Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Síða 13
FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 13 Vonbrigði í hestaskóla Hinn nýi Hestaskóli Hafliða Halldórssonar hóf starfsemi í byrjun árs með fyrsta tíu vikna námskeiðinu. Þið hafið eflaust séð auglýs- ingar frá skólanum eða lesið um hann. Ég var meðal nem- enda 1 fyrsta hópnum og varð fyrir miklum vonbrigðum. Að gesta- kennurunum undan- skildum, sem allir voru afar góðir, voru gæði kennslunnar langt frá því sem búast má við af virtu námskeiði eins og því sem Hestaskólinn virðist bjóða. Gestakennarámir „Ég vil einnig nefna að nemendur voru settir í mikla hættu. Okkur var skipað að fara á bak ungum hestum og ríða í fyrsta skipti, átta manns saman, beint í áttina að þjóðvegi nr. 1.... Það var ekk- ert, hvorki girðing né annað, til að stöðva þau á ef þau byrjuðu að hlaupa.“ „Ég var meðal nemenda í fyrsta hópnum og varð fyrir miklum vonbrigð- um,“ segir m.a. í greininni. Myndin er tekin í Hestaskólanum. stóðu sig vel, eins og ég sagði. Það er synd að þeir skuli aðeins hafa fengið einn dag hver. Og aðeins tveir þessara áfanga voru í reið- mennsku sem er dálítið dapurlegt fyrir „íslenska atvinnureiðskól- ann“. „Virðing" hestsins Hafliði kenndi okkur hin áttatíu prósentin af námskeiðinu. Að mínu viti er hann ekki góður kennari. Hann gerði lítið annað en að gorta af hæfileikum sinum sem tamningamanni og tönnlast á því sí og æ að það sé að- eins ein aðferð, nefnilega hans að- ferð! Og aðferð hans er mjög gamaldags, sem byggist á því að beita hestana þvingunaraðgerð- um til að öðlast „virðingu" þeirra, ef þörf krefur. Að sögn Hafliða er þess oftar þörf en ekki. Og þegar ekki dug- ar að loka unga villta hesta inni í þröngum tökubás, berja þá og sparka í þá er alltaf hægt að bregða reipi um hálsinn á þeim og herða að þannig að þeim liggi við köfnun. Þeim var nær! Mér finnst þetta hræðilegt. Nemendur í hættu Ég vil einnig nefna að nemendur voru settir í mikla hættu. Okkur var skipað að fara á bak ung- um hestum og ríða i fyrsta skipti, átta manns saman, heint í áttina að þjóðvegi nr. 1. Þetta var í fyrsta skipti sem hrossunum var riðið utan dyra, en við höfðum aðeins farið á bak þeim tvisvar eða þrisvar. Ekkert þeirra kunni enn að hlýða taum. Það var ekkert, hvorki girðing né annað, til að stöðva þau á ef þau byrjuðu að hiaupa. Ég varaði við þessu og benti á ábyrgð skólans gagnvart nemendum. 'Viðbrögðin voru þau að það var hlegið að mér. Forráðamenn skólans virtust ekki taka þetta mjög alvarlega. Við fengum þó að riða eftir öðrum leiðum, í þessari fyrstu ferð okkar á hrossunum úti, eftir að við höföum neitað að ríða veginn í átt að þjóðveginum. Gamaldags aðferðir Aðferð Hafliða til að fá nemend- urna með sér (ég efast um að hann geri sér grein fyrir því) er að segja þeim í fyrstu til syndanna hvað varðar alla skapaða hluti og brjóta þá niður (reyndar sagði hann mér að fólk væri eins og hross) en hressa þá við á síðustu vikunum með því að hrósa þeim og verð- launa þá. Manni líður því loksins frábærlega vel eftir allan rudda- skapinn og eftir að hafa verið gerður að fifli fyrir framan allan hópinn. Pabbi er góður við mig! Þetta er aðferð sem nokkrir gaml- ir kennarar og margir herforingj- ar beita. En ég leyfi mér að efast um að maður læri meira um hesta í Hestaskólanum en í hernum. Ég segi að allt sem nemendum- ir fengu unga hesta sína til að gera og allt sem þeir gátu í reiðtímun- um var aðeins vegna þeirra eigin hæfileika og fyrri reynslu. Ég átti von á því að fá bestu kennslu sem völ var á fyrir 440 þúsund íslenskar krónur. Vel imd- irbúnar kennslustundir, svör við spurningum mínum, tíma fyrir umræður. Gestakennararnir stóðu fyrir sínu. Hafliði brást illa. Irma Schortinghuis Kvenskörungar Framsóknar Umhverfismál hafa verið í brennidepli í haust og hafa fram- sóknarmenn tekist á um málið eins og fleiri. Nýlega náðist sam- komulag um að efna til lýðræðis- legrar umræðu um umhverfis-, byggða- og atvinnumál innan flokksins. Sú vinna er að hefjast. Það er ljóst að forysta Framsókn- arflokksins hefur ekki umboð í þessu máli þar sem hún frestaði lýðræðislegri umræðu og at- kvæðagreiðslu um málið á síðasta flokksþingi. Fundað um málefnin Þvi er mikilvægt að koma á framfæri með hvaða hætti um- ræða og niðurstöður flokksþings- ins, sem haldið var i nóvember 1998, um umhverfismál þróaðist. Undirritaður lagði ásamt nafna mínum Ólafi Erni Haraldssyni ríka áherslu á að fjallað yrði um málefni Fljótsdalsvirkjunar í ályktun þingsins. Strax á fyrsta degi þingsins var ljóst að þingfull- trúar skiptust í tvær fylkingar og stefndi í átök um málið. Við Ólaf- ur Öm Haraldsson stóðum fast á því að leggja fram sjáifstæða til- lögu ef málið fengi ekki viðunandi niðurstöðu í nefndinni. Á laugardeginum fengum við þau boð í nefndina að formaður flokksins, Halldór Ásgrímsson, væri eindregið á móti því að fjall- að yrði um málefni Fljótsdalsvirkj- unar. Við svo búið gengum við nafnar af fundi nefndarinnar og hófum undirbúning að því að leggja fram tillögu um málið til umræðu og atkvæðagreiðslu. Þá kom formaður flokksins, Halldór Ásgrímsson, að máli við okkur og óskaði eftir því að við héld- um áfram vinnu í nefndinni og boðin sem bár- ust á fund nefnd- arinnar hefðu ekki verið frá honum komin. Er við gengum á ný á fund nefnd- arinnar kom Finnur Ingólfsson og skýrið sjón- armið forystu flokksins sem voru í meginatriðum þau að ekki væri ljóst hvort virkjað yrði á Fljótsdal fyrr en í júní 1999 þar sem staða í samningum væri óljós og því ekki ástæða til að takast á um málið nú. Sérstaklega í ljósi þess að flokkurinn væri að fara í kosningar og því mik- ilvægt að koma sam- einaðir til leiks. Tillaga um frestun Eftir umhugsun lagði undirritaður fram tillögu um að við féll- umst á ósk forystunnar um að fresta umræðu og atkvæðagreiðslu um málefni Fljótsdalsvirkj- unar gegn því að sam- þykkt yrði ítarleg ályktun um umhverfis- mál þar sem lögð yrði áhersla á mikilvægi frjálsra félagasamtaka og almennings í stefnu- mótun og ákvarðana- töku og þetta yrði sér- stak verkefni á vegum umhverfis- ráðuneytisins. Jafnframt að mikil- vægi alþjóðasamvinnu á þessu sviði yrði dregið skýrt fram. Um- hverfisráðherra hefur hins vegar ekki komið þessum málum til framkvæmda. Siv Friðleifsdóttir hefur notað hvert tækifæri til þess að snúa út úr samþykktum flokksþingsins. En reyndin var sú að það voru for- ystumenn flokksins, Finnur Ing- ólfsson og Halldór Ásgrímsson, sem óskuðu eftir því að umræð- unni um málefni Fljótsdalsvirkj- unar yrði frestað og við því var orðið. Forysta flokksins hefur fall- ist á að lýðræðisleg umræða um þessi mál fari fram og skipað til þess sérstakan hóp. Mikill fengur í Kristni Það er að sönnu nöturlegt að okkar glæsilegi fulltrúi á alþingi, Siv Frið- leifsdóttir, skuli þurfa að lúta í lægra haldi fyrir körlunum í flokkn- um, framkoma þeirra er óviðun- andi. Það er ekki eftirsóknarvert að sitja uppi með ráð- herraembætti þar sem karlarnir í iðn- aðar- og utanríkis- ráðuneyti stjóma alfarið fór. Bæði hvað varðar vinnu við alþjóðlegar skuldbindingar og ekki síst í mál- efnum Fljótsdalsvirkjunar. Þvi tek ég heils hugar undir með Kristni Gunnarssyni, nýbök- uðum framsóknarmanni, að það er ekki sæmandi að koma fram við konur með þessum hætti. Mér er nú ljóst að okkur fram- sóknarmönnum var mikill fengur i Kristni Gunnarssyni sem er svo næmur og skynugur á kvenlega neyð. Það var löngu tímabært að við framsóknarmenn eignuðumst varnarmann fyrir kvenskörung- ana okkar. Ólafur M. Magnússon „Það er ekki eftirsóknarvert að sitja uppi með ráðherraembætti þar sem karlarnir í iðnaðar- og ut- anríkisráðuneyti stjórna alfarið för. Bæði hvað varðar vinnu við aiþjóð- legar skuldbindingar og ekki síst í málefnum Fljótsdalsvirkjunar. “ Kjallarinn Ólafur M. Magnússon bóndi Með og á móti Vínsala í matvöruverslunum Nýkaup í Kringlunni hefur sett upp afgirt vínhorn f versiun sinni og er með atkvæða- greiðslu f gangi á vefnum um það hvort almenningur vilji að vín verði selt í versluninni. Sjálfsagðar neysluvörur „Léttvín og bjór eru sjálfsagð- ar neysluvörur og eins og allar slíkar eru þær bestar í hófi. Ég tel að með betri tengslum víns og matvæla megi stuðla að betri vínmenningu. Ég tel það tímaskekkju að ríkið sjái um smásölu, hverju nafni sem hún nefn- ist. Verslun er hér á því stigi að verslunar- fólki er vel treystandi til þess að selja alla vöru sem á annað borð er leyfi- legt að selja í samræmi við þau skilyrði og reglur sem settar eru af hálfu stjórnvalda á hverjum tíma. Meirihluti almennings er hlynntur þvi að sala á léttvíni og bjór verði leyfð í matvöruversl- unum, enda verði slík sala háð ströngum skilyrðum og eftirliti. Varðandi rökin um aukna neyslu í kjölfarið er rétt að benda á að samsetning neyslunn- ar og form hennar skiptir ekki síður máli. Undanfarin ár hefur sala á sterku áfengi dregist sam- an en neysla á léttvíni og bjór aukist, sem ég tel jákvæða þró- Öllum til tjóns „Nýkaup gefur það út að vera með nýja stefnu í sölumálum. Nú heitir ein nýjungin að selja mönnum vín í matvöruverslun- um. Það hefur áður verið reynt og reynd- ist það tímabil vera hið svartasta í verslunarsögu íslands. Þá hét verslunin Ein- okunarversl- unin danska. Faðir Reykja- víkur barðist t.d. á móti því kúgunarbákni. Nú þegar verslun á íslandi er að nálgast yfirráð einokunarinnar birtist auðvitað hið sanna eðli kúgarans, en það er að slæva lið- iö með áfenginu. Sömu gömlu viðvörunarorðin sem töluð voru á dögum Salómons konungs gilda samt enn og lýsa mínu áliti. „Horf þú ekki á vínið, hve rautt það er, hversu það glóir í bikarn- um og rennur ljúflega niður. Að síðustu bítur það sem höggorm- ur og spýtir eitri sem naðra." Þess vegna er ég á móti því að selja áfengt vín. Vonandi að föð- urandi Reykjavíkur svífi enn yfir vötnunum í borgarstjórn svo þeir opni ekki frekar fyrir vín- inu öllum til tjóns.“ Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og i gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.