Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1999, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 27 Fréttir Menningardagur á Ólafsflrði: Júróvisjón- kappar spil- uðu í tólf tíma „Sérstæöasta verkefniö á ferlinum“ DV, Ólaísfíxði: Menningarmálaneflid Ólafs- fjarðar ákvað að halda almenncin tónlistardag til þess að kveðja sumarið og fagna komandi vetri. Nefndin fékk tvo þekkta tónlistar- menn norður, júróvisjónkappana, þá Stefán Hilmarsson og Eyjólf brekka, heimsótt. Gamla fólkið var sérlega ánægt og þakklátt og vildi endilega heyra aukalög. Um kvöldið voru haldnir tónleikar í félagsheimilinu Tjamarborg, þar sem fjölmargir bæjarbúar mættu, bæði fullorðnir og böm. Þessi heimsókn þótti takast al- veg frábærlega. Stefán og Eyjólfur Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson. Kristjánsson, til að spila fyrir krakkana á leikskólanum Leik- hólum, bæði fyrir og eftir hádegi, einnig fyrir 130 krakka í bama- skólanum sem komu saman í íþróttasalnum, og um 60 nemend- ur í gagnfræðaskólanum. Þessu var þó ekki þar með lokið því Stefán og Eyjólfur spiluðu líka í Sparisjóðnum fyrir fólk sem ým- ist var að losa sig við peninga eða taka út. Síðar um daginn var dvalarheimili aldraðra, Hom- segjast aldrei hafa fengið svona verkefni áður. Þeir segja að þetta sé eitt sérstæðasta verkefnið á ferlinum, enda höfðu þeir ómælt gaman af þessu. Þeir spiluðu á 8 stöðum og í samtals 12 klukku- tíma. Þetta vom þriðju tónleikamir sem menningarmálanefhd Ólafs- fjarðarbæjar stóð fyrir á árinu. í maí komu KK og Magnús Eiríks- son og I sumar fékk nefndin Kur- an Swing í heimsókn. Golfarar afhenda peninga til stuðnings Umhyggju. Frá vinstri Víðir Tómas- son, Ester Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, og Hallvarður Þ. Jónsson með dóttur sfna, Ríkeyju. DV-mynd Amheiður Golfarar styrkja langveik börn DV, Suðurnesjum: Tveir golfáhugamenn á Suðumesj- um, þeir Víðir Tómasson og Hallvarð- ur Þ. Jónsson, afhentu í síðustu viku Umhyggju - félagi til stuðnings lahg- veikrnn bömum, 160 þúsund krónur, peninga sem söfnuðust á golfmóti sem þeir héldu á síðasta sumri. „Upphaflð að þessu móti var raun- verulega það að dóttir mín fæddist þremur mánuðum fyrir tímann og þurfti að dvelja á vökudeild Landspít- alans um nokkurra mánaða skeið og þá sá ég hvað mikið af börnum átti um sárt að binda,“ sagöi Hailvarður. „Við félagamir ákváðum því að halda golfmót á Vailarhúsaveili í Sandgerði, sem bar heitið Bamaheill, og gefa ágóða mótsins til Umhyggju og er þetta annað árið sem við höldum slíkt mót. Þetta hefði að sjálfsögðu ekki verið hægt ef við hefðum ekki notið stuðnings sem við erum mjög þakklát- ir fyrir.“ Það var framkvæmd'astjóri Um- hyggju, Ester Sigurðardóttir, sem veitti framlaginu viðtöku. Styrktarað- ilar mótsins voru Toyota-salurinn, Keflavíkurverktakar, Heildverslunin Karl K. Karlsson, Morgunblaðið og Hitaveita Suðumesja. Verðlaun i mót- inu vom eins og áður málverk og í þetta sinn varð fyrir valinu verk eftir myndlistarkonuna og stórgolfarann Ástu Pálsdóttur úr Keflavík. -AG Baldur Hólmgeirsson, starfsmaður Ölvers, við einn spilakassanna umdeildu. Frumvarp um að banna spilakassa um áramót: Svört spilavíti spretta upp - segir framkvæmdastjóri Ölvers * „Ég er alltaf á móti öllum boðum og bönnum. Ég er búinn að vera í veitingarekstri í fjöldamörg ár og áður en spilakassamir komu þá vora hér ólögleg spilavíti úti um aúan bæ. Núna er þetta rekið með löglegum hætti og ríkið fær sinn hlut. Svörtu spilavítin eru dauð en þau munu spretta upp að nýju,“ segir Magnús Halldórsson, framkvæmdastjóri Öl- vers, um framvarp sem kveöur á um að allir spilakassar verði bannaðir. Verði framvarpið að lögum þá þýðir það gríðarlegt tekjutap fyrir Rauða Kross íslands sem rekur sjúkrabíla landsins og er I alþjóðlegu hjálpar- starfi. Þá mun afnám spilakassa skerða tekjur Háskóla íslands og auð- vitað staðanna sem era með spila- kassana. í Ölveri er spilasalur með kössum frá HHÍ og RKÍ. „Spilavítin vora pakkfull nótt eftir nótt og ef spilakassamir verða aflagðir þá fer allt í gamla farið. Fólk leitar eftir þessari spennu. Það er ail- ur gangur á því hverjir era í spila- kössunum. Bæði eru þetta spilafiklar og þeir sem eru að freista gæfunnar í hófi. Það er eins með þetta og brenni- vínið. Á þá ekki að banna það af því að það eru alltaf einhverjir sem kunna ekki með það að fara,“ sagði Magnús sem bíður aldamótanna milli vonar og ótta. -DVÓ Blaðberar óskast í eftirtaldar götur: Grettisgata Njálsgata Barónsstígur Laugavegur Álfhólsvegur Melaheiði Bjarnhólastígur Víghólastígur Upplýsingar veitir afgreiðsla DV í síma 550 5777 Grand Cherokee LTD, árg. ‘97, ek. 39 þús. km, grsenn/gullsans, 4,0, 6 cyl., topplúga, CD og kassetta. Einn með öllu. Verð 2.980.000. Plymouth Voyager, árg.’97, rauður, ek. 47 þús. km, 4 dyra, ssk., central o.fl. Verð 1.640.000. Útvegum nýja og notaða bíla á mjög góðu veröi L A R Nýr Dodge Ram, árg. 2000, commings turtxj dísil 2500 4x4, SLT Laramie QUAD - CAB, 4 dyra með öllu, leður/rafdrifin sæti, ABS- öll hjól, CD, 6 hátalarar, fjarstýrðar samlæsingar, stærri dekk.dráttarbeisli, þokuljós o.fl. Verð 3.930.000. * EV-Egill Vilhjálmsson ehf. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.