Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1999, Blaðsíða 20
24 * FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 Sífellt fleiri íslendingar taka þa ákvörðun að fækka yfirvinnutímunum og gera þess í stað eitthvað upphyggi- legt, stunda líkamsrækt, eyða tíma sínum með fjölskyldunni eða takast á við ný viðfangsefni. Blaðamaður Til- verunnar leit nýverið inn á tré- skurðarnámskeið og tók áhugasama nemendur og kennara þeirra tali. Þau voru sammála um að vinna með tré væri mjög gefandi og skap- andi tómstundaiðja. Birgitta Lára Matthíasdóttir sölumaður: Vil sameina skrautskrift Hans Hilaríusson trésmiður: og útskurð Býr til útskorinn B irgitta Lára Matthíasdóttir sölumaður sat einbeitt við að skera út slaufumynstur i trjá- bút þegar blaðamaður Tilverunnar hitti hana að máli. Hvers vegnavarð útskurður fyrir valinu? „Ég vinn við tölvu mestalian daginn og það er mjög gott að hafa eitthvað verklegt og skapandi til að vega upp á móti vinn- unni. Þannig fæ ég betra jafnvægi á lífið,“ segir Birgitta. „Ég ákvað fyrir nokkrum árum að hætta að vera sannur íslendingur í þrefaldri vinnu og sinna meira sonum mínum. Þá komst ég að því að mig vantaði tóm- stundagaman og fór að leita fyrir mér. Síðan hef ég farið á námskeið af ýmsu tagi og líkar mjög vel.“ Birgitta fór á skrautskriftamám- skeið fyrir stuttu og langar til að sam- eina skrautskriftina og útskurðinn. „Ég á mörg húsgögn úr viði heima hjá mér og mig langar að skreyta heima hjá mér með útskomum mun- um. Mér datt þess vegna í hug að læra að búa svona hluti til sjáif og hafa þá eftir mínu höfði en ekki kaupa þá tilbúna. Það fylgja þessu ekki mikil óhreinindi þannig að ég vona að ég geti þreifað mig áfram í útskurðinum heima þegar námskeið- inu lýkur.“ Þú hefur ekki viljað taka vinkonu með þér hingað? „Nei, það er mjög valt að treysta því að fólk komi með þó það fallist á það í byrjun. Ef vinurinn hættir við er mikil hætta á að maður guggni á því að fara. í stað- inn fer ég sjálf á námskeiðið, læri eitthvað nýtt og víkka sjóndeildar- hringinn. Ég kynnist líka mörgu skemmtilegu fólki sem ég hefði ann- ars aldrei kynnst. Ef maður er með vini sína með er mikil hætta á að maður haldi sig til hlés og blandi ekki geði við þá sem eru með manni á nám- skeiðinu. Ég kýs frekar að fara að eigin frum- kvæði og auka við þekkingu mína,“ segir Birgitta að lokum. -HG Æ'? m ■ árabát i ellinni Eg hef aldrei áður farið á námskeið af þessu tagi en mig hefur lengi langað til þess,“ segir Hans Hilaríusson trésmiður. „Ég valdi útskurðinn vegna þess að ég er trésmiður og þetta er nærtækt tóm- stundagaman fyrir mig. Nú fer að styttast í eftir- launaárin og ég sé fyrir mér að ég muni dunda mér við þetta þá. Enn eru nokkur ár í Hans Hilaríusson með hnútinn. það en tíminn líð- ur hratt og betra að vera byrjaður að æfa sig. Ég þarf bara að læra handtökin og síðan kemur þetta fljótlega og maður verður fljótari að þessu.“ Hans er nýbúinn að kaupa sér hús á æskustöðvum sínum á Hesteyri og ætlar sér að eyða drjúgum tíma þar þegar fram í sækir.“ Þar finnur mað- ur svo sannarlega fyrir náttúrunni. Ég er núna að gera húsið upp og svo ætla ég að bjóða barnabömunum þangað með mér þegar ég hef tíma og DV-mynd Teitur leika við þau. Ég ætla að búa til lítinn árabát eins og ég lék mér með sem strákur og hafa hann þama, krökkun- um til skemmtunar. Sá bátur var fallega útskorinn og ég ætla að búa til sams konar bát.“ Hans segist vera mjög áriægður með að hafa farið á námskeiðið. „Mér líkar þetta stórvel og það er skemmtilegur félagsskapur héma. Ég sé svo sannarlega ekki eft- ir því að hafa komið hingað." -HG Birgitta Lára Matthíasdóttir mundar hnallinn. DV-mynd Teitur Örn Sigurðsson kennari: Þjóðlegt og skemmtilegt tómstundagaman g hef kennt útskurð í nokkur ár og það er alltaf jöfn aðsókn hingað og margir hafa áhuga á þessu,“ segir Örn Sigurðsson, kennari í tréútskurði í Tómstunda- Örn Sigurðsson kennari segir að útskurður í tré sé gömul alþýðulist sem þurfi að halda við. skólanum Mími. „Þetta er byrj- endanámskeið þar sem nemendur læra helstu handtök við útskurð og notkun verkfæra. Eftir að nám- skeiðinu lýkur á fólk að þekkja undirstöðuatriðin í útskurði og margir halda áfram að prófa sig áfram með hann eftir að hafa lokið námskeiðinu. Ég hef líka fengið sama fólkið oftar en einu sinni á svona námskeið til min og þá læt ég það fá erfiðari verkefni. En til að fólk geti haldið áfram á eigin spýtur verð- ur það að fjár- festa í út- skurðar- járnum. Það tekur nokkum tíma en er vel þess virði,“ segir Öm. Hvemig fékk hann áhuga á að skera út í tré? „Það tengist starf- inu. Ég er húsgagnasmiður og þurfti á sínum tíma alltaf að fara annað veiflð með húsgögn til út- skurðarmeistara og þannig hef ég alltaf vitað af þessari grein. Fyrir um tuttugu ámm fór ég að prófa mig áfram í útskurði og hef sl. 10 ár unnið við hann í hálfu starfi. Síðast vann ég við Dómkirkjuna og gerði þar við danska skjaldarmerkið. Ég vildi nú reyndar gera það upp á nýtt en þeir þvertóku fyirr það,“ segir Öm og brosir. „Þetta er gam- all þjóðlegur, íslenskur arfúr en hefur ekki hlotið athygli sem skyldi. Við íslendingar leggjum mikla áherslu á bóknám en verksvitið verður svolítið út undan hjá okkur. Þetta er kannski hluti af skýringunni. Áður fyrr var þetta alþýðulist og almenningur lærði þetta mann fram af manni. Flestir forfeður okkar kunnu þessa list, t.d. skáldið Bólu-Hjálmar sem var mjög fær i útskurði, og það er nauðsynlegt að halda þessari þekk- ingu við,“ segir Öm að lokum.-HG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.