Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Qupperneq 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1999
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vfsir, netútgáfa Fijálsrar plmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Sögufalsanir ævisagna
í öðru bindi ævisögu Steingríms Hermannssonar er
skautað létt yfir spillingu, sem hann stimdaði, þegar
hann var forstjóri Rannsóknaráðs ríkisins, og fólst í hug-
myndaríkum aðferðum við að láta ráðið borga einka-
kostnað og frægar urðu í fjölmiðlum á sínum tíma.
Af gögnum endurskoðanda frá þeim tíma, sem sagt var
frá í fjölmiðlum, er fremur erfitt að ímynda sér, að van-
þekking bókara hafa ráðið ferðinni, svo sem Steingrím-
ur vildi þá og vill enn vera láta. Mun fremur snerist
baunamálið um eindreginn brotavilja Steingríms.
Nákvæmur og landskunnur stjörnufræðingur komst
sem endurskoðandi í spillingargögn Steingríms og sann-
aði meðal annars, að benzín, sem skrifað var á ríkisbíl,
var í rauninni notað á tvo bíla með misstóra benz-
íntanka. Var hinn tankurinn á frúarbíl Steingríms.
Enginn hefur í rauninni efast um, að það stutta tíma-
bil, sem stjömuffæðingurinn gat skoðað, gaf skýra mynd
af hugmyndauðgi Steingríms við að láta ríkið borga fyr-
ir sig kostnað. Viðhorf ævisöguritarans vekur ekki von-
ir um, að frekari bindi verði trúverðugri.
Annar ævisöguritari skautar léttilega yfir drykkju-
skap Jónasar HaUgrímssonar og reynir að túlka hann
niður í nánast ekki neitt með því að hafna sumum heim-
ildum og geta annarra ekki, þótt staðfest sé í sjúkra-
sjúrnal, að skáldið dó úr delerium tremens.
Samkvæmt skrifum þekkts læknis og ráðgjafa
drykkjusjúklinga, var ferill Jónasar líkur því sem títt er
um slíka. Til dæmis er út í hött að hafna heimildum um
drykkjuskap í Austurlandsferð á þeim forsendum, að
skáldið hafi um leið afkastað miklu fræðistarfi.
Dæmin sýna, að drykkjusjúkir geta afkastað miklu
verki og staðið sig í starfi og listum, einkum milli
drykkjutúra, en einnig meðan á þeim stendur, fram eftir
ferli sjúkdómsins. Okkur vantar einmitt túlkun á afrek-
um skáldsins á grundvelli sjúkdóms hans.
Ævisöguritari, sem vill láta taka sig alvarlega, hlýtur
að taka á drykkjuskaparkenningum, bera þær undir
fleiri aðila, sem vit hafa á þróun drykkjusýki, en ekki
stinga heimildunum beinlínis undir stól, að því er virð-
ist til að gera glansmynd skáldsins sem skírasta.
Alvarlegast við sagnfræði af tagi bókanna um Stein-
grím Hermannsson og Jónas Hallgrímsson er samt það,
sem á eftir kemur, að gagnrýnendur fjölmiðla taka vonda
vinnu sem góða og gilda vöru og hampa bókunum sem
sagnffæðilega áhugaverðum og jafnvel sem afrekum.
Léttúð gagnrýnenda í stuðningi við höfunda bókanna
er til þess fallin að auka kæruleysi í ritim bóka, sem
sagðar eru sagnfræðilegs eðlis. Ef bækumar um Stein-
grím og Jónas teljast sambærilegar við ágæta bók um
Einar Benediktsson, geta menn bullað hvað sem er.
Einn af verstu göllum íslenzks þjóðfélags sem fullburð-
ugs menningarheims er of mikill skortur á vitrænni um-
ræðu til ögunar þátttakendum. Mikilvægur þáttur slíkr-
ar umræðu er menningarrýni, er ekki felur það, sem
aflaga fer í ritverkum og öðrum listum.
Þegar ritverk og vísindi fara saman eins og í bókum á
sviði sagnffæða, er þar á ofan brýnt, að ritdómarar geti
skoðað vísindaleg vinnubrögð höfunda á gagnrýninn
hátt og skýrt okkur frá því, hvort þau standist prófið. Á
því hefur orðið misbrestur í fjölmiðlum.
Gagnrýnendum ber að gera greinarmun á varnarrit-
um og sagnffæðilegum ævisögum og ekki leyna því fyr-
ir okkur, þegar staðreyndir eru höndlaðar af léttúð.
Jónas Kristjánsson
Tveir menn lesa bók, til dæmis
skáldsögu, og vísast er tilgangur
þeirra ólíkur. Annar er að stytta
stundimar, hinn er að fylla þær
sömu stundir með einhverju sem
honum finnst eftirsóknarvert. Og
þá getur verið um margt að ræða:
uppbót á tíðindaleysi kannski, eða
fróðleik um löndin á kortinu eða
löndin í huganum? Einn er hald-
inn spakmælaflkn, annar spennu-
flkn, þriðji gægjuflkn eins konar
og svo má lengi við bæta.
Farsæl málalok
Ekki nýtur allt virðingar í hug-
arfari og ásetningi lesandi manna.
Líklega telja menn það til dæmis
fráleitt og úrelt að lesandinn leiti
sér huggunar í skáldskap. Allra
síst í farsælum málalokum. í
virðulegum skáldsögum hafa
menn farið spart með slík sögulok
allt frá dögum Dickens. Á þessu
sviði sem öðrum var tekin upp
verkaskipting: reyfarinn, hvort
heldur hann kallaðist ástarsaga
eða spennusaga, tók að sér að gera
ástina og kappann sigursæl og
tryggja réttlætið og bjarga heimin-
um. Kvikmyndin gekk enn lengra
í sömu átt, líka sú sem ætlar sér
að væta milljón vasaklúta: undir
lokin er brosað gegnum tár og
„hvert ský fær silfurrönd".
Þó grunar mig að miklu fleiri en
við vilja kannast beri með sér
„Lesandinn á þess kost að skerpa sitt vit til að verja sín sannindi betur,
skrapa af þeim fúa og myglu, hætta að ganga að þeim sem vísum.“
Huggun og
ögrun í bókum
leynda þrá eftir
huggun í bók. Ekki
kannski eftir þeirri
auðveldu huggun
sem fylgir sigursælli
formúlu sem teygð er
á nokkra fyrirsjáan-
lega enda og kanta.
Huggunarþörfin er
slóttugri en svo, hún
getur brugðið sér í
margra kvikinda
liki. Til dæmis er
ekki lítil huggun og
uppörfun í þvi fólgin
að fá í skáldskap
staðfestingu á þvi
sem maður sjálfur
áður hélt eða grunaði
að minnsta kosti
sterklega. Já,
einmitt! fagnar les-
andinn. Svona er
þetta! Svona gerast
hlutirnir. Einmitt
svona talar og hugs-
ar þessi manngerð.
Hvað sagði ég ekki?
(Eða hefði getað sagt
ef ég hefði haft tíma
til að skrifa sjálfur.)
Lesandinn kemst í
krafteflingarsam-
band við textann:
hann fyrirgefur sjálfum
hans eigin hugsanir og
Kjallarinn
Árni Bergmann
rithöfundur
ar voru áreiðanlega
mun hvunndagslegri
og tætingslegri og
þrengri og grynnri en
þær sem bókin leiddi
fram. Bókin sem hreif
hann með sér og fyllti
hann einhverjum und-
arlegum yfirburðum
yfir hvunndagsleik-
ann eða að minnsta
kosti þeirri góðu vit-
neskju að hann væri
velkominn í merkileg-
an félagsskap.
Það bjargast
ekki neitt
Er það þá ekki and-
stætt einnig þessari
„Það er ekki nema von að sumir
ágætir höfundar hafi fyrr og síð-
ar fengið það orð í eyra að þeir
geri ekki annað en tortíma von-
um manna. Og þó má öllu snúa á
annan veg: ögrun má snúa í brýn-
ingu, svartnættið má gera að
hreinsunarbaði
sér það að lævísu huggun þegar bókin, skáld-
tilflnning- skapurinn, skáldsagan, sýnir les-
andanum ókurteisi, tillitsleysi,
jafnvel grimmd? Mætir honum
sem ögrun sem hótar að rífa niður
sitt af hverju sem lesandagarmur-
inn hefur sett traust sitt á? Hellir
yfir hann miklu myrkri. Hótar því
að gera allt að blekkingu sem
verður afhjúpuð án allrar misk-
unnar: „ást mína, von og trú“ -
hverja von um áreiðanleika í
mennskum samskiptum, hverja
von um að eitthvað standi til bóta
í mannlegu félagi. Það bjargast
ekki neitt, það ferst, það ferst...
Það er ekki nema von að sumir
ágætir höfundar hafi fyrr og síðar
fengiö það orð í eyra að þeir geri
ekki annað en tortíma vonum
manna. Og þó má öllu snúa á ann-
an veg: ögrun má snúa í brýningu,
svartnættið má gera að hreins-
unarbaði. Lesandinn á þess kost
að skerpa sitt vit til að verja sín
sannindi betur, skrapa af þeim
fúa og myglu, hætta að ganga að
þeim sem vísum. Kannski kem-
ur hann meira að segja auga á
ný sannindi, hver veit, það ger-
ist ekki oft en útilokað er það
ekki. Hann á kost á reynslu sem
er önnur en „huggun" en engu
að síður aflgjafi í andlegum
orkubúskap. Eða eins og Jónas
kvað: einstaklingur vertu nú
hraustur.
Ámi Bergmann
Skoðanir annarra
Við unum ekki verðinu
„Seljendur vöru og þjónustu hafa alla tíð búið við
mikla fjarlægðavernd. Landsmenn hafa ekki átt ann-
arra kosta völ en að greiða uppsett verð. Jafnframt
gerðu margvísleg höft og takmarkanir það að verkum,
að alltaf var hægt að skýra hátt verðlag með tilvísun
til þess. Þetta er löngu liðin tíð ... Hið háa verð er ekki
einskorðað við innfluttar vörur. Það er einkenni á
margvíslegri þjónustu, sem hinn almenni borgari þarf
á að halda ... Það er tímabært að landsmenn láti til sín
heyra i þessum efnum. Verð lækkar, ef seljendur vöru
og þjónustu finna, að almenningur er ekki tilbúinn að
borga hvað sem er.“
Úr forystugrein Mbl. 19. des.
Viövörunarbjöllur klingja
„Þegar við siglum hraðbyri inn í enn meira góðæri
og allra fyrirheita þúsaldarinnar klingja viðvörunar-
bjöllur úr öllum áttum. Viðskiptahallinn eykst hröð-
um skrefum og er orðinn meiri en nokkurn óraði fyr-
ir. Þar með aukast tekjur af innflutningi, svo að ríkis-
sjóðstekjurnar eru meiri en nokkurn óraði fyrir og
það eykur aftur á þensluna, sem kvað vera efna-
hagslífmu afskaplega óholl. Svona gengur þetta koll af
kolli og verðbólgan kemst á skrið með öllum sínum
óbærilega léttleika ... Hið eina sem við viljum vita er,
hvað vel menntuðu og óreyndu ungmennin við tölvu-
skjái peningamusteranna hafa að segja um velgengni
okkar á hiutabréfamarkaði."
Oddur Ólafsson í Degi 18. des.
Bætur verði kölluð laun
„Gísli S. Einarsson alþingismaður lagði fram frum-
varp um hækkun lágmarkslauna í landinu. Ég hins veg-
ar kannast ekki við það, það eru nú til staðar lágmarks-
laun sem eru 70 þúsund krónur. Getur það verið af því
að ég er bara öryrki og þigg bætur. Þessar svokölluðu
bætur eru nú einu sinni mín laun. Mér finnst að alþing-
ismenn og aðrir ættu að fara að breyta um hugsunar-
hátt. Fer ég fram á að þær bætur sem við fáum frá
Tryggingastofnun verði kölluð laun. Sem einstaklingur
í þessu landi fer ég fram á að fá lágmarkslaun sem eru
í landinu því að þótt ég sé veikur maður er ég einstak-
lingur með þarfir eins og aðrir þjóðfélagsþegnar."
Guðjón Sigurðsson í Mbl. 19. des.