Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Blaðsíða 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 Afmæli Jóna Jóhanna Þórðardóttir Jóna Jóhanna Þórðardóttir hús- móðir, Bjarkargötu 6, Patreksfirði, er áttræð í dag. Jóna fæddist á Haga á Barða- strönd og ólst upp á Innri-Múla á Barðaströnd. Fjölskylda Jóna giftist 21.12. 1943 Áma Jó- hannesi Bæringssyni, f. 26.1.1913, d. 21.5. 1986, bifreiðarstjóra. Foreldrar hans voru Bæring Bjamason og Jó- hanna Guðbjörg Ámadóttir. Börn Jónu og Áma eru Hilmar, f. 29.11.1940, kennari í Hafnarfirði, en kona hans er Guðlaug Rósa Frið- geirsdóttir og eiga þau þrjú böm og fimm bamaböm; Jóhanna Bærings, f. 22.12. 1944, d. 17.4. 1980, húsmóðir og verkakona, en hún eignaðist fjögur börn og eru bamabörnin orðin sex; Halldór, f. 7.11. 1951, sjómaður á Patreks- firði, en kona hans er María Óskarsdóttir og eiga þau þrjú böm; Þórð- ur Steinar, f. 26.12. 1953, sjómaður á Patreksfirði, en kona hans er Kristín Björgvinsdóttir og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn; Hugrún, f. 14.7. 1955, húsmóðir í Hafnarfirði, en maður hennar er Stefán Egilsson og eiga þau fjögur böm; Gísli Jón, f. 11.8.1956, verkamaður í Kópavogi, en kona hans er Fríður Magnúsdóttir og eiga þau þrjú böm; Helena Rakel, f. 15.12. 1959, húsmóðir á ísafirði, en maður hennar er Pálmi Stefánsson og eiga þau þrjú börn; Berglind, f. 3.2. 1961, kennari á ísa- firði, en maður hennar er Stefán Hagalín Ragúels- son og eiga þau þrjú böm. Systkini Jónu Jóhönnu: Jónasína Björg, f. 10.10.1916, d. 15.6. 1998; Ólafur Kristinn f. 21.8. 1918, búsettur í Reykjavík; Júlíus Óskar, f. 29.4. 1921, búsettur á Skorrastað í Norðfirði; Björgvin, f. 9.9. 1922, d. 17.5.1997; Karl, f. 16.10.1923, d. 17.12. 1991; Kristján Pétur, f. 14.5.1925, bú- settur á Breiðalæk á Barðaströnd; Steinþór, f. 13.7. 1926, d. 7.4. 1995; Sveinn Jóhann, f. 13.12.1927, búsett- ur að Innri-Múla á Barðaströnd. Foreldrar Jónu Jóhönnu voru Þórður Ólafsson, f. 24.8.1887, d. 10.4. 1984, bóndi að Innri-Múla á Barða- strönd, og Steinunn Björg Júlíusar- dóttir, f. 20.3. 1895, d. 13.2. 1984, hús- freyja. Jóhanna tekur á móti ættingjum og vinum í Skútunni, Hafnarfirði, milli kl. 16.00 og 19.00 á afmælisdag- inn. Jóna Jóhanna Þóröardóttir. Baldur Rafn Sigurðsson Baldur Rafn Sigurðsson, sóknar- prestur í Njarðvikurprestakalli, Starmóa 6, Njarðvík, er fertugur í dag. Starfsferill Baldur fæddist í Reykjavík en ólst upp á Seltjarnamesinu og við Laxárvatnsvirkjun í Austur-Húna- vatnssýslu. Hann lauk grunnskóla- prófi frá Héraðsskólanum að Reykj- um, lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskólanum í Ármúla 1980 og embættisprófi í guðfræði frá HÍ 1984. Baldur stundaði sumarstörf hjá íslenskum aðalverktökum á Kefla- víkurflugvelli 1976-79, var í sumar- afleysingum í Lögreglunni í Reykja- vík 1982-84, starfaði í Lögreglunni í Strandasýslu 1986-89, var kirkju- vörður Neskirkju í Reykjavík 1981-82, sóknarprestur í Bólstaðar- prestakalli í Austur-Húnavatns- sýslu 1984—85, sóknarprestur í Hólmavíkurprestakalli 1985-91 og hefur verið sóknarprestur í Njarð- víkurprestakalli frá 1992. Baldur var fréttaritari Morgun- blaðsins á Hólmavík 1985-90. Hann hefur setið í stjórn Hjálparstofnun- ar kirkjunnar, verið formaður stjómar Bjarma, félags um sorg og sorgarviðbrögð á Suðurnesjum, set- ið í stjórn Fjölskylduþjónustu kirkj- unnar og í stjórn Héraðsnefndar Kjalarnessprófastsdæmis. Fjölskylda Baldur kvæntist 21.3.1981 Ágústu Guðrúnu Ólafsdóttur, f. 19.8. 1961, húsmóður en hún stundaði nám í trúarbragðafræðum við Háskólann í Lundi 1991-92. Hún er dóttir Ólafs R. Sigurðssonar, skip- stjóra í Grindavík, og Ástu M. Bergsveinsdótt- ur, húsmóður í Keflavík. Börn Baldurs og Ágústu Guðrúnar eru Kristján Ástþór Baldurs- son, f. 14.12. 1980, nemi við Vélskóla íslands; Magna Magdalena Bald- ursdóttir, f. 8.10. 1983, nemi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja; María Rut Baldursdóttir, f. 17.12. 1985, nemi við Holtaskóla og nemi við Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar; Andrés Páll Baldursson, f. 18.8. 1990, nemi við Holtaskóla og við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Bræður Baldurs eru Guðlaugur Ingi Sigurðsson, f. 10.1. 1963, flug- stjóri í Reykjavík; Halldór Kristján Sigurðsson, f. 20.2. 1971, bakari og konditor í Reykjavík; Sigurður Óli Sigurðsson, f. 5.12. 1974, nemi við HÍ, búsettur á Seltjarnarnesi. Foreldrar Baldurs eru Sigurður Guðlaugsson, f. 7.2. 1940, vélstjóri á Sel- tjamarnesi, og Magna Magdalena Baldursdóttir, f. 4.10. 1940, hárgreiðslu- meistari. Ætt Sigurður er sonur Guðlaugs Eyj- ólfssonar og Valgerðar Sigurðar- dóttur. Magnea Magdalena er dóttir Baldurs Rafns Ólafssonar og Halldóru Kristjönu Ólafsdóttur. Baldur verður að heiman. Baldur Rafn Sigurösson. Anna María Jóhannsdóttir Anna María Jóhanns- dóttir, Sunnuhlíð 21 E, Akureyri, varð sextug í gær. Starfsferill Anna María lauk gagn- fræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Akureyrar 1957, stundaði nám við Leiklistarskóla Ævars Kvarans og við Tónlistar- skólann í Reykjavík. Anna María starfaði hjá Samvinnutryggingum 1957-60. Hún söng um árabil með ýmsum danshljómsveitum og i kór- um. Þá starfaði hún hjá Prentverki Odds Bjömssonar, POB 1960-63. Anna María dvaldist í Þýskalandi og i Bandaríkjunum 1963-70. Hún kenndi vélritun við MA en hóf síð- an störf við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri sem læknaritari og hefur síðan einkum starfað sem ritari eða til 1989. Fjölskylda Anna María giftist Herði Kristinssyni grasafræð- ingi en þau skildu 1976. Börn Önnu Maríu og Harðar eru Fanney, f. 15.11.1961, röntgentæknir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, gift Sigfúsi Hreiðarssyni bifvéla- virkja og eru böm þeirra Númi, f. 3.8.1986 og Anna María, f. 7.6. 1992; Inga Björk, f. 12.11. 1964, gift Rúnari Friðrikssyni sölumanni og er sonur þeirra Þór Adam, f. 23.12. 1986. Anna María giftist 23.8.1980 Birgi Marinóssyni en hann starfrækir bókhaldsskrifstofu á Akureyri og á hann fjögur böm frá fyrra hjóna- bandi. Systkini Önnu Maríu eru Heiða Hrönn, f. 10.1. 1939, sjúkraliði, gift Birgi Stefánssyni; Konráð Oddgeir, f. 9.4. 1943, iðnaðarmaður, kvæntur Lilju Helgadóttur; Jóhann Már, f. 10.1.1945, bóndi og söngvari, kvænt- ur Þóreyju Jónsdóttur; Svavar Há- kon, f. 15.3. 1946, bóndi og söngvari, kvæntur Sigurbjörgu Jónsdóttur; Kristján Ingvar, f. 24.5. 1948, óperu- söngvari, kvæntur Sigurjónu Sverr- isdóttur; Björgvin Haukur, f. 17.1. 1953, tannsmiður, kvæntur Ragn- heiði Haraldsdóttur. Foreldrar Önnu Maríu: Jóhann Konráðsson, f. 16.11. 1917, d. 27.12. 1982, söngvari, og k.h., Fanney Odd- geirsdóttir, f. 14.9.1917, húsmóðir. Ætt Faðir Jóhanns var Konráð, gull- smiður á Akureyri, Jóhannsson, b. á Végeirsstöðum í Fnjóskadal, Kristjánssonar, b. þar, Guðmunds- sonar. Móðir Jóhanns á Végeirs- stöðum var Lísibet Bessadóttir, b. á Skógum í Fnjóskadal, Eiríksson- ar. Móðir Jóhanns söngvara var Svava, systir Jónasar, föður Kára, fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Svava var dóttir Jósteins, b. í Naustavík í Hegranesi, hálfbróður, samfeðra, Gísla skólastjóra, föður Jónasar guðfræðiprófessors. Jó- steinn var sonur Jónasar, b. og læknis í Hróarsdal í Hegranesi, Jónssonar og Steinunnar Jónsdótt- ur frá Kjartansstaðakoti. Fanney er systir Hákonar óp- erusöngvara og Agnesar, móður Magnúsar Jónssonar óperusöngv- ara. Fanney er dóttir Oddgeirs, út- gerðarmanns á Hlöðum í Greni- vík, Jóhannssonar, b. í Saurbrúar- gerði á Svalbarðsströnd, Gislason- ar. Móðir Oddgeirs var Kristín Björg Sigurðardóttir, b. á Fellsseli í Kinn, Bjamasonar. Móðir Fann- eyjar var Aðalheiður Kristjáns- dóttir, systir Jóhanns á Végeirs- stöðum. Systir Aðalheiðar var Friðrikka, amma Stefáns Her- mannssonar, borgarverkfræðings í Reykjavík. Anna María Jóhannsdóttir. Til hamingju með afmælið 4. janúar 85 ára Birgitta Stefánsdóttir, Gröf, Brú. 80 ára Oddur Magnús Ólafsson, Aðalstræti 9, Reykjavík. 75 ára Sigurður Jónsson, Þorragötu 9, Reykjavík. 70 ára Davið Scheving Thorsteinsson, Mávanesi 7, Garðabæ. Gunnur Pálsdóttir, Ásmúla, Sauðárkróki. Sigurborg Einarsdóttir, Fannborg 1, Kópavogi. 60 ára Guðmundur Þorleifsson skipstjóri, Haukshólum 2, Reykjavík. Eiginkona hans er Berta Kjartansdóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum á heimili sínu 8.1. kl. 20.00. Guðrún Tryggvadóttir, Ólafsbraut 50, Ólafsvík. Hörður Sigmundsson, Deildarási 18, Reykjavík. Kristín Möller, Seljugerði 7, Reykjavik. Sigurborg María Jónsdóttir, Jöklaseli 25, Reykjavík. 50 ára Hulda Harðardóttir forstpðuþroska- þjálfi, Kópavogsbraut 4, Kópavogi, verður fimmtug á morgun. Eiginmaður hennar er Halldór Björnsson. Þau taka á móti gestum að heim- ili sínu eftir kl. 18.00 á afmælis- daginn. Hjálmar Bjöm Geirsson, Ásgarði, Borgarfirði eystri. Kjartan Amórsson, Vogabraut 58, Akranesi. Kristín Hjördís Leósdóttir, Engjavegi 89, Selfossi. Magnús Smári Þorvaldsson, Dverghömrum 3, Reykjavík. Olga Karen J. Símonardóttir, Nönnufelli 1, Reykjavík. Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir, Nönnugötu lb, Reykjavík. Sigurlaug Kjartansdóttir, Kópubraut 4, Njarðvík. Þráinn Ingólfsson, Bollagörðum 43, Seltjamamesi. 40 ára________________________ Dagmar Björk Ástvaldsdóttir, Hofakri, Búðardal. Geir Viðar Garðarsson, Eyrarholti 5, Hafnarfirði. Guðmundur Óskar Óskarsson, Álfheimum 30, Reykjavík. Ingimundur Sveinbjamarson, Hnotubergi 5, Hafnarfirði. Jóhanna Eysteinsdóttir, Stórateigi 34, Mosfellsbæ. Svavar Dalmann Hjaltason, Stífluseli 11, Reykjavík. Sæmundur Ingimundur Þórðarson, Dúfnahólum 4, Reykjavík. Unnur Sigfúsdóttir, Hafnarstræti 1, Þingeyri. Viktoría Róbertsdóttir, Heiðarhrauni 61, Grindavík. '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.