Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1999, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 33 Myndasögur Fréttir W W (Ö >H t—I iH 3 Ö) >H w w •iH o TJ :0 w k<D 'S 3 Nýbreytni í fundarmálum þingnefndar: Fjarfundur um málefni Reykjavíkurflugvallar - í beinni útsendingu sjónvarps frá átta stöðum á landinu „Þetta er fondur um málefni innanlandsflugs og Reykjavikurflugvallar og verður aðalfundurinn á Akureyri en hann er tengdur sjö öðrum stöðum með fjarfundarbúnaði," segir Ámi Johnsen, for- maður samgöngunefndar, um fund sem nefndin stendur fyrir á föstudag- inn og verður með nýju sniði. „Þessir staðir eru Reykjavík, Vestmannaeyj- ar, Hornafjörður, Egils- staðir, Sauðárkrókur, Siglufjörður og ísafjörður og verða fundarmenn á þessum stöðum í raun á fundinum á Akureyri. Framsöguræöur eru fluttar á Ákureyri og þaðan er sjón- varpað en síðan geta fundarmenn á hinum stöðunum lagt fram spurn- ingar og þá kemur mynd af þeim á skjáinn á Akur- eyri og sjónvarpið myndar svo skjáinn." Ræðumenn á fundinum verða íjölmargir og má meðal þeirra finna alþingismenn, ráðherra og bæjarstjóra. Má því húast við athyglisverðum fundi á fostudaginn kl. 14-16 í Sjónvarpinu. Er ekki mikill kostnaður við þetta? „Nei, allur fjarfundapakk- inn kostar innan við 100.000 krónur á átta stöðum sem er rúmlega 10.000 á hvem stað og sjón- varpsútsendingin kostar heldur meira, eða um 150.000. Þetta er nýr möguleiki og hefur svona fundur aldrei verið haldinn áður á íslandi," segir Ámi Johnsen. -hdm Árni Johnsen, for- maður samgöngu- nefndar Alþingis. Dagbjartur Sigurbergsson gengur frá tengingum í nýju umferðarljósunum á Selfossi. DV-mynd Njörður Fyrstu umferðarljósin sett upp á Selfossi DV Árborg: Á næstu dögum verður kveikt á nýjum umferðarljósum á gatnamót- um Tryggvagötu og Engjavegar á Sel- fossi, þeim fyrstu í gatnakerfi Selfoss- bæjar. Til þessa hefur verið stöðvtmar- skylda á Tryggvagötuumferðina en með aukinni upphyggingu í syðri hluta Selfoss hefur oft myndast mikU biðröð á gatnamótunum á álagstímum. Þá eru í nágrenni þessara gatna- móta báðir grunnskólarnir á Selfossi og Fjölbrautaskóli Suðurlands og því er umferð gangandi fólks mikU á þessum stað. Byggð á í framtíðinni eftir að aukast tU muna í suðurhluta bæjarins. Því eiga þessi fyrstu um- ferðarljós í bænum eftir að auka ör- yggi vegfarenda, bæði gangandi og akandi. -NH J ólagjöfin í á Síðir ekta pelsar. Verð aðeins kr. 135.000. Aldamóta / jóladress. Handunnin gjafavara í úrvali. Opið virka daga kl. 10-18, laugard. I0-I5,sunnud. 13-15. Sigurstjarnan í bláu húsi við Fákafen. Sími 588 4545.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.