Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1999, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1999, Page 36
tölur miðvikudaginn 17.11. ’99 Vinningar vinninga Vinning&upphœð 1. 6aþ6 2 20.307.170 2.SO»6.t. „. 0 2.711.240 3-5 0(6 1 340.320 4-4 0| 6 231 2.340 5-3 o( 6.t„ U 525 440 Heildarvinning&upphœð 44.437.440 Á í&landi FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 Heitar virkj- unardeilur Heitar deilur eru nú á Alþingi um virkjun Jökulsár í Fljótsdal. Fjöl- margir þingmenn hafa þegar tekið til máls um þingsályktunartiUögu Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra um að heimila framkvæmdir við virkjunina. Ljóst virðist að allir stjórnarandstöðuþingmenn, utan þingmanns Samfylkingar af Austur- landi, eru andvígir tillögunni en stjómarliðar, utan eins framsóknar- manns og eins sjálfstæðismanns, eru tillögunni fylgjandi. Stjómar- andstaða vill að framkvæmdimar fari í lögformlegt umhverfísmat en stjómarsinnar segja slíkt óþarft og að sá farvegur myndi auk þess tefja málið svo mikið aö fyrirhugað álver á Reyðarfirði yrði út úr myndinni. Fyrstu umræðu um tillöguna er enn ólokið en umræður stóðu til klukkan ellefu í gærkvöld. -GAR Féll tvo metra Maður féll af um tveggja metra háum vinnupalli í Sorpu í Gufunesi. Slysið átti sér stað um miðjan dag í gær. Maðurinn kvartaði undan eymslum í baki og hálsi en hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Vinnueftirlitið kannar tildrög slyssins. -hól Lyklar velgengninnar í Fókusi, sem fylgir DV á morgun, er að fmna boðsmiða í útgáfupartí Stjómarinnar í Þjóðleikhúskjallar- anum á föstudagskvöld. f blaðinu er viðtal við viðskiptajöfurinn og rit- höfundinn Ólaf Jóhann Ólafsson þar sem hann gefur upp 9 lykla að velgengni sinni og Birgir í Maus segir frá nýrri stuttmynd hljóm- sveitarinnar. Mannshvörf eru líka til umfjöllunar en á íslandi hefur fjöldi fólks hreinlega horfið spor- laust. Einnig bendir Fókus fólki á ráð til að stunda hreinlátt kynlíf. Harðar umræður standa yfir þessa dagana á Alþingi um málefni Fljótsdalsvirkjunar. Ljósmyndari DV náði þessari mynd í gær og má sjá að Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, er ekki alls kostar ánægður með fram- göngu stjórnarflokkanna í málinu og steytir hann hnefa til að lýsa vanþóknun sinni. DV-mynd E.ÓI. Biðjum um eftirgjöf „Við höfum tapað miklum pening- um og erum að biðja um eftirgjöf á skuldum,“ segir Einar Oddur Krist- jánsson, alþingis- maður og formaður stjórnar Skeifisks ehf. á Flateyri. Rekstur Skel- fisks hefur gengið mjög illa undanfar- in ár, og samninga- umleitanir nú við lánadrottna eru ekki þær fyrstu sem fyrirtækið gengur í gegnum. Fyrir dyrum stend- ur sameining Skelfisks ehf. við kúfisk- deild Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, en eitthvert bakslag mun hafa komið í þær viðræður. -gk Burðardýr á Schiphol: Lítt þekktur „Þetta er maður sem ekki hefur verið þekktur í fikniefnaviðskipt- um,“ segir Guðmundur Guðjónsson hjá Rikislögreglustjóra um 35 ára gamlan mann sem situr nú í haldi hollensku lögreglunnar fyrir að reyna að smygla 16 kílóum af kóka- íni um landið til Antwerpen í Belg- íu. Maðurinn er íslenskur ríkis- borgari og á lögheimili hérlendis. -GAR Stórfelldu hasssmygli stjórnað úr heimahúsi í Garðabæ: Aldrei snert dóp - segir sambýliskona um meintan höfuðpaur í nýja fíkniefnamálinu Þrjátíu kíló af hassi, sem spænska lögreglan lagði hald á í Barcelona í samvinnu við íslensk lögregluyfirvöld í fyrri viku, voru falin í hurðum sem fylgdu innrétt- ingum sem flytja átti til íslands. Innflytjandinn var fyrirtækið Eignaverk sem Einar Óli Einarsson, fertugur Garðbæingur, rekur. Einar var handtekinn á heimili sínu mn kvöldmatarleytið á sunnudaginn þar sem hann sat og horfði á sjón- varp: „Hann segir mér að fimm menn . hafi ruðst inn í íbúðina hjá sér og handtekið sig. Hann segist vera sak- laus,“ sagði Brynjar Níelsson, lög- maður Einars. „Meira veit ég ekki um máliö vegna þess að samkvæmt nýjum reglum fæ ég ekki aðgang að rannsóknargögnum málsins fyrr en eftir þrjár vikur. Það er nær von- laust að vinna eftir þessum nýju Höfuðstöðvar Eignaverks, innflutn- ingsfyrirtækis Einars Óla, eru í Garðabæ. reglum," sagði Brynjar. Einar Óli Einarsson hafði nýver- ið stofnað fyrirtækið Eignaverk en áður starfaði hann sem bygginga- verktaki. Hann hefur aldrei tengst fikniefnaafbrotum svo skráð sé: „Ég er alveg standandi hissa á þessu öllu. Einar hefur aldrei snert dóp svo ég viti og manna ólíklegast- ur til þess. Ég veit ekki hvemig þetta hefur getað gerst," sagði sam- býliskona hans í samtali við DV en aðspurð sagðist hún litið vita um hvert verksvið hins nýja fyrirtækis sambýlismanns síns væri. „Hann ræddi það aldrei við mig en mér skilst að hann hafi verið aö flytja inn timbur og trjávörur frá Spáni. Fyrirtækið var nýstofhað og ekki með eigið húsnæði svo hann rak þetta af skrifstofunni sinni hér heima,“ sagði sambýliskona Einars í Garðabæ. Rannsókn lögreglunnar á meintu hasssmygli Einars Óla og félaga hans hefur staðið á annað ár. Hefur öllum tiltækum ráðum verið beitt við að upplýsa málið og að sögn rannsóknarmanna hefur samvinna við spænsk lögregluyfirvöld verið með ágætum. Ekki er vitað hvort Veðrið á morgun: Hlýjast norðan til Á morgun verður suðvestan- átt, 15-20 m/s norðvestan til en annars 8-13. Súld eða rigning sunnan og vestan til en skýjað að mestu norðaustanlands og hiti 8 til 14 stig, hlýjast norðan tfl. Veöriö í dag er á bls. 37. umrædd smyglleið hefur verið not- uð áður en hassinu var haganlega fyrirkomið í hurðunum sem flytja átti til landsins og má segja að þær hafi verið fylltar af hassi. Alls voru fjórir handteknir er lögreglan lét til skarar skríða á sunnudaginn. Einar Óli var úrskurðaður í mánaðarlangt gæsluvarðhald, tveir félagar hans fengu vikugæsluvarðhald hvor en fjórða manninum var sleppt. Allir hafa þeir áður komið við sögu hjá lögreglunni vegna fikniefnamála að Einari Óla undanskildum. Að mati kunnugra hafa spænsku innréttingamar, sem Einar Óli var að flytja tfl landsins frá Barcelona, aldrei verið til sölu eða eins og einn inméttingainnflytjandi orðaði það: „Ég þekki þennan bransa út og inn en ekki veit ég hvar hægt var að kaupa þessar innréttingar frá Barcelona." -EIR Jólakort NYJARly viddir Sími 569 4000 Hafnarbraut 23, Kóp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.