Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Page 6
 Jenni Laugardagskvöldið 19. desember 1981 kom upp eldurl Sjálfstæðishúsinu á Akureyri, aðal- samkomustað Akureyringa, og skemmdist húsið mikið. Slökkvilið Akureyrar var kvatt á staðinn um kl. 21 en þegar að var komið stóðu eldtungurnar upp úr þaki hússins. Á þessum tímapunkti höfðu þeir gestir sem í húsinu voru ekki orðið eldsins varir. Slökkvi- starf stóð fram yfir miönætti en erfitt var að eiga við eldinn sem var mestur í þaki hússins. Skemmdir af völdum elds og vatns urðu mikl- ar og tjónið nam nokkrum milljónum króna. Manntjón varð ekki neitt og sem betur fer sluppu allir ómeiddir. Börnin á Akureyri döns- uðu ekki í kringum jólatréið í Sjallanum þetta árið og Akureyringar urðu að finna sér annan samastað til þess að fagna áramótunum. f Ó k U S 5. nóvember 1999 Jón Gnarr er alveg einstakur maður, fyndinn og skemmtilegur. Hann er svo einstakur að eftir langan og strangan rannsóknarleiðangur umsjónar- manns þessa dálks kom 1 ljós að það er aðeins einn maður á jarðríki sem svipar til Jóns. Sá heitir Jenni og er stjórnarmaður í norska borðtennissam- bandinu. Þegar umsjónarmaður dálksins hitti hann á flugvellinum i Mílanó - þar sem Jenni var á leið á fund Evrópusambands borðtennissamtaka - kom í ljós að Jenni er voða fyndinn maður. Og dulur eins og Jón. Þess vegna vitum við ekki föðurnafn Jenna. Kannski heitir hann Jenni Gnarr - hver veit? Þorsteinn og Halldór hafa skapaö fígúruna Ommu Ru sem lesendur Fókus fá aö kynnast betur i vetur. Tryggvi Gíslason skólameistari. Ég var að flytja „Nú, ég man vel hvar ég var þennan dag. Þann dag flutti ég með stórfjölskyldu minni í nýtt einbýlishús á Þórunnarstræti. Við stóðum í flutningum allan daginn en bruninn vakti mikla athygli á Akureyri. Eldri synir mínir fóru á vettvang til að skoða ummerkin en sjálfur skoðaði ég ekki verksummerki fyrr en daginn eft- ir, minnir mig. Ég sá mjög mikið á eftir Sjallanum þótt ég tilheyrði ekki hinni eiginlegu Sjallakyn- slóð. Vinur minn, tónlistarmaður- inn Ingimar Eydal, setti eftir- minnilegan og skemmtilegan svip á staðinn og það var eftirsjá í hús- inu. Það var snjór og snjókoma all- an daginn. Þetta var sannkallaður vetrardagur á Akureyri." Gríðarleg þrá Ég fæddist með þeim ósköpum að vera haldinn yfirnáttúrlegum áhuga á pólitík," segir Björgvin G. Sigurðsson, háskólanemi og þing- maður. „Maður byrjaði að pæla í þess um fimmtán ára aldur, lesa blööin og hlusta á útvarpið. Á þeim tíma var fólk að koma fram á sjón- arsviðið eins og Ólafur Ragnar Grímsson, Jón Baldvin Hannibals- son og Margrét Frímannsdóttir. Fólk sem er orðsins listamenn og var auðvelt að hrífast af.“ Ræðu- snilld getur vissulega galopnað augu og eyru fólks. Björgvin tók eft- ir þessum mönnum og fór að íhuga pólitik. Geri allt sem ég get „Ég upplifði mig strax sem mjög einlægan og eindreginn jafnaðar -og félagshyggjumann. Það er einmitt þessi gríðarlega þrá eftir réttlætinu sem heldur manni við pólitikina. Ég vil gera allt sem ég get til að stuðla að þjóðfélagi jöfnuðar og rétt- lætis á íslandi," segir þingmaður- inn og bætir við: „Enda hef ég helg- að mig því hvað varðar menntir. Ég er í mastersnámi í heimspeki þar sem ég tek eingöngu kúrsa sem lúta að stjórnmálaheimspeki. Um þessar mundir er ég að skrifa um réttlæt- iskenningar hinna ýmsu heimspek- inga.“ Veröur stúdentapólitíkin ósköp lít- ilvœg í samanburði viö þingiö? „Ég tók aldrei beinan þátt í stúd- entapólitíkinni og var aldrei í fram- boði fyrir Röskvu þótt ég styddi hana. Ég var auðvitað ritstjóri stúd- entablaðsins og tengdist stúd- entapólitíkinni þannig. Stúd- entapólitíkin er engan vegin létt- væg, heldur annars eðlis en þingið. Hún fókuserar á lltið samfélag," út- skýrir Björgvin. Engin tækifærismennska Nú er Samfylkingin nýtt stjórnmála- afl og hentugur vettvangur til að koma sér áfram. Spilar þaö inn í flokksvaliö? „Nei, hjáipi mér,“ hlær Björgvin. „Ég er eindreginn samfylkingarsinni. Það er engin tækifærismennska í kringum Samfylkinguna. Ég gekk upphaflega í Alþýðubandalagið því það rímaði við mínar skoðanir. En ég hef alltaf verið sannfærður um kosti sameiningar. Einn af fyrstu stjóm- málafundunum sem ég fór á var hald- inn af Ólafi Ragnari og Jóni Baldvini um sameiningu A-flokkanna. Sá fund- ur hét „Á rauðu ljósi" og var haldinn árið 1988,“ segir Björgvin og glottir út í annað. Á blaðsíðu 24 er að finna nýja teiknímyndasögu sem er að hefja göngu sína í Fókusi. Serían ber heitið „Amma Fía“ o fjallar um mjög sérstaka eldri konu, svo ekki sé meira sagt. Vonum að við fáu mörg lesendabréf* Björgvin G. Sigurösson er eini neminn i Háskóii ís- lands sem á sæti á þingi steinn, en svo útfœrir Haraldur hana. Er útkoman eins og þú hugs- aðir þér? „Haraldur er algjör snillingur og rosalega góður teiknari. Ég þurfti hins vegar að leggja hart að hon- um um að hafa persónumar gróf- ari og hvatti hann til að gera þær aðeins ljótari. Ef hann hefði fengið að ráða alveg einn þá hefðu þær verið mun fallegri," segir Þor- steinn. Grín að sjúklingum .Nú er maöurinn hennar Fíu mik- ill sjúklingur og viröist hafa alzheimer eöa einhvern álíka sjúk- dóm. Er ekki óvióeigandi aö vera aö gera grín aö sjúklingum? „Jú, satt segirðu, þetta er kannski óviðeigandi og ég er eigin- lega hissa á sjálfum mér að detta þetta í hug,“ segir Þorsteinn hugsi.“ Við erum samt síður en svo „Hugmyndin að Ömmu Fíu kviknaði út frá konu sem bjó hér í Reykjavík og býr kannski enn. Hún gekk alltaf um berbrjósta þó hún væri komin á háan aldur og í góðu veðri mátti oft sjá hana úti í garði á túttunum. Þetta var kannski ekki svo slæmt því hún var með mjög falleg brjóst orðin þetta gömul,“ segir Þorsteinn Guðmundsson sem hefur ásamt Haraldi Baldurssyni skapað serí- una um Ömmu Fíu. Þorsteinn sér um talið en Haraldur um mynd- irnar. „Við Haraldur erum vanir að vinna saman og erum báðir í aug- lýsingabransanum og það má segja að hugmyndin hafi kviknað svona í einum kaffitimanum. Við vorum að vinna við mjög leiðinlegt verk- efni og vorum svona að skemmta okkur við að búlla þessar persónur upp,“ segir Þorsteinn um það hvernig þessi sería hafi fæðst. Með flott brjóst „Amma Fia er mjög gömul og ljót kona en samt með fín brjóst og hjarta úr gulli,“ útskýrir Þor- steinn. „Hún er mjög frjálslynd en mað- urinn hennar er sjúklingur og er frekar svona daufur í dálkinn og starir bara út í loftið allan liðlangan daginn. Við sögu kemur einnig dótt- ir þeirra, sem er kennslukona, og fullt af öðru fólki,“ segir Haraldur. Sagan gerist að mestu leyti heima hjá Fíu en gamla konan skreppur líka mikið á djammið og dregur alls konar lýð með sér heim. Hvernig hefur samvinnan geng- iö? Nú er sagan hugmynd þín, Þor- Svona lítur fjölskyida að reyna að hneyksla fólk.“ En er þessi myndasaga fyndin? „Já, þetta er alveg bráðfyndið. Þetta er samt kannski svona húmor sem vinnur á,“ segir Har- aldur. „Ég hef ekki hugmynd um það hvort fólki muni fínnast þetta fynd- ið og eiginlega er mér alveg sama. Það er ágætt að gefa fólki eitthvað til þess að hneykslast yfir og fá út- rás fyrir innibyrgða reiði. Það er hollt. Ég vona að við fáum mörg lesendabréf sem munu hvetja okk- ur til dáða,“ segir Þorsteinn. Les- endur geta sjálfir flett upp á síðu 24 og athugað hvað þeim finnst. Nú, og þeir sem líst alls ekkert á þetta geta sent lesendabréf á Fókus og við komum þeim til þeirra Haralds og Þorsteins. -snæ Hvar vars laugardagskvöldi 19. des.1981 kl o ms 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.