Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Síða 21
myndlist Karl hefur hýst 100 listamenn á 10 árum inn. Það eru plötusnúðarnir Berti og Siggi sem sjá um fjörið. Þeir sem komu að lokuðum dyrum á Wunder- bar í gærkvöld geta mætt á staðinn í kvöld þar sem Dj Finger og Dj Le Chef sjá um áramóta- fjörið. Úlrik býður aðdáendum sínum gleðilegt nýtt ár á Café Amster- dam. Fjöl- mennið því þetta er líklega i síðasta sinn sem þessi sveit stigur á stokk þar sem hún er að spá í að leggja upp laupana. >Böll k^Það verður ekta nýársdansleikur i Iðnó. Hljómsveitin Todmobile leikur fýrir dunandi dansi. Gleðin hefst klukkan 23.00 og þá verð- ur gestum boðið upp á glimrandi gæðafor- drykk að hætti hússins. Verö fyrir fordrykk og dansleik er 5000 krónur. Allar nánari upplýs- ingar eru i síma 530-3030. Hótel Borg er draumastaður margra á nýárs- kvðld en færri komast að en vilja. Ef þú átt ekki nú þegar miöa þá geturðu þara gleymt því að sjá Fönkmaster 2000 og Stjórnina troða upp í Gyllta salnum. Mundu þara að panta lyrr næst. Hilmar Sverris og Anna Hilmars skemmta gestum Næturgalans. Allir sem mæta milli kl. 22 og miðnættis fá léttar veitingar í boði hússins. Það skal einnig tekið fram að verð á drykkjum hækkar ekki þótt það sé nýársdag- ur. Nýársdansleikur Óperunnar er aö vanda hald- inn á Broadway. 30 manna hljómsveit Óper- unnar spilar fyrir dansi og þetta er ekta gala- Verslun Sævars Karls á 25 ára afmæli á þessu ári og samnefnt gallerí er 10 ára. I tilefni af 10 ára afmæli gallerisins er búið að opna þar samsýningu þar sem hátt í 50 listamenn sýna verk sín. Þetta eru allt listamenn sem hafa áður sýnt í galleríinu en um hundrað listamenn hafa sýnt hjá Sævari siðan galleríið opnaði og taka um helmingur þeirra þátt í þessari samsýningu. „Ég hef mikinn áhuga á list en ég get alls ekki gert upp á milli þessara listamanna," segir Sævar Karl, þegar hann er spurður að því hvaða listamaður sé honum kærastur. Móttó Sævars, „Ég hef mjög einfaldan smekk, ég vel að- eins það besta“, gildir þó jafht um málverkin sem fotin, því eins og hann orðar það þá hefur hann reynt að halda vissum standard á því sviði líka. „Það sem mér finnst svo skemmtilegt er að margir þessara listamanna sýndu í fyrsta sinn hjá mér en eru nú búnir að sýna úti um allan heim,“ segir Sævar stoltur. Það var ónýttur lager baka til í versluninni á Banka- stræti 11 sem á sínum tima varð til þess að galleríið sá í upphafi dagsins ljós. Meðal þeirra fjöl- mörgu listamanna sem sýna á af- mælissamsýningunni eru: Hall- grímur Helgason, Gabríela Frið- riksdóttir, Hubert Nói, Jón Ósk- ar, Hulda Hákon, Ólöf Nordal og Þór Elís Pálsson. Þema sýningar- innar er aldamót þar sem lista- mennirnir túlka aldamótin hver á sinn hátt. Sýningin stendur til 15. janúar. Buttercup syngurá frönsku Á útgáfutónleika Buttercup, sem haldnir voru 1 íslensku óper- unni fyrir skömmu, var mættur franskur gæi á vegum franska ut- anríkisráðuneytisins. Hann var að ieita að þremur íslenskum hljóm- sveitum til að fara í tveggja vikna tónleikafor til Frakklands. Honum leist svona líka vel á Buttercup og hefúr sveitinni sem sagt verið boð- ið að koma til Frakklands í sept- ember og spila í fimm borgum. Sveitin stendur nú í ströngu við að snara textum sinum yfir á ensku og er meira að segja búin að þýða lagið „Meira dót“ á franska tungu. Að sögn Heiðars Kristinssonar i Buttercup er það er mikiU heiður fyrir sveitina að fá að leika fyrir Frakka sem kandídatar íslands og vera valin tU þess hlutverks úr öUum þeim íslensku hljómsveitum sem eiga að vera svo gott sem búnar að meika það erlendis. haf Bíóborgin The World is not Enough ★★ Hér sýnist mér skorta allnokkuð uppá galskapinn, framand- leikann og lostann. Þetta er Bond í meðallagi.- ÁS Runaway Bride ★★ Best í vídeótækinu. -ÁS Tarzan ★★★ Tarzan er afbragðs skemmtun sem allir ættu að geta haft gaman af. -ÁS Blair Witch Project ★★★★ The Blair Witch Project er snilld og víst er að hún fer í flokk allra bestu hryllingsmynda. -HK Enemy of my Enemy Spennumynd í anda kalda striðsins. Inspector Gadget Slök brellumynd. Bíóhöllin End of Days ★ Drungaleg dellumynd um skratt- ann sem stígur uppá yfirborðið til að serða stúlku en hittir fyrir ömmu sína í líki Arnolds Schwarzenegger. Er að mestu leyti á einhverju einkennilegu plani þar sem bjánagangur og innri rökleysaberja saman hausum. -HK Járnrisinn Lítill strákur eignast járnrisa sem vin. Ku vera nokkuð góð. Blue Streak i Martin Lawrence með kjaft og grin. Tarzan ★★★ Tarzan er afbragðs skemmtun sem allir ættu að geta haft gaman af. -ÁS South Park ★★★ Með fyndnari prumpubröndurum seinni ára. American Pie ★ Satt að segja stóð ég í þeirri meiningu að meira en nóg væri af svona efni í sjónvarpi. -ÁS The King and I ★★ Margt er vel gert og söng- ur ágætur, en tilraunin til að gera söngleik að teiknimynd virkar ekki nógu sterk. -HK Joan of Arc ★★★ Luc Besson tekst nokkuð vel upp með þessa epísku stórmynd. Milla er mjög góð Jóhanna. Mystery Men ★ I Mystery Men er samankom- ið einvalalið leikararí einhverri vitlausustu kvik- mynd sem lengi hefur sést. Þegar á heildina er litið þá myndin eitt allsherjar klúður og er illa farið með góðan leikarahóp. .-HK Háskólabíó Mickey Blue Eyes Hugh Grant er alltaf voöa sætur sem aulalegi klaufinn sem vill ofsa vel. Hér giftir hann sig óvart inn í harðsvíraða mafiuna og kann ekki alveg nógu vel við það. Augasteinninn þinn ★★★ Spænski leikstjór- inn Fernando Trueba (Belle Epoque) góðlátlegt grin að kyikmyndaiðnaðinum á Spáni og Þýska- landi í lok fjórða áratugarins þegar almenningur átti undir högg að sækja gagnvart striðandi fylk- ingum. Myndin er oft á tíöum byggð upp eins og farsi án þess þó að fara langt frá raunveruleik- anum, skemmtilega útfærð í einstaka atriðum en er of brokkgeng til geta kallast heilsteypt verk. -HK Ungfrúin góða og húsiö ★★★ Eftir dálítiö hæga byrjun er góður stígandi í myndinni sem er ágæt drama um tvær systur snemma á öld- inni.Tinna Gunnlaugsdóttir og Ragnhildur Gísla- dóttir ná einstaklega góðu sambandi viö perón- urnar og sýna afburðaleik. -HK Myrkrahöfðinginn ★★★ Myrkrahöfðinginn er ekki gallalaus kvikmynd, en Hrafn Gunnlaugs- son hefur ekki gert betri mynd frá því hann gerði Hrafninn flýgur. Hilmir Snær Guðnason sýnir snilldarleik í hlutverki prestsins sem á T mikilli baráttu við sjálfan sig og aðra. -HK Life ★★ Brokkgeng gamanmynd með misgóð- um bröndurum. -HK Torrente ★* Sjálfsagt einhver subbulegasta persóna sem lengi hefur sést á hvíta tjaldinu. Svarti húmorinn er ekki vel heppnaður og subbuskapurinn nánast gengur frá myndinni. -HK A Simple Plan ★★★★ Sagnagaldur sem hitt- ir beint í mark á áreynslulausan og einfaldan hátt. -ÁS Rugrats myndin ★★ Skrítið að hún skuli ekki vera talsett. -HK Todo Sobre Mi Madre ★★★ Almodovar skilar frábærri mynd sem er einkar blæbrigðarik og með heillandi persónum. Kringlubíó Deep Blue See ★★★ Renny Harlin er þrusu hasarleikstjóri og hér sannar hann það með ágætis mynd úr slöppu handriti. -HK End of Days ★ Drungaleg dellumynd um skratt- ann sem stígur uppá yfirborðið til að serða stúlku en hittir fyrir ömmu sína í líki Arnolds Schwarzenegger. -HK Tarzan ★★★ Tarzan er afbragðs skemmtun sem allir ættu að geta haft gaman af. -ÁS The King and I ★★ Margt er vel gert og söng- ur ágætur, en tilraunin til að gera söngleik að teiknimynd virkar ekki nógu sterk. -HK Járnrisinn LTtill strákur eignast járnrisa sem vin. Ku vera nokkuð góð. Laugarásbíó Deep Blue See Renny Harlin er þrusu hasarleikstjóri og hér sannar hann það með ágætis mynd úr slöppu handriti. -HK Mickey Blue Eyes Hugh Grant er alltaf voða sætur sem aulalegi klaufinn sem vill ofsa vel. Hér giftir hann sig óvart inn í harðsvíraða mafíuna og kann ekki alveg nógu vel við það. The Sixth Sense ★★★ The Sixth Sense er þessi sjaldgæfa tegund Hollywood kvikmyndar; greindarleg, blæbrigðarík ogfull af göldrum.-ÁS Rokkaö í Detroit Myndin segir frá fjórum hljómsveitartöffurum sem fara til Detroit til að sjá Kiss. Regnboginn EndofDays ★ -HK Tarzan ★★★ Tarzan er afbragðs skemmtun sem allir ættu að geta haft gaman af. -ÁS FightClub ★★★ -HK An Ideal Husband ★★★ Alveg stanslaust fjör en þegar betur er skoðað kemur í Ijós aö allt fír- verkið er aukaatriði líkt og oftast hjá Wilde, það sem máli skiptir er að hér fær skemmtilegt fólk tækifæri til að sjarmera okkur T tæpa tvo tíma eða svo með skemmtilegu spjalli, hnitmiðuöum yfirlýsingum og meinfyndnummisskilningi. Fyrir- taks skammdegisuppbót. -ÁS Stjörnubíó Joan of Arc ★★★ Luc Besson tekst nokkuð vel upp meö þessa epísku stórmynd. Milla er mjög góð Jóhanna. Virtual Sexuality ★ Eitt sinn stríösmenn 2 ★★★ Líkt og forver- inn, Eitt sinn stríðsmenn, er þetta eftirtektar- verð saga sem, þrátt fyrir að liggja mikið á hjarta um hlutskipti Maoríanna, fjallar fyrst og fremst um hiö mannlega ástand af hispursleysi og án vorkunnsemi. -AS Járnrisinn Lítill strákur eignast járnrisa sem vin. Ku vera nokkuð góð. Andri Sigþórsson fótboltakappi meö sína fyrstu fótboltaskó. „Ég fékk þessa skó þegar ég var fimm eða sex ára gamall. Þá voru þeir vel rúmir á mig og ég man ég varð að ganga með bómull inni í tánni. Ætli ég hafi ekki notað þá í svona þrjú ár. Þetta eru Patric- skór, kallaðir Kikan kid, með áltökkum í botninum og þetta voru sem sagt mínir fyrstu fótboltaskór. Skómir fundust fyrir algjöra til- viljun niðri í geymslu hjá foreldrum mínum þegar ég var farinn til Þýskalands að spila sem atvinnumaður. Þá voru þeir teknir fram í dagsljósið og ákveðið að þeim skyldi haldið til haga. Síðan þá hef ég haldið mikið upp á þá og fer afskaplega vel með þá.“ ■ • - eru íótboltaskór AlUaf ferskt. í Smárai URSMIÐUR Laugavegi 62- Sími: 551 4100 30. desember 1999 f ÓkllS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.