Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Page 15
aldir upp í kauphöllum úti í heimi
og það snjallir, margir hveijir, að
þeir sem hingað til hafa setið í
ákvörðunarstólum og við völd sjá
ekki við þeim.
„Þessir ungu gullgrafarar eru
kallaðir barnabankastjórar," held-
ur Sigmjón áfram, „en mín tak-
markaða reynsla af þeim er að þeir
eru allir eldklárir, yfirleitt vel
menntaðir og víðsýnir og ég myndi
veðja á þá hvenær sem er.“
Ertu kapítalisti?
„Ég lít á það þannig að hluti af
þeirri þversögn sem býr í mér er
að í aðra höndina er ég þessi eld-
harði amerískmarkaði bissness-
maður en í hina höndina er ég fé-
lagshyggjumaður sem hef engan
áhuga á að græða peninga pening-
anna vegna. Peningar eru og eiga
að vera hreyfiafl og hvati til að ýta
undir nýsköpun og framþróun á
öllum sviðmn, hvort sem um er að
ræða viðskipti eða listir. Að safna
peningum í sarpinn er jafnsiðlaust
og að sóa þeim.“
Fjörðurinn góði
Hvar ertu núna?
„Ég er nú bara í göngutúr," seg-
ir Sigurjón en þannig nær hann
deginum úr sér. Annað hvort með
langri gönguferð eða TM-hug-
leiðslu sem hann reynir að iðka
tvisvar á dag.
Ertu ekki kominn i þá stööu í dag
að þú getir gert hvaö sem þú vilt?
„Það er nú sagt í kvikmynda-
bransanum að þú sért bara jafn-
góður og síðasta mynd sem þú
gerðir."
Hvaö meö heimferö, á ekkert aö
fara að flytja heim?
„íslendingar eru húnir að tala
um að fá mig heim í 15 ár en þar
sem ég eyði miklum tíma á íslandi
þá finnst mér ég halda góðum
tengslum. Ég á líka hús á íslandi
og stimda viðskipti en er samt
nokkuð viss um að ég kem ekki
heim á næstu fimm árum. Samt
veit maður aldrei.“
Og þú ért aö spá í aö kaupa þér
fjörö?
„Já,“ segir Sigutjón og hlær.
„Maður kemur kannski heim ef
maður fær fjörðinn góða.“ Fjörður-
inn góði heitir Hellisfjörður og Sig-
urjón er enn að reyna að kaupa
hann. „Þetta er nú dæmigert ís-
lenskt með fjörðinn góða fyrir
austan. Ég er viðriðinn kaup á
þessum firði og það er komið í
blöðin."
gaman að sjá hvað kemur út úr
því.“
Á nœstunni koma frá syni þínum
tvœr ef ekki þrjár íslenskar biómynd-
ir. Ertu ekkert aö hjálpa honum viö
Jjármögnun?
„Nei. Það var einmitt einn úr kvik-
myndabransanum heima að spyrja
mig út í það af hveiju ég tæki ekki
meiri þátt í því sem Þórir er að gera
en ég vil alls ekki gera neitt til að
hafa áhrif á hans myndir nema þá að
gefa honum góð ráð. Ég hef alla vega
aldrei látið Þóri hafa neitt og ég vildi
fá hann, á sínum tíma, hingað út í
kvikmyndaskóla í Hollywood," segir
Siguijón og bætir því við að sonur
hans hafi ándúð á Hollywood.
En nú ertu aftur farinn að ala upp.
Þiö Sigríöur œttleidduö Sigurborgu,
sem nú er fimm ára, fyrir nokkrum
árum. Er ekki skrýtið að verða pabbi
í annað sinn?
„Jú. Þaö er mjög athyglisvert að
ala upp bam í annað sinn og maður
hefur orðið að hægja aðeins á sér til
að njóta uppeldisins. Þetta er allt
öðruvísi en þegar Þórir var bam. Það
er lítið sem ekkert kynslóðabil á
milh mín og Þóris. Margir vina hans
eru vinur mínir og þess vegna vil ég
meina að maður eigi annað hvort að
eignast bam mjög ungur eða á miðj-
um aldri þegar maður hefur róast að-
eins.“
Ekki með leikstjóra-
drauma
En hefur þig aldrei langaö til aö
leikstýra myndum í staö þess að
framleiöa þær?
„Nei. Þó ég sé fagmenntaður leik-
stjóri hef ég ekki viljað leikstýra
myndum. I fyrsta lagi hef ég verið
svo heppinn að vinna með mörgum
af bestu leikstjómm heims og það er
erfiður samanburður. í öðru lagi þá
hentar mér best að vera með tíu
bolta í loftinu í einu. En ef það
myndi hægjast eitthvað um hjá mér
gæti ég hugsað mér að skrifa og
kannski geri ég það einhvem tima á
næstu öld.“
Nú framleiöiröu kvikmyndir til af-
þreyingar fyrir fólk úti um allan
heim, hvaö gerir þú þér til afþreying-
ar?
„Min helsta afþreying er að lesa
og ég kaupi mikið af íslenskum bók-
um þegar ég er á íslandi en
kanadískum bókum þegar ég er í
Kanada og svo framvegis. Ég reyni
svona að kynnast því sem er helst á
döfinni í því landi þar sem ég er
staddur í það og það skiptið.“
Hefurðu einhvern tíma lesiö bók,
keypt réttinn og filmaö?
„Já. Til dæmis Wild at Heart og
Thousand Acres.“
Svona að lokum: Þegar þú varst í
flugvélinni á leiöinni út í nám í
Bandaríkjunum, hvarflaói þaö aö
þér aö þú yröir staddur þarna í dag?
„Ég hafði nú alltaf hugsað mér að
læra kvikmyndagerð og fara svo
heim og gera íslenskar kvikmyndir.
Þegar ég var búinn í námi var kon-
an mín enn í námi og ég fór að finna
' mér eitthvað að gera,“ segir Sigur-
jón og sá hefur aldeilis fundið sér
eitthvað að gera. -MT
Eldra barn Siguijóns og konu
hans Sigríöar Þórisdóttur er kvik-
myndaframleiðandi eins og pabb-
inn. Hann heitir Þórir Snœr og
ólíkt pabbanum framleiðir hann
myndir á íslandi, á íslensku.
„Auðvitað finnst mér spennandi
að Þórir skuli vera að gera það
sem ég ætlaði mér að gera fyrir 20
árum. Ég ætlaði mér alltaf að fara
heim og framleiða myndir á ís-
landi. En nú eru alla vega mjög
spennandi hlutir í gangi heima og
Það er erfitt að vera manneskja og þeim mun ómögulegra að
vera heiðarleg manneskja. Þetta veit Fókus og getur eiginlega
ekkert gert í þessu annað en að hvetja fólk til að taka þetta
próf hérna og reikna út hvort þér sé bjargandi eða að þú sért
á beinni leið á Hraunið og munir á endanum brenna í helvíti.
Ertu glæpahundur?
®Ef þú færð vitlaust til baka í búðinni, vílarðu ekki
fyrir þér að stela upphæðinni, enda er þetta allt sama
fýrirtækið? Já Nei
0Þú átt svartan skuldlausan BMW? Já Nei
#Hefurðu einhvem tima farið niður í bæ og dottið í
það, verið í réttum og teigað brennivín fyrir framan
fullt af fólki eða
með einhverjum
hætti drukkið á
almannafæri?
Já Nel
#Hefurðu hengt
upp plakat á raf-
magnskassa?
Já Nel
#Finnst þér
sjálfsagt að horfa
á sjónvarpið hjá
vini þínum án ^
þess að hafa
samband við Innheimtudeild Ríkisútvarpsins?
Já Nel
#Finnst þér leikritið Rómeó og Júlía góð skemmtun
þrátt fyrir að verkið fjalli um tólf ára krakka sem gifta
sig og þar af leiðandi er efnið viðbjóðslegt barnaklám?
Já Nel
#Hefurðu pissað í námunda við alþingishúsið þannig
að eitthvað gæti hafa slest á það ef vindáttin hefði ver-
ið rétt? Já Nei
®Hefurðu stolið smápeningum frá foreldrum þínum?
Já Nel
®Hefurðu átt gæludýr sem dó vegna vanrækslu?
Já Nel
#Ef systir þín eða besta vin-
kona væri einstæð móðir en
byrjuð að dúlla sér með ein-
hverjum gæja sem væri
nánast fluttur inn en hún
vildi ekki gera mikið úr
því til að tapa ekki barna-
bótum, myndirðu hylma yfir
með henni?
#Yfirmaður þinn kemur
til þín og
segir þér
að þú haf-
ir staðið
þig ofsa-
lega vel í
góðærinu
síðustu mán-
uði og til að und-
irstrika ánægju slna gefur hann þér
nýjan GSM-síma. Biðurðu hann vin-
samlegast um að gefa símann upp sem
fríðindi og borgar af honum skatt? já Nei
#Hefurðu sofið hjá manneskju sem var yngri en átján
ára þegar mökin áttu sér stað? Já Nei
®Hefurðu einhvern tíma grætt á samförum annarra?
Til dæmis þegar systir þín eða frænka var að passa
þig í gamla daga og einhver gaur kom í heimsókn og
gaf þér fullt af nammi til að þú myndir halda kjafti á
meðan hann færi inn í herbergi með tíkina og tæki
hana? Já Nei
#Hefurðu freistast til að fara yfir á rauðu ljósi þegar
engir eru á ferli? Já Nei
#í Bretlandi er eingöngu leyfilegt að tveir karlmenn
stundi endaþarmssamfarir og þá ólöglegt fyrir konu og
karl að stunda slíkan ólifnað. Hefurðu stundað enda-
þarmssamfarir við hitt kynið í Bretlandi? Já Nei
# Gefurðu þau símtöl upp til skatts, sem launafríð-
indi, sem þú hringir fyrir sjálfan þig í vinnunni?
Já Nel
#Áttu hníf með yfir sjö sentímetra löngu blaði sem
þér þykir sjálfsagt að fara með út úr húsi ef svo ber
undir? Já Nei
#Hefðuröu stundað samfarir undir berum himni?
Já Nel
#Keyrirðu aldrei hraðar en á 30 kílómetra hraða í
íbúðarhverfi? Já Nei
#Þegar þú gengur út úr rikinu með fuflan plastpoka
af brennivíni er þér þá skítsama um að þú ert að
brjóta lög um að bannað er að hafa brennivín undir
höndum á almannafæri? já Nei
#K a u pir ð u
óskrásettar eftir-
líkingar (eða,
hreinlega falsan-
ir) á heimsþekkt-
um vörumerkjum
í Kolaportinu?
Já Nel
#Er eitthvað for-
rit í tölvunni
þinni fengið með
ólöglegum hætti,
þá kóperað eða
fengið hjá vini?
Já Nel
#Vinnurðu hjá Rimax-kjötvörum? Já Nei
#Hefurðu keypt brennivín einhvers staðar annars
staðar en í ÁTVR? Já Nei
#Þegar þú leggur í bílastæði með stöðumæli og sérð
stöðumælavörðinn ganga í burtu, sleppirðu því þá að
borga í þeirri trú að hann muni ekki koma aftur fyrr
en eftir klukkutíma? Já Nei
#Fyndist þér ekkert mál að fjölfalda klámmynd fyrir
vin þinn? Já Nei
#Hefurðu reykt hass eða marjuana eða tekið kókaín
eða amfetamín í nefið eða gleypt Ecstacy eða sýru?
Já Nel
#Ef frændi þinn, sem er nítján ára og hljóp yfir einn
bekk í Menntó, væri að útskrifast sem stúdent úr MH
og bæði þig að redda sér kippu af bjór i tilefni dagsins
myndirðu láta það eftir honum? Já j Nei
#Hefurðu tekið
geisladisk eða
hljómplötu upp
á kassettu án
þess að hafa
samband við
höfundinn?
Já [ Nei
#H e f ð u r ð u
barið frá þér
þannig að ein-
hver hljóti
minnsta skaða
af? Já Nel
Teldu stigin
Fyrir hvert „Já“ færðu fimm stig en tvö fyrlr „Nel“.
1-59 stlg: Jæja, kallinn (eða kerlingin). Þú ert ekki bara lyginn og ófyrir-
leitinn heldur glæpahundur af verstu gerð þar sem það er ekki hægt að
fá undir 60 stigum í þessu prófi. Hvernig fórstu eiginlega að þessu? Ann-
að hvort ertu svona heimskur að þú getur ekki lagt saman eða þú ert for-
fallinn lygalaupur. Þú ert mjög sár yfir því að þínu aðalheimili, Keisaran-
um, var lokað í vikunni, er það ekki? Eina von þín er að Jesú Kristur end-
urfæðist á íslandi, hitti þig og frelsi. Haldi þér frá dópi og þjófnaði eða
snerti þig með þeim hætti að þú fáir eitthvað af heilasellunum sem þú
hefur drukkið frá þér, aftur.
60-89 stlg: Sæll, Jesús. Hvar hefurðu verið? Þú ert heilagri en Maria
mey. Ert eflaust hrein mey eða hreinn sveinn og ef þú býrð yfir þeim hæfi-
leikum að lækna sjúka - sem þú eflaust gerir - ertu vinsamlegast beð-
inn að tilkynna þig I afgreiðslu DV. Við ætlum að taka viðtal við þig í
Kirkjugörðum Reykjavfkur til að athuga hvort þú getir lífgað hina látnu viö.
En ef þú ert ekki, Jesú, þá er nokkuð Ijóst að einhver óprúttinn aðili
hefur lokað þig inni við fæðingu og ætlar aldrei að hleypa þér út. Búðu
þér til vopn úr hnífapörum og berstu, berstu, berstu.
90-119 stlg: Helgin er að koma og þú veist því hvað þú átt í vændum.
Ef þú vaknar ekki einn morguninn á löggustöðinni þá munu þeir heim-
sækja þig eftir helgi vegna gruns um að þú hafir framið eitthvað af glæp-
unum sem framdir voru um helgina. Auðvitað ertu saklaus en það eru all-
ir saklausir. Þú verður að taka þig á og reyna að ganga þröngan veg rétt-
vísinnar sem góður maður. Það væri því best fyrir þig í stöðunni að tölta
niður á Lögreglustöð og játa allt.
Yflr 120 stlg: Þetta er auðvitað sjokk fyrir þig en þar sem þú ert á Hraun-
inu ráðleggur Fókus þér að hafa samband við fangelsissálfræðinginn og
ræða þetta við hann. En kannski gengur það ekki. Ætli fangelsismála-
stjórinn banni þér ekki að tala við hann vegna sparnaðar. En það bannar
þér enginn að tala við sjálft almættið. Það er líka eina vitið. Spurðu al-
vitran guð þinn hvort þú eigir þér viðreisnarvon. Hann svarar auðvitað
ekki en þú getur huggað þig við að ef hann myndi tala við okkur mennina
þá myndi hann segia þér að þú færir til helvítis.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■
mm
wmmm
5. nóvember 1999 f ÓkllS