Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 Fréttir__________________________________________________________pv Raufarhöfn skuldaði 1,2 milljónir króna á hvern ibúa um síðustu áramót: Skuldirnar horfnar - og kvótinn líka - Qarvinnsla er 21. öld Raufarhafnar, segir sveitarstjórinn „Þó fjölmiðlar og aðrir prelátar hafi verið að blása út skuldastöðu hreppsins þá var hann aldrei á neinni vonarvöl," segir Reynir Þor- steinsson, sveitarstjóri Raufarhafn- arhrepps, en hreppurinn var skuld- settasta sveitarfélag landsins um síðustu áramót. Þá námu skuldirn- ar 1.162 þúsundum króna en munu nema aðeins 25 þúsundum króna í lok þessa árs, að sögn Reynis. Ástæða umskiptanna er einföld: Raufarhafnarhreppur seldi 60% hlut sinn í útgerðarfélaginu Jökli til Útgerðarfélags Akureyringa fyrir 580 milljónir króna fyrr á árinu og hefur greitt niður skuldir í gríð og erg. Skuldirnar í sér félag Nú er svo komið að skuldir Rauf- arhafnarhrepps, sem samtals námu 472 milljónum í árslok 1998, eru að- eins 100 milljónir króna. Þar af er 40 milljóna skuld við hafnarsjóð, sem er í eigu hreppsins sjálfs, og svo skuldir Raufarhafnar við þriðja að- ila sem nema 60 milljónum króna. Reynir segir að fljótlega verði skuld- imar ekki nema 10 milljónir króna, eða tæplega 25 þúsund krónur á hvern hinna rúmlega 400 íbúa hreppsins, þegar íbúðir á vegum hreppsins, og þar með 50 milljóna króna skuld við íbúðalánasjóð, verða færðar í sérstakt félag. „Þetta er eins og flest önnur sveitarfélög hafa gert til að bæta stöðu sveitar- sjóðs. Það munum við líka gera til þess að okkar tölur verði saman- burðarhæfar við reikninga annarra sveitarfélaga, þó slíkt gefl að sjálf- sögðu falska mynd af raunverulegri stöðu. Þannig að um næstu áramót verða skuldir sveitarsjóðs 10 millj- ónir,“ segir Reynir. Rúmar 200 milljónir í sjóði Reynir segir ekki raunhæft að einblína á skuldahliðina vilji menn fá rétta mynd af fjárhagsstöðunni. „Þegar menn skoða reikningana hoppa þeir gjarnan yfir þann lið sem heitir peningalegar eignir en hann sýnir eignir að frádregnum skuldum. Þrátt fyrir þessar miklu skuldir var staða hreppsins mjög sterk,“ segir hann og bendir á að peningaleg eign Raufarhafnar- hrepps, þ.e. eignir umfram skuldir, hafi numiö 115 þúsundum króna á hvern íbúa um áramótin síðustu. Raufarhöfn hafði tekið stórt lán á árinu 1997 til að viðhalda eignarhlut sínum í Jökli samfara hlutafjárút- boði sem þá var í fyrirtækinu. „Þá vorum við að gera upp við okkur hvert við ætluðum að stefna Jökli og skuldastaðan rauk upp úr öllu valdi. En lánið hefur nú verið greitt niður ásamt öllum skammtíma- skuldum. Þannig hafa verið greidd- ar 370 milljónir króna af lánum og hreppurinn á eftir rúmlega 200 milljónir í beinhörðum peningum sem koma á móti áðumefndri 100 milljóna króna skuld. Og í raun á hreppurinn mun meira vegna eigna sinna í fasteignum og ýmsum lausa- fjármunum,“ segir Reynir. Miöaö viö áramót '98 -'99 Þús. kr. 200 Skuldir sveitarfélaga - Þúsundir króna ó íbúa Mestu skuldir Sveitarfélög meö 300 til 999 íbúa i ii ...i hí'..“""—.r 1 i -271,4 -270,2 244,1 -239,4 Skuldir sveitarfélaga - Þúsundir króna ó íbúa Minnstu skuldir Sveitarfélög meö 300 til 999 íbúa <D ■n ■o c Miöaö viö áramót '98 -'99 ÞÚS. kr. 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 Kvótaleiga borgaði tap frystihússins Kvótinn sem fylgdi Jökli til ÚA nam sjö þúsund þorksígildistonnum en hann hafði allur verið leigður ann- að síðustu þrjú til fjögur árin en heimamenn unnið rússaþorsk. Reynir óttast ekki að ÚA hætti landvinnslu á Raufarhöfn. „Þeir hafa gefið það út aö þeir ætli sér að reka hér mjög öfluga vinnslu og það var einmitt verið að fjölga starfs- fólki. En þó að reksturinn á húsinu hafi gengið mjög vel þá er ekkert gef- ið í sjávarútvegi. Eitt ár eru menn að gera ágætishluti en næsta ár er bull- andi tap. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þegar við ráðum ekki lengur yfir kvótanum er ekki sama ör- yggið í rekstrinum á húsinu vegna þess að kvótinn hefur verið að reka húsið, það er að segja; kvótinn hefur verið að borga niður tapið á húsinu undanfarin ár,“ segir sveitarstjórinn. Nú starfá átján mánns viö fjar- vinnslu íslenskrar miðlunar á Raufar- höfn og. Reynir sér mikla framtíðar- möguleika í þeirri grein. „Við ætlum að knýjá Raufarhafnarhrepp inn í 21. öldina óg nota þá peninga sem við eig- um tO þéss að koma af stað fleiri fyr- irtækjum í fjarvinnslu. í allri þessari umræðu um landsbyggðaflótta situr ríkistjórn Davíðs Oddssonar með lausnina í höndunum; það er að ílytja fjarvinnsluverkefnin út á land. Þar er ódýrt húsnæði og stöðugt vinnafl," segir Reynir Þorsteinsson. -GAR LANGUR laugardagur LANGUR LAUGAR- DAGUR LANGUR LAUGAR- DAGUR <$utl afsláttur af öllum vörum in LANGAN LAUGARDAG Laugavegi 49. .... .... Sími 561 7740. TRÚLÖFUNARHRINGAR A GOÐU VERÐI SENDUM MYNDALISTA Full búð aF Flottum undirFötum Mörg tilboð í gangi jÚ^/ÁÁ/o/híAím/ Laugavegi 4 * S. 4473 rtu vlðbúiii etrinum dúnúlpur úlpur • stuttfrakkar • kápur • peysur MESSAGE <9 Cinde^ella cor B-vou\(. áyfU*ttrn$r Laugavegi 83 • Sími 562 3244

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.