Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2000, Page 14
14
MÁNUDAGUR. 3 JANÚAR 2000
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjðmarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/
VTsir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Áuglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
r
Ar tækifæranna
Ef skynsemin fær að ráða getur árið 2000 orðið okkur
íslendingum gott ár. Við eigum alla möguleika á að
sækja fram á flestum sviðum og bæta þannig lífskjörin
enn frekar. Árið 2000 er ár tækifæranna.
Mikilvægasta verkefni komandi mánaða er í höndum
aðila vinnumarkaðarins. Hvernig þeim tekst til í kjara-
samningum ræður mestu um hvort sá stöðugleiki sem
einkennt hefur íslenskt efhahagslíf fær að ríkja áfram -
stöðugleiki sem hefur verið forsenda efnahagslegra fram-
fara. Vöxtur efnahagslífsins er besta tryggingin fyrir því
að kjör almennings batni, ekki hækkun launa um tugi
prósenta sem ekki er innstæða fyrir. íslenskir launa-
menn hafa slæma reynslu af slíkum kjarasamningum.
Skoðanakönnun DV sem gerð var undir lok síðasta árs
bendir til þess að almennt séu íslendingar bjartsýnir á
framtíðina en nær 83% þeirra sem afstöðu tóku telja að
hagur sinn verði svipaður eða betri á komandi árum. Að-
eins rúm 17% búast við að hagur þeirra versni. Komandi
kjarasamningar skipta miklu um það hvort vonir al-
mennings um framtíðina rætast eða ekki.
Skynsamlegir kjarasamningar gefa stjórnvöldum tæki-
færi til að grípa til róttækra skipulagsbreytinga og upp-
stokkunar á íslensku þjóðfélagi þar sem samkeppni verð-
ur innleidd á sem flest svið. Skortur á samkeppni er eitt
helsta vandamál íslensku þjóðarinnar og ein meginskýr-
ing á því að laun eru almennt ekki hærri en raun ber
vitni. Fylgifiskar fákeppni og einokunar eru lítil fram-
leiðni vinnuafls og íjármagns, óstjórn og óráðsía. Árið
2000 getur því orðið ár skipulagsbreytinga á öllum svið-
um og uppskeran verður betra og framsækið þjóðfélag.
Verkefnin eru mörg. Uppskurður í heilbrigðiskerfmu
er óhjákvæmilegur. Markmiðið er að innleiða sam-
keppni sem laðar fram það besta í þeim gífurlega
mannauði sem íslenskar heilbrigðisstéttir búa yfir. Hið
sama á við um orkubúskap landsmanna. Stærsta verk-
efni Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, er
að leiða fyrirtækið inn í nýja tíma þar sem samkeppni
ríkir í orkuöflun og -sölu. Að líkindum verður nauðsyn-
legt að brjóta Landsvirkjun upp í nokkur smærri fyrir-
tæki og selja þau einkaaðilum. Fyrstu skrefin hafa þegar
verið tekin til að innleiða samkeppni á sviði fjarskipta,
en stærsta verkefnið á því sviði er eftir - einkavæðing
Landssímans hf.
Síðustu ár hafa verið íslendingum hagstæð og gríðar-
legar breytingar hafa orðið á flestum sviðum efnahags-
lífsins. Mesta breytingin er hins vegar sjálft hugarfarið,
þar sem bjartsýni og kjarkur hefur tekið við af bölsýni.
Trúin á framtíðina hefur verið undirstaða efnahagslegr-
ar velsældar. Á fimm ára afmælisráðstefnu sem Við-
skiptablaðið hélt á liðnu ári vék Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra að þessu atriði: „Nú dettur engum í hug að sitja
á biðstofum stjórnmálamannanna til að verða sér úti um
fé í gjaldþrota fyrirtæki. Ríkisvaldið sér um að plægja
akurinn, en fólki er látið eftir að sá og uppskera. Nú
kæmist enginn stjórnmálamaður upp með að segja að al-
menn efnáhagslögmál eigi ekki við á íslandi. Ekki frek-
ar en að nokkur vísindamaður með viti mundi halda því
fram að þyngdarlögmálið gilti ekki hér á landi. Nú bíða
menn ekki lengur eftir efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar-
innar eða bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar, eða
gengisfellingu ríkisstjórnarinnar. Fólk vill hvorki smá-
skammtalækningar né meint aukaverkanalaus töframeð-
ul.“ Óli Björn Kárason
Seölabanki íslands. Skynsamlegra hefði verið að hefja bankann til vegs og viröingar að nýju með því að setja
honum ný lög, gera hann sjálfstæöan á sviði peningamála með faglegri stjórn og einum bankastjora.
Spilltir valdhafar
er greidd af skattpen-
ingum almennings.
Stj ómmálaflokkamir
vilja viðhalda slíku
kerfi.
Það er enginn bilbug-
ur á Davíð Oddssyni að
það skuli skipa í slíka
stöðu á grundvelli póli-
tiskra hrossakaupa.
Flokkamir hafa verið
samdauna í þessu. Það
má ekki gleyma því að
það var Sighvatur
Björgvinsson, núver-
andi formaður Alþýðu-
flokksins og þáverandi
viðskiptaráðherra,
sem skipaöi Steingrím
Hermannsson sem
„Stjórnmálaflokkarnir halda
dauöahaldi í hið gamla, spillta
kerfi og nota bankastjórastóla
til að leysa pólitísk innanhúss-
vandamál og útvega mónnum ríf-
legan lífeyri í stóðum sem óþarfi
er að skipa í.“
Kjallarinn
Ágúst Einarsson
prófessor
Ráðning Finns
Ingólfssonar i stöðu
seðlabankastjóra er
skýrt dæmi um
spillta ráðningu.
Það voru að
minnsta kosti fjórir
aðrir umsækjendur
sem voru hæfari i
stöðuna út frá
menntun og starfs-
reynslu en allt kom
íyrir ekki. Það stóð
aldrei til að ráða á
faglegum forsend-
um enda er hér um
pólitískan bitling
að ræða.
Vill almenning-
ur svona kerfi?
Það þarf engan í
þessa stöðu sem
sést best á því að
enginn hefur gegnt
henni i eitt og hálft
ár. Hvergi í fyrir-
tækjum myndi það
þekkjast að beðið
væri að ráða i
stöðu í eitt og hálft
ár. Vill almenning-
ur að hálaunuðum
stöðum sé úthlutað á pólitískum
forsendum? Þetta var almenn
regla á árum áður. Margir héldu
að ráðning Steingríms Her-
mannssonar í Seðlabankann yrði
sú síðasta. Sú ráðning var vita-
skuld ófagleg og pólitískt spillt og
leiddi þá til afsagnar minnar sem
formanns bankaráðs Seðlabank-
ans.
Ég hef ekkert á móti því að
stjómmálamenn fari í stöður á
vegum hins opinbera eða ann-
arra. Þeir verða þó að lúta faglegu
mati eins og allir aðrir í þessu
samfélagi. Það má ekki viðgang-
ast að flokksskírteini veiti mönn-
um forgang til vinnu, ekki hvað
síst ef um er að ræða vinnu sem
seðlabankastjóra og tók þannig
fullan þátt í þessum hrossakaup-
um.
Sömu reglur fyrir alla
Það em til dæmi um stjóm-
málamenn sem hafa horfiö til
annarra starfa og litlar sem engar
efasemdir hafa verið um hæfi
þeirra i samanburði við aðra.
Friðrik Sophusson er forstjóri
Landsvirkjunar, Þorsteinn Páls-
son sendiherra í London og Albert
Guðmundsson var sendiherra í
Frakklandi. Þótt ég sé pólitískt á
öndverðum meiði við þá tel ég að
þessir menn gegni eða hafi gegnt
sínum störfum með ágætum og sé
ekkert athugavert við ráðningu
þeirra. Það er meira að segja til
slíkt dæmi úr Seðlabankanum.
Jón Sigurðsson hvarf úr pólitík
í bankann. Þótt ýmsir hafa verið
andstæðingar hans í pólitík hefur
enginn haldið því fram að hann
hafi ekki verið hæfastur þeirra
manna sem þá sóttu um hvað
varðar menntun og starfsferil,
enda varð hann síðar aðalbanka-
stjóri Norræna fjárfestingabank-
ans, sem er stærri banki en nær
allt íslenska bankakerfið saman-
lagt. Farsinn í kringum ráðningu
Finns er misbeiting á pólitísku
valdi og er vitaskuld lítilsvirðing
við aðra umsækjendur. Sjálfsagt
segja þeir hæfu einstaklingar inn-
an bankans ekki mikið sem sóttu
um og verða nú undirmenn Finns
framsóknarbankastjóra.
Spillt kerfi er hættulegt
Það hefði verið skynsamlegra að
hefja bankann til vegs og virðing-
ar að nýju með því að setja hon-
um ný lög, gera hann sjálfstæðan
á sviði peningamála með faglegri
stjóm og einum bankastjóra. Það
er sú leið sem nær allar ná-
grannaþjóðirnar hafa farið með
seðlabanka sína. Stjórnmála-
flokkamir haida dauðahaldi í hið
gamla, spillta kerfi og nota banka-
stjórastóla til að leysa pólitísk inn-
anhússvandamál og útvega mönn-
um ríflegan lífeyri í stöðum sem
óþarfl er að skipa í.
Kerfi pólitískra hrossakaupa
þar sem flokksskírteinið er ofar
öllu er hættulegt samfélagi okkar.
Það grefur undan tiltrú á stjóm-
málum og stjórnmálamönnum og
það er ekki einkamál hinna spilltu
valdhafa hverju sinni. Það eru
fleiri slík dæmi, eins og staða for-
stjóra Fríhafnarinnar sýnir, þar
sem haldið er dauðahaldi í enn
einn framsóknarmanninn og ekki
er skirrast við að brjóta allar
venjulegar reglur í því sambandi.
Ágúst Einarsson
Skoðanir annarra
Almenningur og fyrirtækin
„Geysimikilvægt er að örva enn frekar hlutabréfa-
kaup almennings. Þannig verða launþegar að bein-
um þátttakendum í rekstri fyrirtækjanna og gera sér
betur ljóst en áður að hagur þeirra og fyrirtækjanna
fer saman. Jafnframt mun almenningur verða betur
á varðbergi gagnvart ýmsum ráðagerðum stjóm-
málamanna sem telja sér trú um að unnt sé að bæta
hag láglaunafólks með skattpíningu fyrirtækja. Með
aukinni hlutabréfavæðingu munum við því ekki að-
eins njóta aukinnar velmegunar, heldur búa við
heilbrigðari stjórnmálaumræðu."
Jakob F. Ásgeirsson í Mbl. 30. des.
Þjóðaratkvæðagreiðslur
„Hvað mælir gegn því, að djúpstæð deilumál á
borö við þau, sem risið hafa í okkar þjóðfélagi á
þessum áratug svo sem kvótamálið og hálendismál-
ið verði afgreidd í almennri atkvæðagreiðslu þjóðar-
innar allrar? ... Hugmyndin um þjóðaratkvæða-
greiðslu hefur ekki notið fylgis hér fyrst og fremst
vegna þess, að á dimmum dögum kalda stríðsins,
þegar óvenjulegar aðstæður ríktu í málefnum þjóða
heims beittu andstæðingar utanríkisstefnu íslands
óspart því vopni að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu
um allt milli himins og jarðar í þeirri trú, að þeir
gætu frekar náð markmiðum sínum meö þeim hætti
... Viðleitni þessara pólitísku afla til þess að nota at-
kvæöagreiðslur borgaranna sér í hag má ekki verða
til þess að koma varanlegu óorði á þá lýðræðislegu
aðferð viö ákvarðanatöku. Við skulum ekki gleyma
því, að það var ákveðið i þjóðaratkvæðagreiðslu að
stofna lýðveldi á íslandi.“
Úr forystugrein Mbl. 29. des.
Valgerður velur sóknarfærið
„Ég mun leggja mjög þunga áherslu á byggðamál-
in og er ánægð með að fá að takast á við þau krefj-
andi verkefni sem bíða úrlausnar. Ég sé sóknarfæri
í byggðamálum. Ég tel, til að mynda, að samhæfa
þurfi betur en nú er starf atvinnuráðgjafanna út um
land. Með því að gera þessar breytingar á Byggða-
stofnun, sem nú verða, á stofnunin að verða skil-
virkari og það myndast þetta stjómsýslusamband
milli stjómar og ráðherra, sem ekki var áður. Það
tel ég að gefi stofnuninni tækifæri, sem verður að
nýta til fullnustu."
Valgerður Sverrisdóttir í Degi 30. des.