Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Síða 3
MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1999 29 Golf: Elssetti metog sigraði Brynjar byrjar vel Brynjar Valdimarsson, einn besti íslenski snókerspilar- inn í dag, hefur hafið leik í undankeppni heimsmeistara- móts atvinnumanna sem fram fer í Englandi. Brynjar lék gegn tveimur andstæðingum um helgina og vann þá báða, 5-0. Fyrst sigraði Brynjar Danay Singh og síðan John Esgrove en þeir eru báðir Eng- lendingar. Brynjar feliur úr keppni við fyrsta tap. -SK Ernie Els frá Suður-Afríku sýndi allar sínar bestu hliðar og sigraði með glæsibrag á milljóndoll- aramótinu í Sun City í Suður-Afríku um helgina. Els lék stórkostlegt golf, lék holurnar 72 á aðeins 263 höggum eða 25 höggum undir parinu á 72 holum. Þetta er mótsmet en eldra metið átti Nick Price en hann * lék á 24 höggum undir pari árið 1993. „Þetta er að vísu ekki eitt af stærstu mótunum fjórum en þetta er stórt mót og virkilega gaman að bera sigur úr býtum,“ sagði Els eftir að sigurinn var í höfn. Skotinn Colin Montgomerie varð í öðru sæti. Hann lék á 20 höggum undir pari, á samtals 268 höggum. Darren Clarke frá Norður- írlandi hafnaði í þriðja sæti á 270 högg- um. Þetta er í fyrsta skipti sem Ernie Els vinn- ur sigur á mótinu en hann var nú á meðal þátt- takenda í áttunda skipti. Á öðrum keppnisdegi setti Els nýtt vallarmet er hann lék holurnar 18 á 64 höggum. Lee Westwood varð fjórði á mótinu á 274 högg- um, Jim Furyk fimmti á 275. í næstu sætum komu þeir Carlos Franco, Nick Price, John Houston, Sergio Garcia, Jose Maria Olazabal, Miguel Angel Jiminez og Paul Lawrie. -SK II Halldór vann silfurverðlaun á EM í þolfimi. Þolfimi: Ernie Els frá Suður-Afríku með sigurlaunin eftir glæsilegan sigur á mótinu í Sun City í gær. Reuter Lesendur DV velja íþróttamann ársins Halldór krækti í silfrið Halldór B. Jóhannsson varð um helgina í öðru sæti á Evrópu- mótinu í þolfimi sem fram fór í Birmingham í Englandi. Haildór fékk einkunina 16.750 en Frakki sigraði á mótinu og fékk 16.850 í einkunn. Þeir voru jafnir eftir forkeppnina og eins og tölurnar gefa til kynna var Halldór aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér Evrópumeist- aratitilinn. Jóhanna Rósa Ágústsdóttir varð í 16. sæti í undankeppninni og komst hún ekki í úrslit en þangað komust átta efstu konurnar. -SK Að venju munu lesendur DV velja íþróttamann ársins. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í kjörinu þurfa að fylla út atkvæðaseðil eins og þann sem er hér að neðan og senda hann til DV. Rétt er að hvetja lesendur til að senda inn atkvæðaseðla en frestur til að skila inn seðlum rennur út að kvöldi Þorláksmessu, 23. desember. Mjög vegleg verölaun verða veitt að þessu sinni og hafa þau aldrei verið glæsilegri. Iþróttamaður árs- ins hjá DV-Sport fær glæsilegan bik- ar og vegleg verðlaun að auki og heppinn lesandi DV mun einnig fá afar vegleg verölaun. Dregið verður úr innsendum seðlum. Nánar verður greint frá kjörinu í DV á næstu dögum og seðillinn birt- ist daglega í blaðinu. -SK Sport Biand i poka John Barnes, fyrrum leikmaður Liverpool og nú framkvæmda- stjóri hjá skoska liðinu Celtic, hefur legið undir þungri gagn- rýni undanfarið frá leikmönnum og stuðningsmönnum félagsins. Ástæðan er slakur árangur í Evrópukeppni og nú siðast salan á Craig Burley til Derby. Um helgina kepptust forráða- menn Celtic við að iýsa yfir miklum stuðningi við Barnes og hann mun á næstunni fá aura til að styrkja liðiö fyrir komandi á- tök um meistaratitilinn viö Rangers. Bandaríski tennisleikarinn John McEnroe fór illa með and- stæðing sinn og landa, Jimmy Connors, í leik þeirra á móti eldri tennisleikara í London um helgina. Þetta var fyrsta viður- eign þeirra á enskri grundu síð- an 1984 en þeir McEnroe og Connors voru lengi í fremstu röð í heiminum. McEnroe sigraði, 6-1 og 6-0. Bayer Leverkusen keypti enn einn leikmanninn um helgina en þá kom hinn 16 ára gamli Aust- urríkismaður Philipp Weissen- berger. Þessi sóknarmaður þyk- ir eitt mesta efni sem fram hefur komið lengi í Austurríki. Nokkrum dögum áður voru Króatíumennirnir Jurica Vranjes og Marko Babic keypt- ir frá Osijek. Nú er ordið ljóst að Jamie Red- knapp hjá Liverpool verður frá keppni í þrjá mánuði vegna hné- meiðsla. Forsvarsmenn Liver- pool eru að vona að Redknapp verði kominn á skrið í mars. CSG Erlangen, lið Haralds Þor- varðarsonar, tapaði fyrir efsta liði 2. deiidar, VFL Pfullingen, í þýska handboltanum um helg- ina. Leikurinn fór fram á heima- velli Erlangen og urðu lokatölur 22-25. Haraldur skoraði 8 mörk í leiknum. Um helgina fór fram fjórða og síðasta stigamót meistaraflokks á fyrri hluta keppnistímabils snókermanna. Ásgeir Ásgeirs- son lék til úrslita gegn Gunnari Hreiðarssyni og sigraði mjög ör- ugglega, 5-1. Brynjar Valdi- marsson varð efstur í meistara- flokki og hlaut 1200 stig þrátt fyr- ir að hann væri ekki með á síð- asta mótinu. Það bar helst til tiðinda á stiga- móti snókermanna um helgina að Jóhannes B. Jóhannesson, íslandsmeistari í snóker, féll i 1. flokk, en hann hafnaði i 10. sæti á stigalistanum. Að auki féllu þeir Bjarni Jónsson, Svein- björn Hansson og Jón Ingi Æg- isson í 1. flokk. Upp úr 1. flokki koma þeir Jóhannes R. Jó- hannesson, Guðni Pálsson og Daniel Pétursson og leika því í meistaraflokki. Teddy Lucic, landsliðsmaður Svia í knattspymu, sem leikið hefur með ítalska liðinu Bologna hefur verið seldur til sænska fé- lagsins AIK frá Stokkhólmi. Lucic, sem er 26 ára gamall, skrifaði undir fjögurra ára samning við sænska liðið sem hefur árum saman reynt að fá landsliðsmanninn til liðs við sig. -SK ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG V INTER Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík « 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.