Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 8
MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1999 Félagar Ole Gunnars Soiskjærs fagna honum eftir ad hann skoradi eitt fjögurra marka sinna gegn Everton á laugardag. Þetta er i armað skiptið sem Ole Gunnar skorar fjögur mörk í ieik meö Manehester United. Reuter ENGLAND Enska knattspyrnan um helgina: Peter Reid, framkvæmda- stjóri Sunderland, stjórnaði liði sínu í 200. skipti í deildakeppninni gegn Chel- sea. Hans menn gerðu leik- inn eftirminnilegan fyrir framkvæmdastjórnann. Stoke City gerði um helgina jafntefli, 1-1, á heimavelli Oxford. Stoke er í 8. sæti í C- deildinni, átta stigum á eftir toppliði Wigan. Sigursteinn Gislason lék allan leikinn fyrir Stoke en Einar Þór Danielsson kom inn á sem varamaður á 63. mínútu. Stoke var mun betri aðilinn í leiknum en tókst ekki að knýja fram sigur. Liverpool hefur orðið fyrir miklu áfalli því Jamie Red- knapp leikur ekki með lið- inu fyrr en í mars á næsta ári. Hann hefur gengist und- ir uppskurð vegna meiðsla á hné sem voru alvarlegri en fyrst var talið. Þetta eru mjög mikil von- brigði fyrir Liverpool en iið- ið hefur verið að rétta úr kútnum undanfarið. „Ég vona að hann verði ekki lengur frá en þrjá til fjóra mánuði," sagði Gerard Houllier, stjóri Liverpool. Kevin Phillips er nú markahæstur I ensku A- deildinni og hefur skorað 16 mörk. Alan Shearer, Newcastle, og Andy Cole, Man. Utd koma næstir með 12 mörk. í skosku úrvalsdeildinni er Mark Viduka, leikmaður Celtic, markahæstur með 14 mörk. Skoski landsliösmaðurinn Billy Dodds hefur verið keyptur til Glasgow Rangers frá Dundee United. Doods skoraði 21 mark fyrir lið sitt á síðustu leiktíð en hann er alinn upp hjá Chelsea. Enska knattspyrnusam- bandið hefur ákveðið að kæra Jim Smith, stjóra Der- by, fyrir óviðurkvæmileg ummæli um dómarann 1 leik Derby og Manchester United á dögunum. I>V Sport Uí ENGLAND Úrslit í A-deild: Aston Villa-Newcastle.......0-1 0-1 Ferguson (65.) Bradford-Middlesborough ... 1-1 0-1 Ricard (13.), 1-1 Mills (60.) Leicester-Arsenal ..........0-3 0-1 Grimandi (23.), 0-2 Dixson (54.), 0-3 Overmars (75.) Manchester United-Everton . . 5-1 0-1 Jeffers (7.), 1-1 Irwin víti (26.), 2-1 Solskjær (29.), 3-1 Solskjær (43.), 4-1 (52.), 5-1 Solskjær (58.) Southampton-Coventry........0-0 Sunderland-Chelsea..........4-1 1-0 Quinn (1.), 2-0 Phillips (23.), 3-0 Phillips (36.), 4-0 Quinn (38.), 4-1 Poyet (81.) Wimbledon-Watford ..........5-0 1-0 Cort (15.), 2-0 Earle (32.), 3-0 Hartson (61.), 4-0 Euell (67.), 5-0 Gayle (78.) Derby-Leeds.................0-1 0-1 Harte, víti (90.) Liverpool-Sheff. Wed........4-1 0-1 Alexanderson (18.), 1-1 Hyypia (21.), 2-1 Murphy (41.), 3-1 Gerrard (70), 4-1 Thompson (80.) Tottenham-West Ham . . . í kvöld Staðan í A-deild: Leeds 17 12 2 3 30-19 38 Manch.Utd 16 11 3 2 40-21 36 Arsenal 17 11 2 4 31-16 35 Sunderland 17 10 4 3 31-17 34 Liverpool 17 9 3 5 24-14 30 Leicester 17 9 2 6 26-23 29 Tottenham 15 8 2 5 25-20 26 Chelsea 15 7 3 5 21-15 24 West Ham 15 7 3 5 17-14 24 Middlesbro 17 7 3 7 21-24 24 Everton 17 5 6 6 25-27 21 Wimbledon 17 4 8 5 27-29 20 Newcastle 17 5 4 8 28-30 19 Aston ViUa 16 5 4 7 13-17 19 Coventry 16 4 6 6 21-17 18 Southampt. 16 4 5 7 20-25 17 Bradford 16 3 4 9 13-25 13 Derby 17 3 3 11 15-29 12 Watford 17 3 2 12 13-33 11 Sheff.Wed. 16 1 3 12 14-40 6 Úrslit í B-deild: Barnsley-Charlton............1-1 Bolton-Tranmere..............2-3 Crewe-Crystal Palace.........2-0 Fulham-Birmingham............0-0 Huddersfield-QPR ............1-0 Norwich-WBA..................2-1 Port Vale-Blackburn..........0-0 Sheffield Utd.-Portsmouth....1-0 Stockport-Grimsby ...........2-1 Swindon-Walsall..............1-1 Wolves-Man City..............4-1 Nott.Forest-Ipswich..........0-1 Staðan í B-deild: Huddersf. 21 13 4 4 42-20 43 Man.City 20 12 4 4 29-16 40 Charlton 19 12 3 4 35-20 39 Barnsley 20 12 2 6 38-28 38 Stockport 20 9 7 4 27-26 34 Ipswich 20 9 6 5 34-24 33 Bolton 20 9 5 6 32-22 32 Norwich 20 8 7 5 19-16 31 Wolves 19 7 9 3 25-17 30 Birmingh. 20 7 8 5 30-23 29 Tranmere 21 8 5 8 32-29 29 QPR 20 7 8 5 27-24 29 Fulham 20 7 8 5 21-18 29 Blackburn 18 4 9 5 21-20 21 WBA 19 4 9 6 17-22 21 Port Vale 21 5 6 10 22-28 21 Portsmouth 21 5 6 10 27-36 21 Sheff.Utd 20 5 6 9 21-31 21 Crewe 19 5 4 10 19-28 19 Grimsby 20 5 4 11 18-35 19 Nott.For. 20 4 6 10 21-26 18 Cr.Palace 20 4 6 10 25-36 18 WalsaU 21 3 7 11 17-33 16 Swindon 21 3 7 11 14-35 16 Leeds á toppinn Leeds fékk vitaspyrnu á silfurfati.í gær í leik sínum gegn Derby og komst þar með í efsta sæti deildarinnar á ný. Það var Harte sem skoraði úr vítinu á síðustu mínútu leiksins. Áður hafði Alan Smith skorað fyrir Leeds en markið var dæmt af. -SK Solskjær - skoraði fjögur gegn Everton. Útreið Chelsea Ole Gunnar Sclskjær var maður helgarinnar í ensku knatt- spyrnunni. Hann gerði fjögur mörk fyrir Manchester United sem gersigraði slakt lið Everton, 5-1. United hóf leikinn með miklum látum gegn Everton en Jeffers kom gestunum yfir þvert gegn gangi leiksins á 7. mínútu. Litlu munaði að hann skoraði annað mark skömmu síðar en þá skall- aði hann laglega í stöng. Eftir þetta var leikurinn eign United og eftir að Irwin hafði jafnað úr vítaspyrnu skoraði Solskjær fjög- ur mörk á aðeins 29 mínútum. Og Sir Alex Ferguson, stjóri United, var ánægður með piltinn eftir leikinn: „Ole Gunnar er stórkostlegur í því að nýta færin. Hann les leikinn vel og er mjög vel gefinn. Hann átti frábæran leik og ég er mjög glaður fyrir hans hönd,“ sagði Ferguson. Breiddin er mikU hjá United og það kom ekki að sök þótt Beckham, og Yorke lékju ekki með og Cole kæmi aðeins inn á í lokin sem varamaður. Teddy Sher- ingham lék með Solskjær i fremstu vigllnu og Ferguson var einnig mjög ánægður með hans frammistöðu í leiknum. Walter Smith, stjóri Everton, var ekki upplitsdjarfur eftir út- reiðina gegn United: „Varnarleikur okkar var hreint út sagt hræðUegur. Varnarmenn mínir hafa ekki leikið jafn Ula frá þvi ég kom tU liðsins. Við ætluðum að taka vel á þeim og ekki að leika upp á jafntefli. Við gáfum þeim mörkin fimm á silfurfati og leikmenn United skoruðu þau öU eftir mistök í vöm okkar,“ sagði Smith. Arsenal vermdi toppsæti deildarinnar í þrjár klukkustundur rúmar en liðið sigraði Leicester örugglega að morgni laugar- dags. Alveg er ljóst að Arsenal er að sækja 1 sig veðrið og þrátt fyrir að marga fastamenn, eins og Bergkamp, Vieira, Seaman og Parlour vantaði í liðið, virkaði Arsenal sterkt og Leicester átti aldrei möguleika. Arsenal verður í toppbaráttunni fram á síð- asta dag og það þarf ekki að koma neinum á óvart. „Mínir menn léku mjög vel i þessum leik. Við erum betur undir það búnir að taka þátt í mörgum keppnum en í fyrra og tU þess að eiga möguleika í úrvalsdeUdinni verðum við að vinna leiki á útivöUum,“sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal eftir leik- inn. Martin O’NeUl, stjóri Leicester, var ekki eins kátur. Þetta var hræðUegur leikur af okkar hálfu. Við vomm aUtaf á eftir þeim í baráttunni um boltann og leikmenn Arsenal vom einfald- lega mun betri að þessu sinni," sagði O’NeUl. Chelsea fékk háðulega útreið gegn Sunderland. Það tók sókn- arparið Quinn og PhiUips aðeins 37 mínútur að skora fjórum sinnum og gera út um leikinn. Chelsea hefur gengið afleitlega í deUdinni undanfarið og aðeins unnið einn sigur í síðustu sjö leikjum. Með þessu áframhaldi verða menn Gianluca Vialli fjarri toppslagnum þetta tímabilið. „Við skulduðum þeim þetta og náöum að borga fyrir okkur i dag. Ég verð að segja að NiaU Quinn hefur verið frábær það sem af er leiktíðinni og sömu sögu má segja um Kevin PhiUips. Ég var að sjáifsögðu ekki ánægður með að fá markið á okkur en plúsamir í leik okkar voru mun fleiri en mínusamir," sagði Pet- er Reid, stjóri Sunderland, eftir leikinn. Chelsea sigraði Sunder- land, 4-0, i opnunarleik deUdarinnar í haust. ViaUi var ekki mjög ánægður: „Þessum stóra ósigri er vitan- lega mjög erfitt að kyngja. Það vantar aUan stöðugleika í leik okkar í deildinni. Þetta verðum við að laga sem fyrst því við höf- um skyldum að gegna við stuðningsmenn liðsins, við félagið og okkur sjálfa," sagði ViaUi. Liverpool vann stóran sigur á Sheffield Wednesday á Anfieid og ljóst að Wednesday fer beint niður í B-deUdina. Liverpool hins vegar er til aUs líklegt í framhaldinu. Robbie Fowler kom inn á sem varamaður í leiknum eftir langvarandi meiðsli. -SK Eióur Smári Guójohnsen skoraði fyrra mark Bolton er Uðið tapaði á heimaveUi fyrir Tranmere, 2-3. Eióur Smári lék aUan leikinn en Guóni Bergsson var ekki með vegna meiðsla. Lárus Orri Sigurósson lék allan leiktímann með West Bromwich Albion gegn Norwich. Mark Bosnich, markvörður Man. Utd varð að yfirgefa vöUinn snemma leiks gegn Evérton vegna meiðsla. Van der Gouw tók stöðu hans og átti náðugan dag. Dómarinn í leik Manchest- er United og Everton gaf Ole Gunnari Solskjcer boltann sem spUað var með eftir leikinn gegn Everton. Alex Ferguson sagði erfitt að velja lið United fyrir næsta leik á miðvikudags- kvöld gegn Valencia í Meist- aradeUd Evrópu. Hann sagði öruggt að Mark Bosnich yrði ekki i markinu og Raimond Van der Gouw léki í markinu gegn Val- encia. Forráðamenn japanska knattspyrnusambandsins hafa enn og aftur lýst því yfir að þeir vUji fá Arsene Wenger, stjóra Arsenal, tU að taka við landsliði Japans og stýra því í heimsmeist- arakeppninni árið 2002 en HM fer þá fram í Japan og Kóreu. Þeir hafa áður boðið honum starf landsliðsþjálf- ara en Wenger sagði þá nei, takk. Nú œtla Japanir að bjóða Wenger guU og græna skóga. Þeir ætla að greiða Wenger um 350 mUljónir króna i árslaun og verður erfitt fyrir Wenger að hafna boðinu í þetta sinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.