Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1999 29 Sport Hér aö ofan eru sjötta fiokks stelpur í Fyiki en á stóru myndinni er fjölmennur hópur Víkinga á mótinu en þeir sendu til leiks fjögur lið undir stjórn Þrándar Sigurössonar Afmælismót KRR um þar síðustu helgi: á fullu skriði milli leikja Átta Valsstúlkur voru ekki í vandræðum með að eyöa tímanum milli leikja sinna á afmælismóti KRR um þar siöustu helgi. Þær Kristín Jónsdóttir, Telma Björk Ein- arsdóttir, Bergþóra Guðrún Baldursdóttir, Anna Kristín Halldórsdóttir, Guðrún Jóns- dóttir, Kolbrún Sara Másdóttir, Fríða Bryndís Jónsdóttir og Guölaug Rut Þórs- dóttir voru á engu minna skriði utan vall- ar en innan hans og starfræktu Valsvagn- inn í hliöarsal LaugardalshaUarinnar í „frítímum" á mótinu. Þar sungu þær Valssöngva undir stjóm Guðrúnar Jónsdóttur forsöngvara, efldu afmælismótinu liðsandann og sköpuðu eftirminnilega stemningu svona rétt áður en þær vora kallaðar aftur inn á völlinn til að spila á ný. Inn á knattspymuvellinum stóðu þessar átta stelpur sig mjög vel en þær eru hér á myndinni til hægri, hressar og kátar, á um- Sjötti flokkur kvenna hjá Fjölni er hér að ofan og sjöundi flokkur Þróttar er á myndinn til vinstri. Það er ekki skemmtilegt að halda afmælisveislu kæri sig enginn um að koma en það var ekki raunin á dögunm þegar Knattspymuráð Reykjavíkur hélt 80 ára afmælismót sitt í Laugardalshöllinni. í þessa knattspymuafmælisveislu og á mótið var boðið Reykjarvíkur- liðum í sjöunda flokki karla og sjötta flokki kvenna og fylltu þessir „nýliðar" í heimi knattspymunnar Umsjón Óskar Ó.Jónsson Laugardalshöll þennan sunnudag og skemmtu sér hið besta. Mótið var skemmtileg viðbót við annars fá mót hjá þessum tveimur flokkum, enda era flest öll félögin aðeins nýbyrjuð með svo unga krakka. Knattspymuráð Reykjarvíkur á lof skilið fyrir gott og verðugt fram- tak, ekki síst fyrir að á mótinu dæmdu margir af okkar bestu dómur- um, svo sem bæði Gylfi Orrason og Kristinn Jakobs- son, en þeir hafa verið kosnir bestu dómarar hér á landi sex sinnum á síðustu sjö áram, þrisvar sinnum hvor. Engir sigurvegarar voru verð- launaðir á þessu móti heldur fengu allir þátttakendur verðlaunapening sem viðurkenningu fyrir þátttöku sína og allir fóra því heim sem sig- urvegarar og með bros á vör. Til hamingju með afmælið KRR. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.