Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Síða 9
FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999
9
Utlönd
Einhver árangur í loftslagsviöræöunum í Bonn:
Stefnt að samn-
ingi á næsta ári
Ekki dró til neinna stórtíðinda á
loftslagsráðstefnunni sem lauk í
Bonn í Þýskalandi í gær. Þjóðir
heims sögðu þó að einhver árangur
hefði náðst í baráttunni fyrir niður-
skurði á losun gróðurhúsaloftteg-
unda út í andrúmsloftið. Embættis-
menn voru samt bjartsýnir á að
samkomulag myndi takast á næstu
stórráðstefnu um málið að ári.
„Eins og búist var við, var þetta
ekki tími neinna stórafreka en um-
fram allt var mjög jákvætt and-
rúmsloft á ráðherrafundunum. Það
er gífurlega mikil vinna fram undan
næsta árið,“ sagði Michael Zammit
Cutajar, helsti sérfræðingur Sam-
einuðu þjóðanna um gróðurhúsaá-
hrifm, í samtali við fréttamann
Reuters.
Árangri tveggja vikna fundahald-
anna í Bonn má líkja við að hús-
grunnurinn sé kominn og að fyrir
liggi teikningar um framhaldið.
Formaður bandarísku sendinefnd-
arinnar lýsti því sem svo að þakið
vantaði á húsið og það væri svo
sannarlega ekki enn orðið íbúðar-
hæft.
Loftslagssamningurinn sem gerð-
ur var i Kyoto árið 1997 skyldar iðn-
ríkin til að minnka losun gróður-
húsalofttegunda um 5,2 prósent mið-
að við magnið 1990 og á þeim niður-
skurði að vera lokið á árunum 2008
til 2012. Fáar þjóðir hafa hins vegar
enn staðfest samninginn vegna mis-
munandi hagsmuna einstakra ríkja.
„Enn er deilt og ekki hefur allur
ágreiningur verið leystur,“ sagði Al-
exander Bedritskí, formaður rúss-
nesku sendinefhdarinnar.
Meðal erfiðra mála sem bíða úr-
lausnar eru hugsanlegar refsingar
fyrir þau ríki sem ekki standa við
mengunarmarkmiö sín. Þá er enn
eftir að finna lausn á því að hve
miklu leyti þjóðir geta borgað öðr-
um til að draga úr mengun fyrir
sína hönd.
Sádi-Arabar vöktu litla hrifningu
þegar þeir sögðust eiga skilið að fá
fébætur þar sem þeir myndu vænt-
anlega selja minna af oliu i kjölfar
nýs loftslagssamnings. Margir fund-
armenn sögðu að fulltrúar Sádi-Ar-
abíu hefðu tafið störf fundarins.
„Þetta er hreint ekki satt,“ sagði
Mohammad A1 Sabban," einn full-
trúa Sáda.
Bandaríkjamenn eru sér á parti í
sumum málum og gæti af þeim sök-
um reynst erfitt að berja saman
samkomulag.
Fulltrúar 173 þjóða tóku þátt í
fundahöldunum í Bonn. Næsti fund-
ur verður í Haag í Hollandi í nóv-
ember á næsta ári en áður verða
tveir smáfundir í Bonn.
Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, aðstoðar Daliu Rabin Pelessof, dóttur
Yitshaks Rabins, við að kveikja á kertum við gröf hins látna forsætisráðherra.
Fjögur ár eru liðin sfðan Rabin var myrtur. Símamynd Reuter
Wahid lofar þjóöar-
atkvæðagreiðslu í Aceh
Nýr forseti Indónesiu, Abdurrah-
man Wahid, heitir því að íbúamir í
Aceh fái sjálfir að ákveða framtíð
sína. Sagði Wahid í gær að Indónes-
ar væru reiðúbúnir að samþykkja
þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálf-
stjóm eða sjálfstæði. Skæruliðar í
Aceh hafa í 23 ár barist fyrir sjálf-
stæðu íslömsku ríki á svæðinu sem
er á norðurhluta eyjunnar Súmötra.
Indónesíski herinn hefur verið
sakaður um gróft ofbeldi og mann-
réttindabrot í Aceh þar sem mikla
olíu og gas er að frnna. íbúamir í
Aceh segjast ekki fá sinn skerf af
náttúraauðlindunum. Síðasta hálfa
árið hafa verið famar fjöldagöngur
til að krefjast sjálfstæöis. Síðastlið-
inn þriðjudag skutu indónesískir
hermenn á mótmælendur. Nýr yfir-
maður vamarmála í Indónesíu,
Widodo aðmíráll, lofaði í gær að að-
skilnaðarsinnar yrðu ekki beittir of-
beldi.
Sportbúð Títan - Seljavegi 2, 101 Rvík, s: 551-6080, www.isa.is
Fékk skilnað
vegna sóða-
skapar karlsins
Argentínsk kona hefur fengið
skilnað vegna þess hversu eigin-
maður hennar var sóðalegur og
hirðulaus. Hann lyfti ekki einu
sinni fingri þegar flæddi upp úr
salemisskálinni, að því er argent-
ínsk blöð greindu frá í morgun.
„Hann er ótrúlegur sóði. Hann
hirðir ekkert um bömin og honum
er sama þó það flæði úr salemis-
skálinni inn í stofu," segir konan í
blaðaviðtali. Eiginmaðurinn, sem
hún hafði verið gift í 25 ár, vildi
ekki skilja. Sóðaskapur hans þótti
næg ástæða til skilnaðar
FUJIFILM
1U0SMYNDAV0RUR
Skipholti 31,568 0450
Kaupvangsstræti 1, Ak. 461 2850
HIUN B£STU niMKdLlUNINA
SAMANBURÐUR A ENDINGU A UTMYNDAPAPPÍR
Niðurstöður Rannsóknar Wilhelm Imaging Research
Fujicolor Crystal Archive pappír 60 ár
Kodak Edge 7 og Royal VII pappír 18 ár
Kodak Portra III Professional pappír 14 ár
Konica Color QA pappír gerð A7 14 ár
Agfacolor pappír gerð 11 13 ár
Copyright 1999 Wilhelm Imaging Research Inc.
www.fujifilm.is
FUJIFILM
FRAMKÖLLUN
UM ALLT LAND