Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Qupperneq 14
Allar líkur eru á því að enn ein kvikrayndin um Jack Ryan, njósnahetju skáldjöfursins Toms Clancy, verði gerð og að sjálfsögðu er Harrison Ford fyrst nefndur til að leika hann. The Sum of All Fears yrði fjórða kvik- myndin sem gerð er um svaðilfarir Ryans. f fyrstu kvikmyndinni, The Hunt for Red October, lék Alec Baldwin Ryan en Ford lék hann síðan í Patriot Games og Clear and Present Dan- ger. Ford er, eins og kunnugt er, einn eftirsóttasti leikarinn í Hollywood og ef hann á að taka að sér hlutverkið verður allt að vera tilbúið um áramótin en þá lýkur hann leik i What Lies Beneath. Líklegt er talið að Philip Noyce, sem leikstýrði Ford í Patriot Games og Clear and Present Dan- ger, muni leikstýra nýju myndinni. Það er orðiö nokkuð langt síðan ný kvikmynd með Arnold Schwarzenegger leit dagsins ljós en nú fer stóra stundin að renna upp fyrir aðdáendur kappans þegar End of Days verður frum- sýnd á næstunni. Þar er um mjög dýra framtíðarkvikmynd að ræða og verður mikiö lagt í að markaðssetja hana. Meðal þess sem Schwarzenegger ætlar að gera til að auglýsa myndina er að vera gestastjómandi í vinsælasta fjöl- bragðaglímuþætti Bandaríkjanna, WWF SmackDown. Hvort þessi fyrr- verandi hr. Heimur muni reyna sig 1 glímunni mun sfðar koma í ljós en hann er orðinn 52 ára gamall og sjálfsagt ekki til stórræðanna. Allt er til reiðu að gera fram- hald sakamálamyndarinnar Kiss the Girls. Morgan Freeman hefur samþykkt að end- urtaka hlutverk lögreglumannsins Alex Cross í Along Came a Spider, en það mun myndin heita. Gert hafði verið ráð fyrir því að As- hley Judd myndi einnig endur- taka sitt hlutverk, lögreglukonunn- ar Kate McTieman, en nú hefur hún hafnað þvi og Ijóst er að ein- hverjar tafir verða meðan leitað er að nýrri leikkonu. Þær sem nú þykja helst koma til greina eru Angelina Jolie og Winona Ryder. Mike Figgis og Salma Hayek Breski leikstjórinn Mike Figgis (Leaving Las Vegas) hefur tryggt sér Salma Hayek í aðalhlutverkið í næstu kvikmynd sinni, Time Code 2000, en lltið er vitað um innihaldið annað en að Figgis lýsir myndinni sem sálfræöidrama sem gerist á einum degi í Los Angeles. f síð- ustu tveimur kvik- myndum hans, The Loss of Sexual Inn- ocence og Miss Julie, hefur leikið aðalhlutverkið breska leikkonan Saffron Burrows en hún er sambýl- iskona Figgis. Næsta kvikmynd Hayeks sem sýnd verður er Dogma sem Kevin Smith Ieikstýrir. Verður hún frumsýnd vestanhafs 12. nóv- ember. y/\W-d J ijBfjJu J' lyÍJiJUíJJ, Mfej) ijjjjjJii& * ■*!* .iJljjUJJU rJöjJ JJUIJU Upphafið Alvöruhræðsla eða plat? Blair Witch Project, sem Sam-bíóin frumsýna í dag, er eitt af mörgum æv- intýrum í sögu kvikmyndanna. Mynd sem gerð var fyrir „skiptimynt" hefur gert aðstandendur hennar, fyrrum fá- tæka kvikmyndagerðarmenn, að margmilljónurum. Blair Witch Project er ein allra vinsælasta kvik- mynd ársins og ekki er nóg með að mikil aðsókn hafi skilað góðum tekj- um heldur hefur myndin verið svo snilldarlega markaðssett á Netinu að þar hafa einnig komið drjúgar tekjur. Þess má geta að heimasíða myndar- innar fékk fleiri heimsóknir en heimasíða nýju Star Wars-myndar- innar. Hvað er það sem gerir kvikmynd, sem allir eru sammála um að sé í út- liti eins og kvikmynd eftir áhuga- menn, svo vinsæla? Jú, gæði hennar liggja einmitt í því að með þeim frum- legu aðferðum sem notaðar hafa verið verður hún trúverðug og út á það hef- ur allt gengið. Hryllingssaga ung- mennanna þriggja er svo trúverðug að í fyrstu létu virt tímarit og blöð plat- ast og héldu að um heimildamynd væri að ræða. Meðal þess sem gert er til að hún verði trúverðug er að láta leikarana halda sínum nöfnum. Nú, þegar allir vita að ekki er um heim- Odamynd að ræða heldur leikpa mynd hverfa kannski mestu áhrifln en það er mikið eftir eins og væntanlegir áhorfendur fá að sjá. í Blair Witch Project segir frá þremur nemum í kvikmyndagerð sem í október 1994 fóru út í skóg nálægt Burkittsville í Maryland. Þeir ætluðu að gera heimildarmynd um þjóðsög- una Blair Witch en hurfu allir spor- laust og þrátt fyrir rækilega leit fannst hvorki tangur né tetur af þeim. Um það bil ári síðar fannst búnaður krakkanna og var hann allur óskemmdur. Myndin sýnir hvað það var sem nemendurnir tóku upp áður en þeir hurfu! -HK Hiyllingurinn Háskólabíó frumsýnir í dag Lak'e Placid, hryllingsmynd með gamansömu ívafi: ÆL j m\ í friðsælu ii mhverfi Háskólabió frumsýnir í dag bandarísku kvikmyndina Lake Placid sem gerist í smábæ í Maine. Hingað til hefur ekki verið mikið um að vera á þess- um friðsæla staö en nú hefur breyting orðið á því i vatni ná- lægt bænum hefur hreiðrað um sig skepna af krókódílakyni, tíu metra löng og, það sem verra er, henni þykir mannkjöt það besta sem hún fær. Þegar ljóst er að eitthvað verður að gera til að stöðva varginn er sendur flokk- ur manna á svæðið til að kanna skepnuna. Þar greinir menn á um aðgerðir - sumir vilja rann- saka dýrið og fanga það lifandi en aðrir einfaldlega drepa það. f aðalhlutverkum eru BiU Pullman, Bridget Fonda, Oliver Platt og Brendan Gleeson. Leik- stjóri er Steve Miner sem síðast gerði Halloween: H20. Hann er einn höfunda kvikmyndaseri- unnar Friday the 13th, auk þess sem hann hefur leikstýrt róman- tískum kvikmyndum á borð við Forever Young. bíódómur Regnboginn /Laugarásbíó /Sam-bíóin - Fight Club ★ ★'i Sláðu mig eins fast og þú getur. David Fincher er snjall leikstjóri sem hefur sýnt það í þremur kvik- myndum (Alien 3, Seven og The Game) að honum lætur vel að vera á mörkum raunveruleikans. Fincher hefur mjög góða yfirsýn á möguleik- um kvikmyndavélarinnar og allar hans myndir eru flottar en um leið drungalegar. Er hann einn fárra leik- stjóra sem hefur getað sameinað þetta tvennt. Samt er það svo að að- eins ein kvikmynda hans, Seven, full- nægir þeim kröfum sem gera verður til leikstjóra sem vill leika þennan línudans við áhorfendur, að hrella þá um leið og hann nær að byggja upp magnaða spennu og ástæðan var sú að í Seven var Fincher með mjög vel skrifað handrit. Fight Club er hans fjórða kvik- mynd og hún er jafnflott og drungaleg og fyrri myndirnar en hvað Fincher er að fara með henni og hver er i raun tilgangurinn með gerð hennar er óljóst vegna þess að hin flókna saga gengur alls ekki upp. Það er eins og Fincher hafi ætlað að fara út á ystu nöf og hrapað. í raun má skipta Fight Club upp í þrjá leikþætti þar sem fyrsti þátturinn er frábær, annar þáttur slæmur og þriðji þátturinn og sá stysti, endirinn, er góður. I byrjun kynnumst við ungum manni sem við getum aðeins nefnt Sögumann. Hann fær aldrei nafn af þeirri ástæðu að það þjónar í lokin að hann hafi ekki nafn. Hann er sjálfsagt einn málglaðasti sögumaður kvik- myndanna. Honum gengur vel í vinnu en hundleiðist starf sitt og þjáist af svefnleysi. Eina ráðið við svefnleysinu og lífsleiðanum er að fara á stuðnings- fundi hjá dauðvona fólki eða alkó- hólistum sem berjast við löngun sína. Hann fær kikk út úr því að hlusta á fólk sem annað hvort er dauðvona eða hefur misst fótanna í líflnu er áhorf- andi sem þykist þjást og vill sitja einn af þessu. Hann bregst því illa við þeg- ar annar „áhorfandi“, stúlka, sækir í sömu fundi og svefnleysið tekur aftur völdin. í slíku ástandi kynnist hann Tyler Burden sem kynnir honum fyr- ir líkamlegum sársauka. Lausnin er komin, nú líður sögumanni okkar að- eins vel þegar hann hefur verið bar- inn eða er að berja aðra. í nútímaþjóð- félagi eru fleiri en sögumaður okkar sem hafa þörf fyrir slíkt og Slagsmála- klúbburinn er stofnaður, klúbbur sem enginn má segja frá en fjölgar jafnt og stöðug í. Allt sem skeð hefur hingað til er hreinasta snilld frá hendi Fincher, ótrúlegt flæði snjallra hugmynda sem eru á fóstum grunni. En nú fer held- ur betur að halla undan, sögumaður okkar missir jafnt og þétt tak á fram- vindu mála á meðan Tyler þrýstir inn hugmyndum sínum sem gera slags- málaklúbbinn nánast að hryðju- verkasamtökum með anarkisma að leiðarljósi. Allar snjöllu hugmyndim: ar í byggingu myndarinnar verða að lúta fyrir einhæfri framvindu sem þótt ótrúlegt sé, Fincher, ræður ekki við. Og um rúmt miðbik myndarinn- ar erum við bara að horfa á ofbeldi og meira ofbeldi án þess að það sé nokk- uð sem réttlætir það. Þegar svo í lok- in í þriðja þætti við emm upplýst um hvað f rauninni hefur verið að gerast kemur í ljós að sú sagan gengur alls ekki upp á móti kemur að sjálft loka- atriðið er flott og áhrifamikið. Fight Club kallar á tvo góða leik- ara og Edward Norton sannar enn eina feröina hvílíkur yflrburðaleikari hann er. Hlutverk hans er mjög krefj- andi, hann þarf að fara allan tilfmn- ingaskalann auk þess sem sögumaður þarf hann að geta haldið athygli áhorfandans. Þetta gerir Norton allt með miklum glans. Brad Pitt á ekki eins góðan dag. Tyler Burden er með svarta sál, nánast eins svarta og sá í neðra hefur. Pitt hefur ekki þá dýpt sem til þarf, hann er bara Brad Pitt í hlutverki sem krefst þess að leikari sýni ekki aðeins aðdráttarafl heldur einnig innviðinn, það skiptir miklu máli i því púsluspili sem áhorfandinn án árangurs þarf siðan að rembast við púsla saman í lokin. Leikstjóri David Fincher. Handrit Jim Uhls eftir skáldsögu Chuck Pala- hniuk. Kvikmyndataka Jeff Cronenweth. Tónlist The Dust Brothers. Aðalleikarar: Brad Pitt. Ed- ward Norton, Helena Bonham Carter og Meat Loaf Aday. Hilmar Karlsson f Ó k U S 12. nóvember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.