Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Page 11
Ein áhrífamesta raftónlistarútgáfa heims er Warp merkið í Sheffield. í tilefni af 10 ára afmælinu kynnti TVausti Júlíusson sér málið og skrifaði afmælisgrein Tíu ár með tiþrifum Warp-útgáfan í Sheffield er ein áhrifamesta og virtasta útgáfa raf- tónlistar í heimunum í dag. Hún hef- ur á snærum sínum listamenn á borð við Aphex Twin, Squarepus- her, Autechre (sem kom til íslands í vor), LFO, Boards of Canada, Nightmares on Wax, Plaid, Broa- dcast, Plone, Jimi Tenor, Red Snapper o.fl. í haust fagnar WarplO ára afmæli sínu, meðal annars með þremur tvö- fóldum geisladiskum. „WarplO-1 In- fluences" inniheldur efni sem hafði áhrif á stofnun fyrirtækisins, „WarplO-2 Classics" hefur að geyma sígild stykki frá þremur fyrstu árum útgáfunnar og „WarplO-3 Remixes" er safn 25 laga úr sögu merkisins sem eru endurunnin af nokkrum af fremstu raftónlistarmönnum dags- ins í dag. Það sem einkennir þessar plötur og jafnframt sögu Warp er hversu vönduð vinnubrögð eru þarna á ferðinni. Öll smáatriði frá lagavali til umbúða eru fullkomin. Og það er ekki bara verið að henda saman ein- hverju dóti i afmælispakka heldur er alvöru konsept á ferðinni. Þú færð í hendumar glás af góðri tón- list en auk þess heimild sem varpar ljósi á sögu Warp og jafhframt á sögu og þróun raf- tónlistar síðustu 13 árin. (In- fluences-diskurinn inniheld- ur efni frá árunum 1986-1990). Þegar Steve Beckett og Rob Mitchell stofnuðu Warp árið 1989 var útgáfa á dans- tónlist í Bretlandi á mjög frumstæðu stigi. Acid house sprengjan, sem hófst fyrir al- vöru 1988, (og hafði aðallega notast við influtt house og teknó frá Detroit og Chicago) var í rénun og það sem var að gerast á senunni var annars vegar indie-reif blanda Happy Mondays o.fl. í Manchester og hins vegar nýtt breskt reif sánd - „hardcore", sem var upphafið að nýrri og mun stærri reif- bylgju sem notaðist mest við breska útgáfu. Upphaflega var Warp hluti af þessaru senu. Fyrstu útgáfur Warp voru hrá og einfold tegund af danstón- list. Forgemasters, Night- mares on Wax, LFO, Sweet Exorcist og Tricky Disco voru helstu nöfnin. „Bleep & bass“ En Sheffield-senan og Warp mörkuðu sér fljótlega sér- stöðu. Þungur bassi og sker- andi píp lagsins „Testone" með Sweet Exorcist (sem í var m.a. Richard Kirk úr Cabaret Voltaire) gaf Sheffield-afbrigðinu nafnið „bleep and bass“ en það þró- aðist síðan út í að vera kall- að bara „bleep“. Nokkrar af Aphex Twin: engar smávegis túttur! fyrstu smáskífum Warp náðu mik- illi útbreiðslu. Fimmta útgáfa fyrirtækisins, lag- ið LFO með samnefndri hljómsveit, sem skipuð var tveimur unglingum frá Leeds, Mark Bell (sem síðar vann „Homogenic" með Björk) og Gez Varley, komst t.d. í 12. sæti breska listans árið 1990 og var sam- fellt 10 vikur á listanum. Warp áttu nærri 2 prósent af allri plötusölu í Bretlandi það árið. Bleep sándið hafði mikil áhrif úti um allan heim, t.d. á nýja kynslóð tónlistar- manna í fæðingarborg teknósins, Detroit, menn eins og Richie Hawtin og John Acquaviva. Það má segja að hardcore-senan í Bretlandi árin 1990-92 hafi verið upphafið að þeirri grósku sem hef- ur verið þar síðan. Með henni lærðu menn að gefa út plötur og upp úr henni þróuðust mörg þau afbrigði danstónlistar sem eru hvað útbreiddust í dag, t.d. jungle/drum & bass. „Artificial lntelligence“ Þegar hardcore-tónlistin var farin að þreytast nokkuð, árið 1992, sneri Warp algerlega við blaðinu. Hún gaf út safnplötuna „Artificial Intellig- ence“ sem var beinlínis boðberi nýrrar tegundar danstónlistar. Nú var það danstónlist til að hlusta á heima í stofu. Artificial Intelligence, sem á voru m.a. stykki með Autechre, Black Dog og The Dice Man (öðru nafni Aphex Twin), markaði tímamót. Hún var yfirlýs- ing um að þú þyrftir ekkert endilega að stíla inn á dansgólfið þó að þú værir að búa til raftónlist. Warp hef- ur síðan mest verið að gefa út tónlist til heimabrúks en hefur á síðustu árum einnig bætt við sig poppaðri númerum, listamönnum eins og Finnanum frábæra Jimi Tenor og Red Snapper en þeir notast nær ein- göngu við hefðbundin hljóðfæri og hafa þvi nokkra sérstöðu hjá Warp. Þegar maður hlustar á þetta klass- íska efni frá fyrsta skeiði Warp þá slær það mann hvað þetta er ennþá ferskt. Þróunin í þessari tónlist er mjög hröð og því er maður búinn að venjast hugmyndinni að það sem er gott í dag geti jafnvel verið orðið úr- elt eftir hálft ár. Eitt af því sem Warp hefur tekist er að þróa útgáf- una með tíðarandanum án þess þó að stökkva á það sem er mest í tísku hverju sinni. Plötuútgáfa er alltaf spurning um að veðja á réttan hest, alltaf svolítið stökk út í óvissuna. Warp hefur sjaldan skjátlast. Það hafa fleiri danstónlistarútgáfur náð svona löngum starfsferli (t.d. R&S í Belgíu) en það sem gerir Warp ein- staka er hvað meðalgæðin eru á háu plani. Warp 10 serían er sér- lega vel heppnað framtak. Með af- mæliskveðjunni fær útgáfan óskir um áframhaldandi velgengni næstu 10 árin. Warp 10 seríuna ætti auðvitað að setja í grunnskóla- lögin en þangað til er þetta tilvalin jólagjöf fyrir unnendur raf- og danstónlistar. plötudómur Quarashi -Xeneizes ★★★★ Quarashi klikkar ekki Þegar „Switchstance" ep-ið með Quarashi kom út í nóvember ‘96 stóð íslenska poppþjóðin á öndinni. Alvöru íslenskt rappband og bara helv. gott! Breiðskífan „Quarashi", sem fylgdi í kjölfarið tæpu ári seinna, var staðfesting á ágæti sveit- arinnar, kraftmikil rokk-rapp blanda og flott sánd. Svolítið likt Be- astie Boys en gott engu að síður. Nú er svo komin önnur breiðskífa þeirra pilta og ber nafnið „Xeneizes". Xeneizes er nafn áhan- genda argentínska fótboltaliðsins Boca Juniors. Boca Juniors er lið al- múgans í Buenos Aires, lið Mara- dona og greinilega lið Quarashi! Xeneizes er beint framhald af fyrri plötu Quarashi. Uppistaðan og áferðin eru svipuð og síðast en breiddin heldur meiri. Við fáum bæði kraftmikla rokkara eins og opnunarlag disksins „Stick ‘Em Up“ og metal smellinn „Fuck You Pluto“, rólegar poppaðar ballöður á við „Dive In“ og „Brasilian Mongo“ og allt þar á milli. Aðalsmerki hljóm- sveitarinnar í gegnum þetta allt er þó kraftmikið bít, hrár bassaleikur (kemur sérstaklega flott út) og rapp Steina og Höskuldar sem er í ætt við bæði Beastie Boys og Zack de la Rocha, söngvara Rage Against the Machine. Við þennan grunn bætist svo eftir þörfum, sömpl, gítarar, rispur, hljómborð og effektar. Þó að heildarsvipur plötunnar sé nokkuð sterkur þá eru titillagið, „Stick ‘Em Up“, „Punk“, „Jivin’ about“, „Brasilian Mongo“ og „Surr- eal Rhyme“ að mínu mati bestu lög plötunnar. Allt þrusugott efni þar sem flottar lagasmíðar, kraftur, gott sánd, frjóar útsetningar og tilþrif í rispi og rappi hjálpast að við að skapa ómótstæðileg meistarastykki. Það hefur frekar lítið verið gert að því að sampla úr íslenskum lögum hingað til en á þessari plötu eru tvö lög sem fá að láni viðlög úr klassisk- um íslenskum poppverkum. „Tarf- ur“ samplar „Ástarsælu" af Þú og ég plötunni og kemur bara mjög vel út. „Model Citizen" notar hins vegar bita úr „í bláum skugga" Stuð- manna og af einhverjum ástæðum fer um mig hrollur í hvert sinn sem ég heyri það. Kannski bara hvernig ólíkir hlutar poppsögunnar hafa raðast í hausnum á mér. Gott mál samt ef Bjólan fær smáhöfundar- laun! Auk þess að vera hefðbundinn hljómdiskur með 14 lögum er Xeneizes líka margmiðlunardiskur sem inniheldur 1 myndband, tengil í J Quarashi xeneizes v p y* ihlL Flottar lagasmíðar, kraftur, gott sánd, frjóar útsetningar og tilþrif í rispi og rappi hjálpast að við að skapa ómótstæðileg meistarastykki. vefsíðu Quarashi og fjögur aukalög, aðrar útgáfur af „Mayday" og „Show Me What You Can“ (bæði meðal lak- ari laga plötunnar) og tvö lög sem ekki eru á hljómdisknum. Ágætis viðbót það! Á heildina litið er hér á ferðinni einn af betri diskum ársins. Alvöru- plata með góðum lagasmiðum og flottu sándi. Ómissandi innlegg í ís- lensku poppflóruna. Trausti Júlíusson hakkavél D r- Gunna THE WANNADIES The Wannadies - Yeah ★★★ Fyrir ellefu árum stofnuðu fimm Svíar hljómsveitina Wannadies í krummaskuðinu Skellefteá. Söngvarinn Pár Wiksten vann í kirkjugarði og hljómsveitin sótti innblástur í goðapopp Sisters of Mercy og klæddist svörtu. Einhvern tím- ann á leiðinni óx bandið upp úr goðapoppinu og gerðist straum- línulagað popppönkband. Fyrsta platan sem vakti athygli utan Svíþjóðar var „Bagsy Me“ sem kom út 1996. Hún var full af gríp- andi pönkpoppi, alveg eins og þessi hér. Um upptökustjórn sér nú Ric Ocasek. Hann var einu sinni aðalmaðurinn í The Cars og hefur tekið upp fullt af góðum plötum, eins og t.d. fyrstu plötu Weezer. Sándið er því sláandi gott og tónlist Wannadies ofur- grípandi og hittir beint í mark. Þeir sem einhvern timann hafa sveiflað sér í lendunum yfir Pix- ies, Weezer eða Foo Fighters fá hér margar kraftmiklar melódíur til að söngla með og það er ljóm- andi gott. Hins vegar ef spurt er um frumleika og framþróun verð- ur lítið um svör hjá Svíunum síkátu, nema þeir stynji: Rokkið er dautt, lengi lifi rokkið! The Bloodhound Gang«-> Hoorah For Boobies Hvaða orð rímar við vagína? er stóra spurningin í lífi Jimmy Pop, söngvara þessa slappa geng- is. Það kom á klakann og spilaði á undan Blur í Laugardalshöll, slefaðist í gegnum prógrammið enda eru þetta stirðir spilarar og áhorfendur tóku ekki við sér fyrr en smellurinn „Fire Water Bum“ barst af sviðinu. Bandið er búið að vera til síðan 1994 og þetta er þriðja breiðskífan. Á þessum tíma hefur sveitin ekki þróast hið minnsta, er enn að juðast á rokk/hipp-hopp blöndunni sem Beastie Boys uxu upp úr strax eftir fyrstu plötuna sína. Textarn- ir eru eins og áður heimskulegt bólugraftargrín í amerískum fá- bjánaanda, fluttir frekjulega með hvinandi vælurödd söngvarans. Þetta er þvi ekki mjög skemmti- leg plata nema fyrir þá sem fara enn þá að skelliMæja þegar dóna- leg orð eru sögð og geta horft óendanlega oft á South Park þætti og Beavis og Butthead. Fyr- ir aðra er þessi plata niðurdrep- andi píning. 12. nóvember 1999 f ÓkllS 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.