Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Page 32
I Sölukössum er lokað kl. 19.30 á laugardögum og dregið kl. 19.45 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö t DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 Parí sjálfheldu á hálendinu Lögreglan á Selfossi óskaði eftir ‘SBstoð björgunarsveitar í morgun til að huga að pari sem fór í Svarta- botna á þriðjudaginn. Parið hugðist vera þar eina nótt en hefur ekki skilað sér. Að sögn lögreglunnar fór félagi fólksins að svipast um eftir því í gærkvöldi en varð að snúa við. Mikið hefur snjóað á þessu svæði undanfarið og verður mjög snjó- þungt þar. Mest snjóaði aðfaranótt miðvikudagsins en fólkið hugðist fara heim þann daginn. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar eru allir hálendisvegir ófærir og ein- göngu hægt að komast að illfærum stöðum á vel búnum jeppum. Skálinn sem parið gisti í er á sýslumörkum Ámessýslu og Húna- ?jíitnssýslu og er innst í dalnum. Lögreglan taldi að fólkinu hlyti að vera orðið kalt þar sem skálinn er ekki sérstaklega vel búinn. Það hafði farsíma meðferðis en ekkert símasamband er á þessu svæði. Björgunarsveit hóf því leit í morg- un. -hól Heim með * Svanavatniö I Helgarblaði DV er viötal við Helga Tómasson, stjórnanda San Francisco-ballettsins sem mun sýna Svanavatnið á Listahátíð í Reykja- vík i sumar. Helgi segir frá upp- byggingu ballettflokksins, danshöf- undarferli sínum og nýjasta áhuga- málinu. Birtir verða kaflar úr 2. bindi ævisögu Einars Benediktsson- ar og úr ævisögu Jóns Leifs sem kemur út á næstu dögum. Einnig er spjallað við rithöfundinn Ólaf Gunnarsson, skyggnst í ljósmynda- bók Maríu Guðmundsdóttur og rætt við serbneskan lækni sem hefúr starfað með Læknum án landamæra eh starfar nú á Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Leikrit Karls Ágústs Úlfssonar, Ó - þessi þjóð, var frumsýnt í gærkvöld í Kaffileikhúsinu. Þetta er ný revía eftir Karl í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur. Á myndinni eru kampakátir aöstandendur sýningarinnar. Frá vinstri: Óskar Ein- arsson tónlistarstjóri, Vala Þórsdóttir og Erla Ruth Harðardóttir leikkonur, Agnar Jón Egilsson leikari og höfundur- inn, Karl Ágúst Úlfsson. DV-mynd Teitur Utanríkisráðuneyti sagt hygla einu fyrirtæki á kostnað annarra: Viðskiptasam- böndum spillt - segja Samtök verslunarinnar. Veit minnst, segir utanrikisráðherra „Fulltrúar ráðuneytisins eru bein- línis að blanda sér í markaðsátak Fiskmiðlunar Norðurlands með því að bjóða til mikillar kvöldverðar- veislu og senda út í nafni ráðuneytis- ins bréf þar að lútandi," segir Stefán S. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunarinnar, sem hafa sent Halldóri Ásgrímssyni utanríkis- ráðherra bréf með harðyrtri gagnrýni á þátt ráðuneytisins í markaðsmálum íslenskra fiskútflutningsfyrirtækja í Nigeríu. í bréfmu segir að með aðkomu ráðuneytisins aö kynningarmálum eins fyrirtækis (Fiskmiðlunar Norð- urlands) á Nígeríumarkaði hafi ráðu- neytið farið „langt út fyrir það sem hægt er að flokka sem almennt kynn- ingarstarf og þannig ekki gætt jafn- fræðis meðal útflytjenda sambærilegr- ar vöru og jafnvel komið viðskipta- samböndum annarra íslenskra fyrir- tækja í uppnám". „Ég hef verið erlendis og veit nú minnst um þetta mál. Sverr- ir Haukur Gunn- laugsson ráðu- neytisstjóri hefur verið alveg í þessu þannig að ég vísa á hann í því,“ segir Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráð- Halldór herra. Ásgrímsson. Auk Sverris fór Benedikt Höskuldsson, forstöðumaður viðskiptaþjónustu ráðuneytisins, til Nígeríu. Þeir fóru utan á þriðjudag en eru væntanlegir heim á laugardag en kaupstefnu Fiskmiðlunar Norður- lands lýkur á mánudag. Ekki náðist í Sverri Hauk í morgun enda er hann í Nígeriu að spjalla við -viðskiptavini keppinauta Fiskimiðlunar Norður- lands þar í landi. Stefán segir framtak utanríkisráðu- neytisins m.a. hafa orðið til þess að einn skreiðarútflytjandi hafi í gær gert sér sérstaka skyndiferð til Níger- íu til að gæta sinna hagsmuna. „Hann taldi málið það alvarlegt, að það gæti spillt fyrir hans samböndum og að hann yrði að fara út. Menn eru alveg hundfúlir." Að sögn Stefáns er ekki við Fisk- miðlun Norðurlands að sakast í mál- inu. „En ráðuneytið gengur fulllangt í að styðja við bakið á þessu fyrirtæki. Þetta getúr spillt fyrir viðskiptasam- böndum annarra fyrirtækja og það er einmitt þarna sem opinberir aðilar þurfa að setja strikið; að fara ekki nið- ur á sölusviðið sem er verkefni fyrir- tækjanna. Það er enginn akkur að því fyrir Island að ráðstafa skattfé til þess að kynna íslenska framleiðsluvöru og flytja útflutningsviðskipti frá einu is- lensku fyrirtæki yfir í annað.“-GAR Veðrið á morgun: Rigning eða slydda sunnanlands Suðlæg átt, 10-15 m/s verður sums staðar vestanlands en annars hægari. Rigning eða slydda verður sunnanlands en slydda eða snjókoma norðvestan til. Hiti 0 til 6 stig. Veðrið í dag er á bls. 29. Guðmundur Kristján Guðbjörns- son, tólfti fanginn í stóra fíkniefna- málinu, yfirgefur Héraðsdóm í gær í fylgd Arnars Jenssonar frá efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. DV-mynd S Fíkniefnafangarnir: Líklega í haldi fram að dómi Héraðsdómur Reykjavíkur fram- lengdi síðdegis í gær gæsluvarð- haldsúrskurð yfir tólfta fanganum í stóra fíkniefnamálinu um eina viku. Maðurinn var handtekinn á heimili sínu í Vogum á Vatnsleysu- strönd sunnudaginn 24. október síð- astliðinn. Gæsluvarðhaldsúrskurðir allra fanganna í stóra fikniefnamálinu renna út á næstunni en samkvæmt heimildum DV má telja næsta víst að hinir grunuðu sem í haldi eru verði látnir sitja inni áfram. „Það er engin regla í þessu sam- bandi. Það eru þó fordæmi þess að menn séu látnir sitja inni frá því að ákæra er gefin út og þar til dómur gengur ef sakir eru taldar miklar," sagði Jón Snorrason hjá efhahags- brotadeild ríkislögreglustjóra. -EIR Hestaskólinn: Nemendur í hættu - segja fyrrverandi nemar „Ég vil einnig nefna að nemendur voru settir í mikla hættu. Okkur var skipað að fara á bak ungum hestum og ríða í fyrsta skipti, átta manns saman, beint í áttina að þjóð- vegi númer 1. Þetta var í fyrsta skipti sem hrossunum var riðið utan dyra, en við höfðum aðeins far- ið á bak þeim tvisvar eða þrisvar." Þetta segir m.a. í grein Irmu Schortinghuis, fasteigasala í Hollandi, í DV í dag. Þar lýsir hún reynslu sinni af Hestaskólanum að Ingólfshvoli, en hún var þar við nám sl. vetur. Tvær greinar sama efnis, eftir Imu og annan fyrrver- andi nemanda skólans, hafa beðið birtingar hjá hestatímaritinu Eið- faxa síðan í vor. -JSS Sjá nánar bls. 2 og 13 Dagatöl NYIAR tV VÍDDIR Sími 569 4000 Hafnarbraut 23, Kóp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.