins og fatnaður og skór. í dag eru lítil gleraugu í tísku. Þau henta hins vegar ekki öllum sem nota marg- skipt gleraugu. Ef gleraugun eru mjög lítil er nefnilega hætta á að glerin í þeim hafi ekki alla þá fLeti sem nauðsynlegir eru í margskipt- um gleraugum eða að sumir fletir séu of litlir. Á hinn bóginn geta mjög stór gleraugu komið í veg fyrir að hægt sé að setja marg- skipt gler í þau. Fagurfræðin og tískan geta því haft talsverð áhrif á sjón okkar. -GLM Fróðleikur um sykur - Vissir þú að algengt magn viðbætts sykurs í kexi er 17-19% og í kökum 21-28%? - Vissir þú að sykri er bætt í nánast allan dósa-, pakka- og glasamat á íslandi? - Vissir þú að ennþá er ekki skylt að tilgreina viðbættan syk- ur á umbúðum íslenskra mat- væla? - Vissir þú að enginn aðili á íslandi telur sig hafa það hlut- verk að mæla hvort innihalds- lýsingar á íslenskum matvælum séu sannleikanum samkvæmar? - Vissir þú að nýlegar rann- sóknir í Bandaríkjunum benda til svipaðs boðefnarugls í heila við neyslu sykurs og við neyslu fíkniefna á borð við áfengi og heróín? - Vissir þú að sykumeysla á mann á íslandi er komin upp i eitt kíló á viku? Kæld tómatsúpa Þessi bragðmikla tómatsúpa er upplögð sem forréttur eða sem léttur hádegisverður. Uppskrift 1 1/2 kíló af tómötum, afhýddum og skornum í bita 4 hvítlauksrif, maukuð 2 msk. ólífuolía 2 msk. balsam-edik svartur pipar 4 sneiöar af heilhveitibrauði sýrður rjómi og heslihnetur til skreytingar. Aðferð 1) Setjið tómatana, hvítlaukinn og ólífuolí- una í matvinnsluvél og maukið vel þar til allt er mjúkt. 2) Sigtið blönduna til að fjarlægja tómatkjarn- ana frá. Bætið balsam- edikinu saman við og kryddið með pipamum. Setjið súpuna í kæli. 4) Ristið heilhveiti- brauðið og skerið í tvo þríhyminga. Búið til hvítlaukssmjör til að smyrja brauðið með. Auðveldast er einfald- lega að krydda venjulegt smjör með hvítlauks- dufti. 5) Skreytið súpuna með slettu af sýrðum rjóma og heslihnetum. Berið fram á meðan brauðið er enn þá heitt. -GLM Þessi bragðmikla tómatsúpa er upplögð sem forréttur eða sem léttur hádegisverður. Fróðleikur um sykur - Vissir þú að með viðbættum sykri í skólajógúrt, skólaskyri, rjómaskyri, ávaxtajógúrt og þykkmjólk fer heildarsykur- magn vörannar í 10-14%. - Vissir þú að venjuleg mjólk, ab-mjólk, óblandað skyr og súr- mjólk innihalda aðeins 4% mjólkursykur, allan frá náttúr- unnar hendi. - Vissir þú að eina morgun- komið sem ekki inniheldur við- bættan sykur eru óblandaðar hafraflögur? Cheerios inniheldur þó aðeins 3% sykur, All Bran 18% og múslí 22%. Frosted Cheerios og Cocoa Puifs innihalda um 40% sykur. - Vissir þú að gosdrykka- neysla á íslandi hefur þrefaldast á þremur áratugum og er nú komin í meira en 130 lítra á mann á ári. - Vissir þú að þurrefni í gos- drykkjum er meira en 99% syk- ur? (Heimild: Náttúrulækningafélag íslands) -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.