Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2000, Page 18
18
2000 MÁNUDAGUR. 3 JANÚAR
Fréttir
Leyfi veitt til loðnuveiða í flottroll:
Ráðuneytismenn eru
að fara á taugum
- segir Sverrir Leósson útgeröarmaöur
DV, Akureyri:
„Ég er einn þeirra fjölmörgu sem
eru gjörsamlega andvígir því að við
veiðum loðnu og síld í flottroll. Þótt
ég sé enginn spekingur tel ég það
nokkuð ljóst að smásíldin, sem frek-
ar kemst af þegar veitt er með
flottrofli, skaddist og drepist síöan
og mér finnst það einnig algjörlega
út i hött að heimila það nú að menn
fari í einhverri örvæntingu að veiða
loðnuna í flottroll," segir Sverrir Le-
ósson, útgerðarmaður Súlunnar EA
á Akureyri.
Sverrir segist undra að þetta leyfi
skuli núna vera gefið út að frum-
kvæöi ráðuneytismanna. „Ráðu-
neytismenn eru að fara á taugum
vegna þess að við höfum ekki veitt
nema um 80 þúsund tonn af loðnu á
vertíðinni og rjúka upp til handa og
fóta. Þjóöhagsstofnun hefur reiknað
út einhverjar afkomutölur sem m.a.
byggjast á ákveðinni loðnu-
veiði og svo bregðast menn í
ráðuneytinu svona við þegar
þeir halda að ekki verði hægt
að veiða það sem reiknað hef-
ur verið með. Ég er búinn að
standa í þessum nótaveiðum
í 30 ár og ég væri fyrir löngu
hættur ef ég færi alltaf á
taugum þegar svona sveiflur 'Sverr|r
hafa komið í veiðarnar eins a
að moka loðnunni upp í
flottroll núna værum við
hugsanlega að skemma fyrir
okkur mörg ár fram í tímann
og það nær bara engri átt að
haga sér þannig.“
Sverrir segir að loðnan
muni gefa sig snemma á
næsta ári. „Ég er þess full-
viss að viö fórum að veiða
loðnuna í janúar. Ég heyrði
og nú hefur gerst. Með því að fara það frá togaramönnum sem þekkja
Leósson.
vel til loðnuveiða að skömmu fyrir
jól hafi þeir orðið varir við að loðn-
an væri farin að þétta sig út af
Langanesinu og þar munum við
byrja að veiða hana í janúar og við
eigum að geta náð allt aö 700 þús-
und tonnum ef vel viðrar. Þangað til
eiga menn bara að halda ró sinni en
ekki fara á taugum eins og ráðu-
neytismenn," segir Sverrir.
-gk
Veðurklúbburinn á Dalbæ:
Umhleypingasamt verður í janúar
DV, Dalvík:
Desemberspáin kom þokkalega
út, hretið og hríðarhraglandinn sem
spáð var í kringum jólin varð sem
betur fer minni en búist var við.
Gert var ráð fyrir þokkalegu ára-
mótaveðri og klúbbfélagar halda sig
enn við þá spá.
í frétt frá Veðurklúbbnum segir
að það sé frekar erfitt að spá í janú-
arveðrið, hvað sem það þýðir. Félag-
arnir voru frekar tvístígandi og áttu
erfitt með að meta stöðuna, baró-
metið hefur látið undarlega undan-
farið, farið upp og niður án þess að
miklar breytingar hafi verið merkj-
anlegar á veðrinu.
Niöurstaðan varð samt sú að
veðrið verður ótraust og umhleyp-
ingasamt, gæti verið að hann yrði
vestanstæður að mestu leyti en aðr-
ir vildu halda því fram að í mánuð-
inum yrðu ýmsar áttir og örar
sviptingar og líkur á hvassviðri sem
um verður rætt.
Þá er jafnvel búist við smáskoti í
kringum eða rétt eftir þrettándann.
Þorrinn byrjar á fullu tungli og
tunglmyrkva þann 21. janúar og
stórstreymi daginn eftir, upp úr því
gæti hann skollið á en ekki víst að
það endist lengi, fer eftir áttinni.
í heildina er mikil óvissa með
veðrið hvort það er nýtt árþúsund
eða undarlegt aukatungl sem gerir
það að verkum er ekki gott að segja
en það er með veðrið eins og annað,
þetta kemur aflt í ljós.
Klúbbfélagar vilja óska öllum far-
sældar á nýju árþúsundi með þakk-
læti fyrir alla góðvild og samskipti á
Gestum Byggðasafnsins fækkar um 18%:
Hátt gangagjald og slæm
ásýnd miðbæjarins
DV, Akranesi:
Akurnesingar og nærsveitamenn
eiga mjög fallegt byggðasafn sem á
undanfómum árum hefur verið
mjög vinsæll viðkomustaður feröa-
fólks. Á síðasta ári, eða nánar tiltek-
ið frá 1. janúar til 13. desember,
voru gestir safnsins 5.500 en í ár ber
svo við að þeim hefur fækkað um
1000, eru komnir niður í 4500 og hef-
ur þvi fækkað um 18%.
Menn telja að helsta skýringin á
þessu sé hátt gangagjald; auk þess
hafa margir gestir sagt að ásýnd
Akraness sé ekki nógu góð, sér-
staklega miðbæjarins sem er illa
haldið við. Samsetning gestanna í
byggðasafninu hefur breyst, út-
lendingum hefur fækkað en heldur
orðið fjölgun á íslendingum og
skólanemum. -DVÓ
Landsbréf opna
útibú á Selfossi
DV, Suðurlandi:
Skömmu fyrir jól opnuðu Lands-
bréf útibú á Selfossi. Þetta er fjórða
útibú Landsbréfa utan höfuðborgar-
svæðisins. Landsbréf á Suðurlandi
munu sinna verðbréfaþjónustu við
íbúa allt frá Breiödalsvík í austri að
Hellisheiði í vestri. Á öllu svæðinu
er boðið upp á þjónustu Landsbréfa
í útibúum
Landsbankans sem eru alls 11 á
svæöinu. Elsta útibúið er á Selfossi,
það var stofnað árið 1918. Starfs-
svæði Landsbréfa á Selfossi nær
yfir fjóra og hálfa sýslu, íbúafjöldi á
starfssvæðinu er nálægt 24 þúsund
manns. Forstöðumaður Landsbréfa
á Selfossi er Hjalti Þorvaröarson
viðskiptafræðingur.
-NH
Hjalti Þorvaröarson, útibússtjóri
Landsbréfa á Selfossi.
DV-mynd Njöröur
árinu og allt frá stofnun klúbbsins
sem er 5 ára um þessar mundir.
Að lokum má geta þess að Veður-
klúbburinn fékk tvær bókagjafir
núna um jólin. Frá Búnaðarsam-
bandi Eyjafjarðar og hjónunum
Ingibjörgu Ásgeirsdóttur og Stefáni
Jónssyni og eru þeim færðar bestu
þakkir. -hiá
Sverrir Andrésson og Lillian Andrésson aö Bakkatjörn 3 á Selfossi voru hissa en ánægö þegar dómnefnd í jóla-
skreytingakeppni Árborgar bankaöi upp á hjá þeim með fréttirnar um aö þau heföu unniö keppnina á Selfossi.
DV-myndir Njöröur Helgason.
Sigurvegarar í skreytingakeppni Árborgar kynntir:
Stokkseyri skrautlegust
DV, Selfossi:
Úrslit hafa verið kynnt í jóla-
skreytingakeppni Árborgar. í hópi
fyrirtækja sigraði veitingahúsið
MENAM fyrir ákaflega fallegar,
smekklegar og vel upp settar skreyt-
ingar.
I flokki íbúðarhúsa voru veitt
verðlaun í hverjum þéttbýliskjama
Árborgar. Á Selfossi var húsið að
Bakkatjöm 3 valið. Þar hefur mikil
vinna verið lögð í skreytingar sem
margar hverjar eru heimagerðar og
upplýstar með kösturum. Á Eyrar-
bakka bám ibúar Merkisteinsvalla
11 sigur úr býtum fyrir vel lýsta og
skemmtilega skreytingu. Á Stokks-
eyri, sem er að öðrum þéttbýlisstöð-
um Árborgar ólöstuðum mesti
skreytingabærinn, var húsið að Há-
steinsvegi 24 valið fyrir mikla og
fallega skreytingu. -NH Húsráðendur og gestir úti í garöinum ásamt glaðlyndum snjókarli.