Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 14
> Foster vill ekki lambið Jodie Foster hefur ákveðiö að leika ekki FBI- rannsóknarmanninn Clarice Starling í fram- haldsmynd Silence of the Lambs, Hannibal, sem á að taka á næsta ári. Foster á að hafa hætt viö hlutverkið til þess að einbeita sér að því að leik- stýra Claire Daines í Flora Plum, sem á einnig að taka á næsta ári. Foster hefur áður leikstýrt tveimur myndum, Little Man Tate og Home for the Holidays. Þetta birtist í blöðum í Kanaveldi í gær þó svo aö Foster hafi verið í viðtali fyrir nokkrum dögum hjá Larry King á CNN þar sem hún sagðist ekki hafa ákveðið neitt og væri að biða eftir því að sjá handrit- ið að framhaldsmyndinni. Hún virtist þó vera á báðum áttum og sagöist vilja sjá persón- urnar tvær (Starling og Lecter) vandlega með farnar. Fantasía 2000 Nú þegar næstum því sextíu ár eru frá því aö Walt Disney frumsýndi meistaraverk sitt, Fantasíu, hefur hún veriö endurútgefin fyrir IMAX-bióin. Hver hluti myndarinnar er kynntur af einhveijum voða frægum og flottum, t.d. Steve Martin, Angelu Lansbury og töfra- mönnunum I Penn & Teller. Á I sinum tíma var Walt með mikl- ■ ar hugmyndir I um þann skiln I ingarvitarússi- bana sem Fantasía átti aö I vera og var hún I einungis sýnd I til að byrja með i kvikmynda- B húsum meö fullkomnasta hljóðkerfi þess tíma. Einnig hafði hann hugsaö sér aö á hverju ári myndi liðið hjá fýrirtækinu taka fyrir einn hluta af myndinni og lappa upp á hann. Þannig hefði hann Walt kallinn eflaust veriö ánægöur ef hann hefði brugðið sér inn í IMAX-bió og séð draum sinn loksins rætast. Ætli það sé ekki hægt aö mæta meö ísklumpinn sem hann hvílir í og sjá hvað gerist? Affleck er til ef kærastan er með Ben Affleck hefur tekið boöinu um að leika Batman í næstu mynd um dökka riddarann en krefst þess þó aö kærastan hans, Gwy- neth Paltrow, leiki kattarkon- una á móti sér. Hins vegar segja heimilda- menn hjá Warner Bros að Ijóshærða stjarnan eigi eflaust eftir að hafna hlutverk- inu. Ástæöan ku vera sú að hún getur ekkí ákveðið hvort þetta sé gott fyrir framtíöina og ímyndina sfna. Herra Affleck virðist nú ekki vera mjög sannfærandi í koddatalinu á næt- urna fýrst hann getur ekki talið hana á að koma aö leika meö sér. Hogan snýr aftur Samkvæmt áströlskum kvikmyndablööum ætlar kappi kappanna, Crocodile Dundee, að snúa aftur á hvíta tjaldið von bráðar. Höfund- ur og stjarna fyrri myndanna tveggja um Dundee, Paul Hogan, er búinn að vera að vinna í myndinni og byrja tökur á henni I Queensland innan fárra mánaða. Fjár- magnið hljóöar upp á 52 milljónir doll- ara. Eiginkona Hog- ans, Linda Kozlowski, mun einnig snúa aftur sem ástarkvendi Dundees, Sue Charlton, en þau tvö hittust við tökur á fyrstu myndinni árið 1985. Nafnið á nýju myndinni er einkar frumlegt og sniðugt, Crocodile Dundee Re- turns. Á nýársdag frumsýnir Háskólabíó nýjustu mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Engla alheimsins. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Einars Más Guðmundssonar. Kuklad í Nýjasta kvikmynd leikstjórans Friðriks Þórs Friðrikssonar, Englar alheimsins, verður frum- sýnd í Háskólabíói á fyrsta degi nýs árþúsunds, 1. janúar 2000. Þannig er þetta fyrsta íslenska myndin sem er frumsýnd á árþús- undinu. Kvikmyndahandritið Englar alheimsins er byggt á sam- nefndri skáldsögu Einars Más Guð- mundssonar. Bókina ættu nú ílest- ir að þekkja enda fékk hún hók- menntaverðlaun Norðurlanda á sínum tima og er lesin í gagnfræða- skólum út um allt land. Adolf, Paul og Schiller Sögð er saga Páls (Ingvar Sig- urðsson), fjölskyldu hans og félaga á Kleppi. Páli er fylgt inn í myrkrn- geðsjúkdóms þar sem hann ein- angrast og verður stöðugt erfiðari í samskiptum við foreldra sina og systkini. Þetta endar með því að hann er sendur á Klepp. Á Kleppi koma við sögu sálufélagar hans, Óli bitill (Baltasar Kormákur), ósköp rólegur gaur sem heldur að hann hafi samið öll bítlalögin og sent Paul og John og félögmn þau sem hugskeyti, Viktor (Bjöm Jör- undur) sem stundum breytist í Ad- kolli olf sjálfan Hitler en ber með sér vissa menntun og fágun og Pétur (Hilm- ir Snær Guðnason), her- bergisfélagi Páls sem far- ið hefur yfir um á sýru og trúir því að hann hafi skrifað doktorsritgerð um Schiller í Kína. Fylgst er með ævintýr- um þeirra félaga á og af Kleppi og örlögum Páls. Fleiri góða leikara ber að líta i myndinni, til dæmis Halldóru Geir- harðsdóttir, Þór Tulini- us, Egil Ólafsson og Pálma Gestsson. Þrettánda myndin Tökur á myndinni fóm fram í Reykjavík í ágúst og september. Englar alheimsins er þrettánda mynd Friðriks Þórs og er ferillinn glæsilegur: Brennu Njáls saga, Eldsmiðurinn, Rokk í Reykjavík, Hringvegurinn, Kúrekar Norðurs- ins, Skytturnar, Flugþrá (sjón- varpsmynd), Englakroppar (sjón- varpsmynd), Börn náttúmnnar, Bíódagar, Á köldum klaka og nú síðast Djöflaeyjan. Myndir hans hafa verið tilnefndar til fjölda verð- launa á kvikmyndahátiðum út um allan heim og er skemmst að minn- ast þess þegar Böm náttúmnnar var tilnefnd til óskarsverðlauna árið 1991. Tónlistina í myndini ger- ir Hilmar Öm Hilmarsson en hann vann einmitt evrópsku kvikmynda- verðlaunin fyrir Böm náttúmnnar á sínum tíma. bíódómur Stjörnubíó - The Messenger: The Story ofJoan ofArc ★ ★★ Friðarboðberi í herklæðum bíódómur Kringlubíó/Laugarásbíó - Deep Blue Sea ★★*, og að systir hennar skuh hafa látið lif- ið fyrir hendi breskra hermanna en ekki hún gerir hana enn sterkari í trúnni. Hún er sendiboði Guðs og um tíma fær hún aðra til að trúa því. Það er svo ekki fyrr en það hentar ekki konungi Frakklands að nýta sér krafta hennar, konungi sem hún átti stóran þátt í að var krýndur, að hún fer að ef- ast um að hún hafi skilið skilaboðin rétt. í síðasta hluta myndarinnar er hún ein með samvisku sinni innan fangelsisveggjanna, samvisku sem birtist í likama yfirheyrslumanns sem yfirheyrir hana um stöðu hennar og hvort hún hafi gert rétt. Hún efast í lokin, enda búið að svíkja hana í bak og fyrir en trúin á Guð verður yfir- sterkari veraldlegum hvötum. Þaö má sjálfsagt deila um túlkun Millu Jovovich í hlutverki Jóhönnu og hún fékk hlutverkið eingöngu út á þá- verandi eiginmann sinn, Luc Besson. Jovovich, sem svo smellpassaði í The Fifth Element, sýnir ekki mikla dýpt í leik sínum og gefur litla innsýn inn í persónuna en lætur eins og hún sé á ofskynjunarlyfjum mestan part mynd- arinar. Þetta veikir myndina fyrir þeim sem eru að leita að boðskapnum en gefúr stríðsmanneskjunni Jóhönnu mun meir styrk. John Malcovich er snillingur í að leika falska og veik- lynda náunga og Karl konungur verð- ur ekki að eftirminnilegri persónu i mannkynssögunni í hans meðforum. Þá er vert að benda á góðan leik Dustins Hoffmans í hlutverki hins ímyndaða yfirheyrslumanns. Jóhanna af Örk er mikið sjónarspil og hefur Luc Besson sett allan sinn metnað í hana. Ljóst er að hann hefur ekki farið í sögulega leit, túlkar at- burði sögunnar upp á eigin spýtur, gerir Jóhönnu að meiri hermanni en hún var en nær í lokin að framkalla áhrifamikið raunsæi þegar Jóhanna fer að efast um gerðir sínar. Leikstjóri: Luc Besson. Handrit: Andrew Birkin og Luc Besson. Kvikmyndataka: Thierry Arbogast. Tónlist: Eric Serra. Aðalhlutverk: Milla Jovovich, John Malkovich, Faye Dunaway, Dustin Hoffman, Tcheky Karyo og Timothy West. Hilmar Karlsson. Með síðustu kvikmynd sinni, The Fifth Element, má segja að Luc Besson hafi horfið frá frönskum kvikmyndum yfir í bandarískar stórmyndir. Það var fátt í þeirri annars ágætu kvikmynd sem minnti á Le Demier compat, Subway, The Big Blue, Nikita og Leon. Með The Messenger: The Story of Joan of Arc tekur Besson fyrir það sem Frökkum er heilagast, söguna um dýrlinginn Jóhönnu af örk sem brennd var á báli aðeins nítján ára. Fer Besson að mestu leyti sömu leið og hann gerði í The Fifth Element, tæknibrellur eru nýttar til hins ýtrasta í epískri stórmynd sem er fúll- löng en býr yfir miklum krafti, svo miklum að oft á tíðum er eins og Luc Besson sé á ystu nöf með að halda þræðinum. Jóhanna af Örk Lucs Bessons er öðmvísi Jóhanna. Allt frá þvi Carl Dreyer gerði fyrstu kvikmyndina um dýrlinginn árið 1928 hefur verið ákveðinn helgiblær yfir ásjónu henn- ar. Jóhanna hans Bessons er aftur á móti ákafur unglingur sem býr yfir sterkum vilja og miklu þreki, ungling- ur eins og við þekkjum til í nú- tímanum, fullur af áformum sem hann telur að sé þau einu réttu og lætur engan stöðva sig. Jó- hanna er sann- færð um að þær sýnir sem henni birtast segi henni að hún sé fædd til þess að frelsa Frakkland Varasamar neðansjávartilraunir Finninn Renny Harlin er snjall spennumyndaleikstjóri. Þegar hann fær góðan efnivið til að vinna úr eins og í Die Hard 2, Clifíhanger og The Long Kiss Goodnight nær hann að halda áhorfandanum spenntum við sætið frá upphafi til enda. Hann á samt sína slæmu daga (Cutthroad Is- land) eins og aðrir. Hversu góður hasarmyndaleikstjóri hann er kemur kannski best í Ijós í Deep Blue Sea, þar sem hann er að vinna með slakt handrit. Strax á upphafsmínútunni fá áhorfendmr forsmekkinn af því sem koma skal í atriði sem minnir kannski um of á upphafsatriðið í Jaws, en er samt vel gert. Og Jaws á eftir að koma oftar upp í huga manns. Það voru margir sem ekki þorðu nálægt strönd í mörg ár eftir að hafa séð meistara- verk Spielbergs, sem kom til vegna þess hversu hákarlinn var nálægur mennsku bóli. Hákarlarnir í Deep Blue Sea, þótt stærri séu og gáfaðri, hafa ekki þessa sömu nálægð, eru meira verksmiðjufyrirbæri. Samt tekst Harlin að gera þá ógnvekjandi og það er aldrei að vita nema maður forð- ist strendur þar sem hákarl hefur sést í mílufiarlægð. Sagan sem sögð er í Deep Blue Sea er gömul klisja um vísindamenn sem í skjóli vísindanna fara inn á hættuleg- ar brautir til að framleiða efni sem á að gera alzheimer-veikina læknanlega. Til að ná árangri þarf að genabreyta hákörlmn, gera þá stærri en þeir eru. Það sem vísindamennimir segja ekki frá er að þeir þurfa einnig að stækka heila þeirra svo nægilegt magn af efni náist. Þetta endar aðeins á einn veg, þrír genabreyttir hákarlar fara að hugsa og þá á mannskepnan sér fáa björgunarleiðir, sérstaklega þar sem atburðimir gerast í rannsóknarstöð sem er að mestu leyti neðansjávar. Deep Blue Sea stendur vel undir nafninu háspennumynd. Einstaka at- riði em geysivel gerð og Harlin hefur tekist það sem nauðsynlegt er, að láta hættima sem hákarlamir skapa aldrei fara úr huga áhorfandans, þeir birtast með reglulegu millibili og ávallt i leit að fómarlambi. Frammistaða leikara er upp og ofan. Samuel L. Jackson er þekktastur þeirra og eina persónan sem fær ein- hverjar setningar af viti, aðrir þylja gamlar lummur og verður myndin varla þeim til framdráttar á lista- brautinni. Renny Harlin stendur sig aftur á móti vel eins og áður hefur komið fram og er vonandi að hann næli sér í bitastæðara handrit fyrir næstu mynd. Leikstjóri: Renny Harlin. Handrit: Duncan Kennedy, Donna Powers og Wayne Powers. Kvikmynda- taka: Stephen Windon. Tónlist: Trevor Rabin. Aðalleikarar: Saffron Burrows, Thomas Jane, Samuel L. Jackson, LL Cool J og Stellan Skarsgard. Hilmar Karlsson 14 f Ó k U S 30. desember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.