Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2000, Síða 24
48
MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000
Fréttir
íbúum fækkar í
Dalvíkurbyggð
DV, Dalvík:
íbúum Dalvíkurbyggöar fækkaði
um 29 eöa 1,42% frá 1. desember
1998 til 1. desember 1999 samkvæmt
bráðabirgðatölum frá Hagstofu ís-
lands, á sama tíma og ibúum lands-
ins fjölgaði um 1,25%, og íbúum á
Norðurlandi eystra fækkaði um
0,6%. íbúafjöldi i Dalvíkurbyggð nú
er 2040 manns en var 2069 1. desem-
ber 1998.
Ekki var hægt að fá uppgefnar
tölur miðað við gömlu sveitarfélög-
in, aðeins tölur úr byggðarkjömum.
Samkvæmt þeim fækkaði íbúum á
Dalvík um 24 (1,62%), úr 1503 í 1479,
á Árskógssandi fjölgaði hins vegar
um 8 manns (6,7%), úr 120 í 128, og
á Hauganesi fjölgaði um 1 (0,6%), úr
159 í 160. Þá hefur íbúum i dreifbýl-
inu fækkað um 14 (5,12%), úr 287 í
273. -hiá
Anna María Ágústsdóttir og Magnús Jóhannsson með jólabörnin Söru Mjöil 5 ára og nýfæddan jóladrenginn sem
kom í heiminn á aðfangadagskvöld. DV-mynd Njörður Helgason.
Selfoss:
fbúum hefur fækkaö í Daivíkurbyggö.
Nýr umboðsmaður
í Neskaupstað
Klara Sveinsdóttir
Sími 477 1489
Alliance Francaise
Frönskunámskeið
fyrir byrjendur, lengra komna, börn og eldri borgara
verða haldin 17. janúartil 15. apríl.
Innritun alla virka daga frá kl. 11-19
í Austurstræti 3, sími 552 3870.
Veffang af@ismennt.isnetfang
www.ismennt.is/vefir/af
Ath.: Ferðamálafranska og viðskiptafranska.
Útsalan
hefst mánudaginn 3. janúar kl. 8.00
5—50% afsláttur
Úlpur, jakkar, kápur, pelskápur, hattar o.íl.
Opiö laugardag frá kl. 10-16
Ao^HUSID
Mörkinni 6, sími 588 5518
Bílastæöi við búöarvegginn
Fyrsta barn siðustu
jóla aldarinnar
DV, Suðurlandi:
„Við vorum heima í Gunnarsholti
þegar fyrstu verkirnir komu. Þá fór-
um við fyrst hingað á Selfoss en
vegna þess að sá litli var svolítið
skakkur vorum við send á Landspít-
alann þar sem hann kom í heiminn
ílmm mínútur yfir átta á aðfanga-
dagskvöldið," sögðu Anna María
Ágústsdóttir og Magnús Jóhanns-
son alsæl með litla jóladrenginn
sinn á sjúkrahúsinu á Selfossi í
gær.
Eins og áður sagði fæddist hann á
Landspítalanum, fyrsta bamið á
siðustu jólum aldarinnar. Fljótlega
eftir fæðinguna hélt hann ásamt for-
eldrum sínum austur á Selfoss, í
heimabyggð þeirra og þar ætla þau
að vera þar til farið verður heim að
Gunnarsholti. Anna María og
Magnús sögðust hafa verið á Sel-
fossi þegar jólin voru hringd inn, en
fljótlega var farið í bæinn.
Þeim fannst það skrýtin tilfrnn-
ing að aka í gegn um Reykjavík á
áttunda tímanum á aöfangadags-
kvöldinu.
„Allt var svo kyrrt og enginn á
ferli,“ sögðu þau. Litli jóladrengur-
inn var 17 merkur og 54 sentímetr-
ar við fæðingu. Hann er annað barn
hjónanna. Þau eiga fyrir dótturina
Söru Mjöll sem er nýorðin fimm ára
gömul, varö það reyndar þann 22
desember. Það eru því sannkölluð
jólabörn sem þau hjónin eiga.
Magnús sagði að ef horft sé á litla
jóladrenginn þeirra örli fyrir geisla-
baug yfir höfði hans. Sara Mjöll
stóra systir hans hafði eftir nógu að
biða fyrir jól. Afmæli, jólunum og
litlu systkini. Hún sagðist þó ekki
geta gert upp á milli hvort hafi ver-
ið betra að fá Baby bom í jólagjöf
eða lítinn bróður.
-NH.
Á Sandskeiöi var allt baðaö í mánaskini, ratljóst var um heiðina þegar jólatungliö hellti geislum yfir svæðið.
DV-mynd Njörður Helgason
Sólgleraugu í tunglsljósinu
DV, Suðurlandi:
Á vetrarsólstöðum var
(jóla)tunglið í sögulegri nálægð við
jörðina og birtustig þess með því
allra mesta. Birtan á Hellisheiði var
slík að hún var litlu minni en á
sumarnóttu. Einn vegfarandi, sem
fór um heiðina, sagði fréttaritara
DV að legið hefði við að sólgleraugu
hefði þurft til að keyra á móti
tunglsljósinu. -NH