Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Síða 11
FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999
f^enning u
Kúplingsdiskur
„Eg kom með þetta að austan í
vaskafati," segir Magnús Pálsson
og sýnir mér hrúgu af oggulitlum
stólum, nærfærnislega skornum
út úr silfurþynnum, suma fasta
saman í flækjum, sem verða á
nýrri sýningu hans í Gailerí i8 í
ýmsu ásigkomulagi. Á mynd-
bandinu í sýningarmiðju virðast
þeir vera í fullri stærð og Magn-
ús situr meira að segja á þeim.
En það er aflt í plati. „Svo kemur
jarðskjálfti á þessu myndbandi,"
segir hann. „Við skjálftann dett-
ur rauðvínskarafla ofan á stól-
ana og kremur þá undir sér og
vínið flæðir um.“
Jarðskjálftasenan er sett upp
sérstaklega á sýningunni sem
eins konar skúlptúr á hillu.
Beint á móti henni er önnur hilla
með heilum stólum. Aðalatriðið
er svo myndbandið sem varpað
verður upp á vegginn sem blasir
við þegar maður horfir inn um
gluggann á galleríinu. Þar verð-
ur það sýnt þó að galleríið sé
ekki opið, jafnvel fram á nætur,
þeim til yndis sem eftir götunni
ganga. „Gafleríið er svo lítið,“
segir Edda Jónsdóttir, eigandi
þess, „mig hefur alltaf dreymt
um að stækka það út í götu - láta
götulífið blandast inn í sýning-
arnar - og stundum hefur það
tekist."
Edda sagðist hafa boðið Magn-
úsi að sýna hjá sér vegna þess
hvað hann hefði haft eindregin
áhrif á íslenska myndlist undan-
fama áratugi. „Hann er hlekkur
í myndlistarsögu þjóðarinnar
sem ekki er hægt að ganga fram-
hjá, og það var mikið atriði fyrir
mig að fá að sýna verk eftir
hann. Ég var líka mjög ánægð
með að fá vídeóverk frá honum
því þá geta vegfarendur notið sýningarinnar al
veg eins og þeir sem koma hingað inn.“
r
Magnúsar
Hér er listamaðurinn með silfurstólum sfnum elns og Gúlliver í Putalandi.
DV-mynd E.ÓI.
Hver er kjarninn?
Á myndbandinu flytur Magnús frumsaminn
texta sem heitir „Kúplingsdiskur" og er fullur
af óvæntum snúningum eins og Magnúsar er
von og visa.
„Þetta er bulltexti," segir Magnús og hlær, og
það er rétt að því leyti að hann ber ýmis ein-
kenni súrrealisma. Setningarnar eru flestar
fullkomlega eðlilegar hver fyrir sig en samband-
ið milli þeirra er ekki sýnilegt með berum aug-
um. Fyndinn verður hann og makalaust frum-
legur eins og þeir kannast við sem muna eftir
fyrri textaverkum Magnúsar, til dæmis leikrit-
inu Sprengd hljóðhimna vinstra megin sem
sýnt var í Þjóðleikhúsinu í samvinnu við Al-
þýðuleikhúsið fyrir nokkrum árum.
„Þetta er svona vitundarflæði," segir Magn-
ús, „og ég ætla að prófa hvað fullkomlega eðli-
legur flutningur gerir við texta sem hefur afar
takmarkaða merkingu. Það er líka gaman að
komast að því hvað situr eftir hjá fólki af svona
texta sem hefur hvorki upphafi né endi og eng-
an þráð! Hvaða tilfinning er í honum, hvaða
bakgrunnur, hvaða kjami er í honum sem mað-
ur situr uppi með á eftir?“
Magnús er meistari orðanna eins og fleiri
myndlistannenn - við nefnum aðeins Sigurð
Guðmundsson og Hallgrim Helgason. Stundum
eru þeir talsvert djarfari í með-
höndlun orðanna en þeir sem kalla
sig rithöfunda.
„Það getur verið að þeir séu
óbundnari," segir Magnús við þess-
um hugleiðingum, „enda væri það
ekki óeðlilegt. Þeir eru ekki búnir
að búa til af sér neina mynd sem
rithöfundi og hætta ekki neinu þó
að þeir brjóti allar reglur!"
- En hvers vegna fórstu sjálfur
að blanda saman mynd og orði?
„Ég veit það ekki, kannski kom
það af sjálfu sér,“ segir hann
hugsi. „Ég var það mikið á flæk-
ingi að ég gat ekki alltaf flutt með
mér áþreifanlega hluti. Þegar mað-
ur vinnur með skúlptúr þarf alltaf
að útvega húsnæði undir hann -
þá verður freistandi að ferðast
með eitthvað auðveldara!"
Magnús býr í London með
enskri eiginkonu sinni og bami en
er mikið heima á íslandi og á
reyndar lögheimili sitt hér. Hann
segist lifa rólegu lífi, vinna að
tveimur-þremur verkum á ári fyr-
ir sýningar og hátíðir sem honum
er boðið á. „Stundum er mér nú
orðið boðið að taka þátt í sýning-
um á svokölluðu „sound-poetry"
(sem þýða mætti ,,hljóð-ljóð“). Ég
hef aldrei kallað mín verk því
nafni heldur „radd-skúlptúra“, en
ég lenti inni í hinni hringrásinni
og er þar. Einnig hef ég lent inni í
þvi sem kallað er „video-poetry" af
því ég er líka með texta.“
Magnús sagðist eiga fullgerðan
leiktexta sem hann væri nýbúinn
að umskrifa, eins konar framhald
af Sprengdri hljóðhimnu vinstra
megin, og vonast til að sjá hann á
sviði einhvem tíma. „Það heitir
Kjötkássan og Brasilíufrænkan og
nafnið segir talsvert um innihald-
ið,“ segir Magnús og er skemmt.
„Þessir textar sem ég skrifa era oft tengdir
því sem ég er að lesa hverju sinni, ég styðst við
aðra texta en fer afar frjálslega með þá, stel,
breyti, staðfæri. Þó að maður noti kannski efni
frá öðrum þá verður úrvinnslan alltaf háð því
hvernig maður er stemmdur sjálfur. Ef maður
er reiður þá verða meinlausustu setningar
kannski ruddalegar!"
Edda Jónsdóttir sagði að ekki yrði aðeins
hægt að sjá myndbandið inn um glugga galler-
ísins á kvöldin heldur yrðu hátalarar úti þannig
að vegfarendur heyrðu texta Magnúsar. „Við og
við þagnar hann og kallar svo skyndilega. Þá
vona ég að fólki bregði svolítið!"
Sýning Magnúsar stendur til 5. desember og
er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18.
Kalevala alls heimsins
Nú em 150 liðin síðan „nýja Kalevala" - það
er að segja 50 ljóða flokkur I stað 32 ljóða
flokksins sem út kom 1835 - var gefið út og af
þvi tilefhi verður haldin hátíð í Nor-
ræna húsinu sem nefnist „Kalevala
alls heimsins". Hefst hátíðin
með upplestri Hjartar
Pálssonar úr Kalevala á
mánudagskvöldið kl.
18, en þá hefst
einnig Norræna
bókasafnsvikan.
Kalevala er
hið fomfræga
finnska sögu-
ljóð, alls um
22.000 ljóðlín-
ur, sem fræði-
maðurinn Elias
Lönnrot safn-
aði saman á
19. öld. Það á
rætur aftur í
forneskju en
elstu upp-
skriftirnar
eru frá 18.
öld. Með því
að yrkja sjálf-
ur í eyður
þjóðkvæð-
anna skapaöi
Lönnrot frásagnarþráð sem lýsir valdabaráttu
á milli Kalevala, lands hetjanna, og Pohja,
Kalevala
landsins í norðri. Söguhetjur eru goðsagna-
kenndar verur sem lenda í miklum og háska-
legum ævintýrum.
Nýja Kalevala er það
kvæði á finnsku, sem
langoftast hefur verið þýtt;
um síðustu áramót
hafði því verið snú-
ið á 46 tungu-
mál. Um þess-
ar mundir
vinnur Hjörtur Pálsson að
nýrri þýðingu á söguljóð-
inu en áður höfðu Karl
Isfeld og Sigríður Ein-
ars frá Munaðar-
nesi þýtt hluta
þess.
í sambandi við
Kalevala-dagskrána mun
Norræna húsið kynna
goðsagnir og ævintýri
frá Eystrasaltslöndum.
Megnið af dagskránni
verður flutt á norrænu
Merki hátíðarársins vísar til sköpunar heimsins sam- okas nsvl unni
kvæmt hinni ævafornu goðsögn sem varðveitt er í
fyrsta kvæði Kalevala. Þar segir frá því að egg fugls ]Aapclcrá hátíð
sem kom af hlmni hafl oltið út í veraldarhafið og brotn-
að þar en úr brotunum urðu til himinn og jörð.
arinnar
Á mánudagskvöldið
kl. 18 verður upplestur Hjartar Pálssonar úr
Kalevala eins og áður sagði.
Á miðvikudagskvöldið kl. 20 verður fyrirlest-
ur dr. Ojcirs Lams frá Lettlandi um lettnesku
söguljóðin Lacplesis. Hann talar á ensku. Á
fimmtudagskvöldið kl. 20 flytur Virginija
Stommiene fyrirlestur, einnig á ensku,
um litháískar goðsagnir og tákn. Föstu-
dagskvöldið kl. 20 verða danstónleikar
Kalevala, sameinaður dans og tónlistar-
spuni, og laugardagskvöldið 13. nóvem-
ber verða Pop-Kalevala tónleikar kl.
20.30. Textar Pop-Kalevala eru úr sögu-
ljóðinu foma en lögin era ný. Sunnudag-
urinn 14. nóvember verður fiölskyldu-
dagur. _____
Listsýningar eru einnig í húsinu á há-
tíðinni. í anddyri era ljósmyndasýningin Pre
Kalevala og sýning á Kalevala skartgripum sem
gerðir eru úr bronsi, silfri eða gulli eftir fom-
um, finnskum fyrirmyndum. Eftir viku hefst
sýningin Lifi kalevala í sýningarsal.
Norræna bókasafnsvikan er nú haldin í
þriðja sinn og er tilgangurinn sem fyrr að
beina athygli að norrænum bókmenntum, í
þetta sinn að sígildu efni úr trúar- og skáld-
skaparheimi norrænna þjóða: hetjukvæðum,
þjóðsögum, ævintýrum og goðsögum en einnig
sögum úr borgarlífi nútímans sem oft sækja
efni sitt í galdratrú og goðsagnir. Vikan hefst á
mánudaginn kl. 18, samtímis á öllum Norður-
löndum. Þá verður slökkt á rafmagnsljósum í
bókasöfnunum, kveikt á kertum og lesið úr
Kalevala og smásagan „Rottan í pitsunni" úr
samnefndri bók Bengts af Klintberg.
Hundur í óskilum
Hinir makalausu Norðlendingar
Eiríkur Stephensen og Hjörleifur
Hjartarson gera stuttan stans í Lista-
klúbbi Leikhúskjallarans á mánu-
dagskvöldið, spila og syngja og
fremja ýmis áhættuatriði. Samkom-
an hefst kl. 20.30 en ykkur er ráðlagt
að koma tímanlega því í fyrra
komust færri að en vildu. Húsið er
opnað kl. 19.30.
Heiðin minni
Nýtt myndarlegt greinasafn um
fomar bókmenntir er komið út und-
ir nafninu Heiðin minni. Ritið er ár-
angur samstarfs Kennaraháskóla ís-
lands og Háskólans á Akureyri og
ritstjórar eru Haraldur Bessason og
Baldur Hafstað. Greinarnar eru
fimmtán eftir jafnmarga fræðimenn,
ellefu íslenska og fióra erlenda,
Bandaríkjamennina Joseph Harris
og Theodore M. Andersson, Þjóðverj-
ann Kurt Schier og Frakkann Jean
Renaud. Allar grein-
arnar eru á íslensku
en efnisútdráttur á
ensku fylgir hverri
grein.
Efnið er fiölbreytt
en tengist allt nor-
rænni goðafræði og
hefiubókmenntum.
Schier skrifar um
eðli og uppruna hinna dularfullu
goða Loka og Heimdallar, Hai-ris um
Sonatorrek, Andersson og Viðar
Hreinsson um Völsunga sögu,
Renaud um Baldur hinn góða eins
og hann kemur fram hjá Saxa. Her-
mann Pálsson birtir drög að nor-
rænni tröllafræði, Heimir Pálsson
skrifar um starfsaðferðir Snorra
Sturlusonar, Haraldur Bessason og
Gísli Sigurðsson rýna báðir í Völu-
spá, Vésteinn Ólason kannar goð-
sagnaminni í rómönsum frá síðmið-
öldum, Ásdís Egilsdóttir á greinina
„Drekar, slöngur og heilög Margrét",
Jón Hnefill Aðalsteinsson skrifar
um blótminni í Landnámabók, Torfi
H. Tulinius um fomeskju í Eyr-
byggju og Baldur Hafstað um Gunn-
ar Þiðrandabana.
Fomar goðsögur hafa laðað að sér
æ fleiri fræðimenn á þessari öld
enda birta þær í margræðum og
spennandi frásögum hugmyndaheim
Qarlægra samfélaga. „Sögur af goð-
um hafa fylgt mannkyni frá því að
það fór að virða fyrir sér heiminn í
kringum sig og gera sér hugmyndir
um upphaf hans og skipulag," segja
ritstjórar í Inngangsorðum. „Þær
eru tungumál sem menningarheildir
um allan heim hafa notað til aö fialla
um veröldina og þann skilning sem
lagöur var í þá heimsmynd sem við
blasti. Því má segja aö goðsögur
(goðsagnir, mýtur) geri það skiljan-
legt sem ekki er unnt að sannreyna
með öðrum aðferðum."
Heimskringla, háskólaforlag Máls
og menningar gefur bókina út.
Lífsgleði
„Lífsgleði-bækumar" hafa hlotiö
fastan sess á íslenskum jólabóka-
markaði og verið í hópi söluhæstu
ævisagnabóka mörg undanfarin ár.
Nú er áttunda bókin í flokknum
komin út og enn er það Þórir
S. Guðbergsson sem hefur um-
sjón með henni og skrálr frá-
sagnimar.
Þau sem segja frá í nýju bók-
inni eru sr. Árni Pálsson fyrr-
verandi sóknarprestur, Herdís
Egilsdóttir kennari sem sagði
svo skemmtilega frá lífi sínu
og starfi í þættinum Maður er
nefndur í Sjónvarpinu sl. mið-
vikudag, Margrét Hróbjartsdóttir
geðhjúkrunarfræðingur og kristni-
boði, Rúrik Haraldsson leikari og
Ævar Jóhannesson sem jafnframt
öðrum störfum hefur þróað og fram-
leitt hiö magnaða lúpinuseyöi.
Alls hafa þá 46 Islendingar rifiað
upp minningar sínar undir heitinu
Lífsgleði. Hörpuútgáfan á Akranesi
gefur bókina út.
Umsjón