Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Síða 10
■iniiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiii—nnnmiiiii[iiiiiimfinwMii[
vikuna
11.11- 19.11 1999
46. vika
Jæja, þá eru Mausararnir byrjaðir að
klóra í bakið á öllum topplögunum.
Þeir koma galvaskir inn á listann með
lagið Strengir og hoppa beint upp í 7.
sæti úrþví 19. Fyrirþá sem eru lélegir 'jf
í hugarreikningi eru þetta heil tólf
sæti. Vá, frábært!
Topp 20
(01) ToBeFree
@ Stick’Em Up
(03) Burning Down The House
(04) Sun Is Shinning
(05) Égerkominn
(06) NewDay
(07) Strengir
(08) (You Drive Me) Crazy
(09) Thursday’s Child
(70) Supersonic
(77) Deeplnside
(72) Myndir
(73) She’sTheOne
(74) Alltáhreinu
(75) Knew I Loved You
(76) That’s The WayItIs
(77) JustMyImagination
Emilíana Torrini 0 8
Quarashi ‘t' 2
Tom Jones & The Cardigans 4 10
Bob Marley & Funkstar 1* g
Sálin hans Jóns míns 4- 7
WyClefJean & Bono -4 4
Maus / B
Britney Spears 4 9
David Bowie 'T 4
Jamiroquai 4 7
Páll Óskar t 5
Skítamórall 4 6
Robbie Williams 4 6
Land og SynirUnpretty ■f 5
Savage Garden
Celine Dion
The Cranberries
t 4
X 1
t 3
78 Parada De Tettas Vengaboys 4 4
(79) Turn YourLights Down Low Lauryn Hill& Bob Marley 4 4
ýO) Selma t 3
Sætin 21 til 40
0 lopplag vikunnar 21. Heartbreaker Mariah Carey
22. BugABoo Destiny’s Child t 3
J hástðkkvari Jf víkunnar 23. IGotaGirl Lou Bega * 5
r 24. What’Cha Gonna Do Etemai X 1
)( nýtt á listanum 25. When The Heartache Is Over Tina Turner t 4
?<£ stendurlstaS 'Jví' 26. Baraþig Sóldögg t 2\
hækkar sig frá 1 sftlistu víku 27. Around The World Red Hot Chilli Peppers 4 10
28. BlackBalloon Goo Goo Dills 4-3
i lækkar sig frá sifltstu viku 29. ITry Macy Gray 4- 2
30. 1 Saved The World Today Eurythmics n e
fallvikunnar 31. Rhythm Divine Enrique Iglesias 4- 1
32. There She Goes Sixpence None The Richer 4* 10
33. Unpretty TLC 4, 21
34. KeepOnMovin’ Five X 1
35. NewYorkCityBoy PetShopBoys 4- 3
36. It’sOverNow Neve t 2
37. WÍII2K WillSmith X 1
38. GiveltToYou Jordan Knight t 2
39. She’sAll 1 Ever Had Ricky Martin í 4, 8
40. She’sSoHigh Tal Bachman X 1
Ifókus
f Ókus 12. nóvember 1999
Bestu
urnar eru
Neil Tennant og Chris Lowe eru orðnir 45 og 39
ára. Saman hafa þeir þraukað í átján ár sem
dúettinn Pet Shop Boys. Nýjasta platan,
„Nightlife", sýnir að það er enn hellingsorka
eftir í þeim gömlu og auðþekkjanlegt svuntu-
þeysadiskóið þeirra gleður sem aldrei fyrr.
Á Englandi hafa stundum kom-
ið fram lagahöfundar sem saman
hafa hitt naglann eftirmennilega á
höfuðið. Lennon og McCartney
og Jagger og Richards eru sígild
dæmi en bæta má við Morrissey
og Marr úr The Smiths og svo þá
Tennant og Lowe sem saman
myndi Pet Shop Boys.
Fundum þeirra bar saman 1981
og fyrstu árin fóru í að gera demó
sem gerðu ekkert. Úr samkrulli
með diskó-framleiðandanum
Bobby Orlando kom loks fyrsta
útgáfan, lagið „West End Girls",
1984 og svo lagið „Opportrmites
(Let’s Make Lots of Money)“, sem
var háðsádeila á enskt þjóðfélag
undir hægri stjórn Margrétar
Thatcher. Með því þótti ljóst að
Pet Shop Boys væru helstu kald-
hæðnispúkar poppsins.
plötudómur
Glatt/sorgmætt
diskó/popp
að var samt ekki fyrr en árið
hjólin fóru að snúast. Þá
útgáfa Stephens Hagues
End Girls“ og svo vel
tókst til að sú smáskífa skreiddist
í fyrsta sætið í Englandi og Amer-
íku. Fyrsta stóra platan var „Plea-
se“ og þar mátti strax heyra út á
hvað sveitin gekk: tímalaust
svuntuþeysa diskó/popp,
glöð/sorgmædd lög með eftir-
minnilegum viðlögmn og músík-
in minnti jafhan á gamla sígilda
dægurlagatíma Dietrich, Piaf
og Brel.
Platan „Actually" frá 1987 seld-
ist gífurlega og hlaut ófá tónlistar-
verðlaunin. Hér voru Gæludýra-
búðarlokurnar á algjörum há-
punkti eins og lögin „It’s a
Sin“ og „It Couldn’t Happen
Here“ bera vitni um.
Platan „Introspective"
kom næst (1988) og 1989 bar
með sér samstarf við
Dusty Springfield og
Lizu Minnelli. Pet Shop
Boys fóru einnig í sinn
fyrsta alheimstúr á
þessu ári. Dúóið virðist
ekki mjög myndrænt
við fyrstu sýn en tón-
leikar þess ganga upp
því notast er við
dansara, leiktjöld,
ljós og búninga til að
skapa eftirminnileg sjó.
Maus
— í þessi sekúndubrot sem ég flýg ★★★★
Tertuhlaðborð
Mausaranna
Eins og Frank Sinatra!
„Nightlife" er fjórða breiðskífa
PSB á þessum áratug. Hinar eru
ballöðuplatan „Behaviour” frá
1990, hin ofurgrípandi „Very“ frá
‘93 og „Bilingual" frá ‘96. Þar sögð-
ust þeir vera undir suður-amerísk-
um áhrifum enda nýbúnir að ferð-
ast um latnesku Ameríku.
í hvert skipti sem plata kemur út
hefur bandið breytt um útlit og fá
bönd eru jafnútlitslega meðvituð.
Nú kynna karlarnir sig með appel-
sinugulum hárkollum, sólgleraug-
um og gylltum Versage málaragöll-
um.
„Við höfum alltaf verið okkur
mjög meðvitandi um að vera ekki
ekta, okkur finnst það skemmti-
legra,“ segir söngvarinn Neil. „Mér
hefur alltaf þótt bestu poppstjöm-
urnar þær sem maður trúir varla
að séu til í alvörunni."
„Öll lögin á nýju plötunni gerast
að nóttu,“ heldur söngvarinn
áfram. „Á nóttunni er skynjun
fólks á lifinu öðruvísi. Það er auð-
veldara að verða hræddur og þörf-
in fyrir ást og kynlíf er stærri. Allt
þetta túlkum við á plötunni. Á viss-
an hátt minnir platan mig á sumt
af því sem Frank
Sinatra gerði á sjötta áratugn-
um. Platan okkur er nokkurs kon-
ar nýtísku danspoppútgáfa af plöt-
um eins og „In the Wee Small Ho-
urs“.“
Þegar hefðbundinni tónleikaferð
til að kynna „Nightlife" lýkur mun
sveitin einbeita sér að söngleik
sem hún hefur unnið að nokkuð
lengi með leikritaskáldinu Jonath-
an Harvey. „Fólk sagði að við
myndum bara endast í þrjú ár þeg-
ar við byrjuðum," segir Chris, „en
við höfðum önnur
plön.“ Og það er hverju orði
sannara: Fá bönd lifðu af níunda
áratuginn og fá bönd halda inn í
næsta áratug með jafnmiklu öryggi
og Pet Shop Boys.
Svei mér þá ef það eru ekki bara
komin rúmlega sex ár síðan Maus
sigraði í Músíktilraunum. Strákarnir
úr Árbænum dunda sér í rokkvitleys-
unni sem aldrei fyrr og eftir tveggja
ára hlé snúa þeir nú aftur með ijórðu
plötuna. Fyrstu tvær voru svona og
svona en með þeirri þriðju (Lof mér
að falla að þínu eyra 1997) fékk band-
ið loks almennilega athygli því lögin
voru orðin grípandi rokklög sem
skildu slóð eftir sig í heilum hlust-
enda. Það sama er upp á teningnum
hér. í Rokkkaupum er rokkið hjá
Maus í sérhillu og það er séríslenskt
eins og harðfiskur. Það heyrist strax
að þetta er Maus. Auðvitað er það
brothætt söngrödd Birgis sem kemur
fyrst upp um Maus. Þeir sem þola
ekki Maus skrifa óþolið á sönginn.
En Birgir hefur aldrei verið jafn ör-
uggur og hér enda hélt Daníel Ágúst
í höndina á honum þegar platan var
tekin upp. Og þau eru aldeilis alls
konar blæbrigðin sem tekist hefur að
kreista úr þessum takmörkuðu radd-
böndum. Hljóðfæraleikarar Maus eru
menn leikfléttna og „þeir eru öruggir
í öllum sínum aögerðum" eins og
færir íþróttamenn. Þeir fara þó aldrei
auðveldustu leið heldur finnst
þeim gaman að sprikla í kringum
tónana. Til viðbótar fjörmikilli rokk-
heföinni glymja á köflum strok- og
blásturshljóðfæri f útsetningum
Samma Jagúars. Það er algjör rjómi á
tertuna sem aldrei slettist og lekur
niðrá borð. Platan byrjar suddalega
vel en hún lyppast aðeins niður í end-
ann. Lögin eru tíu. Fimm eru frábær,
þrjú eru fin, tvö ekkert sérstök. Það
er nú ágætis hlutfall hefði maður
haldið. Hnausþykkar djöflatertur eru
fiðlurokkballöðurnar Draumafíkill og
Kerfisbundin þrá - hlustendur munu
standa á andlegu blístri og hvað er
betra en að éta yfir sig af góðu rokki?
Strengir og Gefðu eftir eru flott
„í Rokkkaupum er rokkið hjá
Maus í sérhillu og það er sér-
íslenskt eins og harðfiskur.“
rokklög, það síðarnefnda meira
„grúfi“ en Maus hafa áður verið. Bát-
urinn minn lekur er svo enn eitt frá-
bæra Maus-lagið, hægt/hratt, og
Birgir flytur það krúttlega.
í því er hann að syngja um mið-
aldra mann sem er að fjara út og
missa hárið á „aðgerðaleysisströnd".
Dálítið háalvarlegur alltaf í texta-
geröinni, hann Birgir, en ofarlega í
fyrstu deild íslenskra textasmiða, það
er ekki spurning, þó maður trúi
sjaldnast að hann sé að syngja frá eig-
in brjósti. Vonum allavega að depurð-
in sé ekki öll ekta, hans vegna, held-
ur skáldskapur.
„í þessi sekúndubrot sem ég flýt“
er besta plata Maus til þessa. Svo ein-
falt er það nú. Dr. Gunni