Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1999 Spurningin Ætlaröu að kaupa þér jólaföt? Eiríkur Ellertsson sjómaður: Nei, en ég ætla að kaupa jólasveinabún- ing. Hreimur öm Heimisson: Já, ég er búinn að sjá alveg svakalega ílott GAS-jakkaíot. Helgi Þór Guðjónsson nemi: Já, að sjálfsögðu. Ólafur Guðmundsson leikari: Nei, en ég kaupi auðvitað þetta venjulega, sokka, skyrtur o.fl. Guörún Gunnlaugsdóttir, heima- vinnandi: Já, ég er búin að því. Kolbrún Baldursdóttir sálfræð- ingur: Nei ekki í ár. Þetta hefur verið dýrt ár með miklum framkvæmdum og breytingum sem kosta peninga. Lesendur Herstöðin í Kefla- vík - ný viðhorf Senn dregur aö nýjum samningum um framtið Keflavíkurstöðvarinnar. Bréf- ritari veðjar á framlengingu núverandi ástands þótt herinn fari heim fyrr eöa síðar. Skarphéðinn Einarsson skrifar: Árið 2002 mun verða samið um framtíð Keflavíkurstöðvarinnar. Vitað er að Banda- ríkjamenn vilja stórtækar breyt- ingar á málum þar. Þeir vilja t.d. að íslendingar taki við og kosti rekstur flugbrauta og eldvama á flug- vellinum. Það er réttmæt krafa og eðlileg. Síðan flug- herinn fór að mestu leyti hafa um- svif í flugstöðinni stórminnkað. Flotinn hefur lokað mörgum stöð- um sem voru og hétu á kaldastríðs- árunum og vitað er að flugherinn vildi loka öllu og senda orrustuvél- ar og þyrlur heim. Ekki síst vegna andmæla íslendinga. Opinbert er að þyrlur varnarliðsins mega helst ekki stunda björgunarstörf. Það á Landhelgisgæslan að gera ein. Orrustuflugvélar koma aö vísu hér við en eru staðsettar í Bret- landi. Þegar mest var voru hér 19 eða 20 F-16E (F-15) flugvélar. Nú standa hinar geysiöflugu og dýru flugvélageymslur tómar. Ratsjár- stofnun sér um rekstur fjögurra rat- sjárstöðva á jafnmörgum stöðum á landinu. Sú skipan mála hefur reynst vel. Einnig koma íslendingar að miklu leyti að rekstri stjóm- stöðvar vegna ratsjárstöövanna og gætu hæglega séð um hann einir. En Bandaríkin greiða allan kostnað. Margir hallast að því að hér megi koma á svipuðu fyrirkomulagi og var árin 1946-1951, þ.e. með svo- nefndum Keflavíkursamningi. Steingrimur Hermannsson, fyrrv. ráðherra, segir í 1. bindi æviminn- inga sinna að íslendingar séu að neyða herinn til að vera hér þegar vitað er að þeir vilja fara. Að sjálfsögðu verða íslendingar í NATO sem einn af homsteinum í okkar utanríkisstefnu og mun fyrir- sjáanlega verða svo áfram. íslenska ríkið á Ratsjárstofnun og fær góðar fúlgur frá Bandaríkjun- um vegna þessa reksturs. Því má sjá framtiðarskipan mála á Keflavíkur- flugvelli þannig að stofnað verði ein rekstrarstofnun varnarmannvirkja í eigu ríkisins sem sjái þá um allan daglegan rekstur í stöðinni, viðhald mannvirkja og aðstöðu að því marki sem Bandaríkjamenn og NATO óska að hafa hér. Trúlega myndu um 300 íslendingar hafa fóst störf þar. Einnig olíufélög til að þjónusta vélar sem hér hefðu við- komu. íslensk öryggisfyrirtæki, t.d. Vari og Securitas gætu stofnað felag um öryggisvörslu i stöðinni. Vonandi tekst íslenskum ráða- mönnum að halda í núverandi ástand eitt tímabil enn. En eins og amerískt máltæki segir: „Það er hægt að teyma hest að vatnsbóli en það er ekki hægt að neyða hann til að drekka." Eins er með veru vam- arliðsins hér, það mun fara heim fyrr eða síðar. Skarphéöinn Einarsson. Of margir þingmenn - þjóna ekki fjöldanum K.H. skrifar: Þingmenn felldu nýlega tillögu um að hækka örorku- og ellilífeyri. Hvemig geta þessir menn leyft sér þetta? Fyrir hverja er það hagstætt? Enginn var að tala um að lækka laun þingmanna gegn hækkun or- örku- eða ellilífeyris. Þingmenn hækkuð sín eigin laun eftir kosn- ingar. Nú er það alveg ljóst að þjóðfé- lagsþegnarnir hafa ekki efni á að hafa svona marga þingmenn. Nægja myndu 30. Eða hvað hafa þeir gert annað upp á síðkastið en að flækja fjármál í þjóðfélaginu? Þeir virðast ekki hafa neina samúð með örorku- eða ellilífeyrisþegum. Eru þessir menn virkilega mennskir? Öryrkjar fóru í kröfugöngu til að mótmæla því að örorkubætur skerð- ist vegna launa maka. Eru öryrkjar ekki álitnir vera manneskjur? Hvenær hafa vinnulaun einstak- lings minnkað ef hann fer að búa með öðrum einstaklingi (þótt skatt- ar verði öðruvísi en útgjöld heimil- isins)? Einstaklingar hafa jafnmikl- ar þarfir, giftir eða ógiftir. Hækka á bætumar í mannsæm- andi launabætur. Það þýðir ekki að halda að þær eigi bara að duga fyr- ir mat og húsnæði. Við eram vits- munaverur og höfum fleiri þarfir en bara mat og húsnæði. Það er ekki hægt að lita á okkur sem hesta sem þurfa bara hreyfingu, húsnæði og hey. Þegar vinnugetan á almennum markaði dvín verða ýmsar tóm- stundaiökanir að koma í staðinn. Öll verðum við að hafa eitthvað að hugsa um. Hugsanagangur þingmarina er óviðunandi. Telji þeir aö þeim komi ekkert við hvemig fólk eigi að lifa af bótunum eins og þær eru í dag eiga þeir ekkert að fara með það vald að ákvarða bætur eða vinnu- laun í landinu, þeir eru ekki færir um það. Eitthvað verður að gerast í málinu nú þegar. Ljótt jólatré á Austurvelli - með gömlu grýluljósunum Sveindís hringdi: Nú er Reykjavík komin í jólabún- inginn víðast hvar og er verulega mikil prýði að skreytingunum. Laugavegurinn er t.d. óvenjufalleg- ur meö sitt litaraf á trjám, á húsum og í gluggum verslana. Einn er sá staöur í borginni sem mér finnst eins og utangátta í skreytingum. Ef það væri ekki Hótel Borg fyrir að fara þá væri Austurvöllur ein myrkragryfja. Jólatréð á Austur- R-,[l@ígíRJ1[D)Æ\ þjónusta allan sólarhringinn H H H r \ x) H \ I I * jp. \ |.r Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem blrt verða á lesendasfðu „Þaö er eitthvað púkalegt og kauöskt aö horfa á tréö þarna á Austurvelli," segir m.a.í bréfinu. Norska tréö á Ingólfstorgi ætti aö falla betur að smekk Sveindísar. velli er bæði ljótt og illa lýst - eins og venjulega - verð ég að segja. Á trénu eru nefnilega þessar gömlu venjulegu ljósaperur með möttu perunum sem búið er að nota síðustu áratugi. Ljós- in á trénu stinga verulega í stúf við allar aðrar skreytingar í miðbænum þessa dagana. Nú er ég ekki í neinni fýlu út í Norðmenn sem skenkja okkur árlega jóla- tré sem nú er á Ingólfs- torgi. Mér finnst þeir rausnarlegir að halda þessum sið. Mér flnnst hins vegar aumt að Reykjavíkurborg skuli ekki sjá til þess að skreyta tréð á Austurvelli með þessum litlu fallegu jólaseríum sem víðast eru komnar í gang. Það er eitthvað púkalegt og kauðskt, blessað tréð, á að horfa þama á Austurvelli. Því miður fyrir okkur borgarbúa. I>V Málefni lands- byggðarinnar Ellllífeyrisþegi á landsbyggð- inni sendi þennan pistil: Ég er einn þeirra sem horfa mikið á sjónvarp frá Alþingi með- an það er. Mér finnst við eigum að geta horft á sjónvarp frá Al- þingi allan tímann sem það er að störfum. Hryllilegt finnst mér að ríkisstjómin ætlar ekkert að gera fyrir okkur eldri borgarana, nú í þessu góðæri. Ég er hins vegar hrifinn af þingmönnum Samfylk- ingarinnar og finnst þeir standa sig sérlega vel varðandi málefni landsbyggðarinnar. Nefni alveg sérstaklega nýjan þingmann okk- ar, Kristján Möller sem er öflugur landsbyggðarsinni. Mættu fleiri taka sér hann til fyrirmyndar aö þessu leyti. Ekki veitir af til að snúa frá þeirri óheillabraut að all- ir flytji suður. Steiner fær bætur - Briggs fái sitt líka Kjartan skrifar: Nú er búið að dæma Steiner, fyrrverandi sakamann í fikniefna- málum, bætur upp á 40 þúsund. Það var rausnarlegt af dómsvald- inu. Það er líka vel gert af ís- lenska ríkinu að veita Kio Briggs gjafsókn í málssókn hans gegn ríkinu. Hann krefst ekki nema 27 milljóna króna. Mér finnst að rík- ið geti ekki látið hann með öllu af- skiptan og dæmi honum a.m.k. 2,7 milljónir, og ef þeim þykir það of mikið fyrir hann þá fái hann þó alla vega 27 þúsund krónur, svo hann geti heimsótt okkur einu sinni eða svo áður en Danir taka til að viö að loka hann inni. Kio Briggs var alltaf vingjarnlegur í fasi og þess naut hann líka í sýknudómi Hæstaréttar. Varla hefur framkoman spillt. íslenska ríkið er hvort eð er orðið að viö- undri varðandi bætur og hlunn- indi tD sakamanna, svo það ætti ekki að byrja á neinum tiktúrum núna út i Briggs blessaðan. Kristján til fyrir- myndar J. B. skrifar: Virkjunarframkvæmdir við Fljótsdalsvirkun hafa tafist frá því að Hjörleifur Guttormsson fékk staðfest lög um þær árið 1981. Svo segir Kristján Pálsson alþingismaður frá í grein í DV þann 16.12. sem ber heitið Lág- mörkun skaðans. I greininni fjall- ar Kristján um áhersluatriði 1. minnihluta umhverfisnefndar þar sem lagt er til að lágmarka um- hverfisspjöll. Um það snýst málið einfald- lega. Við verðum að nýta náttúru- auðlindir þessa lands með því að framleiða hreina orku og draga þannig úr gróöurhúsaáhrifum sem orkuver margra landa skapa. Kristján Pálsson er heiðarlegur í málflutningi sinum og mættu margir svokaUaðir „umhverfis- sinnar" taka hann sér til fyrir- myndar. Nýir Hagvagnar skemmdir Farþegi hringdi: Mér þykir ótrúleg skemmdar- fýsn í okkar ungu kynslóð sem má ekki sjá nýja hluti eða fallega án þess að leggja í þá og skemma. Nú eram við íbúar í Kópavogi og Hafnarfirði búnir aö fá nýja vagna sem Hagvagnar nota. En það er strax búið að skemma sæti með kroti og krassi, jafnvel búið að sarga í stólbökin með hnífi eða eggjárnum. Þetta er ekki upp- örvandi í skammdeginu og svona rétt fyrir jólin að vita af þessum skemmdarvörgum í sambýli okk- ar. Þetta er raunar alveg ótrúleg umgengni. Og hér er ekki fullorð- ið fólk á ferð. Þetta er yngri kyn- slóðin, sem sífellt er verið að bera blak af. Hvaða foreldra eiga þess- ir unglingar?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.