Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2000, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR. 3 JANÚAR 2000 Spuriúngin Hvaöa bók lastu yfir jólin? Árni Freyr Stefánsson neml: Ég las enga bók. Heiðar Kristinsson markaðsfull- tnii: Ég las bókina Á hælum lögg- unnar. Skúli Kristjánsson kennari: Ég las bókina Reykjavík, gamli bærinn. Ólafur Þorvaldz nemi: Ég las handritið við „Thriller“-söngleik Verslunarskóla íslands. Guðjón Smári Guðmundsson, jólaskreytingamaður Kringlunn- ar: Ég las spennusöguna Svikinn veruleiki sem ég fékk i jólagjöf. Ófeigur Ólafsson nemi: Ég las bók- ina Bert sem ég fékk í jólagjöf. Lesendur Hvaö er minnis- stæðast á öldinni? Skarphéðinn Einarsson. Skarphéðinn Einarsson skrifar: Nú þegar aldamótin skella á hugsa margir til baka um hvað sé minnisstæðast á öldinni sem leið. Margir spyrja sjálfan sig hvar hann/hún hafi verið stödd/stadd- ur er þessi eða hinn atburðurinn átti sér stað. Oft hafa viðmælendur fréttamanna verið spurðir t.d. um hvar þeir voru staddir þegar morð- ið á John Kennedy var tilkynnt. Eða þegar Neil Armstrong steig á tunglið 1969. Bandaríkjamenn hafa reyndar átt marga afreksmenn, flesta af gyðingaættum, og Banda- ríkin eru áreiðanlega ríkasta og öfl- ugasta ríki veraldar, ekki síst er kemur að vísindum, hemaði, efna- hag o.s.frv. Sum erlend blöð hafa sett upp 100 atriði sem þau telja að hafi skipt sköpum á öldinni sem þau mörg hver kalla „öld umrótsins" eða „um- brotanna". Ég las svona lista sem birtist í breska blaðinu „The Express" og kennir þar margra grasa. Mig lang- ar mig til að telja upp þá atburði úr þessum lista sem koma mér fyrir sjónir sem þeir áhrifaríkustu. 1. Marconi sendir radiómerki yflr Atlantshafið árið 1901. 2. Farþega- skipið Titanic sem sökk árið 1912. 3. Heimsstyrjöldin fyrri árið 1914 og enginn haföi séð fyrir um aldamót- in 1900. 4. Rússnesku byltinguna árið 1917. 5. Henry Ford kemur á fót verksmiðju til bílasmíða árið 1913. 6. Fyrstu reglulegu útvarpssending- ar hefjast árið 1909. 7. Sigmund Freud gaf út túlkun sína á draum- um árið 1900. 8. Max Plank setur fram kenningu sína „The quantum theory ogenergy sama ár (1900). 8. Flug bræðranna Wilbur og Orville Wright árið 1903. 9. Upphaf seinni Fyrstu geimferöirnar telur Skarphéöinn ásamt ýmsu fleiru marka tímamót á öldinni sem leið. Bandarískir geimfarar tilbúnir til flugs í flauginni Columbia. heimsstyrjaldarinnar með innrás Þjóðverja í Pólland árið 1939. 10. Uppfinning á plasti árið 1909. 11. Yuri Gagarin fer fyrstur út í geim- inn árið 1961.12. Fyrsta þotan fram- leidd árið 1941. 13. Alan Shephard fyrstur Bandaríkjamanna út í geim- inn árið 1961. 14. Amerískir læknar vara við heilsutjóni af reykingum árið 1964. Og að lokum er að minn- ast fyrstu sjónvarpssendinganna í Bandaríkjunum árið 1941. Af mörgu er að taka og þá líka þegar íslandssagan er skoðuð í 100 ár. Heimsviðburðimir verða þó þeir sem varða alla jarðarbúa mestu og þeir skila sér til okkar íslendinga jafnt og annarra þjóða. Vonandi verða næstu 100 ár jafnviðburðarík og gæfuríkari en síðustu 100 árin. Kjör aldraöra og öryrkja - bænarskrá til ráðherra um aðgerðir Aldraður borgari sendi þennan pistil: Það er ekki hægt að una því að hluti landsmanna búi við örbirgð. Og það góða við málið er að aflir virðast því sammála. Það er hins vegar eins og það eigi að slíta hjart- að úr ráðherrum, bæði núverandi, fyrrverandi og hinum fyrr-fyrrver- andi og áhangendum þeirra, skjól- stæðingum, kjósendum eða þeirra nánustu, þegar að því kemur að rétta hlut öryrkjanna og hinna öldr- uðu. Líka í góöærinu sem nú er sagt ríkja og með öllum tekjuafgangi rík- issjóös. Aflar tillögur stjómarandstöð- unnar um breytingar hafa verið fefldar af stjómarliðum og að því er virðist, bara til að vera á móti. Ekki trúi ég því að þessir menn séu svo samviskulausir, að þeir í raun og sannleika vilji ekki rétta hlut aldr- aðra og öryrkja. Öryrkjar og hinir öldruðu þurfa hins vegar að muna eftir þessum mönnum í næstu kosningum og gefa þeim frí. Kaldar hafa verið jóla- og nýárskveðjur ráðamanna til aldr- aðra og öryrkja á íslandi í dag. Ég trúi ekki öðru en að samviskan hafi sagt til sín yfir jólahátíöina. Ég óska þeim samt gleðilegs nýs árs meö von um að þeir bænheyri okkur og taki til við aðgerðir til að rétta hlut okkar, hinna minna megandi. Jól og áramót - tímamót framundan Konráð Friðfinnsson skrifar: Margir segja að mikil „tímamót" séu framundan í heiminum. Árið 2000 var framundan þegar þetta er ritað og þá segir tölvan mín, að minnsta kosti „hingað og ekki lengra" og meinar þaö. Vegna þess að dagatal hennar nær ekki lengra en til 31. desember 1999. Þá er hún búin og hætt. Ég bíð því spenntur eftir að sjá hvað hún tekur til bragðs þann 1. janúar árið 2000. Og hugsanlega hef ég séð það þegar þetta bréfkom birtist í DV. Mig grunar alténd, að tölumar sem tölvan þeytir frá sér verði t.d. þjónusta allan sólarhringinn 'JÚJ 'jJJ-j Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu Bréfritari beiö spenntur eftir aö sjá hvaö tölvan hans tæki til bragös fyrsta dag ársins. Vonandi hefur hann allan sannleika þar um í hendi nú. fjögur núll eða eitthvað í þá áttina. En þá þurfi líka aö gera einhverjar breytingar á maskínunni til að dagatalið verði rétt á þessum svokölluðu „tímamótum" eins og margir kjósa að kalla þessi áramót. Sjálfur reikna ég þó með að vakna á nýársdagsmorgun líkt og alla aðra morgna. Sem sé edrú og hress. Hvað um það. Jólin eru liðin og nýtt ár að bresta á. Og á jólunum fæddist Jesús. Ekki er mér kunn- ugt um hvenær menn fóru að halda jól hátíðleg. Veit þó að um aldagamla hefð er að ræða. En hygg samt jafnframt að jólin í dag séu með nokkru öðru sniði en gerðist fyrir 100 árum og að jólin um næstu aldamót verði með enn öðru sniði en nú. Allt er breytingum háð. Það eitt breytist ekki. Guð skapaði bæði himin og jörð og guð er sá sami og honum verður ekki breytt. Ég hygg að menn geti verið mér sammála um að eyðsla manna fyrir jólin hafi farið dálítið úr böndum og að þörf sé að snúa þeirri þróun við. Gott er gleðja hvert annað með gjöf- um en heilsan má ekki bíða skaða af. Þá er til lítils barist. DV Gullna hliðið er glatað Ragnar skrifar: Ég hef heyrt að þeir í Þjóðleik- húsinu séu að færa upp Gullna hliðið til sýningar fyrir íslenskan almenning. Gott og vel. En hvaða almenningur vill sjá Gullna hliðið í nýtísku útfærslu? Er það unga kynslóðin sem lítið þekkir til Davíðs Stefánssonar og skáld- verka hans? Er það miðaldra eða eldra fólkið sem sá Gullna hliðið í sinni upprunalegu uppfærslu. Nei, ég vil ekki sjá Gullna hliðið, það er glatað í nútíma útfærslu. Ég sá það 10 ára gamall og svo aft- ur eitthvað um 15 árum síðar og vil ekki eyðileggja minningamar um þetta verk. Hvers vegna að eyðileggja minningarnar? Uðónýt verka- lýösforusta J.M.G. skrifar: Mín skoðun er sú að verkalýðs- forustan sé liðónýt og hafi siglt í strand. Hún kýs sér nú það ömur- lega hlutskipti að ráðast gegn rik- isstarfsmönnum fyrir að hafa bætt kjör sín og ekki viljað una stöðúgleika eymdarinnar sem Dagsbrún og fleiri félög sömdu um. Kjör ríkisstarfsmanna eru ekki eins aum og verkamanna vegna þess að þeir hafa átt skeleggari foringja og virkari stéttarfélög. Verkalýðsfélögin byggja nýjar og nýjar hallir yflr starfsemi sína en foringjar þeirra eru talsmenn lág- launastefnu og eymdar og þola illa að nokkur launamaður bæti kjör sín. Þeirra hagspeki er líka hagspeki eymdarinnar. Afleiðing þessarar stefnu er sú að láglauna- fólk er í biðröð hjá góðgerðarfé- lögum til að sækja sér mat. Áfengislaus kristnihátíð? Daníel hringdi: Mér blöskrar hérahátturinn og afdalamennskan hjá þeim sem skipa kristnihátíðarnefnd. Fyrst samþykkja þeir að sækja skuli um leyfi til vínveitinga i veitinga- tjöldum vítt og breitt um vellina ef þangað skyldi nú koma múgur og margmenni sem þurfi að eiga kost á mat og drykk meðan á dvöl stendur. Svo falla þeir frá því að selja áfengi, vín, bjór eða hvað það er sem þarna átti að vera til sölu. Eiga veitingar að vera á ábyrgð ríkislögreglustjóra á kristnihátíð. Var Kristur á móti víni? Sagði hann ekki einmitt: Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta? Mig minnir það. Eða eru það forystugreinar Morgunblaðsins sem leggja linur í veitingabransanum á Þingvöll- um? Með þessu hlýtur líka að verða lokað fyrir vínveitingar í Valhöll. Eða eiga prelátar og skipuleggjendur kristnihátíðar að fá að sitja einir að sumbli í Val- höll? Það væri eftir öðru! Bankaráöiö fagnar Finni Óskar Sigurðsson skrifar: Bankaráð Seölabanka íslands gerði það að tillögu sinni, sem það sendi síöan til forsætisráðherra, að Finnur Ingólfsson skyldi hreppa stööu hins nýja seðla- bankastjóra. Þetta gerði bankaráð Seðlabankans á innan við tveim- ur klukkkustundum en sagði reyndar í leiðinni að þetta væri tóm vitleysa aö vera að fara yfir allar umsóknirnar með þessum hætti úr því búiö væri að ákveða hver fengi starfiö. Mikið hlýtur þetta bankaráð Seðlabankans að vera illa í stakk búið að gegna sínu starfi úr því það lætur fara frá sér slíkar yfirlýsingar sem birst hafa hina síðustu daga árs- ins. Bankaráð þetta er auðvitað ófært um að starfa og á að segja af sér hið fyrsta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.