Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Side 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1999
Fréttir
DV
Nektarklúbbseigandi kærir Visa:
Eg er ekki dópsali
og melludólgur
- segir Kristján í Clinton
„Ég ætla að kæra krítar-
kortafyrirtækið Visa því ég
sit ekki undir þvi að láta
kalla mig melludólg og dópa-
sala í fjölmiðlxun eins og for-
ráðamenn þess fyrirtækis
hafa gert. Staðreynd málsins
er sú að það er fjöldi einstak-
linga í þessu þjóðfélagi sem
munar ekkert um að láta
strauja nokkur hundruð þús-
und krónur út af kortinu
sínu; þetta eru vellaunaðir
menn, verðbréfaguttar og
sægreifasynir svo dæmi séu
tekin,“ sagði Kristján Jó-
steinsson sem rekur nektar-
klúbbinn Clinton í Grjóta-
Kristján Jó-
steinsson: Suma
munar ekkert um
að láta strauja
nokkur hundruö
þúsund út af
kortinu sínu.
þorpinu. Sem kunnugt
er af fréttum hafa krít-
arkortafyrirtækin
skert mjög úttektar-
heimildir gesta á
ákveðnum nektarstöð-
um eftir að starfsmenn
þar hafa orðið uppvísir
af þvi að fara fram hjá
heimildarkerfi korta-
fyrirtækjanna.
„Staðirnir sem hér
um ræðir eru Clinton
og Maxim í Hafnar-
stræti. Það er ljóst að
þessir staðir hafa farið
fram hjá heimildakerfi
okkar og nýtt sér mögu-
leika sem er þar á,“ sagði Andri
Hrólfsson hjá Visa sem undirritað
hefur þau bréf sem nektarstöðun-
um tveimur hafa borist frá Visa.
Undir venjulegum kringum-
stæðum stöðva posavélar krítar-
kortaúttektir þegar komið er fram
yfir heimild en svo virðist sem
starfsfólk fyrrgreindra nektar-
staða hafi fundið smugu til að
komast fram hjá þeirri aðgerð og
geti þar með haldið áfram að taka
út af kortunum. Að sögn forráða-
manna krítarkortafyrirtækjanna
fá staðimir slíkar úttektar ekki
greiddar þannig að það fé er þeim
glatað.
„Það hefur enginn borið á okkur
Karlakór Reykjavíkur:
Týndar tekjur og geisladiskar
- endurskoðendur gera athugasemdir
Endurskoðendur Karlakórs Reykja-
víkiu- hafa gert athugasemdir við bók-
hald kórsins og segja erfitt að átta sig
á því hvort allar tekjur kórsins skili
sér í bókhaldið eða eins
og segir í greinargerð frá
þeim til stjómar kórsins:
„Ekki liggja fyrir
greinargerðir um tekjur
sem era færðar í bók-
haldi kórsins. Því er
erfitt, nema með mikilli
vinnu, aö ganga úr
skugga um hvort tekjur
kórsins skili sér í bók-
hald hans.“ Þá nefna
endurskoðendumir
mörg dæmi þess að ekki
séu til reikningar fyrir
kostnaðargreiðslum og
láðst hafi að senda
skattayfirvöldum
Athugasemdir endurskoð-
enda Karlakórs Reykjavík-
ur frá því í mars 1999.
launamiða vegna verktakagreiðslna.
Þá eru settar fram spurningar um
hvað hafi orðið af nokkur hundruð
geisladiskum með söng kórsins en
samkvæmt birgðahaldi
ættu óseldir diskar að
vera 440 en eru í raun að-
eins 130 talsins.
Endurskoðendur
Karlakórs Reykjavíkur
eru þeir Helgi Bachmann
og Simon Hallsson borg-
arendurskoðandi. Segja
þeir í greinargerð sinni
að þeir leggist ekki gegn
því að aðalfundur kórs-
ins samþykki ársreikn-
ingana árið 1998 að
teknu tilliti til framan-
greindra athugasemda.
„Ég lit svo á að
þama hafi menn verið
Karlakór Reykjavíkur.
að setja fram smávægilegar athuga-
semdir og kenna okkur góðar vinnu-
reglur. í mínum huga er ekki minnsti
grunur um að tekjur kórsins fari ann-
að en í sjóði hans,“ sagði Guðmundur
Sigþórsson, formaður Karlakórs
Reykjavíkur.
-EIR
Þotulið og húmoristi
Þau undur og stór-
merki gerðust um
helgina að synir og
dætur sólarinnar
heimsóttu ísland. Til
eyjarinnar við ysta
haf komu nemendur
frá Harvard-skóla í
Bandaríkjunum í
fylgd íslensks kollega.
Annað eins hefur ekki
gerst síðan hárs-
breidd munaði að Al-
bright, utanríkisráð-
hera Bandaríkjanna,
lenti í Keflavik. Meðal
þeirra sem heimsóttu _____________
ísland og átu og drukku vom ekki ómerkari ein-
staklingar en Kristin, dóttir Als Core, varaforseta
Bandaríkjanna, og James Murdoch, sonur tjöl-
miðlakóngsins fræga. Aðeins vantaði Monicu
Lewinski til að fullkomna myndina en fjarvera
hennar á sér þær skýringar að stúlkan hefur ekki
numið við Harvard.
Alls voru 75 manns í hópnum og er getum leitt
að því að meðal þeirra hafi verið ættmenni Mart-
ins Luthers Kings og Abrahams Lincolns. Þetta
eru þvi stórtíðindi sem enginn lét fram hjá sér
fara. Sjálfur Davíð Oddsson forsætisráðherra
mætti til galakvöldverðar með þeim sem erfa
munu Ameríku og eflaust fleiri heimsálfur. í
hópnum var hluti þess liðs sem tengist Seinfeld-
þáttunum og þar fara svo sannarlega húmoristar
sem munu hafa átt hugmyndina að því að fá ís-
lenska forsætisráðherrann til að fara með gaman-
mál. Sjálfur Seinfeld var að vísu ekki með í for
enda fór hann frá íslandi í fússi fyrir einhverjum
missemm eftir að hafa reynt að skemmta fólki
sem ekki hló. Þrátt fyrir húmorleysi íslendinga
gagnvart Seinfeld munu aðstandendur hans ekki
ætla að erfa það neitt við þjóðina og settu því
Davið á stand. Davíö er maðurinn sem hífði ís-
lendinga upp úr eymdinni og kom á góðæri með
bros á vör. Hann er maður litla mannsins og á
heimsvísu sem húmoristi.
Það var því augljóst að þotuliðið ameríska
byði honum til samsætis í Iönó þar sem Davíð
n-t *
:
mun hafa slegið í gegn
með alþjóðlegum gam-
anmálum enda kosinn
maður ársins á sviði
skemmtilegheita.
Þotukrakkamir halda
úti mjög öflugu skóla-
blaði sem heitir
Harvard Lampoon og í
það rit komast engir
aukvisar. Víst er að ís-
lenski forsætisráð
herrann mun verða á
forsíðu skólablaðsins
skemmtilega en það er
hið lengsta sem
_______________________ húmoristar uppi á ís-
landi hafa náð fram að þessu. Það er bara eitt
sem veldur Dagfara hugarangri. Harvardfólkið
mun ekki hafa séð ástæðu til að bjóða forseta ís-
lands til að keppa við Davíð í skemmtilegheitum.
Sjálfur hefur Ólafur Ragnar komist í heimspress-
una fyrir alls konar brambolt en þotuliðið kýs að
hunsa það. The Times hefur ítrekað fjallað um
forsetann sem blaðinu þykir afar aðlaðandi og
skemmtilegur. Blaðið kallar hann bóndann á
Bessastöðum og hefur sagt ýmislegt af ferðum
hans en svo er að sjá að þotuliðið lesi ekki stór-
blöð. Því fór svo að við galakvöldverðinn var
Davíð einn í kjöri sem fyndnasti maður heims og
vann þar af leiðandi sigur án eðlilegrar sam-
keppni. Dagfari
að við værum að fara með krítar-
kortin afsíðis og strauja þau þar.
Við sendum afrit af öllum úttekt-
um til kortafyrirtækjanna og þar
fara rithandarsérfræðingar yfir
nóturnar. Málið er einfaldlega það
að gestir okkar eyða svona mikl-
mn peningum á stundum. Dýrasta
sýning sem ég hef selt var þriggja
tíma einkasýning á 150 þúsund
krónur og ég man eftir manni sem
kom til mín þrjú kvöld í röð og
eyddi samtals 800 þúsund krón-
um,“ sagði Kristján Jósteinsson
sem undirbýr nú málshöfðun á
hendur krítarkortafyrirtækinu
Visa ásamt lögmanni sínum, Ró-
berti Árna Hreiðarsyni. -EIR
Stjörnustríð
Stjömustríð geisar nú um það
hvort umhverfismat á að fara fram á
Eyjabökkum áður en þeim verður
sökkt. Virkjunarsinnar hafa fengið
til liðs við sig stjömuáróðursmeist-
ara Athygli ehf. sem
halda úti fréttavef á
Netinu. Þar segir af
nema í Menntaskól-
anum við Sund sem
orðið hafi fyrir
heimsóknum
þriggja útsendara
Umhverfisvina tvo
1 daga í röð. Fremst
í flokki fór Ragn-
hildur Gísladóttir söngkona.
Neminn segir kennara í MS hafa
verið til halds og trausts í vísitasíu
um skólann með undirskriftalistana.
Þeir nemendur, sem ekki höfðu
áhuga á að skrifa undir, vom að
sögn beittir þrýstingi og völdu marg-
ir hverjir að setja frekar nafn sitt
undir skjalið en láta spyrjast út að
þeir hefðu hryggbrotið landsfræga
stuðdrottningu. Ja, svei...
Stjörnustríð II
Annar hluti stjömustríðsins fer
fram d göngum Sjónvarpsins þar
sem hinn landskunni fréttamaður
Ómar Ragnarsson er í skotlínu
virkjunarsinna. Hann mun hafa ver-
ið með fullberorðar
lýsingar á hálendi og
gæsum auk þess að
framleiða þætti um
hinn ameríska Yell-
owstone-þjóðgarð
með skýmm tilvís-
unum til Eyja-
bakka. Athyglis-
menn munu hafa
vakið athygli
stjómenda Sjónvarpsins á þessari
svívirðu og þættir Ómars vora um-
svifalaust settir í frost þar sem búið
var að sýna fjóra af sex þáttum. Þá
munu vera uppi hugmyndir um að
setja farbann á Ómar þannig að
hann megi ekki fara ofar en 100
metra yfir sjávarmál...
Eftirsóttur
Fréttamaðurinn Egill Helgason
hefúr verið einstaklega eftirsóttur að
undanfómu. Egill er með þáttinn Silf-
ur Egils á Skjá 1 og hefúr meðal ann-
ars afrekað það að fá sjálfan Davíð
Oddsson til að sitja
með sér tímunum
saman og tala um
ráðhús og hunda-
hald. Risamir í sjón-
varpsgeiranum sitja
öfúndsjúkir hjá og
hafa báðir borið ví-
l umar i Egil
sterka. Harrn mun
hafa vísað þeim báð-
um frá og Sjónvarpið og Stöð 2 eiga
ekki möguleika gegn hmurn litla Skjá
1. Sjálfur mun Egill halda í heiðri þá
kenningu að smátt sé fagurt og áfram
heldur hann á sama stað ...
Síðbúin hefnd
í þröngum hópi ungra sjálfstæöis-
manna hefur undanfarið gengið
manna á milli „heimatilbúin" nekt-
armynd sem líkist mjög ungum
kvenkyns lögfræðingi sem situr í
stjóm Heimdallar. Er
viðtakendum sagt að
myndin sé af téðri
stúlku þótt það sé
ekki satt. Þetta
munu vera síðbúnar
hefndarráðstafanir
gegn stúlkunni eft-
ir flokkadrætti
meðal ungliðanna
vegna formannskjörs í VesL
mannaeyjum í fyrra. Stúlkan mun
hafa unað þessum skeytasendingum
svo illa að hún kærði framferðið til
Kjartans Gxmnarssonar, fram-
kvæmdastjóra flokksins. Kjartan
sem er þekktur herramaður tók
málið alvarlega. En þrátt fyrir mikla
leit hefur honum ekki enn tekist að
finna þann eða þá seku...
Umsjón: Reynir Traustason
Netfang: sandkom @ff. is