Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1999, Síða 21
artin Lawrence
?glumanninn
ian hann fæst vid
ilgast demant
éímur árum.
svalasti
Hin kostulega spennu- og gam-
anmynd Bad Boys gerði tvo
óþekkta leikara að stjörnum, Will
Smith og Martin Lawrence. Þeir
stóðu jafnfætis eftir þá mynd en
vegm- Will Smith hefur allur verið
upp á við, á meðan Martin
Lawrence lék í misheppnuðum
kvikmyndum þar til nú að Blue
Streak sló óvænt í gegn í Banda-
ríkjunum þar sem hún hefur ver-
ið meðal vinsælustu kvikmynda á
undanfórnum vikum.
Hvort vinsældirnar hafi eitt-
hvað með það að gera að Martin
Lawrence veiktist lífshættulega
nokkrmn dögum fyrir frumsýn-
ingu skal ósagt en alla vega þykir
hann fara á kostum í hlutverki
meistaraþjófs, sem þarf að dulbú-
ast sem rannsóknarlögregla til að
nálgast þýfi sem hann faldi fyrir
tveimur árum.
Lawrence leikur Miles Logan,
sem tveimur árum áðm- hafði ver-
ið svikinn af félaga sínum. Þeir
höfðu staðið fyrir miklu ráni í
New York á demant sem metinn
er á 20 milljón dollara. Þegar rán-
ið mistekst vegna svika tekst
Miles að fela demantinn áður en
hann er handsamaður af löggunni.
Hann felur demantinn í nýbygg-
ingu einni og leggm- vel á minnið
hvar staðurinn er: „Þriðja hæð,
norðurhliðin - homið á Fimmtu
og Grand-stræti. Miles afplánar
tveggja ára dóm í fangelsi og fer
strax að felustaðnum. Þegar þang-
að er komið bregður honum held-
m- betur í brún því þá sér hann að
húsið, sem demanturinn er falinn
í, er lögreglustöð. í fyrstu ákveður
Miles að dulbúast sem pitsusendill
og ráfa um lögreglustöðina til að
forvitnast um afdrif þýfisins.
Hann hefur ekki árangur sem erf-
iði í því hlutverki. Það þarf mun
áræðnari áætlun sem felst í því að
Miles dulbýr sig sem rannsóknar-
lögreglumaður. Hann kallar sig
Malone og fellur strax inn í hóp-
inn enda maður mannblendinn og
með kjaftinn á réttum stað. Hann
fær þó ekki mikinn frið til að
finna demantinn góða því afbrotin
eru mörg sem þarf að leysa, auk
þess er honum fenginn félagi í
læri sem erfitt er að umbera..."
Auk Martins Lawrence leika í
myndinni Luke Wilson, Peter
Greene, William Forsythe, Dave
Chapelle og Nicole Ari Parker.
Leikstjóri er Les Mayfield sem síð-
ast leikstýrði Flubber með Robin
Williams i aðalhlutverki. Aðrar
myndir sem hann hefur leikstýrt
eru Miracle on 34th Street og
Encino Man.
-HK
*
- *
Martin Lawrence er í tvöföldu hlutverki í Blue Streak, lögreglumaður á yfirborð-
inu en demantsþjófur í eöli sínu.
Martin
Lawrence
„Ef þú trúir ekki á sjálfan þig, hver
trúir þá á þig? Það er fullt af fólki sem
vill koma þér á framfæri en þetta fólk
er kannski ekki að hugsa um þinn
frama fyrst og fremst, það er því nauð-
synlegt að skapa sín eigin tækifæri
sjálfur." Þetta er lífsmottó Martins
Lawrences, sem fæddist 15. apríl 1965
og hefúr verið gamanleikari frá því
hann var táningur, Hann kom fyrst
fram í sjónvarpsþættinum Star Search
og vakti strax mikla athygli. Fékk
hann fljótt boð um að koma fram í
sjónvarpsþáttum og á skemmtistöðum.
Skólagangan varð ekki löng og
skemmtanabransinn tók við honum
fimmtán ára gömlum. Strax í upphafi
var það grófur húmor sem stundum
var á mörkum velsæmis sem fleytti
honum áfram og þessi grófi húmor
passaði vel í hina vinsælu sjónvarps-
þætti Saturday Night Live og Def
Comedy Jam en í fimm ár starfaði
Martin Lawrence nánast eingöngu í
sjónvarpinu. Áður en hann sló í gegn
sem grínisti hafði hann þó leikið lítil
hlutverk í kvikmyndum og var það
Spike Lee sem fyrstur bauð honum
hlutverk. Kvikmyndaheimurinn með-
tók hann þó ekki fyrr en með Bad
Boys. Helsti galli við feril Lawrence
sem kvikmyndaleikara er að hann er
nánast alltaf að endurtaka sig:
Do the Right Thing, 1989
Talkin' Dirty After Dark, 1991
Boomerang, 1992
Bad Boys, 1995
A Thin Line Between Love and Hate,
1996
Nothing To Lose, 1997
Life, 1999
BlueStreak, 1999 -HK
BMW
Compact Sport Edition
Grjótháls 1
söludeild 575 1210
Giæsilegur BMW sportbíll!
Glæsilegur BMW, hlaðinn aukahlutum
og búnaði, með aksturseiginleika sem
aðeins BMW státar af.
Sérstakur búnaður:
• M-leður/tau áklæði á sætum
• M-leðurklætt stýri
• M-fjöðrun
• M-spoilerar allan hringinn
• 10 hátalara hljómkerfi
• Þokuljós
• Fjarstýrðar samlæsingar og ræsivörn
BMW ánægja og öryggi:
• BMW útvarp með geislaspilara
• ABS og ASC+T spólvörn
• 4 loftpúðar, 5 höfuðpúðar
• Vökva- og veltistýri
• Frjókornasía í loftræstingu
1.948.000 kr.
Engum líkur
* Aukabúnaður á mynd: álfelgur.
5. nóvember 1999 f Ókus
21